Feykir - 28.10.1987, Side 6
6 FEYKIR 35/1987
15. Hagyrðingaþáttur
Heilir og sælir lesendur
góðir. Þegar þessi þáttur
kemur ykkur fyrir sjónir, er
það von mín, til þeirra sem
haft hafa samband við mig
og látið í ljós óhamingju sína
með 33. tölublaðið og eins
hinna sem borið hafa harm
sinn í hljóði að slíkt þurfi
ekki að koma fyrir aftur á
næstunni og allt komist í
eðlilegt horf að nýju, eins og
segir í vísu Sigfúsar Steindórs-
sonar frá Steintúni í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði. En
tildrög hennar voru þau að
Sigfús var gestkomandi á
bænum Hóli í Tungusveit á
haustdegi og sá að þar var
fólk ekki iðjulaust um það
leyti er gesturinn hélt úr
hlaði:
Allt er að færast í eðlilegt
horf
Ingvar á Hóli er kátur.
Rósmundur Guðbjörn ristir
torf
Ragnheiður sýður slátur.
Þá kemur hér vísa sem mig
minnir að sé eftir Rósberg G.
Snædal og hentar vel að hafa
hana yfir um þetta leyti:
Hægt ég feta hálan veg
heldur letjast fætur.
Kuldahretum kvíði ég
komnar veturnætur.
Maður sem ekki vill birta
sitt rétta nafn sendi þættinum
þrjár vísur og merkir þær svo
(7+1):
Þó mér gangi margt á mót
mitt skal angur bera.
Undir vanga á ungri snót
oft mig langar vera.
Öruggt renni út á mið
unaðs kennir sálin.
Eg er enn að álpast við
ásta- og kvennamálin.
Sækja á mig systur tvær
svo ég hníg að velli.
Hafa báðar harðar k'ær
hilagigt og elli.
Heyrt hef ég, að hér áður
fyrr hafi verið til ein og ein
spennandi stúlka upp til
sveita. Um eina slíka sem
heima átti í Lýtingsstaða-
hreppi í Skagafirði, orti
Gissur Jónsson í Valadal
þessa vísu:
Atvinna
Virðist höldum kvinnan kær
koss við fjöldinn tefur.
Laus á kvöldin ljúfust mær
lyklavöldin gefur.
Ekki eru allar stúlkur sem
hljóta slíka athygli. Ágúst
Sigfússon sem var óhemju
snjall hagyrðingur og margir
þeir sem eldri eru kannast við
undir nafninu Villu Gústi,
(vegna hörmulegrar villu
sem hann lenti í á Eyvindstaða-
heiði), kom eitt sinn sem
oftar að Valadal og fór þá að
segja þeim bræðrum frá
komu sinni á ónefndan bæ
þar sem hann hefði séð
aldraða piparmey, sem hann
hefði kennt mikið í brjósti
um. Um hana orti Gústi
þessa vísu.
Hugarangur hjartað sker
hart að ganga slysin.
Grá á vanga orðin er
og í fangi visin.
Margar vísur fóru á milli
þeirra Valadalsbræðra og
Gústa. Hér kemur næst vísa
sem Gissur gerði um Ágúst
og mun sá síðarnefndi hafa
brosað við er hann heyrði
vísuna og sagt eitthvað á þá
leið, að þetta væri mikill
sannleikur.
Lífið fljótt þér blómsveig
bauð
bragsnilld skjótt má kenna.
Þú átt gnótt af andans auð
ást og þrótt til kvenna.
Gísli Ólafsson skáld frá
Eiríksstöðum yrkir svo:
Hafs frá hveli heims um fjöll
hríðarélin ganga.
Blómin felast önduð öll
undir hélu vanga.
Önnur haustvísa kemur
hér eftir Gísla:
Foldar vanga fæ ég séð
frost að ganga verki.
Blöðin hanga héluð með
haustsins fangamerki.
Þriðja vísan kemur hér
eftir Gísla, lærði ég hana á
unglingsárum og var hún þá
oft kveðin á gleðskapar-
stundum og er svo reyndar
enn:
Oft á fund með frjálslyndum
fyrr ég skunda réði.
En nú fæst undir atvikum
aðeins stundargleði.
Allir verða að lúta því
lögmáli að fara þegar kallið
kemur. Þorsteinn Valdimarsson
kveður svo:
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma.
Vöku dagsins um væra nótt
vinirnir gömlu heima.
Þar sem veður hefur verið
all risjótt að undanförnu er
tilvalið að birta næst vísu sem
gerð var um mann sem spáði
oft fyrir veðrum. Höfundur
er Sigurður Baldvinsson:
Spámaður er hann það vil ég
vona
veðrinu gerð’ann þannig skil.
Annaðhvort verður það áfram
svona
ellegar þá hann breytir til.
Eg hef áður í þessum
þáttum látið í ljós hrifningu
mína á vísum sem taldar eru
þær síðustu viðkomandi
manna. Við endum þáttinn
með einni slíkri og er það
Ágúst Sigfússon er um getur
svo snilldarlega:
Ævi stundin styttast fer
stirðnar mund af lúa.
Hinsta blundinn mun því
mér
mál að undirbúa.
Verið þið sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson
Eiríksstöðum
541 Blönduós
sími 95-7154
Starfsfólk vantar til afgreiðslu í kaffiteríu,
matvörudeild og kjötdeild. Um er að ræða
heildagsstörf.
Upplýsingar á skrifstofu vöruhússtjóra.
Knattspyrna:
Evjólfur kosínn leikmaður ársins
Starfsleyfistillögur
fyrir sorpeyðingu á Sauðárkróki
í samræmi við ákvæði reglugerðar nr.
390/1985 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur
sem valdið getur mengun, liggja frammi á
bæjarskrifstofu til kynningar til 20. nóvember
næstkomandi starfsleyfistillögur fyrir sorp-
eyðingu á Sauðárkróki.
Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfis-
tillögurnar hafa eftirtaldir aðilar:
1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og
forsvarsmenn tengdrar eða nálægrar starf-
semi.
2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti
orðið fyrir óþægindum vegna mengunar.
3. Oþinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem
málið varðar.
Hlutaðeigandi aðilar eru hvattir til að kynna
sér vel starfsleyfistiIlögurnar og koma athuga-
semdum á framfæri eins og reglugerð nr.
390/1985 gerir ráð fyrir.
Reykjavík 15. október 1987
Hollustuvernd ríkisins
Mengunarvarnir
Leikmenn meistaraflokks
Tindastóls í knattspyrnu
komu saman sl. laugardag,
fyrsta vetrardag, ásamt vel-
unnurum og forráðamönnum
félagsins og héldu uppskeru-
hátíð sumársins. Þeir máttu
gleðjast yfir miklu, en eins og
flestum er kunnugt tryggði
Tindastóll sér sæti í 2. deild í
ár og spilar þar næsta sumar í
annað skiptið í sögu félagsins.
Á uppskeruhátíðinni kusu
ileikmenn Tindastóls besta
Jeikmanninn úr þeirra hópi
og kom val þeirra ekki á
óvart því markamaskinan
Eyjólfur Sverrisson hlaut
hnossið, en hann gerði 23
mörk í sumar og fór á
kostum drengurinn. Efnilegasti
leikmaður sumarsins var
kjörinn hinn 18 ára gamli
Reykvíkingur af skagfirskum
ættum, Stefán Pétursson.
Kom sú tilnefning heldur
ekki á óvart því Stefán lék
mjög vel í sumar og óx með
hverjum leik. Þá var gömlu
kempunni Rúnari Björnssyni
veitt viðurkenning á hátíðinni,
en Rúnar hefur náð að spila
150 leiki með meistaraflokki
Tindastóls.
Ymislegt fleira var á
dagskrá kvöldsins á hátíðinni
og má nefna annál sumarsins
sem Fljótamaðurinn, blaða-
maðurinn og knattspyrnu-
kappinn Þórhallur Ásmunds-
son þrumaði yfir gestum eins
og honum einum er lagið, við
góðar undirtektir viðstaddra.
Að lokinni dagskrá stigu
menn dans og skemmtu sér
við undirleik Geira Valtýs og
co. fram á nótt. Þótti þessi
uppskeruhátíð takast vel og
er ætlunin að halda hana
framvegis á fyrsta vetrardag.
Uppskeruhátíð yngri flokk-
anna átti einnig að halda sl.
laugardag en af því gat ekki
orðið og verður hún einhverja
næstu helgi.
ES Frá Innheimtu
^ Sauðárkróksbæjar
Fjórði og næstsíðasti gjalddagi eftirstöðva útsvars- og aðstöðu-
gjalda 1987 til bæjarsjóðs Sauðárkróks er 1. nóvember næst-
komandi. Þeir gjaldendur sem eru í vanskilum eru alvarlega
minntir á að gera skil nú þegar, svo ekki þurfi að komatil lögtaks-
aðgerða. Dráttarvextir reiknast 4. nóvember n.k.
Innheimta Sauðárkróks