Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Side 12

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Side 12
LOKAÐ vegna breytinga frá laugardeginum 11. mars til miðvikudagsins 22. mars. RÝMINGARSALA verður á 2. hæð Bókhlöðunnar -»,,„„»,7-™ SPQRTHLADAN I FRÉTTABLAÐIÐ j RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI94-4011 • FAX 94-5225 Ákveðið hefur verið að bjóða fram lista í Vestfjarðaum- dæmi undir nafninu Vestfjarðalistinn og listabókstafnum M til Alþingiskosninganna í vor. Listinn er þannig skipaður: 1. Pétur Bjarnason, fræðslustjóri, ísafirði. 2. Stefán Gíslason, sveitarstjóri, Hólmavík. 3. Konráð Eggertsson, form. fél. hrefnuveiðimanna, (safirði. 4. Védís Thoroddsen, fiskverkakona, Bíldudal. 5. Inga Ósk Jónsdóttir, rekstrarfræðingur, ísafirði. 6. Jensína Kristjánsdóttir, bankastarfsmaður, Patreksfírði. 7. Hjördís Hjartardóttir, grunnskólakennari, Isafirði. 8. Gunnþóra Önundardóttir, leiðbeinandi, Reykjanesi. 9. Gunnar Pétursson, landpóstur, ísafirði. 10. Guðmundur Hagalínsson, bóndi, Hrauni, Ingjaldssandi. Kosningaskrifstofa Vestfjarðalistans er að Fjarðar- stræti 22 á ísafirði, símar 5344 og 5342. ingur í raöir BÍ Páli Ólafsson markvörður (í markmannsbúningi KR-inga). Knattspyrnudeild BÍ hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir kom- andi sumar. Markmaðurinn Páll Ólafsson, sem leikið hefur í unglingalandsliðum íslands, bæði í knattspyrnu og hand- bolta, mun standa á milli stanganna hjá BÍ. Jafnframt mun Páll sjá um alla markmannsþjálfun hjá félaginu og verður fróðlegt að sjá hvort markmannshæfileikum stráka af yngri kynslóðinni fleytir ekki fram. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir liðið, sem skipað verður ungu strákunum sem eru að koma upp hjá félaginu ásamt þeim eldri strákum sem halda áfram. Meistaraflokkurinn hefur misst marga leikmenn sem voru í fyrra, en einmitt þess vegna hefur verið tekin sú stefna að treysta yngri mönnunum fyrir því verkefni sem framundan er í sumar. Kröfurnar eru og verða þær sömu hjá félaginu, að komast upp í 2. deildina, en einmitt þess vegna eiga þessir ungu leikmenn skilið að finna fyrir stuðningi allra sem fylgjast með íþróttum hér á isafirði. Þetta verður erfitt en skemmtilegt verkefni, sem framundan er. Boltafélag ísafjarðar, knattspyrnudeild. Neyðarnúmer slökkviliðs, lögreglu og sjúkraliðs á Isafirði Lokasprettuninn eftir í Vestfjarðagöngum: Ráðherrasprenging um aðra helgi - Eftir er að sprengja um 80 metra haft í Breiðadalsgöngunum og verið að klára lagningu á frárennsliskerfi í Botnsdalsleggnum Nú er aðeins eftir að sprengja um 80 metra haft í þeim hluta Vestfjarðaganganna sem liggur undir Breiðadals- heiðina. Að sögn Björns Har- ðarsonar eftirlitsmanns, þá er ekki endanlega búið að dagse- tja síðustu sprenginguna, en fastlega er búist við að hún verði um aðra helgi. Þá verður trúlega mikið húllumhæ í göngunum að viðstöddum samgönguráðhema og fleiri góðum gestum. Greiðlega hefur gengið að bora síðustu daga þrátt fyrir að eitthvað sé um vatnsleka í berginu. Sá leki hefur þó ekki valdið neinum vandkvæðum. Þegar hætt var borunum frá Breiðadal í nóvember, þá var farið að bera á vatni í göng- unum, en Björn telur þó að á þeim kafla sem eftir er verði það vart til mikilla vandræða þó búast megi við einhverju vatni. í Botnsdalsgöngunum hefur verið unnið við að ganga frá frárennslislögnum og verður því verki lokið að mestu í næstu viku. Þá verður vegurinn í gegnum göngin lagfærður og til hagsbóta fyrir þá sem um göngin þurfa að fara. Töluverð umferð hefur verið um göngin frá Súgandafirði. Segir Bjöm að það fari að jafnaði um 80 bflar um göngin þá virka daga sem opið er. Á laugardögum er aðeins opið í tvo tíma og fara þá um 40 bflar um göngin. - hk. Gríðarlegt fannfergi á Suðureyri — texti og myndir: Róbert Schmidt — Skaflarnir á Suðureyri eru víða 3-6 metrar og sums staðar hærri. Menn segja að þetta sé farið að nálgast það mesta sem snjóað hefur á Suðureyri, svo að menn viti. Hér má sjá húsið að Eyrargötu 7. Mikið hefur snjóað á Suður- eyri í janúar og febrúar. Sumir segja að þetta sé farið að nálg- ast það mesta sem þar hefur snjóað í manna minnum. Skaflarnir eru víða 3-6 metrar en þó er fönnin mest við verbúð Fiskiðjunnar Freyju hf. Þar má ætla að snjórinn nái allt að 8 metrum á þykkt. Nokkrir björgunarsveitarmenn hafa mokað fólk út úr húsum sínum eftir snjóþunga daga. Dæmi eru þess að fólk hafi þurft að fara út um glugga á efri hæð og sumir út af svölum. Mokst- urstæki Suðureyrarhrepps hafa verið í notkun nær sleitulaust frá áramótum og hafa staðið sig prýðilega við moksturinn. Margar bifreiðir eru á kafi undir fönn og hafa eigendur Séð út Aðalgötuna. þeirra flaggað eftir bestu getu einhverjum metrum ofar þar sem þeir telja að bflarnir séu undir. Súgfirðingar eru blessunar- lega lausir við snjóflóðahættu í firðinum, að undanskildu fjallinu handan fjarðarins gegnt þorpinu, upp af Norður- eyri, en þar er nú engin byggð. Þar koma stundum stór snjó- flóð niður Norðureyrargil og valda flóðbylgjum á firðinum. Þar hafa stundum gengið á land á Suðureyri og valdið tjóni. Búið er að gera traustan grjót- garð við neðstu byggðir þannig að ekki er mikil hætta á því að sjór geti flætt þar yfir. Mikill snjór er við varnargarðinn og gerir hann hærri og öflugri. Verbúð Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri. Þar hefur safnast ótrúlega mikill snjór. Hér er búið að gera göng að útidyrum, en fyrr um morguninn þurftu börn og fullorðnir að fara út um svaladyrnar á efri hæð til þess að komast leiðar sinnar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.