Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Qupperneq 9
í\ mmm L
1 FRÉTTABLAÐIÐ 1
Miðvikudagur 8. mars 1995
Framboð
til Alþingis
Framboðslistum vegna kosninga til Al-
þingis 8. apríl 1995 í Vestfjarðakjör-
dæmi ber að skila til formanns yfirkjör-
stjórnar að Hafnargötu 41, Bolungarvík,
eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn
24. mars 1995.
Gæta skal þess um öll umboð, að til-
greina skýrlega fullt nafn frambjóð-
anda, kennitölu hans, stöðu og heimili.
Framboðslista skal fylgja skrifleg yfir-
lýsing allra þeirra, sem á listanum eru,
að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á
listann. Framboðslista skal og fylgja
skrifleg yfirlýsing um stuðning við list-
ann frá kjósendum í kjördæminu og skal
fjöldi meðmælenda vera að lágmarki
100 og að hámarki 150.
Yfirkjörstjórnin
í Vestfjarðakjördæmi.
Björgvin Bjarnason, formaður
Ágúst H. Pétursson
Birkir H. Friðbertsson
Björn Teitsson
Jens Kristmannsson
Fegurðarsamkeppni Vestfjarða 1995:
Dronningin krýnd í
Krúsinni 1. apríl
Fegurðardrottning Vest-
fjarða 1995 verður krýnd í
Veitingahúsinu Krúsinni laug-
ardaginn 1. apríl nk. Þetta
verður í sjötta sinn sem feg-
urðardrottning Vestfjarða er
krýnd og mun hún jafnframt
titli sínum vinna sér rétt til
þátttöku í Fegurðarsamkeppni
Islands, sem haldin verður á
Hótel Islandi föstudaginn 26.
maí.
Nú þegar eru aðstandendum
keppninnar farnar að berast á-
bendingar um glæsilegar vest-
firskar stúlkur. Fleiri ábend-
ingar eru vel þegnar,
sérstaklega af fjörðunum í
kringum Isafjörð. Aðstandend-
ur keppninnar að þessu sinni
eru þau Sigríður Ragna Jó-
hannsdóttir, sími 94-5445, og
veitingahjónin í Krúsinni, þau
Dúi og Gróa.
Sigríður Ragna stjórnar
keppninni í ár
Dagný Björk Pjetursdóttir
danskennari, sem séð hefur um
keppnina frá upphafi (1987) á-
kvað að taka sér frí þessa
keppni þar sem hún hefur átt
við veikindi að stríða í vetur.
Sigríður Ragna er því fram-
kvæmdastjóri keppninnar í ár.
Fyrirtæki á Isafirði hafa ver-
ið ötul að leggja keppninni lið
og hafa nokkur þegar tilkynnt
sig:
Studio Dan sér um líkams-
rækt og ljósaböð fyrir stúik-
urnar.
Hárgreiðslustofa Siggu
Þrastar sér um undirbúning
hársins og greiðslur keppenda
á krýningarkvöldinu.
Snyrtivöruverslunin Krisma
(Svana) sér um undirbúning
húðarinnar, svo og um snyrt-
ingu á krýningarkvöldinu.
Gullauga (Dýrfinna) hefur
alltaf gefið fegurðardrottningu
Vestfjarða sérsmíðaðan skart-
grip ásamt því að sérsmíða fyrir
hana muni til að bera á Feg-
urðarsamkeppni Islands.
Hafið samband
sem allra fyrst...
Þau fyrirtæki sem vilja
leggja keppninni lið eru vin-
samlegast beðin að hafa sam-
band í síma 5445 sem allra
fyrst, og einnig þeir sem vilja
koma á framfæri ábendingum
um stúlkur. Þær verða að vera
eldri en 17 ára og helst hærri en
1,70.
...því fyrirvarinn
er stuttur
Að lokum vilja aðstandendur
keppninnar vekja athygli á því,
að það er stuttur fyrirvari á
keppninni í ár. Margar ástæður
hafa valdið því hversu seint er
farið af stað, „en við hvetjum
alla sem vilja leggja okkur lið
eða eru með ábendingar að gera
það sem allra fyrst, því að
laugardaginn 1. apríl verður
örugglega mikið um dýrðir í
Krúsinni“, segir Dagný Björk
danskennari að lokum í frétta-
tilkynningu sem hún sendi
okkur.
Púkar
ntoka snjó
fyrin
peninga
Þeir eru ekki að-
gerðalausir þessar vik-
urnar, púkarnir á Suður-
eyri. Snjó hefur kyngt
látlaust niður frá ára-
mótum og þykir mönn-
um nóg komið.
1 verslun staðarins og
sjoppunni má sjá nokkr-
ar auglýsingar, þar sem
boðið er upp á snjó-
mokstur frá innkeyrslum
og útidyrum gegn vægu
gjaldi.
Margir hafa notfært
sér þessa nauðsynlegu
þjónustu, sem „skóflu-
gengin“ bjóða. Fyrir að
moka töluverðum snjó
frá útidyrum eru púkun-
um greiddar frá 150 til
200 krónur, eða eftir
samkomulagi, eins og
stendur í auglýsingun-
um.
Já. þeir deyja ekki
ráðalausir. drengimir á
Suðureyri. Það verður
ekki af þeim skafið.
R. Schmidt.
18" pizza með tveimur áleggstegundum
+ 12" hvítlauksbrauð + franskar + 2ja lítra kók
VERÐ AÐEINS KR. 1.990
5267 PIZZA 67 - ALLT FYRIR ÞIG 5267
Fékk um 200 símhringingar
vegna gamalla myndlykla
Elías Guðmundsson (til hægri) afhendir Róbert Schmidt Tudi- myndlykil að gjöf til minningar
um daginn. Ljósm. Ágúst Schmidt.
í smáauglýsingum DV einn
laugardag fyrir nokkru var
auglýst eftir Tudi-myndlyklum
(gömlu lyklunum) vegna lista-
verkasmíða. Lyklarnir máttu
vera bilaðir og gott verð í boði.
Undir auglýsingunni stóð
nafnið Róbert og heimasími
fylgdi með.
„Já, það hefur ekki stoppað
hjá mér síminn. Við feðgarnir
höfum skipst á að svara. Flestir
taka þessu vel“, sagði Róbert
Schmidt á Suðureyri í samtali
við blaðið.
Um kl. hálftíu á téðum laug-
ardagsmorgni þegar auglýs-
ingin birtist hringdi síminn hjá
Róbert. Hann staulaðist ný-
vaknaður fram úr til að svara
og skildi lítið í því af hverju
verið var að bjóða honum ó-
nýtan myndlykil til kaups
svona í morgunsárið. Ekki var
hann fyrr lagstur á koddann en
síminn hringdi afturog erindið
var hið sama.
Síminn var tekinn úr sam-
bandi nokkru fyrir hádegi þeg-
ar um 40 manns höfðu hringt.
Síðar um daginn var honum
stungið í samband aftur. Þá
byrjaði hann aftur að hringja og
linnti þvf ekki fyrr en um mið-
nætti. Sunnudagurinn var öllu
verri en þá hringdu um 20
manns á klukkutíma þann tíma
sem síminn var í sambandi.
Næsta vika öll var slæm og
hálfum mánuði síðar er enn
verið að hringja í Róbert og
bjóða honum myndlykla.
Skýringin kom í ljós sama
dag og auglýsingin birtist. Elías
Guðmundsson á Suðureyri
kom þá í heimsókn til Róberts
með gamlan Tudi-myndlykil
og færði honum að gjöf til
staðfestingar því, hver hefði
gert honum grikkinn. Elías og
fleiri vinir Róberts höfðu sett
auglýsinguna í blaðið. Róbert
hefur stundum verið óspar á
alls kyns stríðni og hrekki í
garð vina sinna gegnum árin og
nú fékk hann það til baka með
vöxtum.
„Mér finnst þetta ágætur og
vel heppnaður hrekkur“, segir
Róbert Schmidt, „því að margir
eiga um þessar mundir ónýta og
úrelta myndlykla sem gott væri
að losna við fyrir einhvern
pening. Ég hefði glaður gert
einhverjum öðrum þetta hefði
mér bara dottið það í hug sjálf-
um. En þeir höfðu betur í þetta
sinn, bölvaðir. Þeir vita að ég er
vanur að borga fyrir mig. Minn
tími mun koma, eins og nú er
sagt.“
Alls hringdu um 200 manns
í Róbert út af þessari auglýs-
ingu, fyrir utan þá sem hafa
hringt á meðan síminn var ekki
í sambandi og síðan ekki reynt
til þrautar. „Jú, ég verð að við-
urkenna að ég er orðinn dálítið
þreyttur á því að þylja sömu
rulluna aftur og aftur í simann,
en þetta hlýtur að taka enda eins
og allt annað til tilverunni, bæði
gott og illt. Strákamir heim-
sóttu mig þarna um kvöldið og
héldu mér gleðskap og fengu að
hlusta á þegar ég var að svara í
símann. Þeir grétu af hlátri,
bölvaðir. Já, svona er lífið“,
sagði Róbert Schmidt.
Og nú hefur DV sett Tudy-
myndbandslykla á svartan lista
ásamt fótanuddtækjunum og
Sodastream-tækjunum frægu.
Hvað ætli verði næst? Kannski
lórantækin sem GPS er búið að
ryðja úr vegi?
Fasteignamiðlun
Sigurður Óskarsson
lögg. fasteigna- og skipa-
sali
Suðurlandsbraut 16,
108 Reykjavík
ÍBÚÐAKAUP Á
REYKJAVÍKURSVÆÐINU
Kaupendaþjónusta okkar
aðstoðar íbúðakaupendur
af landsbyggðinni, þeim að
kostnaðarlausu, við að
finna og kaupa eignirá
Reykjavíkursvæðinu.
Hringið og kynnið hug-
myndirykkar og óskir og
við hefjumst samdægurs
handa.
Sími 91-880150
Fax 91-880140