Feykir - 06.02.1985, Blaðsíða 1
— fyrir Norðurland vestra —
Útgerðarfélag Skagfirðmga:_______________
Fjórði skuttogarinn keyptur?
Útgerðarfélag Skagfirðinga hefur sýnt
ákveðinn áhuga á því að kaupa fjórða
skuttogarann til Sauðárkróks. Frum-
kvæði að slíkum skipakaupum kemur
frá stjórn Fiskiðjunnar, sem er í eigu
Kaupfélags SkagFirðinga.
Að sögn Bjarka Tryggvasonar,
framkvæmdastjóra Ú.S., hefur erindi
Fiskiðjunnar ekki verið formlega rætt í
stjórn fyrirtækisins, en Feykir hefur
fyrir satt að þrátt fyrir það sé
Útgerðarfélagið búið að skila inn
tilboði í skuttogarann Bjarna Herjólfs-
son, en hann keypti Landsbankinn
nýlega á uppboði. Ráðamenn Lands-
bankans hafa látið hafa eftir sér að þeir
þurfi að fá rúmar 90 milljónir fyrir
togarann til að sleppa skaðlaust frá
viðskiptunum. Nú þegarhafa borist 7-
8 tilboð í togarann, en heimildir Feykis
herma að bankinn muni ekki endilega
taka hæsta tiboðinu, heldur fyrst og
fremst hugsa um að fá togarann „ekki í
hausinn aftur”, eins og einn viðmæl-
enda blaðsins orðaði það. Þá ráði
mestu hversu stöndugur og skilvís
kaupandinn sé og mun Útgerðarfélag
Skagftrðingar ekki standa illa að vígi í
þeim samanburði. Fáist Bjarni Herjólfs-
son ekki keyptur munu aðrir logarar
koma til greina, en nú eru 10-12
togarar á vanskilalista Fiskveiðasjóðs,
sem sumir verða trúlega boðnir upp.
Bjarki Tryggvason sagði að það
myndi þýða stóraukið rekstraröryggi
fyrir útgerðina ef fjórði togarinn
bættist við og vinna i landi myndi
aukast að sama skapi.
Verði af togarakaupunum þarf að
auka hlutafé ÚS um 13-14 millj. kr.
Bæjarsjóður Sauðárkróks er stærsti
hluthafinn í Útgerðarfélaginu. Erindi
um togarakaup og þar með hlutafjár-
aukningu fékk jákvæðar undirtektir
bæjarráðs í síðustu viku. 1 samtali við
Feyki sagði Magnús H. Sigurjónsson,
forseti bæjarstjórnar, að ef af togara-
kaupunum gæti orðið þá væri það álíka
þýðingarmikið skref í atvinnumálum
og bygging steinullarverksmiðjunnar.
„Þetta mun þó verða fjárhagslega
erfitt fyrir Sauðárkróksbæ, þar sem
hann þarf einmitt nú á þessu ári að
inna af hendi fé vegna skuldbindinga
við Steinullarverksmiðjuna, og þess
vegna hefði verið betra að bíða í um eitt
ár. En ég tel ekki rétt að sleppa
tækifæri nú — ef það gefst, þar sem
ekki er víst að önnur tækifæri bjóðist
aftur í bráð,” sagði Magnús.
Nýstárlegir
vioskiptahættir
í Húnaþingi
Nýlega seldi Haukur á Röðli Guðmundi
Garðari bankastarfsmanni á Blönduósi bíl
sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi.
Kaupandinn vildi greiða bílinn með Vísa
korti, víxlum, eða skuldabréfum, en seljand-
inn vildi fá greiðslur í beinhörðum peningum.
Það var samþykkt og skyldi Haukur koma á
tilteknum tíma í bankann að sækja greiðsluna.
Hvort honum hefur þá brugðið í brún skal
ósagt látið, en Guðmundur reiddi fram
kaupverðið í mörgum pokum. I sumum var 10
kr. mynt en í öðrum smærri mynt, allt
nákvæmlega talið og pakkað í bankanum, enda
hæg heimatökin fyrir bankastarfsmanninn.
Haukur lét ekki á neinu bera, heldur hélt til
síns heima með sína beinhörðu peninga. Lagði
hann nú höfuðið í bleyti og hugsaði sitt ráð.
Ekki liðu margir dagar þar til Haukur
birtist í bankanum á ný. Hafði hann þá
meðferðis stórar fötur fullar af peningum, en
nú hafði sú breyting orðið á að hann hafði
opnað alla myntpakkana og hrært pening-
unum vandlega saman í eina kös, enda kvaðst
Haukur hafa þurft að telja peningana heima.
Segir sagan að þeir starfsmenn bankans sem
þurftu að telja sjóðinn og flokka hann hafi
litlar þakkir kunnað starfsfélaga sínum og
Hauki á Röðli fyrir að stunda svona viðskipti.
Tók talningin margar klukkustundir, þrátt
fyrir að talningavélar væru notaðar.
Menn í Húnaþingi tala nú um að hæfilegt
verð fyrir Renó árgerð 74 sé um 23 þúsund
stykki af beinhörðum peningum sem vegi 97
kíló.
Góð færð á fjöllum
Níu menn á þremur bílum fóru fyrir
skömmu fram á Grímstungu- og Haukagils-
heiði. Gekk ferð þeirra mjög vel, enda
óvanalega lítill snjór á heiðum. Komust þeir
félagar fram í Álkuskála, spiluðu þar
lomber um stund, en óku síðan fram ogaustur
á Sandfell nyrst í Stórasandi. Þaðan fóru þeirí
Bríkárkvíslardrög og svo eftir veginum að
mestu austur í Öldumóðuskála. Síðan var
haldið norður með Refskegg, yfir Svínavatns-
hæðir og til byggða. Ferðin tók aðeins á
sjöundu klukkustund, frá því farið var úr
Vatnsdal þar til þangað var komið aftur.
„Svarta gengið” hrellir
Færanleg sveit toilgæslumanna úr Reykjavík, sem meðal
sjómanna gengur undir heitinu „Svarta gengið” kom upp
um smygl í skuttogaranum Hegranesi þegar hann kom úr
siglingu í síðustu viku. Ekki höfðu þeir þó mikið upp úr
krafsinu: tvö myndbandstæki, fimmtán flöskur af víni og
átján kassa af bjór.
Hegranes kom inn til
Sauðárkróks á miðvikudaginn í
síðustu viku eftir að hafa selt
afla sinn í útlöndum. Um hádegi
þann sama dag var togarinn
tollafgreiddur. Eftir það hafa
menn talið sér óhætt að landa
smyglvarningnum, en þeir gættu
ekki að því að „svarta gengið”
vaktaði skipið; sat í bíl úti á
hafnargarðinum og beið átekta.
Þegar varningurinn var borinn
út í sendibíl seinni hluta dagsins
dreif að sveit tollvarða eins og
þruma úr heiðskíru lofti og
gómaði smyglarana.
Mikil leynd hvílir yfir
starfsemi „svarta gengisins”.
Það eina sem Feykir hefur
fengið upp um starfsemi
þessarar óvinsælu sveitar toll-
varða er að þeir ferðast
óskipulega um landið — eru á
Sauðárkróki einn daginn en
næsta dag eru þeir kannski
komnir suður til Keflavíkur.
Þeir hafa ekki samráð við
tollyfirvöld á hverjum stað og
láta engan vita af sér þar sem
þeir bera niður hverju sinni.
BLÖNDUÓS:
Hafnarleysi háir
útgerð frá Blönduósi
Útgerð er orðin veruleg atvinnugrein á Blönduósi. Hjá
fyrirtækinu Særúnu hf. vinna 25-30 manns allt árið, auk
þess sem fyrirtækið gerir út tvo báta. Á þeim eru níu
sjómenn. Á síðasta ári var unnið úr 1.050 lestum afhráefni
hjá fyrirtækinu og var söluverðmæti þess um 40 milljónir
króna. Á síðasta ári var reist 200 fermetra bygging við
hús fyrirtækisins og er þá húsakostur þess um 1200
fermetrar.
Sjá nánar viðtal við Kára Snorrason forstjóra Særúnar á
bls. 5.