Feykir - 06.02.1985, Blaðsíða 7
3/1985 FEYKIR 7
Afleysingastarf
Sjúkrahús Skagfirðinga óskar að ráða aðstoðar-
mann til afleysinga á röntgendeild.
Vinnutími 08-16.
Staðan veitistfrá 18. feb. 1985 til 6. sept. 1985.
Umsóknarfrestur er til 8. febrúar 1985.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri á staðn-
um og í síma 95-5270, mánudaga og fimmtudaga
kl. 10-12.
VINNUEFTIRLIT RÍKISINS
Siðumúla 13. 105 Reyk]avlk, Slml 82970
Laus staða
Umdæmiseftirlitsmaður á
Norðurlandi vestra með aðsetur
á Sauðárkróki
Umsækjendur skulu hafa staðgóða tæknimennt-
un, t.d. tæknifræðimenntun, ásamt starfsreynslu.
Önnur menntun kemur þó til greina. Laun skv.
launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upp-
lýsingar um starfið veitir Sigurður Þórarinsson,
deildarstjóri eftirlitsdeildar í síma 91-29099.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k.
Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu-
blöðum sem fást á aðalskrifstofu stofnunar-
innar sími 91-82970.
öismálum
reglugerð vandasöm. Megin-
reglan væri þó ljós, að ekki verði
reykt, en reykingafólk fái þó
afdrep. Samdar hafa verið
reglur sem fyrst um sinn verða
notaðar af eftirlitsmönnum. Þar
kemur m.a. fram að á
vinnustöðum þar sem brotið
yrði gegn reglum yrði fyrst gefin
ábending. Verði hins vegar ekki
farið eftir slíkum ábendingum
og Ijóst að starfsmenn, sem ekki
reykja, vilja að málinu sé fylgt
eftir, ber starfsmanni Vinnu-
eftirlitsins að beita sér frekar í
málinu á hliðstæðan hátt og gert
er í öðrum vinnuverndarmálum.
Að sögn Harðar Bergmann gæti
svo farið að atvinnurekstur yrði
stöðvaður þar sem ítrekað yrði
brotið gegn lögunum.
Fimmta til sjötta hvert
dauðsfall erafvöldum
tóbaksreykinga
Þungamiðja og veigamesti
þáttur nýju tóbaksvarnalag-
anna er að draga úr
tóbaksneyslu og þar með því
heilsutjóni, sem hún veldur.
Landlæknir telur að fimmta til
sjötta hvert dauðsfall á landinu
megi rekja til reykinga, svo til
mikils er að vinna.
Talsmenn tóbaksvarnanefndar
lögðu mikla áherslu á það, að sá
þáttur laganna sem varðar
takmörkun reykinga sé í raun
alls ekki sá veigamesti, heldur
beri miklu frekar að líta á hann
sem langþráð tæki til handa
hinum þögla meirihluta, sem
orðið hefur að þola reykingar og
þar með skaðleg áhrif óbeinna
reykinga án þess að geta borið
hönd fyrir höfuð sér. Er hér ekki
síst átt við börn og unglinga.
— Sú einfalda staðreynd
blasir við, að ef það fólk sem
ekki reykir, notar ekki lögin og
tryggir framgang þeirra, geta
engin lögregluyfirvöld knúið
menn til hlýðni. Þess vegna ríður
mikið á, að fólkið í landinu taki
höndum saman og semji sín á
milli um hvar má reykja og hvar
ekki og sýni í þeim efnum
hógværð og tillitssemi. Það er
engin lausn að vinnufélagar
berjist innbyrðist og helli heitu
kaffi hver yfir annan eða sprauti
vatni úr brunaslöngum. Með
örfáum slíkum undantekning-
um benda fyrstu viðbrögð
almennings til þess að hógværð
og tillitssemi ráði gjörðum
manna, sagði Arni Johnsen.
Enn bætum við kjörin:
39,24%
ÁRSÁVÖXTUN
og
verðbólgu-
trygging!
Eat*****™*!
innlánsform *
samvinnufólks!
Aðeins sex mánaða
binding!
UMuSSkwQSEgíMBi&i
INNLÁNSDEILD
Fjórðungssamband Norðlendinga og Stjórnunar-
félag íslands bjóða nú í annað skipti í vetur hið
vinsæla...
RITARANÁMSKEIÐ
Markmið: Að auka hæfni ritara við skipulagningu,
bréfaskriftir, skjalvörslu og önnur almenn skrif-
stofustörf.
Efni: Bréfaskriftir og skjalavarsla, símsvörun og
afgreiðsla viðskiptavina, skipulagning og tíma-
stjórnun.
Þátttakendur þurfa að hafa nokkra reynslu sem
ritarar og innsýn í almenn skrifstofustörf.
Leiðbeinandi: Jóhanna Sveinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Nón h.f.
Verð: Kr. 3.600:- fyrir félagsmenn í Stjórnunar-
félagi fslands; kr. 4.500:- fyrir aðra.
Staður og tími: Sjallinn, Akureyri, 22.-23. febrúar
kl. 9.30-17.30 fyrri daginn og kl. 9.00-12.00
seinni daginn.
Skráning þátttakenda: Hjá Fjórðungssambandi
Norðlendinga, sími 22270 og 22453. Frestur til
að láta skrá sig á námskeiðið er til 15. febrúar.
ATHUGIÐ: Ef næg þátttaka fæst á Norðurlandi
vestra, verður haldið sérstakt námskeið á
Sauðárkróki.
Hljómsveitin Portó
og Erla Stefánsdóttir
Tökum að okkur að spila á árshátíðum, þorra-
blótum og almennum dansleikjum. Spilum alla
danstónlist. Getum einnig útvegað gott skemmti-
atriði gegn vægu gjaldi. Upplýsingar í síma
96-22500 (Erla) á daginn og 96-22235 eftir kl. 19.
Vísna-
þátturínn
Ekki þurfti stóryrði til að
hagyrðingar tækju við sér og
sendu blaðinu vísur. Indíana
Sigmundsdóttir kvartaði í
síðasta blaði yfir vísnaleysinu og
nú verður henni, og mörgum
vísnavinum, að ósk sinni um
vísnabirtingar í blaðinu.
Fyrst koma þá vísur frá
fyrrverandi nágranna Indíönu:
Díu ekki dvínar auður
að dunda ljóðasmíði við.
Þó hætt sé Fríða og Hjalti dauður,
hún samt veitir engin grið.
Meðan ýmsir atóm-snakkar
óljóð semja er gleymast tljótt,
áttræðis á aldri krakkar
eiga leik við ríms íþrótt.
En Fríða (Hólmfríður Jónas-
dóttir) er svo sannarlega ekki
dauð úr öllum æðum. Hún er í
fullu fjöri og sendir blaðinu
eftirfarandi:
Vísu yrki eftir mætti
án þess birting fái’ hana.
Fyrir þá orsök Fríða hætti,
Feykir vildi’ ekki sjá hana.
Feykir henni þráfalt þótti
þunnur vera í roðinu.
Við það greip hann Guðbrand ótti
garpurinn hafnaði boðinu.
Hólmfríði finnst það heldur
bragðlítið sem kemur frá hinu
háa Alþingi og segir:
Deyfð er yfir Alþingi,
aðeins deilt og þrefað.
Flest er haft í flimtingi,
flogið út og þefað.
Þar er ei á vísu von
vel þó margur syngi,
enginn Bjarni Ásgeirsson,
eða Jón á þingi.
Loks kemur frá Hólntfríði
..Bragbót”:
Húmið sígur hægt um lönd,
heldur fyrir mér vöku.
Þá geng ég minni gleði á hönd,
geri litla stöku.
Ólafur Magnússon á Sveins-
stöðum hélt uppá sjötugsafmæli
sitt i Flóðvangi á bóndadaginn.
Meðal veislugesta var svili hans
Böðvar Guðlaugsson í Kópa-
vogi. Hann flutti afmæliskvæði í
hófinu, auk þess sem hann fór
þar með margar stökur sem
voru „blandaðar á staðnum”.
Meðal þeirra var þessi:
Látum oss lagið taka,
lystina mun ei saka.
Þessi fagnaður hér
í Flóðvangi er
ósvikin Ólafsvaka.
Afmælisbarnið drakk úr silfur-
staupi meðan aðrir veislugestir
drukku úr venjulegum glösum.
Því sagði Böðvar:
Gífurlega er nú gaman hér
gleðibros mér stekkur.
Allir með glös, en enginn sér
hvað Ólafur bóndi drekkur.
Undir lokin sagði Böðvar:
Gleðskapur sjaldan gerðist rneiri,
gamanið engar hömlur þvinga.
Sárt er að þekkja ekki soldið fleiri
sjötuga Austur-Húnvetninga.