Feykir - 28.08.1985, Page 6
6 FEYKIR 17/1985
ÍÞRÓTTIR
Islandsmótið 3. deild:
Neskaupstaðarvöllur 14. ágúst.
Þróttur - Tindastóll 0-0.
Fyrir tveimur árum tryggði
Tindastóll sér annarar deildar
sæti í leik á Neskaupstað og voru
þá í miklum baráttuham. Annað
var uppi á teningnum í þessum
leik, leikmenn Tindastóls voru
algerlega viljalausir en Þrótt-
ararnir voru gufu brjálaðir og
sóttu stíft alveg fram í miðjan
seinni hálfleik, án þess þó að
skapa sér veruleg marktækifæri.
Það var aðeins síðasta fjórðung-
inn í leiknum sem eitthvert
lífsmark sást með Stólnum, en
það var ekki nóg til að stela
öllum stigunum sem í boði voru.
Sauðárkróksvöllur 17. ágúst.
Tindastóll - Valur 2-0.
Allt annar bragur var á
Stólnum í þessum leik og var
hann þeirra eign frá upphafi til
enda og brá oft fyrir ágætum
samleiksköflum, þó mörkin
hefðu mátt vera fleiri. Snemma í
leiknum skoraði Guðbrandur
glæsilega með skemmtilegu
skoti frá vítateigslínu efst í
bláhornið. Birgir Rafnsson
varafyrirliði, stangaði svo bolt-
ann í markið eftir hornspyrnu
rétt undir lok leiksins. En eins
og áður sagði þá hefði
Tindastólsliðið átt að skora
miklu fleiri mörk, því færin voru
mjög mörg í leiknum.
Vopnafjarðarvöllur 24. ágúst.
Einherji - Tindastóll 1-1.
Og þar með fór síðasta von
Tindastólsmanna um sigur í
riðlinum, þar sem Magni vann
þennan sama dag Val á
Reyðarfirði 1 -0. Tindastóll
spilar því í þriðju deild að ári og
nú segja gárungarnir að liðið ætli
sér ekki upp nema vera nokkuð
visst um að vinna bróðurpartinn
af leikjunum í annarri deildinni.
Völlurinn á Vopnafirði var
algjörlega á floti og þungur
yfirferðar eftir miklar rigningar í
vikunni, en veðrið á Vopnafirði
þennan dag var ágætt, smá gola
og úði og flest allir íbúar
staðarins mættir til að hvetja
sína menn. Um leikinn er það að
segja að Stólarnir, sem léku án
baráttujaxlsins Björns Sverris-
sonar sem var í leikbanni, voru
frekar daufir framan af leiknum
en náðu þó að skapa sér fáein
færi sem, nýttust ekki. Það
verður að se^jast eins og er að
það var Arna Stefánssyni
markverði að þakka að Tinda-
stóll varekki undirí hálfleik,því
sóknir Einherja voru mjög
hættulegar. Einherji skoraði svo
snemma í síðari hálfleik og var
þar Stefán Guðmundsson að
verki með skoti af stuttu færi.
Nú tóku Stólarnir heldur betur
við sér og tíu mínútum síðar
höfðu þeir jafnað er Eyjólfur
Sverrisson skaut viðstöðulausu
þrumuskoti frá vítateig neðst í
bláhornið. Tindastóll sótti mun
meira það sem eftir var leiksins
en fleiri mörk voru ekki skoruð.
Staðan fyrir síðustu umferð er
þá þannig að Einherji er með 33
stig, Magni 32, Tindastóll 30 og
Leiknir 28, allir eftir 15 leiki.
Eftirtaldir leikmenn hafa leikið
síðustu leiki fyrir Tindastól:
Arni, Pétur, Birgir, Þorvarður,
Þórhallur, Rúnar, Hólmar,
Björn, Örn, Eiríkur, Eyjólfur,
Guðbrandur, Páll, Sverrir og
Stefán. h í
ÞÆR SMÁU
Hundur tapaöur.
Tapast hefur hundurfrá Blöndu-
ósi (er úr Skagafirði) helgina
17. - 18. ágúst. Hann ersvartur
með hvítan háls og er af Lassy
kyni. Hann gegnir nafninu Lappi.
Álitið er að sést hafi til hans í
Blöndudal. Þeir sem hafa séð
hann og vita hvar hann er
vinsamlegast hringið í síma
95-6183.
Tll sölu Citroen GSA1982. Ekinn
43.000 km. Mjög góöur bíll.
Útvarp, sumar og vetrardekk.
Upplýsingar í síma 95-1548.
Leiðrétting
í síðasta tbl. sögðum við frá
votheysturni þeirra feðganna
Þórðar Þorsteinssonar og Þor-
steins Þórðarsonar á Grund í
Svínavatnshreppi. Þar var ör-
lítill miskilningur á ferðinni, því
sagt var að á turninum væri
búnaður er gerði kleift að
fylgjast með ásigkomulagi hey-
sins. Þetta er ekki alveg rétt,
því slíkur búnaður er ekki á
turninum en hins vegar hafa þeir
feðgar tæki er þeir mæla með
rakastig heysins áður en það er
sett í turninn.
Feykir biður hlutaðeigandi
velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Sparifjáreigendur, athugið!
Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga minnir á
SAMVINNUBÓKINA sem nú ber 36,5% nafnvexti
eða 39,83% ársávöxtun!
SAMVINNUBÓKIN
hagstæðasta innlánsformið.
SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM
Rýmingarsala á búvélavarahlutum
Fyrir dyrum standa lagfæringar á húsnæði Vélavals og af því tilefni bjóðast
allir búvélavarahlutir með 15% afslætti í september.
Þarna eru t.d. nokkrir tindar í:
KUHN fjölfætlur og stjörnumúgavélar - FELLA fjölfætlur
HEUMA múgavélar - KEMPER og WELGER heyvagna
NEW HOLLAND bindivélar og margskonar aðrir varahlutir.
Væri ekki hagstætt að athuga þetta og vera í tíma með innkaup ávarahlutum
fyrir næsta sumar?
Vélaval
Varmahlið, sfml 6118
Fasteignir til sölu.
3 herbergja íbúð, Grænubrekku 3, efri hæð 1,2m
Húsgrunnur við Fellstún,steyptir sökklar. 450 þús.
Húsgrunnur við Lerkihlíð, steypt plata. Tilboð.
Einbýlishús í smíðum við Dalatún 4. Tilboð.
4 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi, Víðigr. 8. 1,8m.
5 herb. raðhús, Raftahlíð 30. Bílskúr. 2,2m.
Raðhús á tveimur hæðum við Grenihlíð 3.
Fullbúið utan sem innan. 3m.
Einbýlishús við Hólaveg 8. Bílskúr. 2,4m.
Einbýlishús við Skagfirðingabraut 7. 1,6m.
Einbýlishús við Smáragrund 1. Bílskúr. 4m.
Einbýlishús við Grundarstíg 10. Bílskúr. 3,5m.
3 herb. íbúð við Skagfirðingabr. 1,1 m.
5 herb. raðhús, fullbúiö m/bílskúr. 2,7m.
Upplýsingar gefur Ágúst Guðmundsson
í síma 95-5859.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskareftirtilboðum í eftirtalin
verk:
Girðing um áhaldahússlóð. Vinnsla timburs og
smíði 110 m. skjólgirðingar um áhaldahússlóð á
Sauðárkróki.
Þrifaplan við Áhaldahús. Steypa þrifaplan
(320m2) og lögn snjóbræöslukerfis.
Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Sauðárkróki frá og með 2. sept. 1985.
Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann
9. september 1985.
Vegamálastjóri
-
Af einlægni þakka ég þeim, er sendu mér heillaóskaskeyti og
gjafír á afmælisdegi mínum 7. ágúst 1985. Ég hafði ekki þörf
fyrir gjafir. Ég hef nóg fyrir mig að leggja og stutt eftir. Og
þessar gjafir koma mér ekki að gagni síðar. Ég get búist við, að í
næstu jarðvist verði mér fenginn staður í Indlandi eða Suður-
Ameríku og ekki einu sinni pennahnífur úr silfri frá bróður
mínum, þolir tímans tönn milli jarðvista. En gjafir þessar eru
tákn um vináttu og hlýjan hug. Mér og öðrum er það mikUsvert
að eiga vinarhug samtíðarfólks. Af heilum hug þakka ég vinum
mínum, er sendu mér skeyti og gjafir á afmælisdaginn og óska
þeim allra hcilla á komandi tímum.
Bjöm Egilsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför Olafs Þorsteinssonar, Asi, Hofsósi.
Pála Arnadóttir
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför sonar
míns, Siguijóns Guðjónssonar, Bámstíg 15, Sauðárkróki.
Guð blessi ykkur.
Guðjón Einarsson
OKKAR VERÐ!
Strásykur 2 kg. 35.00
Kaaber kaffi 192.00
Frón matarkex 56.00
Holtabót 259.00
Cheerios 63.00
Prik þvottaduft 173.60
Góðu kjörin kynna má
kaupmannsins í Ijósi.
Komdu við og versla hjá
Vísi á Blönduósi.
Verslunin VÍSIR
Blönduósi