Vestfirska fréttablaðið - 22.11.1995, Síða 3
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ L
Miðvikudagur 22. nóvember 1995
Brids:
ísafjanðarmótinu í tví-
menningi lýkur í kvöld
Nú er lokið þremur kvöldum af fjórum á jöfnu og
spennandi ísafjarðarmóti í tvímenningi 1995, en úr-
slitin ráðast í kvöld á veitingastaðnum Á Eyrinni.
Staðan eftir þrjú kvöld er þessi (fimm efstu pör, sem
öll eiga möguleika á sigri):
1. Magnús - Guðmundur 293
2. Arnar Geir - Einar Valur 291
3. Sigurður - Finnur 281
4. Óskar - Esra 281
5. Júlíus - Georg 274
ISAFJÖRÐUR
Almennur borgarafundur
um sameiningarmálin
Almennur borgarafundur um fyrir-
hugaða sameiningu á norðanverðum
Vestfjörðum verður haldinn í Stjórn-
sýsluhúsinu á ísafirði, 4. hæð, sunnu-
daginn 26. nóvember 1995 og hefst kl.
16.00.
Frummælendur verða bæjarfulltrúarn-
ir og samstarfsnefndarmennirnir
Smári Haraldsson og Þorsteinn Jó-
hannesson.
Að loknum framsöguerindum verða
almennar umræður og fyrirspurnir.
Fundarstjóri verður Magnús Reynir
Guðmundsson.
ísfirðingar eru hvattir til að koma á
fundinn.
Bæjarstjórn ísafjarðar.
lil hamingju, Vestfirska
- eftir Elmu Guömundsdóttur, formann
Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða
Vestfirska fréttablaðið, sem gefið er út á ísafirði, átti 20 ára af-
mæli í byrjun þessa mánaðar. Stofnandi blaðsins var Árni Sig-
urðsson prentari og var hann útgefandi þess fyrsta áratuginn eða
svo. Vestfirska fréttablaðið er með eldri óháðum bæjar- og hér-
aðsfréttablöðum landsins og er efni þess fjölbreytt og vinnsla þess
og frágangur allur til fyrirmyndar. Vestfirðingum er fengur að slíku
blaði, sem og öðrum þeim landsmönnum sem eiga sér bæjar- og
héraðsfréttablað. Útgáfa bæjar- og héraðsfréttablaða á íslandi er
ekki auðveld, þó svo að um 50.000 slík eintök komi fyrir sjónir
landsmanna í viku hverri. Oftar en ekki hefur slíkri útgáfu verið
komið af stað af hugsjón einni saman og hæfilega mikið af bjartsýni
verið með í farteskinu. Svo hygg ég að hafi verið með Vestfirska
fréttablaðið.
Útgáfa bæjár- og héraðsfréttablaða er mikið þjóðþrifamál. í
þeim birtast fréttir og frásagnir sem að öllu jöfnu birtast ekki í öðrum
fjölmiðlum og þessi blöð eru upp til hópa merkustu heimildir og
jafnvel vafasamt að hægt væri að rita sögu ýmissa staða án þess
að þeirra nyti við.
A fyrstu árum Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða einbeittu
þau sér að því að ná meira jafnrétti gagnvart „stóru“ fjölmiðlunum,
t.d. í auglýsingum og áskriftum frá hinu opinbera. Sú barátta var
árangurslítil. Nú í nokkur ár hafa stjórnvöld ekki séð ástæðu til að
kaupa bæjar- og héraðsfréttablöðin. Það var á sínum tíma liður í
sparnaðaráætlun þáverandi ríkisstjórnar að segja upp áskrift sinni
að einu eintaki af hverju þessara blaða. Þessu fögnuðu forsvars-
menn blaðanna á sínum tíma og hvöttu til að skrefið yrði stigið til
fulls og öllum fjölmiðlaáskriftum yrði sagt upp; þar með sætu allir
fjölmiðlar við sama borð. Þessi samþykkt samtakanna hefur ekki
náð fram að ganga.
Það ætti að vera metnaðarmál íbúa hvers bæjarfélags að hlúa
að þeim blöðum sem gefin eru út í þeirra bæjarfélögum og ekki
síður ætti það að vera metnaðarmál viðkomandi sveitarstjórnar að
gera það sama. Bæjar- og héraðsfréttablöðin eru besti og ódýrasti
auglýsingamiðill hvers bæjarfélags og hvergi safnast á spjöld
sögunnar meiri staðbundinn fróðleikur en þar.
Ég óska Vestfirska fréttablaðinu til hamingju með áratugina tvo
og óska þeim alls hins besta um ókomin ár.
Elma Guðmundsdóttir,
formaður Samtak bæjar- og héraðsfréttabtaða.
Gísli Hjartarson skrifar:
Ég er ennþa fúll og á móti
- svar til bæjarstjórans á ísafirði
Lágfleygt þótti mér svar
bæjarstjórans áísafirði í síðasta
tbl. Vestfirska við grein minni
um valdhroka meirihluta bæj-
arstjórnar Isafjarðar, sem birtist
í sama blaði viku fyrr. I fyrsta
lagi á ég erfitt með að skilja
hvers vegna hann (bæjarstjór-
inn) er að óhreinka sig með því
að taka þátt í pólitískum deilum
milli minnihlutans og meiri-
hlutans í bæjarstjórninni.
Ef mig misminnir ekki, var
Kristján Þór Júlíusson ráðinn
með níu samhljóða atkvæðum
bæjarfulltrúa allra flokkanna
skömmu eftir bæjarstjórnar-
kosningarnar í fyrravor. Það
þýðir einfaldlega að alger sam-
staða var um ráðningu hans,
líka í minnihluta bæjarstjórnar.
Þess vegna hélt ég í einfeldni
minni að Kristján Þór væri
bæjarstjóri allra bæjarbúa, líka
krata, komma og Kvennalista,
en ekki bara sjálfstæðis- og
framsóknarmanna, sem beita
honum fyrir sig eins og skildi til
að verja mistök sín í meirihlut-
anum.
Hvers vegna verja þessir
fimm bæjarfulltrúar, sem skipa
meirihlutann, sig ekki sjálfir
þegar einhverjum dettur í hug
að gagnrýna störf þeirra? Það
hlýtur að stafa af þvf að bæjar-
stjórinn núverandi lítur á sjálf-
an sig sem pólitískan bæjar-
stjóra,
þrátt fyrir að hann hafi
hvergi verið í kjöri í sjálfum
bæjarstjórnarkosningunum.
Gísli Hjartarson.
Tveir fyrrverandi bæjarstjór-
ar voru hins vegar í kjöri á
framboðslistum við kosning-
arnar 1990, þeir Haraldur L.
Haraldsson og Smári Haralds-
son. Engan undraði því að þeir
væru pólitískir bæjarstjórar og
svöruðu fyrir bæjarfulltrúana í
meirihlutunum þáverandi.
I öðru lagi er svargrein bæj-
arstjórans ekki efnislegt og
málefnalegt svar við gagnrýni
minni um valdhroka meirihlut-
ans, heldur ásakanir vegna þess
að fyrr í haust leyfði ég mér að
hafa skoðun á innflutningi 25
flóttamanna frá Bosníu til Isa-
fjarðar. Taldi ég að bæjarstjórn
ætti fremur að huga að hús-
næðislausum Isfirðingum en
erlendum flóttamönnum varð-
andi útvegun húsnæðis. Sér-
staklega var tekið fram að sú
skoðun mín byggðist ekki á
kynþáttafordómum eða útlend-
ingahatri, heldur einungis um-
hyggju fyrir okkar minnstu
bræðrum og systrum sem undir
hafa orðið í lífsbaráttunni hér í
sínum heimabæ.
Það sem mesta athygli mína
vakti í svargreininni var það að
bæjarstjórinn treystir sér ekki
til þess að lýsa skoðun sinnni á
persónu minni sjálfur, heldur
vitnar hann orðrétt í skrif
Smára Haraldssonar, fyrrver-
andi bæjarstjóra, í Vestfirska í
byrjun árs 1994. Þá stóðu fyrir
dyrum bæjarstjórnarkosningar
og vorum við Smári reyndar
báðir í framboði við þær kosn-
ingar, hann fyrir komma, ég
fyrir krata. Sendingin frá
Smára, frænda mínum og vini,
var því fyrst og fremst pólitísk
og þykir slíkt ekki tiltökumál
hér um slóðir.
Menn í stöðu bæjarstjóra
hljóta fyrr eða síðar að fá á sig
gagnrýni. Mig minnir að Krist-
ján Þór hafi verið tekinn á
beinið í leiðara DV fyrir
skömmu og þar fullyrt að hann
hafi sagt upp áskrift að Vest-
firska fréttablaðinu vegna þess
að honum líkaði ekki umfjöllun
blaðsins!! Eg hef hvergi séð
bæjarstjórann svara fyrir þau
skrif og önnur skrif um hann og
bæjarstjórn f fjölmiðlum lands-
ins undanfarnar vikur. Það er
einungis Skutulsritstjórinn sem
fær það óþvegið frá honum. En
ég hef bak til að bera það.
Varðandi þá fullyrðingu
Kristjáns Þórs að það séu
„stórtíðindi í pólitískri sögu
Isafjarðar“ að Skutulsritstjór-
inn skuli ekki vara hræddur við
núverandi meirihluta bæjar-
stjórnar, er rétt að taka fram að
töluverðan kjark þarf til að
gagnrýna meirihlutann. Hinn
almenni borgari leggur ekki í
það vegna þess valdhroka sem
sýndur hefur verið það sem af
er þessu kjörtímabili. Þó hefur
svolítið borið á gagnrýni nú
undanfarnar vikur, t.d. frá
starfsmönnum sorpbrennslunn-
ar Funa, sem bæjarstjórinn rak
eftir að snjóflóð eyðilagði
stöðina. Kristján Þór varð þó að
lúta svo lágt að þurfa að biðja
forstöðumann Funa afsökunar
á því að hafa sagt honum upp,
því uppsögnin stóðst ekki lög.
Ég vil gefa Kristjáni Þór þau
heilræði, ef hann vill þiggjaþau
frá mér, að láta bæjarfulltrúana
svara fy rir sig sjálfa þegar þurfa
þykir, en ekki geysast fram í
ritvöllinn sjálfur og taka á sig
gerðir þeirra. Það eru nefnilega
þeir sem taka póltísku ákvarð-
anirnar sem hann verður að
framfylgja sem framkvæmda-
stjóri bæjarfélagsins, hvort sem
honum líkar betur eða verr.
Höfundur er varabrejarfulltrúi
Alþýðuflokksins og ritstjóri
Skutuls, málgagns jafnaðar-
manna á Vestfjörðum.
Verulegur fjárhagsbati
hjá Vesturbyggð
- skuldir bæjarfélagsins lækka um 110 milljónir á þessu ári
og um tugi milljóna á næsta ári
- hlutfall rekstrarkostnaðar af skatttekjum breytist mjög til hins betra
„Sveitarfélagið er að ná sér
upp úr versta öldudalnum og
útlit fyrir að á næstu þremur
árum náum við okkur út úr
okkar verstu skuldamálum“,
sagði Gísli Ólafsson bæjarstjóri
Vesturbyggðar í samtali við
Vestfirska í gær. „Núna erum
að um það bil að fá umtalsverða
skuldaniðurfellingu í gegnum
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
vegna sameiningarinnar hér á
sínum tíma. Auk þess höfum
við selt eignir til að lækka
skuldir. Látravíkin BA var seld
og út úr henni fékk sveitar-
sjóður um 14 milljónir króna.
Okkur tókst einnig að selja
hlutabréf sem við áttum í Odda
hf. og fengum uni 10 milljónir
út úr þeim. Með öðrum að-
gerðum hefur okkur tekist að
lækka skuldir um 20 milljónir
í viðbót. Samtals lækka skuldir
bæjarfélagsins um 110 millj-
ónir á þessu ári“, sagði Gísli.
Skuldir bæjarsjóðs Vestur-
byggðar voru um 400 milljónir
skv. ársreikningi 1994 en þar
fyrir utan voru skuldir hafnar-
sjóðs upp á nærri 40 milljónir
að auki. íbúafjöldinn í Vestur-
byggð er rétt um 1400 manns.
„Hafnarsjóður skuldar bæjar-
sjóði verulegar upphæðir. Ég
geri ráð fyrir því að þær skuldir
verði gerðar upp með því að
framselja eignir frá hafnarsjóði
til sveitarfélagsins og sala
þeirra muni skila bæjarsjóði í
sölu um 30-40 milljónum til
viðbótar þeim 110 milljónum
sem áður er getið. Þar er um að
ræða verbúðir á Patreksfirði,
vöruskemmu á Patreksfirði og
hluta af stjómsýsluhúsi á
Bíldudal. Akveðnir aðilar hafa
látið í ljós áhuga sinn á því að
kaupa þessar eignir, en ég geri
ekki ráð fyrir því að það verði
fyrr en á næsta ári.“
Nú er að ljúka endurskipu-
lagningu á öllum rekstri sveit-
arfélagsins, ekki aðeins fjár-
hagslegri, heldur einnig á
bókhalds- og skrifstofukerfi
Vesturbyggðar. Endurskipu-
lagning þessi hefur verið unnin
í samvinnu við Samband sveit-
arfélaga og ráðgjafa tengda því.
Á árinu 1994 kostaði rekstur
bæjarfélagsins nærri allar
skatttekjur bæjarsjóðs eða um
98% af þeim. „Ég geri ráð fyrir
að þær aðgerðir sem við höfum
ráðist í, þ.e. fækkun starfs-
manna, uppsögn á föstum yfir-
vinnusamningum og niður-
skurður í rekstri málaflokka,
muni skila okkur þeim árangri
að rekstrarkostnaðurinn fari úr
136 milljónum á síðasta ári (af
139 milljón króna skatttekjum)
niður í 120 milljónir króna í ár
og verði að hámarki 85% af
skatttekjum. Strax á næsta ári
fer þetta svo að skila sér að
fullu og þá geri ég ráð fyrir því
að rekstrarkostnaðurinn verði
um 107 milljónir en tekjurnar
um 155 ntilljónir", sagði Gfsli
Olafsson.
Farskóli
Vestfjarða
Glerlistanámskeið
Námskeið í gerð glermynda verða um helgar
í Suðurtanga 6 á Isafirði. Það fyrsta hefst 25.
nóv. nk. Kennt verður á laugardögum kl.
9.00-17.00 og sunnudögum kl. 10.00-18.00.
Aðeins þrír nemendur komast að á hverju
námskeiði. Kennslustundireru alls, kostnaður
fyrir utan efni er kr. 10.500. Kennari er Dagný
Þrastardóttir.
Innritun er í síma 456 3540 (Rammagerð ísa-
fjarðar) og 456 4215 (Farskóla Vestfjarða).
Guðmundur Einarsson.