Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA Miðvikudagur 31. janúar 1996 FRÉTTABLAÐH) [------- 5 Færeyjaför Sr. Gunnar Björnsson skrifar Frændþjóð okkar, Færey- ingar, brugðust sem kunnugt er fljótt og vel við og komu til hjálpar, þegar snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri á síðasta ári. Þeir tóku þegar að safna fé til styrktar og samtals gáfu þeir íslendingum rúmar 55 milljón- ir króna af þessu tilefni. Þessi rausnarskapur er þeirn mun stórkostlegri, þegar þess er gætt, að Færeyingar eru aðeins um 42 þúsund talsins. Auk þess má minnast hins, að þeir hafa sjálfir átt í fjárhagserfiðleikum upp á síðkastið. Skömmu fyrir áramótin síð- ustu barst sú ósk frá Færeyjum, að sóknarprestur Flateyringa kæmi til Þórshafnar og syngi messu í dómkirkjunni þar. Var mér að sjálfsögðu meira en ljúft að verða við því. Flugum við hjónin frá Reykjavíkur- flugvelli hinn 12. janúar og lentum klukkustund og 20 mínútum síðar í Vogum, þá var klukkan 22.30. Frá flugstöð- inni var svo haldið með rútu og síðar í ferju allt til Þórshafnar. Við gistum á Hótel Hafnía í miðbæ Þórshafnar og voru móttökur þar allar með hinum mesta myndarbrag. Morguninn eftir, sem var laugardagur, hringdi til okkar framkvæmda- stjóri Skipasmiðjunnar í Þórs- höfn, Paul Mohr, einn helsti hvatamaður landssöfnunarinn- ar. Bauðst hann til þess að fara með okkur til Kirkjubæjar, sem er mesta jörð í Færeyjum, fast við sjó syðst á Straumey. Þar eru merkustu fomminjar Fær- eyinga og þar hafa verið gerðar umfangsmiklar fornleifarann- sóknir. Vitað er um þrjár kirkj- ur á staðnum frá upphafi. Þeirra er Olafskirkjan elst, en Magn- úsardómkirkjan yngst. Hún var reist að forgöngu Erlends bisk- ups, er sat í Kirkjubæ 1268- 1308, og helguð Magnúsi Eyjajarli. Sama ættin hefur setið Kirkjubæ frá því snemma á 17. öld. Heimsóttum við tvíbura- bræðurna Paul og Trónd Pat- urssyni. Paul býr búi á höfð- ingjasetrinu, en Tróndur er glerlistamaður og hefur m.a. prýtt kirkjuna í Götu á Austur- ey ægifagurri altaristöflu. Eyjarnar eru 18 talsins og er búið á öllum þeirra, utan einni, Litla-Dímon. Flatarmál þeirra er aðeins 1397 ferkílómetrar. Hvergi er lengra til sjávar en um 5 km. Færeyingar búa nær alls staðar í byggðum, en stakar bújarðir eru sárafáar. íbúar Þórshafnar eru um 10 þúsund, en aðrir fjölmennustu kaup- staðirnir eru Klakksvík, Vogur, Þvereyri, Fuglafjörður og Vestmanna. í byggðunum hef- ur ávallt farið saman búskapur og sjósókn. Sunnudaginn 14. janúar var guðsþjónusta í dómkirkjunni í Þórshöfn. Hófst athöfnin kl. 11.00. Þjónaði ég fyrir altari og prédikaði, en sr. Inga Poulsen Dam skírði þrjú börn og þjón- aði fyrir altari eftir prédikun. Ágústa Ágústsdóttir, söngkona í Holti, flutti stólversið „Panis Angelicus*' eftir Cesar Franck við orgelundirleik Oddvarar Jóhansen. Mikið fjölmenni var við guðsþjónustuna. Þennan sama dag skoðuðum við Norðurlandahúsið í Þórs- höfn í fylgd forstjórans, Finn- ans Peter Turtschaninoff. Byggingin er fjórum sinnum stærri en Norræna húsið í Reykjavík. Hún er öll undir torfþaki og fellur því vel að ríkjandi lit í Færeyjum: þeim græna. Starf hússins ber vott um mikla athafnasemi; þar eru sýningar, tónleikar, fyrirlestrar, námskeið, veisluhöld. Einn þeirra, sem sótti guðs- þjónustuna í Hafnardómkirkju, var próf. Jóhan Hendrik W. Poulsen, formaður færeysku málnefndarinnar. Hann hefur aðsetur á Fróðskaparsetrinu í Þórshöfn og vinnur þar að fær- eysku orðabókinni. Eg hitti próf. Poulsen þar sem hann var að koma úr fiskiróðri að gamni sínu. Hann er málhreinsunar- maður og telur, að færeysk tunga muni ekki varðveitast, nema vísvitandi sé unnið að rækt hennar og viðgangi. Hann vill halda erlendum orðum í hæfilegri fjarlægð, en reyna að búa til ný, færeysk orð um nýja hluti og hugtök. En hann er bjartsýnn og telur, að færeysk- an standi á styrkari grunni nú, en fyrr á öldinni, enda mikil gróska í færeyskri bókaútgáfu. Til messunnar komu og fimm íslenskar konur, sem allar búa í Skopun á Sandey. Þær söfnuðu upp á eigið eindæmi myndarlegri fjárhæð til styrktar fórnarlömbum snjóflóðsins á Flateyri, en vildu ekki láta nafna sinna getið. Þótti okkur afar vænt um að fá tækifæri til þess að þakka þeim fyrir hug- ulsemi og stórhug. Þá voru og meðal kirkjugesta hjónin Marjún og Haldór Gaardbo, skipverji á togaranum Akrabergi. Þau eru foreldrar Joan Gaardbo, stúlkunnar ungu, sem lést á Flateyri hinn 2. apríl 1995. Buðu þau okkur nú í skoðunarferð og sýndu okkur m.a. nýjar og mjög Sr. Gunnar Björnsson og sr. Inga Poulsen Dam fyrir altari í Þórshafnardómkirkju. Oddvör Jóhansen, organisti í Þórshöfn, og frú Ágústa í Holti á æfingu á sönglofti dómkirkjunnar í Þórshöfn. Frá afhendingu myndlistarverksins „Samstöðu", sem fram fór á skrifstofu færeysku landstjórnarinnar á Tinganesi í Þórshöfn. Sr. Gunnar Björnsson og lögmaður Færeyinga, Edmund Joensen. myndarlegar kirkjur í Tóftum og Götu. Að því búnu snædd- um við öll dýrlegan kvöldverð hjá Torgerði, mágkonu Hal- dórs. Snemma á mánudagsmorg- uninn 15. janúar afhenti ég lögmanni Færeyja, Edmund Joensen, listaverk Snorra Guð- mundssonar í Gunnarsholti á Rangárvöllum, sem er gjöf listamannsins til færeysku þjóðarinnar og tjáir þakkarhug Islendinga. Verkið heitir „Samstaða". Það samanstendur af þremur hraunmyndum og er hver þeirra í glerkassa. Á fæti allra þriggja er silfurplata með áletrun. Fyrsti hraunmolinn er frá því á 1. öld eftir Krist, annar frá því árið 1000, er kristni var lögtekin á Islandi, og hinn þriðji úr Heklugosi árið 1991. Afhendingin fór fram á skrif- stofu færeysku landstjómar- innar á Tinganesi í Þórshöfn. Bein útvarpssending var gerð frá þessari stuttu og látlausu athöfn. Komum við lögmaður okkur saman um, að ég skyldi ávarpa hann á íslensku, en hann svara á færeysku. Lögmaður sagði, að Færeyingum væri það mikil gleði að verða Islending- um að liði eftir hörmulegar náttúruhamfarir og bað fyrir hlýjar kveðjur hingað heim. Þennan sama dag flugum við svo til Reykjavíkur. Var þá lokið þessari ógleymanlegu ferð til eyjanna átján. I Færeyj- um finnst engum íslendingi hann vera útlendingur. Þegar snjóflóðin hlupu á Súðavík og Flateyri, brugðust Færeyingar svo fljótt og vel við, að engu var líkara en þessi tvö íslensku sjávarþorp væru byggðir í Fær- eyjum. Fyrir það þökkum við þeim hrærðum huga. Illipilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllll LIT-LJ0SRITUN - MÖGULEIKARNIR ERU MARGIR, T.D. í ferminguna - brúðkaupið - afmælið o.fl. o.fl. 0D<zy*ztöl með þlnnl eigin mynd og texta - tilvalin tækifærisgjöf AtyÚtrZ&ÍflfiWl með þinni eigin mynd og texta - þetta er sniðugt... 'lSlafatáfifóld fyrir framkvæmdastjórann - skólafólkið - og alla aðra - á verði við allra hæfi /ífnetttoAtfi doé&i með þinni eigin mynd og texta - notið hugmyndaflugið T/fáéatttottccv með þinni eigin mynd og texta og þetta er alveg stórsniðugt Seyulftéatton til merkingar á bíla o.fl. Stærð að A-3 Og svo náttúrlega það sem slegið hefur í gegn - útœMtmn <£ ýmlcm wmtkvítmi mtfwUm litmrfwLm Ljósrítunarpappír • Faxpappír ' Tölvupappír - allar helstu gerðir á lager Alhliöa prentþjónusta ÞJÓNUSTA - I/ERÐ - eins og best verður á kosið úz) ÍSPRENT HF. jkwy Fjarðarstræti 16 • ísafirði • Sími 456 3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.