Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Side 4

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Side 4
VESTFIRSKA 4 Miðvikudagur 5. júlí 1995 --------- \ TTRÉTTAB laðið I FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaöið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími 456 4011, fax 456 5225. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í síma 456 3223 (ísprent). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, hs. 456 4446. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Fjarðarstræti 16, ísafirði. Prentvinnsla: Isprent hf., Fjarðarstræti 16, ísafirði, sími 456 3223. LEIÐARI Hskimaðurinn Á Kaupfélagsplaninu í miðbæ ísafjarðar stendur rauður skúffubíll og hjá honum rosk- inn maður að selja fisk. Margir þeirra sem leið eiga hjá nema staðar, spjalla um landsins gagn og nauðsynjar, bæði við fisksalann og hver við annan, og sumir kaupa í soðið. Hvergi verður einfaldleikinn tærari en hér. Þessi maður rær til fiskjar einn á báti og gerir að aflanum jafnóðum. Síðan heldur hann til lands á ný og selur vegfarendum í matinn. Út í hönd. Ekkert útgerðarfélag. Ekkertfrystihús. Engin afurðalán. Dálítil slorlykt af peningunum sem kaupendur fá til baka. Nafnið á fiskimanninum gildir í sjálfu sér einu. í þessu tilviki heitir hann raunar Eyjólfur Guðmundur Ólafsson. Hann hefur verið til í öllum byggðum heimsins. Hann reri út á Genesaretvatn með netstubb fyrir tvö þúsund árum og rauði bíllinn var þá handvagn eða kerra. Og hann er enn að. En hann er ekki nema einn eftir á ísafirði núna. Öldin okkar er senn á enda runnin. Samfé- lagið breytist hraðar en nokkru sinni fyrr. Hversdagslegustu hlutir í daglegu lífi eru úr- eltir og gleymdir fyrr en varir. Orðin sem við notum, hugtökin, hugsunarhátturinn, fara sömu leið. Þó að fiskimaðurinn og fisksalinn Eyjólfur Guðmundur Ólafsson sé ekki meðal skráðra gripa á Byggðasafni Vestfjarða, þá er hann merkilegur ekki síður en þeir. Hann er fulltrúi fyrri tíma í útgerð og verslun. Góðra tíma, að ýmsu leyti. Það má segja að hann sé lifandi safngripur, til sýnis á besta stað í bænum. Kemur nokkur í staðinn þegar Eyjólfur Guð- mundur Ólafsson og hans líkar hverfa af Kaupfélagsplönum veraldarinnar? Verður þá nokkurs staðar hægt að fá í soðið nema í dauðum og kuldalegum kæliborðum stór- markaða? Hlynur Þór Magnússon. ÍSAFJARÐARLEIÐ VORUFLUTNINGAR Aðalstræti 7 • ísafirðþ S 94-4107 S 985-31830 © 985-25342, /iT\ £5 ’/'Æm Athugasemd frá Georg Georgiou vegna neikvæðrar umræðu um PIZZU 67: Framleiðsluleyfi á ísafirði í nafni Pizza 67 fellt niður - Samningar gerOir við nýjan aðila um pizzulramleiðslu á staðnum Georg Georgiou hjá Pizza 67 í Reykjavík hafði sam- band við Vestfirska frétta- blaðið og óskaði eftir að koma á framfæri athuga- semdum vegna neikvæðra sögusagna sem væru á kreiki á Isafirði um Pizzu 67. Samskipti okkar hjá Pizza 67 í Reykjavík og aðila sem rekið hafi veitingastað undir sama nafni á Isafirði byrjuðu fyrir rúmu ári síðan. Þá fór framleiðslan á pizzum á fsa- firði nokkuð vel af stað. Pizzurnar voru með réttri ímynd, og gerðar samkvæmt þeim kröfum sem Pizza 67 setti öllum þeim stöðum sem fram- leiddu pizzur undir okkar merki. Hinsvegar þá fór að halla á gæði og þjónustu þegar líða tók á árið. Það fór að gerast ítrekað að kvartanir kornu suður vegna framleiðslunnar. Þá var gripið til þess ráðs að senda mann vestur til þess að halda þessum málum í lagi, þ.e. að notað væri rétt hráefni, réttar bakstursaðferðir og nóg af hráefni. Af einhverjum ástæð- um þá hafa rekstraraðilar á ísafirði reynst gjörsamlega óviljugir til þess að nota þessi viðurkenndu hráefni sem nauðsynleg eru til að halda svona keðju gangandi með sömu gæðum og með sömu stöðlum. Áður hafði komið upp smá ágreiningur sem verður til þess að þeir hættu að borga leigugreiðslur til okkar fyrir afnot af nafninu og það hafa þeir ekki gert síðan í ágúst í fyrra. Allt þetta veldur jiví að rekstaraðilar Pizzu 67 á ísafirði missa réttinn til að nota nafn- ið. Frá 22. maí sl. hafa þeir ekki haft leyfi til að nota nafnið Pizza 67 í sínum rekstri. Það er ítrekað búið að reyna að fá þá með góðu til að fjar- lægja hjá sér skilti og önnur einkenni Pizza 67, en þeir hafa ekki fengist til þess. Við erum búnir að sýna mikla þolinmæði í þessu máli, sem er nú orðið virkilega leiðinlegt og komið í lögfræðing. Mér skilst að þessi rekstrar- aðili á ísafirði hafi gengið um allan bæ og talað mjög illa um okkur og þetta merki. Það er ekki nóg með að það sé búið að gera okkur illt með slæmum gæðum og slæmri þjónustu, heldur er líka verið að gera það á þennan hátt. Við erum mjög strangir á gæðum og það er mjög mikil- vægt fyrir keðjuna. Það á að vera sama hvort fólk verslar pizzu frá okkur í Reykjavík, Akureyri eða á Isafirði, hún á alltaf að vera með sömu gæðum. Þá hafa umræddir rekstrar- aðilar á Isafirði ekki rétt til að leyfa öðrum aðilum á Vest- fjörðum að framleiða pizzur undir okkar nafni eins og gert var á Suðureyri og á Flateyri. Við höfum verið í viðræðum við annan aðila á Isafirði undanfarið og erum að gera samninga við hann. Þá gerum við fastlega ráð fyrir að Isfir- ðingar geti aftur keypt Pizza 67 pizzur eins og þær eiga að vera og með góðri þjónustu. Hvers vegna hætti ég með PIZZA 67? - Arni B. Úlafsson veítingamaðun skrifan Eftir að hafa rekið veitinga- stað um nokkurt skeið undir nafni PIZZA 67 voru farnar að renna á mig tvær grímur vegna þeirrar upphæðar sem fyrirtæki mitt, Arna Ásberg hf., þurfti að inna af hendi í leigu fyrir nafnið og taldi ég að sú upphæð væri of há. Mér fannst of mikið að borga kr. 1.195.000 (nærfellt eina milljón og tvö hundruð þúsund) á ári fyrirþví sem næst ekki neitt. Ég setti mig í samband við eigendur nafnsins og vildi fá lækkun, og til að gera langt mál stutt, þá tókust þeir samningar ekki. Bréf þess efnis að ég segði upp samningi við PIZZA 67 var skrifað seinni part nóv- ember á síðasta ári og var upp- sagnarfrestur okkar samkvæmt samningi 6 mánuðir. Þess ber þó að geta, að á meðan upp- sagnarfrestur okkar rann út stóðu þreifingar áfram og kom það í raun og veru ekki í ljós fyrr en á síðustu dögum tíma- bilsins að úr samningum yrði ekki. Hvað varðar sögusagnir þess efnis að ekki hafi verið unnið samkvæmt stöðlum PIZZA 67, er því vísað til föðurhúsanna, því við höfum alla tíð unnið samkvæmt stöðlum og hefur það reyndar komið upp að okkur hafi ekki verið bornar fréttir þess efnis að stöðlum hafi verið breytt í höfuðstöðv- um PIZZA 67 í Reykjavík. Hugsanleg er þó ein undan- tekning, en við höfum sam- kvæmt beiðni yfirgnæfandi meirihluta viðskiptavina okkar notað aðra tegund af pepperoni Árni B. Ólafsson. en PIZZA 67 vildi skikka okkur til. Þrátt fyrir það sem á undan er gengið ber ég engan kala til þeirra sem að nafninu standa og óska nýjum rétthafa PIZZA 67 á Isafirði góðs gengis, því það gerir viðskiptavinum okkar ekkert nema gott að um sam- keppni sé að ræða eins og í öðrum viðskiptagreinum. Hvers vegna nýtt vöru- merki? Til að byrja með, þá er nokkuð ljóst að upphæðirnar sem mér var ætlað að borga á rnánuði í leigu fyrir nafnið eru allt of háar. Ég taldi að með þeim peningum gæti ég búið til vestfirskt vörumerki í pizzum þar sem ég réði stöðlum sjálfur, því ekkert er jú svo gott að ekki megi gera betur. Einnig finnst mér réttara að halda peningun- um innan sveitar. Kjaftagangur... Eins og alltaf þegar svona á sér stað koma upp allskyns kjaftasögur, sem eru flestar þess eðlis að þær eru varla svara verðar. Þó vil ég varpa fram nokkrum seinni pörtum og þekki nú hver spurninguna: - Við notum eingöngu fyrsta flokks hráefni. - Við eigum ekkert sökótt við Steinþór Friðriksson. - Nafn PIZZA 67 var ekki tekið af okkur, heldur sögðum við því upp 22. nóv. 1994. - Við höfum selt Flateyri og Suðureyri hráefni, en ekki undir nafni PIZZA 67. Vestfirsk pizza undir gæðaeftirliti viðskiptavinanna I lokin má benda á, að það er ætlun okkar að þróa vest- firska pizzu undir beinu gæða- eftirliti viðskiptavina okkar, en ekki að vera undir aðra settir hvað varðar staðla og hráefn- iskaup. Einnig verður það yf- irlýst markmið okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að hér verði heiðarleg samkeppni, við- skiptavinum okkar til hags- bóta. ísafirði, 4. júlí 1995. F.h. Örnu Ásberg hf. Ámi B. Ólafsson. SIMI0KKAR ER 688888 M&ÁUijfam'M&nA'Scm'jbip' KuUáA'. GEYSIR Sf/s, i HvítasunnukiPkjan Fiölshilclusamkoma á sunnudae kl. 11.00 - bamapössun meðan á samkomunni stendur Samkoma á sunnudae kl. 20.00 - í umsjón unga fólksins Fjarðarstræti 24, 400 ísafjörður

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.