Feykir - 28.08.1985, Side 2
2 FEYKIR 17/1985
Bískupsstól tíl
Sú umræða, sem nú fer fram
um það að biskupsembætti verði
flutt til Hóla í Hjaltadal á sér
langan aðdraganda. Allt frá því
biskupsembætti var lagt niður
árið 1802 hefur Norðlendingum
sviðið það, að biskup skyldi
aðeins vera einn og í Skálholts-
stifti hinu forna. Hólar hafa
gegnt veigamiklu hlutverki í
þjóðlífi og þjóðarsögu Islend-
inga. Þeir voru miðlægur staður,
voru í alfaraleið og miðstöð í
trúar- menningar- og söguleg-
um skilningi. Þar var um
aldirnar eina stórfyrirtækið í
stiftinu. Sjálfstæðisbaráttu Is-
lendinga voru Hólar mikil-
vægari en aðrir staðir í landinu,
a.m.k. til jafns við Skálholt og
Þingvelli. Staðurinn rifjar upp
atburði í huga þess, sem leitar
þangað og þekkir til sögu lands
og þjóðar. Þetta eru þó ekki gild
rök fyrir endurreisn biskups-
stóls á Hólum en þess
misskilnings gætir hjá einstaka
manni, sem lætur sig málið
varða. Nútímamenn þurfa ekki
að bæta um það sem liðið er. Sú
saga var lifuð og er skráð. Um
hana verður engu breytt enda
þarf þess ekki því að hún
stendur fyrir sínu. Við megum
dást að því besta, sem
forfeðurnir unnu, læra af þeim
og njóta verka þeirra. En við
megum ekki fara að herma eftir
þeim. Það verður afkáralegt og
ósæmilegt. Jón Sigurðsson,
forseti, fjallaði eitt sinn sem
oftar um þann ofuráhuga, sem
sumir menn hefðu á því að
ganga í sporum forfeðranna og
benti á það, að enginn yrði eins
og Gunnar á Hlíðarenda að
atgervi þótt hann klæddist
fornmannabúningi. Enginn
öðlaðist dómgreind Þorgeirs
Ljósvetningagoða þótt hann
legðist undir feld um stundar-
sakir. Þeir menn, sem taka að
dýrka fortíðina og sjá hana í
rósrauðum bjarma gera samtíð
sinni lítinn greiða. Gælur við
liðna tíð, eru ekki samboðnar
upplýstum og siðuðum mönn-
um. Nauðsynlegt er að þekkja
bakgrunninn, söguna rétt eins
og það er hverjum manni hollt
að þekkja til ættar sinnar.
Nútímamenn fara hins vegar
ekki að lifa lífi fyrri alda manna.
I prestastétt hefur áhugi verið
mikill á endurheimt biskups-
embættis fyrir Norðurland.
Norðlendingar eru sér með-
vitandi um það, að þeir eru um
margt ein heild, þótt Tröllaskagi
sé Þrándur í Götu í seinni tíð og
hafi sem farartálmi tekið stað
óbrúaðra vatna á fyrri tíð. I lok
síðustu aldar, árið 189B var
stofnað Prestafélag hins forna
Hólastiftis en prestar á Norður-
landi komu þá saman á
Sauðárkróki 8. - 9. júní og
stofnuðu fyrsta prestafélag á
landinu. Félagið var stofnað í
þeim tilgangi að efla presta í
starfi fyrir kristna kirkju og
leitast við í sameiningu að bæta
hina ytri skipan kristnihaldsins.
Fljótlega kom svo til sú grein í
lögum félagsins, sem kveður á
um það að félagið vinni að því að
biskupsstóll verði endurreistur á
Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur
Hóla
umræða um biskupsembætti þar
verið vakandi. Allt frá fyrstu
biskupsvígslunni þar árið 1910
hefur verið áhugi fyrir því að
hann sæti á Hólum. Ekki varþó
í fyrstunni talin ástæða til þess
þar sem hlutverk vígslubiskupa
er næsta lítið miðað við
núverandi lög. Þau eru frá 1909
samþykkt af Alþingi og staðfest
af konungi og eru þannig:
1. gr. Auk biskups landsins
skulu vera hér á landi tveir
vígslubiskupar (officiales),
annar í Skálholtsbiskupsdæmi
hinu forna, en hinn í Hóla-
biskupsdæmi hinu forna.
2. gr. Konungur skipar
vígslubiskupana eftir tillögum
prestastéttarinnar í hvoru
biskupsdæmi, skulu þeir hafa
biskupsvígslu. Til vígslukostn-
aðar, er þeir vígjast, skulu
hvorum þeirra greiddar 500 kr.
úr landssjóði.
3. gr. Annar vígslubiskup-
anna vígir biskup landsins, er svo
stendur á að fráfarandi biskup
getur eigi gert það. í forföllum
biskups vígja þeir pg presta,
hvor í sínu umdæmi. Fyrir
biskupsverk, er þeir vinna í
forföllum biskups, greiðist þeim
úr landssjóði borgun eftir
reikningi.
Lengri eru' lögin ekki og fná áf
þeim sjá að .verksVið vígslu-
biskupa er ekki mikið. Það er
nánast eingöngu fólgið í því að
tryggja það að biskupsvígður
maður sé í landinu en ekki þurfi
að sækja vígslur utan. En enda
þótt hlutverk þeirra vígslu-
biskupa sé lítið samkvæmt
Þrítíð GeMaugs Magnússonar
Þrítíð Geirlaugs Magnússonar
Þrítíð, Ijóðabók Geirlaugs
Magnússonar, er gefin út á
Sauðárkróki. Guðbrandur
Magnússon sá um setningu og
útlitshönnun en Sást sf. prent-
aði. Kápumynd gerði Gyrðir
skáld Elíasson. Frágangur
bókarinnar er til fyrirmyndar.
Undanfarin ár hefur Geir-
laugur kennt við Fjölbrauta-
skólann á Sauðárkróki og m.a.
tekið drjúgan þátt í leiklistarlífi
þar. Hann var líka einn af
stofnendum jassklúbbsins á
staðnum, enda er músík og
hljómur í þessari bók: „norðan-
garrinn blístrargræðgivalsinn.”
Oft eru endurtekin stef eins og í
hljómkviðum eða fornum döns-
um.
Geirlaugur skiptir bókinni í
þrennt eftir tíðum eins og nafnið
bendir til: fyrst þátíð, síðan
nútíð og loks framtið. Þessi
skiptingerþóekkiskörp. Fyrsti
hlutinn er í endurminningastíl
að er best verður séð og vitnar
um ferðalög höfundar og
langdvalir á erlendri grund.
Astarsaga ersögð í fáum orðum.
Þarna er þó ekki eingöngu
persónuleg saga. Almenn
málefni eru einnig til umræðu og
blandast einkennilega saman
við hiðeinstaklingsbundna. Það
gætir ótta við fortíðina: „hún
eltir þig” (bls. 13). Ástæða þessa
ótta gætu verið svikin. Stefið á
bls. 17, „Þú svíkur aðeins einu
sinni”, finnst mér benda bæði til
svika mannanna við heiminn og
svika einstaklingsins við sjálfan
sig og sína nánustu. I aðra
röndina gætir þó eftirsjár í garð
fortíðarinnar eins og fram
kemur í ástarsögunni í upphafi
og orðunum „girnist sífellt spor
þín” (bls. 12). Þegarsvostendur
á er tónninn mildari en
endranær, jafnvel blandinn
góðlátlegri kímni:
Það var einu sinni
reyndar eins gott
að ekki
var oftar
einu sinni var
og
varð
ekki úr neinu
einu sinni
hefði
gælt við
að
yrði oftar
það sem
ekki
einusinni var
einusinni
Er þetta lítil ástarsaga óreynds
unglings?
Miðhlutinn,agúrkuspretta nú-
tíðar, er stærsti hluti bókar-
innar. Þar er víða komið
við,m.a. gerð grein fyrir vanda
kennarans í tvíræðu kvæði
(bls.44). Vandi og efasemdir
skáldsins eru einnig til umræðu:
„glöp þín gengin á þrykk”.
Örstuttar en kraftmiklar
athugasemdir eins og þessi
finnst mér einkenna bókina.
Hins vegar virðist heildarsvipur
sumra kvæða ekki nógu skýr.
Það má því kannski segja að
Geirlaugur komi fram í Þrítíð
sem meistari gullkornanna.
Auðsæ eru tengsl Geirlaugs
við íslensk fornkvæði og sögur.
Þjóðsagan er stundum í bak-
grunni ljóðanna. Er t.d. ekki
djákninn á Myrká á sveimi í
kvæðinu á bls. 57 sem endar á
þessum hraðfleygu orðum:
„sendi hraðskeyti frá svefni til
vöku.”
Einfarinn og bölsýnismaður-
inn er áberandi á síðum þessarar
bókar. Tæpast er tilviljun að
martraða er getið oftar en einu
sinni. Ádeila birtist á
nútíðina,m.a. lygi, spillingu,
þröngsýni(sbr. bls.73) og van-
þekkingu. Fólk er að fást við
lögunum þá væntu þeir menn,
þess sem að samþykktinni
stóðu, að mjór væri mikils vísir.
Við vígslu séra Geirs Sæmunds-
sonar hins fyrsta vígslubiskups
Hólastiftis á Hólum sagði
biskup íslands, Þórhallur
Bjarnason svo: „Nú tel ég það
langmest undir Norðlendingum
sjálfum komið, hvort þessi
nýgræddi vísir til viðreisnar
biskupsstóli Norðurlands nær
vexti og þroska.”
Nú í ár eru 75 ár frá þessari
fyrstu vígslu vígslubiskups á
Hólum. í Hóladómkirkju hafði
aðeins einu sinni áður verið
biskupsvígsla. Það var árið 1797
þegar síðasti Hólabiskupinn,
Sigurður Stefánsson, vígði þar
Geir Vídalín, en hann varð
skömmu seinna biskup alls
landsins er fornu biskupsstól-
amir voru lagðir niður.
Eins og að framan greinir
vaknaði strax áhugi fyrir því, að
vígslubiskupsembættið mætti
vaxa svo og þroskast að
vígslubiskupinn yrði sjálfsagður
forystumaður kirkjunnar í
stiftinu, og enda þótt lög hafi
brostið til hafa vígslubiskup-
amir gegnt veigamiklu hlutverki í
kirkjulífi á Norðurlandi. Frá
1910 . hefur . vígslubiskupínn
verið sjálfkjörinn formaður
Prestafélags hins forna Hóla-
stiftis og með því skapað sér
ákveðinn sess. Þegar lesin er
kirkjusaga 20. aldarinnarfram á
þennan dag má það vera öllum
ljóst, að enginn staður á
Norðurlandi er kirkjuleg mið-
stöð á borð 'við Hóla. Þar eru
tíðum haldnir fundir presta og
leikmanna á vegum presta-
félagsins. Þá hefur sú nýbreytni
verið upp tekin að sumarbúðir
starfa hluta úr sumri þar sem
koma um 150 börn sumarhvert.
Þar er um að ræða góða
samvinnu Bændaskólans og
kirkjunnar í prófastsdæminu.
Skólahald og staðarhald á
Hólum er til fyrirmyndar og
kæmi biskupsembættið til með
að njóta góðs af því. Hafa
skólanefnd og skólastjórar lýst
áhuga sínum til þess að
biskupinn flytji þangað heim og
boðið aðstoð sína til þess að svo
megi verða.
Upphaf þess að málið tók að
hreyfast var það, að séra
Sigurður Guðmundsson lýsti
því yfir á afmælishátíð Sauðár-
krókskirkju árið 1982 að hann
væri tilbúinn að flytjast til Hóla
yrði embættinu búin aðstaða til
þess. Þegar svo prestakallið varð
laust í sumar fékk umræðan byr
á ný og telja margir að nú verði
unnt að skapa embættinu þær
aðstæður er munu verða kirkju-
lífi stiftisins til eflingar.
Samkvæmt lögum þarf að
auglýsa prestakall laust til
umsóknar þegar það losnar.
Sóknarnefndir og prófastur
Skagafjarðarprófastsdæmis héldu
fund til þess að ræða það
mál 11. júlí í sumar. Sóknar-
nefndir gerðu meira en að fallast
á heldur óskuðu þær eftir að
kallinu yrði ekki slegið upp
meðan reynt yrði á það hvort
embættið fengist flutt þangað
heim. Prestar Skagafjarðar-
prófastsdæmis gerðu áþekka
samþykkt 12. júlí. Á báðum
fundunum var óskað eftir
flutningi embættisins heim til
Hóla um leið og starf og
hlutverk biskupsins yrði aukið.
Það yrði að haldast í hendur. Á
Hóladegi 18. ágúst gerði
Hólafélagið svipaða samþykkt
og fleiri samþykkta er vissulega
að vænta.
Starfsmannafrumvarp þjóð-
kirkjunnar verður lagt fyrir
Alþingi í haust. Þar er gert ráð
fyrir þremur fullgildum
biskupsembættum jDÓtt áfram
verði einn biskup Islands. Án
þess að lögunum frá 1909 verði
breytt og hlutverk vígslubiskups
aukið hefur flutningur embætt-
isins heim að Hólum ekki mikið
Séra Hjálmar Jónsson
prófastur.
Geirlaugur Magnússon, kennari og ljóðskáld.
hluti sem það hefur ekki vit á:
„blindir lýsa sólsetrum”
(bls.24). „í garðinum vaxa
steypublóm,” segir á öðrum stað
og gefur slíkt til kynna fjarlægð
nútímamannsins við lífið. I einu
kvæði í miðhlutanum (bls.41) er
orðið síðasti ríkjandi. Það er
eins og allt sé á síðasta snúningi.
Og ekki batnar ástandið í síðasta
hlutanum.framtíðarspám sam-
hljóðanna. Sérstaklega virðist
lokakvæði bókarinnar hlaðið
vantrú á framtíðina.
Það eru hinar „innkeyptu
andvökur”(bls.74), hinn horfni
vilji (bls.75), sem loka okkur
inni, og Geirlaugur bendir ekki
á neina útgönguleið. Þess vegna
veit ég að margir munu vilja
kalla Geirlaug neikvæðan. En
neikvæður maður getur haft
jákvæðari áhrifen sájákvæði því
hann lætur síður blekkjast og
getur því betur bent á
aðsteðjandi ógnir.
Eg óska Geirlaugi til
hamingju með þessa bók. Hún
er óvenjuleg og skáldleg. Sum
kvæði hennar yrkir einungis sá
sem valdið hefur.
P.S. í umsögn um bók Gyrðis
Elíassonar sem birtist í Feyki í
maímánuði slæddust prentvillur
eins og stundum vill verða:
Kvæði geta verið torræð en varla
torræðin, og höfundur bikarsins
er að sjálfsögðu Jóhann
Sigurjónsson.
Baldur Hafstað.
Óháð fréttablað
^ fyrir Norðurland vestra
rEYKIR
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Hávar Sigurjónsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir
hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÖSTFANG:Pósthólf4,550Sauðárkrókur
■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F.
Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Magnús
Ólafsson, Hjálmar Jónsson ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 28 krónur hvert tölublað; í lausasölu 30
kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 120 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI:
Annan hvern miðvikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri ■ SETNING OG UM-
BROT: SÁST sf., Sauðárkróki.