Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Side 8

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Side 8
VESTFIRSKA 8 Miðvikudagur 8. mars 1995 ---- | PBFTT4BLAÐIÐ vantað á að það hafi staðið við hlutafjárskuldbindingar sínar. Þetta bendir til að fleiri aðilar en Þróunarfélagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þetta gefur tæplega til kynna að Þróunarfélagið hafi verið að selja hlutabréf sín á frjálsum markaði í áföngum. Árið 1993 fer töluvert að bera á áhyggjum forráðamanna Kögunar um framtíð félagsins. Þannig segir Gunnlaugur Sig- mundsson í viðtali við Morg- unblaðið 12. maí: „Við höfum miklar áhyggjur af niðurskurði, ekki síst ef Bandaríkjamenn taka flugvélarnar af Keflavík- urflugvelli vegna þess hvað stjómun þeirra er stór hluti af kerfinu." I upplýsingum Talnakönn- unar er sterklega gefið í skyn að þessi óvissa um framtíð Varn- arliðsins á Keflavíkurflutvelli hafi orðið til þess að Þróunar- félagið ákvað að selja Kögun og Eftirlaunasjóði starfsmanna meiri hluta sinn í félaginu. Kögun keypti 4,1 milljón að nafnvirði og Eftirlaunasjóður- inn þá væntanlega nafnvirði 1,7 milljóna. á genginu 4. Á aðalfundi félagsins, 28. febrúar 1994, var síðan ákveðið að lækka þetta hlutafé sem Kögun hafði eignast í sjálfu sér um 2,5 milljónir. „Erfitt var talið að selja allt hlutaféð á al- mennum markaði vegna óvissu um framtíðarhorfur félagsins og því ákveðið að lækka það,“ segir í upplýsingum Talna- könnunar. Hlutafé að nafnvirði 1,6 milljónir var ákveðið að selja á almennum markaði. Það er svo lokaatriðið í þessu ferli að þann 11. ágúst 1994 barst Hlutafélagaskrá tilkynn- ing frá stjórn Kögunar hf.að sú ákvörðun hefði verið tekin á fundi þann 15. júlí sama ár að lækka hlutaféð um 10 milljónir og að sú lækkun hefði verið færð á móti eigin hlutabréfum sem félagið hafði eignast (hvernig hafði Kögun eignast þessi bréf og hversu lengi hafði félagið átt þau?). Þar með hafði hlutaféð verið lækkað í 7,5 milljónir króna úr því sem upphaflega áttu að hafa verið 20 milljónir króna. Af 14,2 milljóna hlut Þróunarfé- lagsins virðast aldrei hafa verið seldar nema í mesta lagi 1,6 milljón krónur á almennum markaði! Stærsti einstaki hluthafinn er nú Eftirlaunasjóður starfs- manna með 22,7% hlutafjár. Ekki virðist hægt að fá upplýs- ingar um nöfn nýrra hluthafa í Kögun, hvað þá hlutafjáreign þeirra. Gunnlaugur Sigmunds- son vísaði aðspurður á Talna- könnun. Þar fundust þessar upplýsingar ekki. En þótt ekki liggi fyrir nánari upplýsingar um aðra hluthafa í Kögun og dreifingu hlutafjár þá er óhætt að fullyrða að því fari fjarri að hægt sé að tala um fyrirtækið sem almennings- hlutafélag í þeim skilningi sem almennt er lagður í það orð. Ovissa um framtíðar- horfur? Það er umhugsunarvert hvers vegna hlutabréf sem keypt eru á genginu 4 eru af- skrifuð. Ástæðan er sögð hafa verið óvissa um framtíðarhorf- ur félagsins. Á síðasta ári voru tekjur félagsins meiri en nokkru sinni fyrr, 160 milljónir króna. Þessi óvissa var aldrei fyrir hendi. lón E. Böðvarsson, for- stjóri Ratsjárstofnunar, sá á- stæðu til að gera athugasemdir við ummæli Gunnlaugs Sig- mundssonar í Morgunblaðinu. 12. maí 1993 sem vitnað er f hér að framan. í Morgunblaðinu 14. maí bendir Jón á að Kögun sé und- irverktaki Ratsjárstofnunar og að fyrri ummæli hans um að engin teikn séu á lofti um sam- drátt hjá Ratsjárstofnun eigi einnig við um Kögun hf. „Það eru engin merki þess nú að verkefni Kögunar hf. dragist saman vegna hugsanlegs nið- urskurðar á Keflavíkurflug- velli,“ sagði Jón E. Böðvars- son. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, segir einnig að aldrei hafi staðið til að hætta við gerð eða rekstur hugbúnaðar íslenska loftvamakerfisins. Niðurlag Af þessari samantekt mega menn sjá að það er harðdrægur athafnamaður sem framsóknar- menn tefla fram hér á Vestfjörð- um, en ekki gjaldþrota bjargvættir eða vesæll barnakennari. Þótt einhverjar umræður hafi farið fram á dögunum um meint STASI-tengsl ungra stúdenta í Austur-Þýskalandi fyrir 30 árum fara menn vonattdi ekki að rugla slíku saman við launagreiðslur Bandaríkjahers til þessa verðandi þingmanns Framsóknarflokksins. Síðast en ekki síst ættu Vest- firðingar að hafa í huga að með því að kjósa Framsóknarflokkinn á Vestfjörðum leggja þeir sitt af mörkum til að jafna kosningarétt- inn. Þeir kjósa jú um Ieið þing- mann fyrir eitt helsta þéttbýlis- svæðið í Reykjaneskjördæmi. Samantekt: Vestfirska/vg. Hefur setið í stjórn 18 fyrirtækja Töluverðar umræður hafa farið fram að undanfömu um eignarhald á fyrirtækjum og innbyrðis tengsl fyrirtækja og jafnvel einstaklinga. Þar hafa menn dregið í efa siðferðislegt réttmæti þess að fáir einstaklingar sitji í stjórnum margra fyrir- tækja. Þróunarfélag íslands hf. var upphaflega í eigu ríkisins að verulegum hluta og opinberra sjóða, Iðnþróunarsjóðs, Iðnlána- sjóðs og Fiskveiðasjóðs. Tilgangur þess var að lána fé í á- hætturekstur og því mikilvægt að það nyti trausts en yrði ekki sakað um óeðlileg hagsmunatengsl við samkeppnisaðila hugs- anlegs lánaumsækjenda. Engu að síður tók félagið fljótlega að leggja megináherslu á hlutabréfakaup í ýmsum fyrirtækjum, ekki síst á tæknisviði. 1990 þegar stjóm félagsins ákvað að hætta alveg lánastarfsemi átti það þegar hluti í 14 fyrirtækjum. Árið 1992 átti Þróunarfé- lagið í meira en 20 fyrirtækjum. Það fór því ekki hjá því að Gunnlaugur tæki sæti í stjórnum margra þessara fyrirtækja. Hann mun reyndar þegar hafa setið í stjómum Marels hf. og Hlaðbæjar Colas þegar Þróunarfélagið ákvað að kaupa 43% hlut í Marel 1987 og 51 % hlutafjár (ásamt Hagvirki) í Hlaðbæ Colas 1989. Árið 1990 sáu forsvarsmenn nokkurra húsgagnaframleiðenda ástæðu til að gagnrýna aðildarmáta Þróunarfélagsins og stjórn- arsetu Gunnlaugs í GKS sem stofnað var við samruna Kristjáns Siggeirssonar hf. og Gamla kompanísins hf. 1 viðtali við Morgunblaðið 10. febrúar sagðist Gunnlaugur ekki sjá neitt athugavert við það að hann sæti í stjórn GKS. Hagsmunir Þróunarfélagsins í GKS væru litlir, „þó hins vegar ég hafi farið að vinna að framgangi þess eftir að ég kom þar í stjórn." Gunnlaugur hefur setið í stjóm eftirfarandi átján fyrirtækja: Skipaútgerð ríkisins 1977 - 1982 Fríhöfnin í Keflavík 1978 - 1982 Þömngavinnslan áReykhólum 1979 - 1982 Félagsstofnun stúdenta 1978 - 1982 Marel hf. frá 1979 GKS frá 1990 Iceland Crown í Hamborg 1989 - 1991 Hlaðbær Colas frá 1988 (stjómarformaður) Kögun hf. 1988 - 1994 Fjárfestingarfélagið Silfurberg frá 1988 Islenska eignarhaldsfélagið frá 1990 Yleining hf. á Flúðum frá 1991 (stjómarformaður) ísteka hf„ líftæknifyrirtæki. frá 1990 Hagþróun hf. frá 1990 Tölvusamskipti frá 1988 Vakahf.frá 1990 Gagnalind hf„ tölvufyrirtæki, frá 1993 (stjórnarformaður) Borgey hf„ útgerðarfyrirtæki, Höfn í Homafirði (fulltrúi Landsbankans) Samkvæmt prófkjörsbæklingi Gunnlaugs M. Sigmundssonar situr hann nú aðeins í stjórnum Hlaðbæjar Colas og Borgeyjar. Veiði í Langadalsá Til sölu eru veiðileyfi í Langadalsá í ísafjarðardjúpi. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Magnússon á Hamri í síma 95- 13136. Veiðifélag Langadalsár. ORKUBÚ VESTFJARÐA Laust starf Orkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða starfsmann í starf ritara á rekstrar- deild að Stakkanesi 1 á ísafirði. Um er að ræða hálft starf og verður ráðið í það tímabundið. Laun verða samkvæmt 70. lfl. Fos-Vest. Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. Upplýsingar gefa Jakob Ólafsson og Ragnar Emilsson í síma 3211. ||||y Sýslumaðurinn ^fjfftf á Patreksfirði Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis, sem fram eiga að fara laugardaginn 8. apríl 1995, er hafin hjá sýslumanninum á Patreksfirði og hreppstjórum í um- dæminu skv. XI. kafla laga nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis með síðari breytingum. Kosið verður á skrifstofutíma embætt- isins, mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00 til 15.00, og á kjördag, 8. apríl, frá kl. 13.00 til 16.00. Þeir sem kjósa þurfa utan kjörfundar eru hvattir til að gera það sem fyrst til að tryggja að atkvæði komist til skila á réttum tíma. Kjósandi sem vill greiða atkvæði utan kjörfundar skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa fullnægj- andi skilríkjum. Sýslumaðurinn á Patreksfirði 1. mars 1995 Þórólfur Halldórsson Skilagjalds- skyldar umbúðir: Mót- takan verður í Bræðra tungu Svæðisskrifstofa mál- efna fatlaðra hefur tekið að sér móttöku á skila- gjaldsskyldum umbúð- um á Isafirði. Móttakan verður ( bílskúrnum í Bræðratungu og verður opin sem hér segir: Mánudagakl. 17-20 Þriðjudaga kl. 17-19 Föstudagakl. 18-21 Laugardaga kl. 14-16 Fyrsti dagurinn sem móttakan verður opin er mánudagurinn 13. mars kl. 17-20. Skatt- framtöl Uppgjör Tek að mér skatt- framtöl og uppgjör fyir einstaldinga. í/önduð vinna. Ægir Páll Friðbertsson Sími 4645 HJA OKKUR FÆKOU NYJUSTU MYNUBONDIN ' \ r<rri.Ti *ti< Hafnarstræti 11 • ísafirði Sími 3339 A AÐEINS KR. 350

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.