Feykir - 28.08.1985, Qupperneq 7
17/1985 FEYKIR 7
HVAMMSTANGABÚAR
NÆRSVEITAMENN
Nýkomið í miklu úrvali - teppi, dúkar og dreglar
í byggingavörudeild.
SKÓLAVÖRURNAR ERU KOMNAR:
skólatöskur - pennaveski og öll ritföng til skólans
HAUSTEFNIN KOMIN - FATNAÐUR Á SKÓLABÖRNIN
Erum að taka upp úlpur, peysur, buxur o.mfl.
Kaupfélag Vestur- Húnvetninga
Hvammstanga Sími 1370
Hefurðu komið í litlu búðina
með lága verðíð?
Matvörur - hreinlætisvörur - ávextir - grænmeti
mjólk - ný brauð daglega - VISA þjónusta
VÖRUVERÐ f LÁGMARKI
Vísnaþáttur
Valnastakkur, hinn dyggi og
snjalli hagyrðingur Feykis, vará
ferðinni í Skagafirði í sumar og
fór þá m.a. framhjá æsku-
stöðvum Indíönu Sigmunds-
dóttur. Indíana og Valna-
stakkur hafa ort hvort til annars
í Feyki í gegnum tíðina og hér
koma vísur Valnastakks úr
Skagafjarðarferðinni í sumar.
Við æskustöðvar Indíönu
varð skáldinu þetta að vísu:
Kom í Fljótin kvelds um
stund,
kyrrð tók móti halnum,
dreyma tók þá djarfa í lund,
dömu úr Flókasalnum. (dal-
num)
Og er Skagafjörðurinn birtist
Valnastakki í allri sinni sumar-
dýrð yngdist hann um allan
helming og kvað:
Fossar ennþá fjör í æðum,
fegurð lífsins glöggt ég skil,
lifir enn í gömlum glæðum,
gaman er að vera til.
Síðan dró ský fyrir sólu og
Valnastakkur strauk hendi yfir
gisinn kollinn...
Engan þarf að undra það
eða telja skrýtið,
þó fjöregg mitt sé farið að
fölna öfurlítið.
Að Mælifelli bíll mig bar
í blíðum sunnan vindi,
hugðist ég þá heldur snar
hitta þig í skyndi.
En ekkert varð úr samfundum
í það sinnið og biður Valna-
stakkur því Feyki fyrir góðar
kveðjur til Indíönu og þakklæti
fyrir vísurnar fyrr í sumar.
Valnastakkur er þó ekki allur af
baki dottinn og kveður Indíönu
með þessu fyrirheiti:
Yrkjum við um ævistíg,
yndi af ljóðum stafar,
en hugsa mér að hitta þig
hinu megin grafar.
Kveðja tíl
fyrrverandi ritstjóra
Guðbrands
Magnússonar
Hólmfríður Jónasdóttir á
Sauðárkróki sendir fyrrverandi
ritstjóra Feykis, Guðbrandi
Magnússyni, eftirfarandi vísur
með bestu kveðjum:
Njóttu þín vel í nýjum rann,
nóg að tína í gogginn,
úr þér geri íhaldsmann
elsku hjartans Mogginn.
líttu inn K-KAUP - Varmahlíð
Og enn kom Valnastakki
Indíana í hug er komið var í
næturstað á Hótel Mælifelli á
Sauðárkróki:
Góðum málum ljáðu lið
legg á veginn kunnan,
haltu þér fast við hlutleysið
hjá þeim fyrir sunnan.
Fjölbrautaskólinn
á Sauðárkróki
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki verður settur
miðvikudaginn 4. september n.k. kl. 11.00.
Nemendur fá afhentar stundaskrár gegn
greiðslu skólagjalda.
Skólameistari
Fasteign til sölu.
Grundarstígur. 133,7m2 einbýlishús á einni hæð
ásamt 33m2bílskúr. Verð 3,5 millj. Nánari
upplýsingar í Eignamiðstöðinni, Skipagötu 14
Akureyri. Sími 96-24606.
SAUÐÁRKRÓKSBÆR
Auglýsing um greiðslu fasteigna-
gjalda í vanskilum áríð 1985 og eldri til
Sauðárkrókskaupstaðar.
Með vísan til 1. gr. laga nr. 49frá 1951 um sölu
lögveða án undangengins lögtaks er hér með
skorað á þá gjaldendur á Sauðárkróki sem enn
eiga ógreidd fasteignagjöld árið 1985og eldri að
greiða gjöldin ásamt áföllnum dráttarvöxtum og
kostnaði nú þegar.
Verði gjöldin ekki greidd án tafarog í síðasta lagi
30 dögum eftir birtingu þessarar auglýsingar
verður beðið um nauðungaruppboð á við-
komandi fasteignum til fullnustu á gjöldunum.
Sauðárkróki 28. ágúst 1985
Innheimta Sauðárkróksbæjar
....... ................
SAMÐÝLI FYRIR FATLAÐA
Á NORÐURLANDI VESTRA.
Á vegum svæðisstjórnar málefna fatlaðra Norðurlandi vestra fer nú
fram könnun á þörf fyrir sambýli í Skagafirði, Húnavatnssýslum og
Siglufirði.
Sambýli er heimili fámenns hóps fatlaðra (oftast 5-6) þar sem þeir
njóta öryggis, verndar og þjónustu líkast því sem gerist á venjulegum
heimilum. Á vegum svæðisstjórnar Norðurlands vestra er nú rekið
sambýli á Siglufirði, og er það fullsetið.
Stofnkostnaður sambýla þ.e. kaup eða nýbygging er greidd úr
Framkvæmdasjóði fatlaðra, ríkissjóður greiðir starfsfólki laun, en allur
venjulegur heimilisrekstur er greiddur af örorkubótum íbúanna.
í þessari könnun svæðisstjórnar Norðurlands vestrasem stendurfram
yfir mánaðarmót, ermjög mikilvægtaðallirfatlaðir 16áraog eldri, sem
þurfa á vistun að halda, sendi inn umsókn eða bráðabirgðaumsókn
þannig að svæðisstjórn fái sem gleggstar upplýsingar um þörfina á
svæðinu. Þá eru forráðamenn fatlaðra sem þurfa á vistun að halda á
næstu árum hvattir til að senda svæðisstjórn línu þannig að í tíma sé
hægt að gera sér sem besta grein fyrirsambýlis-og þjónustuþörfinni á
svæðinu.
Þeir sem þess óska geta fengið sérstök umsóknareyðublöð á
skrifstofu svæðisstjórnar. Umsóknir sendist til skrifstofu svæðis-
stjórnar í Varmahlíð.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu svæðisstjórnar í Hótel
Varmahlíð, sími 95-6232, og í þjónustumiðstöð fatlaðra á Siglufirði,
sími 96-71117.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
Norðurlandi vestra,
Pósthólf 32, sími 95-6232,
Hótel Varmahlíð,
560 Varmahlíð.