Feykir


Feykir - 28.10.1987, Síða 4

Feykir - 28.10.1987, Síða 4
4 FEYKIR 35/1987 Kaupfélag Skagfirðinga er og hefur verið stærsti verslunar- og þjónustuaðili í Skagaflrði og allt frá stofnun þess þann 23. apríl 1889, hefur félagið verið ráðandi afl í viðgangi og framþróun atvinnulífs héraðsins. Það var því ekki úr vegi að hitta núverandi kaupfélagsstjóra Ólaf Friðriks- son að máli og ræða við hann um félagið, hann sjálfan og framtíðina. Það var svo núna á haustdögum að ég gerði mér ferð upp á skrifstofu Ólafs með segulbandstækið mittog myndavélina. Ólafur var á skrifstofu sinni er ég bankaði upp á. Skrifstofa Ólafs ber vott um fágaðan smekk hans, allt var hreint og snyrtilegt. Meira að segja sáust varla! blöð o^ pappírar á skrifborði i hans. Ég býð góðan daginn, tylli mér niður og spyr Ólaf fyrst um ættir hans, uppeldi, nárn og fyrri störf. „Ég er Norður-Þingeyingur, fæddur á Kópaskeri. Faðir minn heitir Friðrik Jónsson og er frá Sandfellshaga í Axarfirði og móðir mín er Anna Ólafsdóttir frá Fjöllum í Kelduhverfi. Ég ólst upp á Kópaskeri og gekk þar í barnaskóla. Eftir að honum lauk fór ég í Lundarskóla í Öxarfirði og þaðan lá leiðin í Reykholt í nesinga á Þórshöfn. Á Þórshöfn er ég í tvö ár og satt að segja vissi ég lítið hvað ég var að fara út í. Gárungarnir voru að gera grín að því að ég væri varla orðinn fjárráða og rétt búinn að fá leyfi til að halda um tékkheftið. Það höfðu verið brekkur í rekstri félagsins en þetta lagaðist smásaman og þegar ég fór, var reksturinn kominn í jafnvægi. Á Þórshöfn kynntist ég konu minni, Freyju Tryggvadóttur og hófum við búskap þar. Svo er það 1976 að ég ákvað að færa mig á heimaslóðirnar og tek við kaupfélagsstjórastarfi hjá Kaup- félagi Norður-Þingeyinga. Á Kópaskeri erum við í 6 ár”. Þú flytur svo í Skagafjörðinn. Hvemig tók hann á móti þér? „Skagafjörður tók vel á móti mér. Ég verð nú að viðurkenna það að ég var mjög ókunnugur hér, hafði Að jafnaði er mikil ös í Skagfirðingabúð. Borgarfirði þar sem ég tók gagnfræðapróf. Þá tók ég mér eitt ár frí frá námi og stundaði m.a. sjósókn frá Hornafirði, var þar á ágætis báti, Gissuri hvíta SF-55. Sá vetur var mér mjög lærdóms- ríkur. Ég hef haldið því fram að það væri hverjum manni nauðsynlegt að kynnast sjó og sjósókn, enda búum við í þjóðfélagi þar sem 70% af okkar útflutningstekjum eru sjávarafurðir. Eftir þessa vertíð fór ég í Samvinnuskólann í Bifröst og lauk þaðan prófi 1974. Um sumarið var ég í skóla í Englandi við ensku- nám. Svo er það 15. október 1974 að ég tek við kaupfélags- stjórastöðu Kaupfélags Lang- ekki nema einu sinni eða tvisvar komið til Sauðár- króks. Ég man að ég kom á landsmótið hér 1971 og keppti þá m.a. í hlaupi við Gest í bankanum, sem stakk mig rækilega af. En ég sest svo í stól kaupfélagsstjóra 1. júní 1982. Hér var allt stærra í sniðum en hjá þeim félögum sem ég hafði verið hjá áður. Vandamálin voru samt þau sömu en hér var allt meira umleikis. Skagfirðingar tóku mér vel, fólkið er hér upp til hópa mjög elskulegt og gott. Skagfirðir.gar eru ekki svo ólíkir Þingeyingum. Ég held að það sé að Skagfirðingar eru miklir samkvæmis- og gleðimenn”. „Ég var varla orð fíárráða” Ólafur Friðriksson kaupfélagsstjóri. En snúum okkur þá að Kaupfélagi Skagfirðinga. Hvemig er staða þess í dag? „Reksturinn á síðasta ári gekk mjög vel eins og áður hefur komið fram. Að vísu er staðan á þessu ári ekki nógu góð. Ástæðan fyrir því er síhækkandi vextir. Auk þess verður því ekki neitað að launaskrið hefur verið mjög mikið. Það er ekki bara á Reykjavíkursvæðinu heldur nær það einnig hingað. Það eru fyrst og fremst þessir tveir þættir sem valda áhyggjum. Að öðru leyti gengur reksturinn þokkalega. Framkvæmdir hafa ekki verið mjög miklar á árinu, það er jú þetta sígilda viðhald. Við vorum við endurbætur á Kjörbúðinni og nú þessa dagana er verið að ljúka breytingum og endurbótum á verslun okkar á Hofsósi. Stærsta fjárfestingin á árinu var náttúrulega kaupin á Vallhólma hf. en þau fóru ekki formlega fram fyrr en í byrjun ársins. Sá rekstur gekk mjög vel í sumar. Við keyptum líka saumastofuna Ylrúnu en eins og flestum er kunnugt sérhæfir hún sig í framleiðslu á sængum og svefnpokum. Nú, við erum frekar að færa út kvíarnar þar og það sem af er ári hefur rekstur Ylrúnar gengið vel. Plastverksmiðjan var lögð niður og húsið selt Búnaðarbankanum en vélarnar seldar Friðriki Jónssyni sf. Þeir hafa komið vélunum fyrir aftur og er hafin framleiðsla á plastr á ný. Ástæðan fyrir því að við lögðum Plastverksmiðjuna niður var sú að hún stóð ekki undir sér og það gengur ekki að reka einingar sem tap er á og maður sér ekki fram á að geta snúið því við. Svo vorum við núna á haustdögum að laga til hérna við Ártorgið, malbikuðum plan hér fyrir norðan húsið”. Hvað er Kaupfélagið stórt í dag? „Það fer eftir því hvaða mælieiningu við leggjum á það. Ef við miðum við veltu, þá er kaupfélagið hérna 3ja stærsta kaupfélagið á landinu. Það er einungis KEA og Kaupfélag Borgfirðinga sem eru stærri. Kaupfélag Skag- firðinga hefur verið í 25.-28. sæti yfir stærstu fyrirtæki í landinu. Starfsmannafjöldi er alltaf nokkuð breytilegur eftir árstíma en ætli það geti ekki látið nærri að það séu um 300 starfsmenn núna hjá okkur. Þá er ég ekki með dóttur- fyrirtæki inni í því eins og Éiskiðjuna. Nú, Kaupfélagið á í fleiri fyrirtækjum, t.d. eigum við um 50% í Steypustöð Skagaljarðar ásamt fyrirtækjum og einstaklingum. Við erum svo einnig stórir hluthafar í öðrum fyrirtækjum í bænum eins og Utgerðarfélaginu og Steinullarverksmiðjunni”. Því hefur stundum verið fleygt að þú sért harður kaupfélagsstjóri, er það rétt? „Ég held að það sé betra að aðrir dæmi þar um, en harður og ekki harður. Ég legg ákaflega mikið upp úr því að menn standi í skilum og standi við þær skuldbindingar sem þeir hafa gert. En ég er líka alltaf tilbúinn til að greiða götu fólks sem á í erfiðleikum”. Nú ert þú í nánum tengslum við bændur, hvernig er staða þeirra í dag? „Staða bænda er ekki góð, en þó er staða kúabænda öllu betri en sauðfjárbænda. Það kemur einkum til að verðmæta- myndunin er miklu hægari hjá sauðfjárbændum og þar af leiðandi skila tekjurnar sér miklu hægar. Auk þess er fullvirðisrétturinn mjög tak- markaður. Það kemur vissulega illa við marga framleiðendur. Nýju búgreinarnar og þá sérstaklega loðdýraræktin eru erfiðar. Mér er nær að halda að staða margra loðdýrabænda sé mjög þröng en vonandi stendur það til bóta”. Nú stýrir þú stóru búi eins og fram hefur komið. Hver eru næstu viðfangsefni Kaup- félags Skagfirðinga? „Þau eru ótal mörg. Hvað varðar framkvæmdir þá liggur það fyrirað Kjötvinnslan verður flutt út í Sláturhús. Það má búast við að það verði á næsta ári. Svo er það Bifreiða- og vélaverkstæðið, það hefur lengi legið inni beiðni hjá bæjaryfirvöldum um að byggja við og endurbæta verkstæðin, en ekki fengist ákveðin svör, hvað verður skal ég ekki segja um. Hinn kosturinn er að byggja nýtt. Það skal þó viðurkennast að rekstur Bifreiða- og vélaverkstasðisins hefur ekki gengið upp á það besta. Kemur þar margt til og skal ég nefna í því sambandi að svo virðist sem annað hvert fyrirtæki hér í bæ sé komið með eigið verkstæði innan sinna vébanda. Þessi þróun minnkar líkurnar á að hægt sé að koma upp stórri og öflugri vélsmiðju í bænum. Ef til vill spila söluskattsmálin hér mest inn í. Því fagna ég yfirlýsingu núverandi fjármálaráðherra, en hann hefur sagst ætla að taka söluskattskilin föstum tökum. Að vissu leyti erum við á nokkru undanhaldi hvað varðar landbúnaðinn. Við þurfum að draga saman kostnað og auka hagræðingu hvort sem það er í slátrun eða annarri úrvinnslu landbúnaðar-

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.