Feykir - 28.08.1985, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 17/1985
Dagvistm í heimahúsum:
Setning reglugerðarinnar veldur ugg
Þann 1. febrúar tók gildi reglugerð um dagvistun barna í
heimahúsum á Sauðárkróki. Samkvæmt reglugerðinni þurfa nú allir
þeir er vilja stunda gæslu barna í heimahúsum að sækja um leyfi til
félagsmálaráðs bæjarins er veitir leyfin að uppfyiltum ákveðnum
skilyrðum. Það hefur vakið nokkurn ugg meðal fólks að svo virðist sem
í kjölfar þessarar reglugerðar hafi þær dagmæður er lengst og best hafa
starfað undanfarin ár, hætt þessari starfsemi og snúið sér að öðrum
störfum. Margir hafa því lent í vandræðum með gæslu fyrir yngstu
börnin, eða sjá fram á vandræði þegar liður á haustið og skólarfara að
byrja.
Feykir snéri sér til Mattíasar Viktorssonar félagsmálastjóra
Sauðárkróksbæjar og bað hann að skýra ákvæði reglugerðarinnar og
hvers vegan talin hefði verið þörf á henni á Sauðárkróki. Þá snérum við
okkur til nokkurra þeirra dagmæðra sem starfað hafa á Sauðárkróki
undanfarin ár með góðum árangri en hafa nú snúið sér að öðru. Einnig
höfðum við tal af Herdísi Klausen hjúkrunarforstjóra Sjúkrahúss
Sauðárkróks og spurðum hvort vart hefði orðið við að starfsfólk væri í
vandræðum með yngstu börnin.
Skyldi þennan snáða vanta dagmömmu í haust?
Hvað segja dagmömmur
Mattías Viktorsson félags-
málastjóri sagði að með útgáfu
þessarar reglugerðar vildi Félags-
málaráð Sauðárkróks stuðla að
góðri líðan barnanna á heimil-
unum og jákvæðum sam-
skiptum forráðamanna þeirra
og dagmæðra.
„Reglugerð sem þessi, er í
gildi í flestum stærri bæjar-
félögum landsins og er í
samræmi við 35. grein reglu-
gerðar um vernd barna og
unglinga, cn þar er kveðið á um
að óheimilt sé að taka börn í
dagvistun gegn gjaldi, nema
viðkomandi hafi verið veitt leyfi
til þess frá barnaverndarnefnd
(lelagsmálaráði).
Þessari reglugerð er fyrst og
fremst ætlað að tryggja, að
nægilegt eftirlit sé með þessari
starfsemi og tryggt sé að annast
sé um börnin á viðunandi hátt.
Með þessu höfum við yfirlit um
það hversu mörg börn eru í
dagvistun í heimahúsum á
hverjum tíma og getum veitt
bæði foreldrum og dagmæðrum
aðstoð og verið þeim til
leiðbeiningar um vmis atriði.
Það má t.d. nefna að í flestum
bæjarlélögum þar sem svipuð
reglugerð er í gildi ereinstæðum
foreldrum endurgreiddur sá
kostnaður sem slík dagvistun
leiðir af sér. Ég á von á að hið
sama verði tekið upp hér, þó það
sé endanlega í úrskurðarvaldi
bæjarstjórnar. F.g get ekki
svarað til um hvort þessi
reglugerð verður til þess að
dagvistarplássum fækkarfrá því
sem verið hefur, því við vitum
ekki hversu mörg börn voru í
slíkri gæslu. Það kæmi mérhins
Herdís Klausen hjúkrunar-
forstjóri á Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga sagði í samtali við Fcyki að
þar væri þegar farið að bera á
vandræðum hjá starfsfólkinu
vegna skorts á dagvistun fyrir
börn þeirra.
„Það eru tvær búnar að segja
upp nú þegar, en að auki eru 16
konur sem vinna hér á spítalanum
með börn á þessum aldri.
Margar hafa sagst verða að segja
upp ef ekki rætist úr þessu. Sam-
tals eiga þessar konur 22 börn.
Stjórn Sjúkrahússins hefur fjall-
að um þetta mál og fyrir
liggur bréf frá deildarstjórum
á Sjúkrahúsinu þar sem þess
er krafist að fundnar verði
leiðir til úrbóta.
vegar á óvart ef þetta yrði til
þess. Ég hef hérna fyrir framan
mig 5 umsóknirfrá dagmæðrum
sem óska eftir leyfi og þar yrði
um að ræða 15-20 pláss.
Varðandi þær dagmæður sem
hafa hætt, þá skilst mér að þær
hafi hætt af öðrum ástæðum en
ekki vegna reglugerðarinnar.
Eftirað þessar umsóknirsem nú
liggja fyrir hafa verið af-
greiddar, þá reikna ég með að
ástandið komist í gott horf á
nýjan leik og foreldrar þurfi
ekki að óttast að fá ekki vistun
fyrir börnin sín.
Varðandi ákvæði reglugerðar-
innar urn fjölda barna hjá hverri
dagmömmu þá eru þau skýr.
Hver þeirra má hafa 4 börn í
gæslu á hverjum tíma og eru þá
meðtalin eigin börn undir 6ára
aldri. Þá verður veitt undanþága
um eitt barn til viðbótar fyrir
þær dagmæður sem starfað hafa
lengi og hafa mjög góða
aðstöðu. Varðandi gjaldskrá um
dagvistun í heimahúsum þá vil
ég taka fram að félagsmálaráð
skiptir sér ekki af því. Flestar
dagmæður hafa farið eftir
gildandi gjaldskrám frá öðrum
stöðum i.d. Akureyri og
Reykjavík, en að öðru leyti er
það samkomulagsatriði milli
forráðamanna barnsins og dag-
mæðranna. Ég vil einnig taka
það skýrt fram að þessari
reglugerð er ekki síður ætlað að
tryggja stöðu dagmæðranna en
foreldranna og barnsins, og ef
hún reynist hér sem annars
staðar, þá verður hún einungis
til þess að tryggja aukið öryggi
fyrir alla aðila”, sagði Mattías
Viktorsson félagsmálastjóri.
Hér vinna nær allir á vöktum,
ýntist hálft eða heilt starf, og það
skiptist þannig að í hálfu
vakiavinnustarfi cru unnar færri
vaktir i mánuði en ekki eins og
tíðkast á öðrum vinnustöðum
fyrir eða eftir hádegi. Það getur
farið svo að núna upp úr
mánaðamótum skapist vand-
ræðaástand vegna þessa. Það er
engin lausn að ráða aðra í
staðinn fyrir þá sem yrðu að
segja upp, því bæði er um mjög
gott starfsfólk að ræða sem
hefur sumt unnið hér lengi og
einnig er fráleitt að mismuna
fólki þannig að þeir með börniri
verði að fórna atvinnunni,”
sagði Herdís Klausen hjúkr-
unarforstjóri.
Guðmunda Krístjánsdóttir
hefur starfað sem dagmamma á
Sauðárkróki undanfarin 5 - 6 ár.
Nú er hún hætt ogfarinað vinna
við annað. Feykir spurði
Guðmundu hvort hún hefði
hætt vegna þess að sér fyndist
reglugerðin þrengja um of að
sér.
„Nei, ekki vil ég segja það. Ég
hef hins vegar beðið allar götur
frá því í vor eftir afgreiðslu
Félagsmálaráðs um undan-
þágur til þeirra dagmæðra er
tekið geta fleiri en4börn. Éghef
komið mér upp það góðri
aðstöðu að ég tel mig geta tekið
fleiri. Félagsmálaráð hefur ekki
afgreitt þetta ennþá og allur
þessi seinagangur varð til þess
að ég ákvað að snúa mér að
öðru. Ég er fyllilega meðmælt
því að eftirlit sé haft með þessu,
en hins vegar finnst mér að í ekki
stærra bæjarfélagi séu for-
eldrarnir besta eftirlitið. Það er
ólíklegt að foreldrar myndu
biðja sömu konurnar fyrir
böm sín ár eftir ár, ef einhverju
væri ábótavant,” sagði Guð-
munda Kristjánsdóttir.
Sólveig Júlíusdóttir kvaðst
einnig hætt störfum sem
dagmamma en sagði ástæðurnar
aðrar en reglugerðina. „Það var
ýmislegt sem hjálpaðist að.
Heimilisástæður hafa breyst og
mér bauðst starf allan daginn.
Það gefur öruggari tekjur og
einnig vissi ég ekki hvernig þessi
reglugerð kæmi til með að
virka,” sagði Sólveig.
Ingibjörg Axelsdóttir kvaðst
hætt sem dagmamma. „Ég hef
engin skýr svör fengið í allt
sumar um þessa reglugerð. Þó
sýnist mér sem ákvæði um
hámark 4 börn, að meðtöldum
eigin börnum, myndi gera þetta
ómögulegt fyrir mig. Ég er sjálf
með börn undir 6 ára aldri.
Einnig skilst mér að þar sem ég
er með ógirta lóð sé alls óvíst
hvort mér yrði veitt leyfi.
Hingað til hef ég staðið yfir
börnunum í garðinum en þaðer
víst ekki nóg. Ég skal ekkert um
það segja hvort þörf var fyrir
þessa reglugerð en mín reynsla
er sú að ef eitthvað væri
athugavert hjá manni þá dytti
maður sjálfkrafa út,” sagði
Ingibjörg.
Hulda Jónsdóttir er sú
dagmamma sem einna lengst
hefur starfað á þessum vett-
vangi. Hún sagðist ekki hætt og
myndi halda sínu striki. Hún
tók í sama streng og hinar
varðandi eftirlitið, það væri
sjálfvirkt, því enginn léti börnin
sín til þeirra er slæmt orð hefðu.
„Þau börn er ég passa eru
mikið þessi svokölluðu vakta-
vinnubörn og því skiptist
fjöldinn nokkuð eftir dögum.
Fyrir hádegi erum við bæði
hjónin við þetta og þá eru
börnin fleiri. Ég er hins vegar
enn að bíða eftir niðurstöðu
félagsmálaráðs bæjarins og
reikna fastlega með að mér verði
veitt undanþága frá fjögurra
barna reglunni. Ég er orðin svo
gömul í þessu,” sagði Hulda.
Einar Jónsson byggingameistarí.
sagði Einar.
1 lok samtalsins gat Einar þess
að þarna væri að rísa fyrsta
blokkin á Hvammstanga. „Það
er gaman að geta boðið fólki að
eignast íbúð í blokk. Fjölbýlis-
hús eru á flestum þéttbýlis-
stöðum og við hér á Hvamms-
tanga viljum ekki vera eftirbátar
annarra í þeim efnum frekaren
öðrum,” sagði Einar Jónsson að
lokum.
Uppsagnir á Sjúkrahúsimi
Hvammstangi:
Fyrsta íjölbýlishúsið
í smíðum
„Við sáum fram á það að lítið
yrði fyrir iðnaðarmenn að gera
hér á staðnum í sumar. Því
ákváðum við að stofna hluta-
félag sem byggði íbúðir til að
selja. Með þessu sköpum við
okkur vinnu og með því að
byggja átta íbúðir í blokk náum
við byggingarkostnaði hverrar
íbúðar niður og getum því boðið
þær væntanlegum kaupendum á
hagstæðu verði.” Þetta sagði
Einar Jónsson byggingameistari
á Hvammstanga þegar blm hitti
hann að máli á dögunum.
Þeir félagar eru að byggja átta
íbúða blokk. Þarna verða fjórar
73m2 íbúðir, tvær 57m2 íbúðir og
tvær 53m2 íbúðir. Auk þess
fylgir öllum íbúðunum sameign
og geymsla. íbúðirnar verða
tilbúnar til afhendingar næsta
vor og er þá í boði fyrir
væntanlega kaupendur að fá þær
afhentar annað hvort tilbúnar
undir tréverk eða fullfrá-
gengnar.
„Við rennum alveg blint í
sjóinn með þetta hvað varðar
sölu,” sagði Einar. „Þó hafa
ýmsar þreifingar verið í gangi
og við trúum ekki öðru en við
getum selt þessar íbúðir. Hér
vantar íbúðir af þessari stærð og
ef fólk á þess kost að fá þær á
hagstæðu verði hljóta að finnast
kaupendur.”
„Það getur ekki gengið til
lengdar að fólk byggi bara
íbúðarhús á einum stað á landinu,
þ.e. Suðvesturhominu, eins og nú
hefur verið um skeið,” sagði Einar.
„Þjóðfélagið þolir ekki til lengdar
þá miklu jjenslu sem þar hefur
verið. Þessu verður að snúa við og
gera fólki kleift að byggja yfirsig
og búa út um landsbyggðina:
þar verða verðmætin til og þau
verða ekki til nema fólkið sé þar
áfram.”
Einar sagði að þeir félagar hjá
hlutafélaginu Starra hf væru
búnir að tryggja sér fjármagn til
þess að gera þessar íbúðir
fokheldar. Stefnt væri að því að
húsið yrði fokhelt í september.
Þeir hafa þann hátt á við
bygginguna að bjóða sem flesta
verkþætti út í smærri einingum.
„A þennan hátt geta mennirnir
fengið betra kaup fyrir sína
vinnu og verkið gengur betur,”