Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Side 2
2
VESTFIRSKA
FRÉTTAB LAÐIÐ
Hrannargötu 2
ísafirði
True Lies
Einn síns liðs er hann
fær um að bjarga heim-
inum. Spurningin er hvort
hann geti einnig bjargað
hjónabandinu.
Stjórnandi þessarar
myndar James Cameron
slær hér flest fyrri verk sín
út með eftirminnilegum
hætti og víst er að þeir eru
fáir sem ekki hafa mikið
gaman af þessari ein-
stöku mynd, enda fer hún
án vafa beint á toppinn.
TILBOÐ
á spólum
Oildir frá
1. mars!
Taktu eina
nýja spnlu
ng íáðu eina
gamla irítt
- Aðeins
kr. 400.-
TOPP TIU
1. Wolf
2. Getting Even with Dad...
3. Four Weddings and...
4. True Lies
5. Beverly Hills Cop3
6. Airborne
7. Joshua Tree
8. Lightning Jack
9. Maverick
10. Clifford
Ráðherra fundar með starfsmönnum Djúpbátsins:
Það var bara hreint rugl
- segir Sighvatur Björgvinsson um þá hugmynd sem
upp kom um að Hf. Djúpbátnum yrði gert skylt við
afgreiðslu vegáætlunar að afhenda Fagranesið til
Slysavarnaskúla sjómanna
Sighvatur á fundi um borö í Fagranesinu. Meö honum á
myndinni eru vélstjórarnir Kristján Lyngmo lengst til vinstri
og Konráö Bjarnason.
Sighvatur Björgvinsson ráð-
herra hefur undanfarna daga
verið á yfirreið um Vestfjarða-
kjördæmi eins og fleiri sem
gefið hafa kost á sér á fram-
boðslistum í komandi kosning-
um. Á sunnudag hélt Sighvatur
fund með starfsmönnum Djúp-
bátsins í framhaldi af afgreiðslu
Alþingis á vegaáætlun sem
snertir mjög rekstur ferju á Isa-
fjarðardjúpi. Blaðamaður
Vestfirska fréttablaðsins hitti
ráðherrann að máli á mánu-
dagsmorguninn og var Sig-
hvatur fyrst spurður að því
hvort framtíð Djúpbátsins væri
orðin ljós eftir afgreiðslu
þingsins á vegáætlun sem
snertir mjög samgöngumál í
ísafjarðardjúpi.
„Nei, framtíð Djúpbátsins
er ekki ljós. Það sem ljóst er er
það í fyrsta lagi að það er búið
að taka ákvörðun um það að
nota þessa ferjubryggjupen-
inga sem eru inni á fjárlögum
til að byggja ferjubryggjur.
Þarnaeru um35 til 37 milljónir
eftir og fyrir þá peninga er
auðvelt að skapa fullnægjandi
aðstöðu fyrir Fagranesið í
Djúpinu. I öðru lagi er það
alveg ljóst að það er ekkert
hægt að leggja af rekstur
Djúpbáts hér á Isafjarðardjúpi.
Ég vil benda á í því sambandi
að gengið er út frá því sem vísu
að rekstri Akraborgar verði
haldið áfram þangað til að
jarðgöng eru komin í gagnið
undir Hvalfjörðinn. Og fyrst að
menn eru búnir að taka þá
ákvörðun, hvernig dettur
mönnum þá í hug að það sé
hægt að hætta rekstri Fagra-
nessins í Isafjarðardjúpi um
leið og segja má að það sé
stungin fyrsta skóflustunga að
framkvæmdum við Djúpveg
sem eiga eftir að taka tólf ár
áður en þeim lýkur. I mínum
huga, þá er það sem nú á að
gera er í fyrsta lagi að nota
þessa ferjubryggjupeninga eins
og búið er að ákveða til að
byggja aðstöðu fyrir bátinn. I
öðru lagi þá er búið að tryggja
Djúpbátnum rekstrarfé út allt
þetta ár og það á að nota þetta
ár til þess að ná samkomulagi
við Djúpbátinn hf. um framtíð
Fagranessins. Það á að mínu
viti að felast í því að nota skipið
fyrir ferðamenn til flutninga
yfir sumarmánuðina. Það má
segja að það sé ekki þörf á
reglubundnum ferjusiglingunt
um Djúpið yfir hásumarið, en
alveg frá hausti til vors á að
nýta þetta skip til ferjusiglinga
í Djúpið. Slík not fara aldrei
saman við það að skipið verði
sett undir Slysavarnaskóla sjó-
manna. Ut af fyrir sig er það
ágætt verkefni og ekkert um
það að segja annað en gott eitt,
en þá fer það ekkert saman að
ætla sér að nota Djúpbátinn
undir slfka starfsemi og sem
ígripaskip á sumrin og veturna
fyrir bílaflutninga, það gengur
ekkert upp. Ef skipið yrði tekið
til þeirra nota þá eru uppi áform
um það að innrétta bílaþilfarið
fyrir kennslustofur og svo
framvegis. Og það að skrá
heimahöfn skipsins áfram á
Isafirði, það segir okkur ná-
kvæmlega ekki neitt. Svona
skip sem væri í þjónustu
Slysavarnaskóla sjómanna það
væri á hinum ýmsu stöðum í
hringinn í kringum landið. Á-
höfnin yrði ekki frá ísafirði.
Það er bara í mínum huga sem
hálfgert blöff að segja það að
það skipti einhverju máli hvar
heimahöfn skipsins sé. Eins og
ég segi, þá líst mér ekkert á það
og vil bara slá því frá mér að
skipið sé notað þannig. Það á að
nota það áfram fyrir ferðamenn
yfir sumarið og ferjurekstur á
ísafjarðardjúpi frá hausti til
vors, þannig á að leysa málið.
Og það að ætla að tengja þessa
afgreiðslu á vegáætlun saman
við það að Djúpbáturinn hf.
sem er prívat fyrirtæki eigi að
afhenda eign sína til reksturs
einhverjum öðrum aðila, er
svona svipað og ætla að binda
það sem skilyrði fyrir hafnar-
framkvæmdum á Isafirði að
eigendur Alþýðuhússins tækju
það af Dúa og afhentu það t.d.
hótelstjóranum til reksturs.
Það myndi enginn heilvita
maður láta sér detta það í hug
að hengja slíkar ákvarðanir
saman. Eins og þetta var upp-
haflega hugsað, þá er það bara
hreint rugl, enda áttuðu þing-
menn Vestfirðinga sig á því og
breyttu svolítið sínu viðhorfi."
- hk.
Frá fundinum um borö í Fagranesinu á sunnudaginn.
Hér má sjá þau systkinin Guörúnu Dóru og Arnór, þar sem
þau eru að hjálpa pabba sínum, Róbert Schmidt, aö draga
björg í bú. Róbert veiðir skarfa og endur af kajak sínum á
Súgandafiröi þegar vinna liggur niöri og vetrarstillur prýöa
fjörðinn. Ekki skemmir fyrir aö skarfurinn er hollur matur og
þeim systkinunum þykir hann lika ákaflega góður.
heppnað
goublot
áSuö-
ureyni
Góublót var haldið í sam-
komuhúsinu á Suðureyri
laugardagskvöldið 25. febr-
úar. Um 160 manns gerðu
sér þar glaðan dag við
þorramat, dans og aðra
skemmtan og þótti gestum
blótið heppnast vel.
Það voru karlarnir sem
sáu um blótið þetta árið en
hefð er fyrir því að konur og
karlar haldi blótin til skiptis.
Arnar Guðmundsson flutti
minni kvenna, Birkir Friö-
bertsson flutti minni íslands
en Arnar Barðason flutti
minni Súgandafjarðar.
Veislustjóri var Einar Guðn-
ason.
Dansað var fram á nótt að
loknu borðhaldi og skemmt-
un, þar sem gert var létt grín
að mörgum íbúum staðar-
ins, eins og venja er.
KYNNINGARFUNDUR
Laugardaginn 11. mars í
barnaskólanum Súðavík frá kl. 14:00.
Sunnudaginn 12. mars
á Hótel ísafirði kl. 13 - 16.
Upplýsingar í síma 5382 og 3653
RC húsin eru íslensk smíði og þekkt fyrir fegurð,
smekklega hönnun, mikil gæði og óvenjugóða einangrun.
Húsin eru ekki einingahús og þau eru samþykkt af Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins. Stuttur afgreiðslu-
frestur. Útborgun eftir samkomulagi. Hringdu og við send-
um þér upplýsingar.
Íslensk-Skandinavíska hf. - Ármúla 15 - Sími 586 5550.