Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Síða 3
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐH)
3
Mokafli á línuna
hjá Suðureyr-
arbátum
Guðmundur Svavarsson, skipstjóri á Rakel Maríu, og
sonur hans, Elías Guðmundsson, landa 5,3 tonnum
eftir daginn á 150 lóðir.
Guðmundur Karvel Pálsson, skipstjóri á Önnu Borg,
landar 4,7 tonnum eftir daginn ásamt Sigurði
Jónssyni, sem ekki sést á myndinni.
Myndir: Róbert Schmidt.
Mokafli hefur verið hjá smábátum undanfarið ef þeir
hafa komist á sjó, en lítið hefur gefið á sjó vegna mik-
illar ótíðar. Þessa fáu sjódaga hafa margir fengið
mokafla, og má þar nefna Önnu Borg, Rakel Maríu og
Ingimar Magnússon. Þessir bátar ásamt fleirum fisk-
uðu mjög vel tvo daga í röð. Fyrri daginn kom Rakel
María með 5,3 tonn á 150 lóðir og 5 tonn næsta dag
á 132 lóðir. Anna Borg var með 4,7 tonn fyrri daginn
og rúmlega 3 tonn næsta dag á 125 lóðir.
Uppistaðan er þorskur, en steinbíturinn er lítið farinn
að gera vart við sig. Fiskurinn er stór en annars nokkuð
blandaður. Þessa tvo sjódaga sem bátarnir veiddu vel
komu á land um 70-80 tonn af fiski af 12-15 smábát-
um. Nú hefur verið bræla á aðra viku og ekkert lát á
lægðum sem ganga yfir landið.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
Guðrúnar Ásgeirsdóttur,
Aðalstræti 17, ísafirði.
Margrét Kjartansdóttir,
Rannveig Kjartansdóttir,
Guðmundur E. Kjartansson, Bryndís Jónasdóttir,
Asgerður Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Fiskistofnar og umhverfið
- eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur
Um það er ekki deilt að við ís-
lendingar höfum um aldir lifað á því
sem sjórinn hefur gefið okkur. Líf-
ríki hafsins og sjávarbotninn er dýr-
mætasta auðlind okkar og á þeirri
auðlind byggist efnahagsleg tilvera
okkar. Við eigum því að umgangast
þessa auðlind af ábyrgð og á þann
hátt að lífríkið beri ekki skaða af.
Margt er enn óljóst í vistkerfi
hafsins. Engar haldbærar skýringar
eru á því hvers vegna klak misferst
ár eftir ár. Ekki er tekið nægilegt
tillit til allra þátta lífrfldsins við á-
kvörðun á heildarafla einstakra
fiskistofna. Allt í náttúrunni er hvað
öðru háð og jafnvægi getur raskast
vegna friðunar eða ofveiði einstakra
tegunda. Nýjar rannsóknir Norð-
manna sýna að hvalir og selir éta
þúsundir tonna af þorski og
þorskseiðum og hafa þannig mikil
áhrif á stofnstærðina. Þá hafa
breyttir neysluhættir þjóðarinnar
valdið því að sjófugli fjölgar mjög,
en hann lifir einnig á sntáseiðum og
lirfum í sjónum.
UMHVERFI
OG VEÐURFAR
En veðurfarið tekur líka sífelld-
um breytingum og hitastigið t sjón-
um er ekki það sama frá ári til árs.
Allt þetta getur raskað verulega á-
ætlaðri stofnstærð fisktegunda.
Veiðimálastofnun hefur sett fram
athyglisverðar tilgátur um laxa-
göngur á Norðurlandi sem hún
tengir laxagöngum í ám á Kola-
skaga. Mismunandi er milli ára hvað
skilar sér af seiðum sem sleppt er í
ámar og virðist það ekki í beinu
sambandi við seiðasleppingu, held-
ur haft hitastig og umhverfisþættir
afgerandi áhrif á stofninn. Þessar
sveiflur í laxastofninum koma síðan
fram 2 árum seinna í ám á Norð-
austurlandi. Tengir Veiðimálastofn-
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir.
un það þeim tíma sem það tekur
hafstrauma að fara á milli þessara
staða. Þeitrí spurningu var varpað
fram hvort þetta gæti átt við um
þorskstofninn líka. Ég var viðstödd
á þeim fundi fyrir rúmu ári síðan,
þar sem Veiðimálastofnun kynnti
niðurstöður sínar, sem mér finnst
allrar athygli verðar. En það er eins
og ekki megi ræða þorskafla á ís-
landsmiðum nema eftir forskrift frá
Hafrannsóknarstofnun.
ER AUKIN ÞORSKGENGD
Á MIÐUNUM?
Ekki ætla ég sem leikmaður að
fullyrða neitt um áreiðanleika rann-
sókna, en mér finnst eðlilegt að
skoða með opnum huga allt nýtt sem
kemur í Ijós. Vissulega gefa
rannsóknir Veiðimálastofnunar til
kynna að þorskstofninn í Barents-
hafi sé í uppsveiflu 2 árum áður en
það gerist hér. Ef svo færi væri það
næstum of gott til að vera satt. En
þeir tengja stærð fiskistofna meira
öllum umhverfisþáttum, þ.e. sam-
spili hafstrauma, veðurfars og há-
loftastrauma heldur en því að menn
geti gefið sér stofnstærð og upp-
skeru fram í tímann skv. mælingum
sem gerðar eru einu sinni til tvisvar
á ári. Hljótum við ekki að álykta að
lífríkið í sjónum sé háð hitastigi og
straumum, rétt eins og grasspretta er
háð loftslagi, vindátt og úrkornu?
Og vöxtur villtra dýra á landi er
háður því sem jörðin gefur.
GRUNNSJÁVARMIÐ OG
DJÚPSJÁVARMIÐ
Núgildandi fiskveiðistjómun
hefur ekki skilað uppbyggingu
fiskistofna né dregið úr sókninni eða
minnkað fiskiskipafiotann. Með til-
liti til þess þarf að endurmeta
stjórnunaraðferðimar með langtíma
sjónarmið í huga.
Kvennalistinn vill að fiskimið-
unum sé skipt upp í grunnsjávarmið
og djúpsjávarmið og grunnsjávar-
miðin nýtt af íbúum nærliggjandi
svæða. Skip yfir ákveðnum stærð-
armörkum fái ekki leyfi til veiða á
grunnsjávarmiðum. Við viljum
koma á fót samstarfsnefnd sjó-
manna og fiskifræðinga, útgerðar-
manna og fiskvinnslufólks sem geri
tillögur um stjórn veiðanna á
grunnsjávarmiðum, áætlað ntagn og
veiðarfæri. Einnig þarf að gera nýt-
ingaráætlun urn djúpsjávarmiðin, og
þar séu að veiðum stærri skip.
Kvennalistinn lagði fram hug-
myndir fyrir 8 árum, um að tengja
veiðiheimildir byggðarlögum, en
við vildum rjúfa þau tengsl sem
verið var að festa með núgildandi
fiskveiðistjómun að úthluta kvótan-
unt til skipa. Það hefur nú sýnt sig
að með því að binda veiðiheimild-
irnar skipum hafa byggðirnar horft
á eftir skipunum sigla í burt með
kvótann. Eftir sitja íbúarnir með at-
vinuleysið sem fylgir í kjölfarið,
þegar rétturinn til veiða sem fylgt
hefur búsetu öldum saman er tekinn
af fólkinu.
FULLVINNSLA OG NÝJAR
TEGUNDIR
En hvað sem líður stærð þorsk-
stofnsins og annarra tegunda, þá em
enn miklir möguleikar ónýttir í
vinnslu sjávarafurða sem aukið
gætu atvinnu og skapað gjaldeyris-
tekjur. Auka þarf rannsóknir á van-
nýttum tegundum og leita nýrra
markaða. Það liafa orðið straum-
hvörf á síðustu árum í betri nýtingu
og fullvinnslu ýmissa fisktegunda
og botndýra. Og við Vestfirðingar
verðunt að taka þátt í þeirri þróun og
hasla okkur völl í nýtingu og mark-
aðssetningu nýrra fullunninna vara
úr sjávarfangi.
Þjóðvaki opn-
ar kosninga-
skrifstofu á
ísafirði
Þjóðvaki á Vestfjörðum
hefur opnað kosningaskrif-
stofu sína að Austurvegi 2
(Kaupfélagshúsinu) á
annarn hæð. Skrifstofan er
opin alla virka daga kl.
14.00-18.00 og um helgar
kl. 14.00-19.00.
Sími skrifstofunnar er
3180 og kosningastjóri er
Laufey Jónsdóttir.
Kosningaskrifstofur opnaðar
Pétur Bjarnason fræðslustjóri ræðir við gesti. Frá vinstri: Jóhanna
Ásgeirsdóttir kennari; eiginmaður hennar, Pétur Guðmundsson
myndlistarmaður; og Már Óskarsson sjómaður. í hinum rúmgóðu
húsakynnum M-listans er jafnframt sýning á málverkum Péturs
Guðmundssonar.
Kvennalistakonur og gestir syngja „Hann á afmæli í dag“ fyrir
útsendara Vestfirska fréttablaðsins sl. sunnudag á meðan hann
tekur myndina. Jóna Valgerður er lengst til vinstri á myndinni.
Vestfirska fréttablaðinu var
um helgina boðið á tvær kosn-
ingaskrifstofur sem þá var ver-
ið að opna á Isafirði. Á laugar-
daginn opnaði M-listinn
(Vestfjarðalisti Péturs Bjarna-
sonar) skrifstofu að Fjarðar-
stræti 22 og á sunnudaginn
opnaði V-listinn (Kvennalist-
inn) skrifstofu í húsi Kaupfé-
lags ísfirðinga, 2. hæð. Á báð-
um stöðum var bakkelsi á
borðum og létt yfir fólki.
Myndirnar sem hér fylgja voru
teknar þá.
Isafjarðarkaupstaður
Forkaupsréttur
Bæjarsjóður ísafjarðar auglýsir eftir
kaupendum að m/b Nóa ÍS- 86, sem
bæjarsjóði hefur verið boðið að neyta
forkaupsréttar að, sbr. lög um fisk-
veiðar.
Báturinn er lítill fiskibátur úr trefja-
plasti (Færeyingur) og fylgir honum
leyfi til grásleppuveiða svo og
0,000283% aflahlutdeild í þorski. Enn-
fremur fylgir bátnum eftirtalið afla-
mark innan ársins: Þorskur 11.673 kg,
ýsa 1.358 kg, ufsi 766 kg og skarkoli
2.207 kg.
Bæjarstjónnn á ísafirði.
Kvenfélagið Hlíf 85 ára
Kvenfélagið Hlíf á ísafirði varð
85 ára sl. mánudag, 6. mars. Fé-
lagið var stofnað árið 1910 með
það í huga að gleðja og styrkja
aldraða og sjúka Á þeim tíma
þekktist ekki félagsleg þjónusta í
bænum og kom því í hlut félagsins
að vinna að þeim málum. Konur
tóku sig saman að elda mat fyrir
fátæka og sjúka nokkrum sinnum
á ári og færa þeim hann heim. Frá
þeim tíma hafa Hlífarsamsætin
verið haldin árlega.
Dagvistunar- og öldrunarmál
voru efst á baugi hjá félaginu
fyrstu árin, en nú síðustu hálfa
öldina hafa öldrunarmálin verið
helstu viðfangsefnin. Félagið hef-
ur gengist fyrir fjáröflun fyrir ýmis
stórverkefni fyrir bæinn og keypt
tæki fyrir sjúkrahúsið og elliheim-
ilið og nú fyrir þjónustudeild Hlíf-
ar. Gjafir hafa einnig verið gefnar
til kirkjunnar.
Hlífarkonur minntust afmælis
síns með fjölmennu afmælissam-
sæti með eldri borgurum í Félags-
heimilinu í Hnífsdal sl. sunnudag.