Feykir


Feykir - 04.12.1985, Blaðsíða 2

Feykir - 04.12.1985, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 24/1985 Afmælisávarp Bima Jónsdóttir 80 ára 18. nóvember 1985 Ég frétti það í gærkvöldi, að frænka mín Birna Jónsdóttir ætti afmæli í dag. Ég vissi að við vorum bæði fædd 1905, en hvenær á árinu afmælisdagur hennar var vissi ég ekki. Ég held ég megi segja, að kynni okkar hafi nú staðið í 70 ár. Mikil og góð vinátta var á milli heimila okkar. Feður okkar voru bræður og auk þess voru mæður okkar fóstursystur á Sveinsstöðum. Þegar faðir minn fór í kaupstaðinn gisti hann alltaf hjá bræðrum sínum á Langholtinu eða á Marbæli, þar sem hann ólst upp að nokkru. Allan þennan tíma sem ég nefndi, hafa kynni okkar Birnu verið meiri eða minni. Á þeim tíma þegar ég var fjármálaráðherra í „Lýtó”, var rekið barnaheimili í Steinsstaða- skóla og var Birna ráðskona þar eitt sumarið og það gekk svo vel, að nokkur ágóði varð af rekstrinum, sem ekki er alltaf af slíkum rekstri. Og ekki vantaði það að Birna var góð við börnin og hugsaði vel um þau. Þegar ég læt hugann reika til fyrri tíðar, verður mér hugsað til eiginmanns Bimu, Eiríks Sigmunds- sonar. I fyllingu tímans kom hann austan af Héraði, gekk að eiga Birnu og var hér síðan meðan ævin entist. Afkomendur þeirra munu nú vera all margir. Eiríkur Sigmundsson vareinn af allra skemmtilegustu mönnum, sem ég hef þekkt. Hann var greindur og gjörhugull, sagði vel frá og bjó yfir kímnigáfu. Hann var líka vel að manni, hraust- menni eins og frændur hans margir austur þar, en þeir voru af ætt Hafnarbræðra, sem Sigfús Sigfússon segir frá. Synir Eiríks, Jón og Sigmundur voru taldir með hraustustu mönnum í héraði voru og þá eiginleika hafa þeir erft úr föðurætt. Það finnst mér heldur engin tilviljun, að Jón Páll sterkasti maður heims er kominn af systur Hafnarbræðra. I ætt okkar Birnu er mikið skaplyndi hjá ýmsum ætt- mönnum og mitt skaplyndi hefur ekki verið neinn lognsær. Sumir reyna að stilla skap sitt og milda og tekst sumum það að einhverju leyti, en öðrum ekki. En Birna Jónsdóttir þurfti ekki á því að halda að temja skaplyndi sitt. Hún er svo af guði gerð, að hún skiptir ekki skapi, er jafnlynd og hlý í viðmóti, prúðmannleg í fram- göngu alltaf og allsstaðar. Ég hef heyrt því haldið fram, að stillt geð sé vitnisburður um andlegan þroska. Nýlega átti ég tal við Markús á Reykjarhóli. Hann sagði mér frá því, að þegar hann var 7 til 9 ára, hafi hann gengið frá Ipishóli ofan í Grófargil til þess að læra hjá Birnu og svo bætti hann við: „Hún er afbraðgskona”. Ég þurfti ekki að fá neina lýsingu af frænku minni hjá Markúsi, en mér þótti samt vænt um að heyra þetta, því ég veit að Markús er hispurslaus í umsögnum um fólk, bæði til hins betra og verra. Ég hygg, að allir sem hafa kynnst Birnu, geti sagt það sama og Markús. Það er mikil gæfa að eiga góðan hug frá öllu samtíðarfólki. Fleira þarf ég ekki að segja. Þetta er nóg. Ég þakka frænku minni vináttu og góðvild á liðnum tímum og óska henni allra heilla á afmælisdegi. Björn Egilsson Sigfiis Steindórsson: Skrikað linunní Þann 30. 10. barst mér Fram blaðið, október blað 1985 3. tölublað 5. árgangur. Þar er ýmsan fróðleik að finna um málefni verkalýðsins, en þegar ég kom að „sláturhúsasamningur” brá mér í brún, það var keimlíkt fréttaviðtali við sláturhússtjóra K.S. í blaðinu Feyki frá 9. október. Það er falskur tónn í fréttinni þrátt fyrir að Jón Karlsson sé kominn af tónlistarfólki frá Mýri í Bárðardal. Jón Karlsson formaður Fram veit vel að ekki er búið að mæla upp neðri sal sláturhússins, hann veit líka vel að þar var enginn ánægður, hann veit líka vel að þar voru margir í tvöföldu starfi og að þessi hraðabónus sem þar gilti gaf um það bil 30 kr. á klst. ofan á tímakaupið sem var nálægt 148 kr. á tímann. Nú getur formaður Fram lagt saman 148 og 30 og deilt í með 2 þá sér hann hvað litli Jóninn hefur á klst., það er eitthvað minna en séra Jónarnir hafa sem Jón Karlsson mun telja sig til. Ef formaður Fram álítur að svona vinnubrögð auki traust hinna lægst launuðu til hans þá er íllt í efni. Mér virðist Jón Karlsson formaður Fram hafa skrikað út af hinni réttu línu í starfi sínu. út af Jafnframt því mun hann hinsvegar skríkja yfir hinni góðu aðstöðu sem hann er búinn að skapa sér og sínum. Enda farinn að láta ellilífeyrisþega borga hálfu meira en áður í félagsgjöld. Nú er ég svo kurteis að ég ætla ekki að hafa minna við formanninn en sláturhússtjóra K.S. og bjóða honum í sjónvarpið til að ræða málefni verkalýðsins. En til vonar og vara ætla ég á námskeið sem verður hér á Sauðárkróki 15.,16. og 17. þessa mánaðar. Tvær glæsifrúr að sunnan koma til að hjálpa mönnum að auka við sjálfs- traustið. Með kveðju Sigfús Steindórsson (einn af litlu Jónunum) P.s. Rétt í þessu var ég að frétta að Ásmundur hærulangur væri að svífa á sínum stuttu vængjum eitthvað út í heim sér til hvíldar og hressingar, Jón þarf þá ekki að tefja sig á því að tala við hann næst þegar einhver litli Jóninn kemur í heimsókn. 7542-9762 Bréf þetta hefur beðið birtingar frá því um miðjan nóvember. Er beðist velvirðingar á því. Ritstjóri P"P"? BÆNDUR NORÐURLANDI Graskögglár™^ Ódýrasta fóðríð VALLHÓLMUR GRASKÖGGLAVERKSMIÐJA HF Símar 95-6133 og 6238 - Skagafirði STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR SAUÐÁRKRÓKSBÆR Vélvirkja vantar Vanan vélvirkja vantar til starfa hjá Hita- og vatnsveitu Sauðárkróks. Góð kunnátta í logsuðu og rafsuðu nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 12. des. '85. Frekari uppl. veitir veitustjóri í síma 95-5257. Hita- og vatnsveitan. Heimsendingar- þjónusta Vikuna fyrir jól (16.- 23. des.) bjóðum við viðskiptavinum okkar í Skagafirði heimsendingarþjónustu. Hringið tímanlega í síma 5935 og gerið pöntunina og við komum með vörumar heim að dyrum. Nú bjóðum við AFSLÁTT AF TILBOÐS- VERÐI - verðið hefur aldrei verið jafn lágt. Ef keyptir eru heilir kassar af ávöxtum, grænmeti eða gosdrykkjum veitum við sérstakan afslátt frá tilboðs- verði okkar. SS vörurnar þekkja allir. Frábært úrval af kjötvörum frá SS - jólahangikjötið frá SS er í sérflokki. Aðalmarkaðurinn er fullur af vörum Konfekt - kerti - dúkar - servíettur - bökunar- vörur - niðursuðuvörur - nýlenduvörur - hrein- lætisvörur. Fagmennirnir versla hjá okkur. Hótel og veitingahús Sauðárkróks kaupa alla sína ávexti og grænmeti hjá okkur. ÞÚ GETUR TREYST ÞEIM TILAÐ ÞEKKJAGÆÐIN Aðalmarkaðurinn við Aðalgötu Sauðárkróki FULL BÚÐ af nýjum vörum Full búð af nýjum vörum Kuldaskór á alla fjölskylduna. Yfir 20 tegundir. Spariskór - götuskór - innískór. Uppreimaðir jóiaskór á krakka. Töskur - veski - hanskar. Tilvalið til jólagjafa VERSLIÐ í SÉRVERSLUN Op/'ð föstudag 6. des. til kl. 19.00 laugardag 7. des. til kl. 18.00 Skóbúð Sauðárkróks Aðalgötu 10 - Sími 5405 Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra ^ rynr norourianc Feykir ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Hávar Sigurjónsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalgötu 2, Sauöárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐA- MAÐUR: Magnús Ólafsson ■ ASKRIFTARVERÐ: 30 krónur hvert tölublað; í lausasölu 35 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 140 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern miövikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri ■ SETNING OG UMBROT: SÁST sf., Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.