Feykir


Feykir - 28.10.1987, Page 5

Feykir - 28.10.1987, Page 5
35/1987 FEYKIR 5 mn afurða. Þetta er mjög erfitt, tökum sem dæmi að Slátur- hús K.S. er byggt fyrir miklu fleira fé en nú er slátrað þar. Fyrir fimm árum var þar slátað um 65000 fjár en nú erum við komnir niður í 40000 og á næstu árum má búast við enn frekari fækkun. Það segir sig sjálft að það þarf að halda vel á málum til að draga saman kostnað að sama skapi”. Getur þú hugsað þér kaupfélagið sem eina aðilann hér, og þá á ég við bæði í verslun og þjónustu? „Já og nei. Ef ég hugsaði mér það þá værum við ekki þátttakendur i þeim fyrir- tækjum sem við höfum verið að leggja fjármagn og hlutafé í. Eins og menn vita þá er ekki einungis um það að ræða að kaupfélagið sé að leggja fram hlutafé og styðja þannig við fyrirtæki heldur erum við Skrifstofur K.S. eru bjartar og alltaf að fjármagna upp rekstur margra fyrirtækja, bæði hér á Sauðárkróki og einstaklinga (bænda) um allt héraðið. Við erum því alltaf með meiri og minni fyrir- greiðslu við fyrirtæki og einstaklinga hér í héraðinu og ég hugsa að menn myndi muna um það ef allt í einu yrði nú skorið á þá fyrirgreiðslu”. Hvað um móralska stöðu Samvinnuhreyfingarinnar og samvinnuhugsjónarinnar? „Það er nú sjálfsagt misjafnt, og fer trúlega eftir nýtískulegar. því hvort maðurinn er samvinnumaður eða eitthvað annað. Við búum í þjóðfélagi breytinganna og það hefur verið afskaplega mikil breyting á þjóðfélaginu á síðustu 4-6 árum og ég held að við eigum eftir að ganga í gegn um miklu meiri breytingar og auðvitað þarf Samvinnuhreyf- ingin að aðalaga sig breyttum viðhorfum. Við þurfum að upphugsa leiðir þar sem við getum hyglað okkar félags- mönnum meir og betur en við höfum gert. Það verður að viðurkennast að arður af versluninni er enginn í dag og verslun út um land hefur barist í bökkurn og þar af leiðandi hefur okkur ekki tekist að borga neinn arð um árabil. Við þurfum að koma fólki í skilning um hver sé ávinningur að því að vera ’félagsmaður í kaupfélagi. Þetta er stærsta málið sem snýr að hinum félagslega þætti. Hvað hvarðar efna- hagslega þáttinn þá verðum við að hugsa öðruvísi en við höfum gert til þessa. Fjár- magnið er mjög dýrt og þess vegna verðum við að huga meira að arðseminni en við höfum gert. Ef við höfum arðsemina ekki í fyrirrúmi þá verður sá rekstur ekki lengi viðvarandi. Þetta á ekki bara við um Samvinnuhreyfinguna, heldur öll fyrirtæki. Ég held að í framtíðinni þá muni fyrirtækjum fækka og þau sem eftir standa munu stækka, dæmi: samruni Ala- foss og Iðnaðardeildar Sambandsins. Þessi þróun verði einnig ofaná í sambandi við mjólkursamlög, slátur- hús og frystihús. Ég bara spyr, hvaða vit er í því að nýta ekki betur þá fjárfestingu sem til er í dag?” Að endingu, hver eru þín lokaorð? „Islendingar standa á krossgötum í dag. Það hafa átt sér stað miklar breytingar á undanförnum árum og þær verða örari í nánustu framtíð og til að lifa af og standa betur að rekstri og atvinnu- uppbyggingu í þessu landi okkar verðum við að vera fljótir að aðalaga okkur að breytingum og ná tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar”. Ég kveð og þakka fyrir mig. Myndir og texti: ajs Kjólar Kjólar Nýkomið mikið úrval af kjólum Verð frá kr. 2.800 - 5.600 Frá Falke Jakkaföt stakir jakkar og buxur Mikið af nýjum vörum kemur í verslunina í hverri viku í matvörudeild Tilboð 500 gr. 1000 gr. Snapp - kornflögur kr. 119.70 kr. 226,- 375 gr. 500 gr. Kelloggs - kornflögur kr. 118,- kr. 145,- Maarud hringir kr. 55.50 Whitworths ostakökurnar margeftirspurðu eru komnar íkagttrðingam Þú þarft ekki annaö!

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.