Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Síða 1
| FRÉTTABLAÐIÐ PÉTUR BJARNASOM Á ÞING! Símar á kosningaskrifstofu eru 5342 oa 5344 Vestfjarðaiistinn Miðvikudagur 8. mars 1995 • 9. tbi. 21. árg. ST 94-4011 • FAX 94-4423 Verð kr. 170 m/vsk. Sól tér sortna/sígur fold í mar: Dópí Hermanns gengur til liðs Halldór Hermannsson á kratafundinum á ísafirði sl. laugardag. Vestfjarðakratar héldu framboðsfund á ísafirði um síðustu helgi og var þar Sighvatur sjálfur mættur og fleira stórmenni. Það bar helst til tíðinda á fundinum, að Halldór Her- mannsson lýsti því yfir að hann ætlaði að kjósa Sighvat og myndi hann styðja Alþýðuflokkinn með ráðum og dáð í kosningabaráttunni. Einhvern tíma hefðu þessi tíðindi þótt jafngilda því, að sólin sortnaði á himinfestingunni. Halldór rifjaði upp gamla daga þegar þeir Sighvatur Björgvinsson voru að vaxa upp á Isafirði. Halldór er nokkrum árum eldri en Sighvatur, en þeir ólust uþp í miklu nábýli niðri á Eyrinni. „Þá batt ég Sighvat niður á sleða með hans eigin trefli og dró hann þannig um allan bæ“, sagði Halidór. „En nú er ég sestur á sleðann með honum.“ Súgandafjörður: Villikettir, tófur og minkar í byggð í öllu fannferginu í Súgandafirði hefur sést til fjölmargra villikatta í byggð og einnig hefur sést til tófu við Orkubús- húsið við Eyrina að undanförnu. Tófan er mórauð og spök, að sögn sjónarvotta. í efstu byggð við flugvöllinn varð íbúi var við mink, sem virtist hafa dottið niður á milli húsgafls og snjóskafls sem liggur þétt að ofanverðu húsinu. íbúar hússins töldu réttast að hafa glugga lokaða þar sem minkurinn var að athafna sig. Tófur og minkar eru venjulegir gestir hér í byggð þegar hart er í ári. Súgfirðingar eiga einnig dágott villikattastóð sem telst vel á annan tuginn. Kettirnir fara í ruslapoka hvar sem til þeirra næst, íbúunum til mikils ama, en allar tunnur eru á kafi undir fönn þannig að einhvers staðar verða pokarnir að vera. Ekkert hefur verið gert til þess að stemma stigu við villi- köttum á Eyrinni í nokkur ár, að frátöldum þremur köttum sem meindýraeyðir skaut sl. sumar. Sviptingar í Bolungarvík: Vestfjarðaaðstoðin og kaug Bakka hf. á meirihluta í Ósvör hf. úr sögunni - efasemdir um að kaup Heimaafls hf. á hlut í Ósvör hafi verið lögmæt Bolunagrvík. Á innfelldu myndinni má sjá Dagrúnu sem nú er vélarvana við bryggju og fyrir aftan hana er togarinn Heiðrún. Ljóst er nú að ekkert verður úr fyrirhuguðum kaupum Bakka hf. í Hnifsdal á hlut Bolungarvíkurkaupstaðar í O- svör hf. Nýstofnað fyrirtæki í Bolungarvík, Heimaafl hf., sem sextán aðilar standa að, keypti um helgina með nokkuð sviplegum hætti nægilega stór- an hlut í Ósvör hf. til þess að bæjarsjóður á ekki lengur meirihluta í fyrirtækinu. Forsenda þess að Bakki hf. vildi kaupa sig inn í Ósvör hf. var sú, að þar yrði um meiri- hluta hlutafjár að ræða. Bakki hf. er nú hættur við og þar með verður ekki neitt úr því að hluti Vestfjarðaaðstoðarinnar fari til Bolungarvíkur. Mikil ólga er í mönnum út af þessu máli og verður hugsan- lega látið reyna á lögmæti söl- unnar til Heimaafls hf. fyrir dómstólum. Mál þetta virðist hið einkennilegasta, ekki síst hvernig hægt var að selja hluta af meirihlutaeign Bolungarvík- urkaupstaðar í trássi við vilja hans sjálfs. Fram hefur komið í máli forsvarsmanna Heimaafls, að menn hafi haft af því áhyggjur ef einn aðili í öðru byggðarlagi eignaðist meirihluta í fjöreggi Bolvíkinga og hefði þar með aflaheimildir þeirra og allt ráð þeirra í hendi sér. Hér hafi því verið um nauðvörn heima- manna að ræða. Áform Bakka hf. í Hnífsdal voru þau, að leggja fram veru- legt fjármagn, svo næmi hund- ruðum milljóna króna, til þess að efla útgerð og fiskvinnslu í Bolungarvík. Einnig hefði með sameiningu fyrirtækjanna ver- ið fullnægt skilyrðum um framlag frá Vestfjarðaaðstoð upp á 80 milljónir króna og vilyrði var auk þess fengið fyrir 18 milljón króna niðurfellingu á skuldum við Byggðastofnun. Loks hefði skuldabyrði Bol- ungarvíkurkaupstaðar lækkað um fjórðung eða um 75 millj- ónir króna og bærinn jafnframt verið kominn út úr áhættu- rekstri. Allt er þetta nú úr sög- unni. Hins vegar má fullyrða, að öldurótið út af þessu máli mun seint lægja, ef það gerir það þá nokkum tímann að fullu. PÓLLINN HF. ® 3092 Sala & þjónusta 0 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÖLLINN HF IMýkomið mikið úrval af tölvuleikjum fynin PC tölvun á geisladiskum og diskettum, meðal annars: Wing Commander III, Tlte Lion King, Magic Carpet, Peter Pan, Creature Shock, Under a Killing Moon - Einnin Iræðsluetni. stvrininnar. mvs ofl. FLUGFÉLAGIO ERNIR P ÍSAFIROI Sími 94-4200 Daglegt áætlunarflug um Vestfirði. Leiguflug innanlands og utan, fimm til nítján farþega vélar. Brottför frá ísafirði kl. 11 alla virka daaa. Sjúkra- og neyðarflugsvakt allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.