Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLASIÐ i Meistaramót Golfklúbbs ísafjarðar 1995 Sigurður Samúelsson sigraði örugglega - opið mót Vestfirska fréttablaðsins um næstu helgi Sigurður Samúelsson sigraði á Meistaramóti Golf- klúbbs ísafjarðar, sem háð var á golfvellinum í Tungudal frá sl. fimmtudegi til sunnudags eða dagana 29. júní til 2. júlí. í karlaflokkunum þremur voru leiknar 18 holur á dag i fjóra daga eða alls 72 holur. í unglingaflokki og kvennaflokki voru leiknar samtals 36 holur á tveimur dögum. Mótsstjóri var Samúel Grímsson. Efstu menn í einstökum flokkum urðu þessir (högg án forgjafar): 1. flokkur karla (72 holur): 1. Sigurður Samúelsson 335 2. Gylfi Sigurðsson 341 3. Kristinn Kristjánsson 347 2. flokkur karla (72 holur): 1. Baldur Geirmundsson 379 2. Ólafur Sveinbjörnsson 386 3. Pétur Bjarnason 400 3. flokkur karla (72 holur): 1. Ingi Magnfreðsson 389 2. Tryggvi Guðmundsson 403 3. Hreinn Pálsson 412 Unglingaflokkur (36 holur): 1. Jóhann G.Jóhannsson 193 2. Friðrik Ómarsson 223 3. Jón Einar Pétursson 251 í kvennaflokki var aðeins einn keppandi, Margrét K. Guðnadóttir, og fór hún 36 holurnar á 207 höggum. Opið mót Vestfirska fréttablaðsins um næstu helgi Næsta mót hjá Golfklúbbi ísafjarðar verður á laugardag og sunnudag (8. og 9. júlí). Það er opið mót Vestfirska fréttablaðsins og verða leiknar 36 holur með og án for- gjafar. Mótið hefst kl. 9 á laugardagsmorgun og fer þá skráning fram. Verðlaunahafar í 1. flokki. Frá vinstri Gylfi Sigurðsson, Sigurður Samúelsson, meistari Golfklúbbs ísafjarðar 1995, og Kristinn Kristjánsson. Verðlaunahafar í 2. flokki. Frá vinstri Ólafur Sveinbjörnsson, Baldur Geirmundsson sem sigraði í flokknum, og Pétur Bjarnason. Verðlaunahafar í 3. flokki. Frá vinstri Tryggvi Guðmundsson, Ingi Magnfreösson sem sigraði í flokknum, og Hreinn Pálsson. Verðlaunahafar í unglingaflokki. Frá vinstri Friðrik Ómarsson, Jóhann G. Jóhannsson sem sigraði í flokknum, og Jón Einar Pétursson. Miðvikudagur 5. júlí 1995 3 Vanræksla ísafjarðarkaupstaðar á lögboðinni grenjavinnslu: Búnaðarfélag Nauteyrarhrepps mótmælir harðlega - Vítavert og fyrir neðan allar hellur, segir Indriði á Skjaldfönn í síðasta blaði Vestfirska var fjallað um urg í bændum vegna þess að Isafjarðarkaupstaður sinni ekki grenjavinnslu á yfir- ráðasvæðum sínum. Þau land- svæði eru gríðarlega vfðáttu- mikil eftir að Snæfjallahreppur hinn forni bættist við í fyrra, þ.e. frá Snæfjallaströnd við Djúp, um Jökulfjörður og yfir á Strandir. A aðalfundi Búnaðarfélags Nauteyrarhrepps fyrir helgina var fjallað um þetta mál og eft- irfarandi mótmæli og áskorun samþykkt: „Aðalfundur Búnaðarfélags Nauteyrarhrepps, haldinn 28. júní, mótmœlir því harðlega semfyrir liggur, að Isafjarðar- kaupstaður muni ekki œtla að sinna lögboðinni grenjavinnslu á sínu umráðasvœði, sem eru hinir fornu Eyrar-, Snœfjalla-, Grunnavíkur- og Sléttuhrepp- ar. Fundurinn skorar á veiði- stjóra að taka málið nú þegar til meðferðar samkvœmt gild- andi Iögum. “ í samtali við Vestfirska fréttablaðið um þetta efni var Indriði bóndi Aðalsteinsson á Skjaldfönn ómyrkur í máli. Býlið Skjaldfönn er í hinum gamla Nauteyrarhreppi, sem nú hefur verið sameinaður Hólmavíkurhreppi, en þar skammt utar eru mörk hins gamla Snæfjallahrepps, sem nú er lögsagnarumdæmi Isafjarð- arkaupstaðar. Indriði sagði: „Eg er búsettur í næsta nágrenni við hina nýju lögsögu Isafjarðar, þ.e. Snæfjallahrepp hinn forna, og sem sauðfjárbónda langar mig til að gagnrýna þetta framferði Isafjarðarkaupstaðar. Það er al- veg fyrir neðan allar hellur. Frést hefur af því á undanförn- um árum, að lítið eða nánast ekkert hafi verið sinnt grenja- vinnslu í bæjarlandi Ísaíjarðar. Flugvallarstarfsmenn á Isafirði hafa sjálfir orðið að fá Jón Oddsson til þess að hafa hemil á tófu svo að hún spilli ekki æðarvarpinu við flugvöllinn. Þetta ástand kann reyndar að hafa haft áhrif á ýmsa hér þegar sameiningarmálin voru á döf- inni. Þetta þótti ekki gæfulegt framferði hjá Isatjarðarkaup- stað.“ Segjast ekki geta risið undir kostnaði... „Enda kusum við aðra leið og ákváðum að sameinast frek- ar Hólmavíkurhreppi. Snæ- fjallahreppur gerði það hins vegar ekki og gat það raunar ekki. I sameiningarsamningum í fyrravor lögðu fulltrúar Snæfjallahrepps ríka áherslu á það, og það er skjalfest, að grenjavinnsla yrði framvegis með hefðbundnum hætti eins og verið hefði, en þeir hafa staðið mjög vei að þeim málum á liðnum árum, þótt þeir væru fáir. Það hlýtur að teljast fyrir neðan allar hellur, að forráða- menn höfuðstaðar Vestfjarða, bæjarfélags sem telur hálft fjórða þúsund manns, skuli leyfa sér að segjast ekki geta risið undir kostnaði við að halda uppi svipaðri grenja- vinnslu í Snæfjallahreppi hin- um forna eins og tóif íbúar gátu áður.“ Vargurinn flæðir inn í næstu sveitarfélög „Það segir sig sjálft, að þetta er vítavert framferði gagnvart öðrum sveitarfélögum, því að þessi vargur flæðir að sjálf- sögðu inn í sveitarféiögin sem að liggja. Þetta er hreinlega tii stórskammar og ég vona að forráðamenn Isfirðinga sjái að sér í þessu efni og það hið fyrsta. Einhver náttúruverndarsjón- armið kunna að vera að þvælast fyrir einhverjum í þessum mál- um, ég veit það ekki. En það er alger misskilningur að halda að tófan sé í einhverri útrýming- arhættu, þó að reynt sé að halda stofninum í skefjum f svipuð- um mæli og verið hefur.“ Mófuglinn hverfur „Það vita hins vegar allir, sem eitthvað hafa kynnt sér málið, að allur inófugi hverfur nánast undir eins og tófan fær að leika lausum hala. Hún er svo gríðarlega þurftarfrek á vorin þegar hún þarf að fóðra yrðlingana. Að ekki sé minnst á æðarvarp, sem allt er í voða út af tófunni. Þetta er bæði lögbrot og ó- réttlætanlegt og ég vona að menn sjái að sér sem fyrst, sem þessu ráða", sagði Indriði á Skjaldfönn. NU FAST AFTUR ALVÖRU PIZZUR í BÆNUM ALLIR SEM PANTA Pizzu frá pizza 67 fá 100 kr. afslátt af hverjum bíómiða PIZZA 67 / SJALLANUM Á ÍSAFIRDI V Ef þú pantar pizzu frá PIZZA 67 gætir þú unnið boðsmiða á metaðsóknar- myndina Batman að eilífu sem verður sýnd á ísafirði í ágúst v r, ; Jhn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.