Feykir - 28.10.1987, Side 8
ÆEYKIW 28. október 1987 35. tölublað, 7. árgangur Feykir kemur út á miðvikudögum Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum 1 AAI Sauðárkróki Sími FARSÍMI 5821 985 20076
Siglufjörður: Bændaskólinn á Hóluin settur
Ra mniinn tekur við
Nú um mánaðamótin
tekur Þormóður rammi við
eignum Isafoldar hf. á
Siglufirði. En eins og kunnugt
er var gengið frá kaupsamningi
milli þessara aðila fyrir
skömmu. Að sögn Róberts
Guðfinnssonar framkvæmda-
stjóra Þormóðs ramma er:
tilgangur með þessum kaupum
sá að nýta betur og stækka
þær einingar sem fást við
fiskvinnslu í bænum ásamt
því að auka verðmæti þess
afla sem að landi berst.
Með þessum kaupum fær
Þormóður rammi talsvert
húsrými sem verður í framtíðinni
nýtt undir saltfiskverkun, en|
hana hyggst fyrirtækið auka
verulega á næstunni með
þessari bættu aðstöðu. Vinnsla
og pökkun mun því um
mánaðamótin leggjast niður
í húsakynnum ísafoldar en
undanfarið hefúr verið unninn
þar fiskur af trillum og
nokkrum dekkbátum sem
gerðir eru út frá Siglufirði.
Öllu starfsliði ísafoldar um
30 manns hefur verið boðin
vinna hjá Þormóði rammaen
ekki er enn ljóst hvað margt
af því kemur til starfa hjá
nýjum eigendum.
I sumar og haust hefur
verið verulegur skortur á
fólki við fiskvinnslu á
Siglufirði
Bændaskólinn á Hólum
var settur 23. okt. síðast-
liðinn. Skólasetningin sem
fram fór í Dómkirkjunni á
Hólum hófst með helgistund
sem séra Dalla Þórðardóttir
prestur að Miklabæ sá um.
Síðan flutti Jón Bjarnason
skólastjóri setningarræðu. Þar
kom fram meðal annars að í
skólanum stunda nú 24nám í
efri deild en nýnemar eru 14
talsins. Nokkrar breytingar
hafa orðið á starfsliði. Jón
Friðbjörnsson er nú hættur
kennslu og flutti til Akureyrar
ásamt konu sinni. Ingimar
Ingimarsson og kona hans
Kolbrún Ingólfsdóttir hafa
flutt til Sauðárkróks. Þá
hefur verið ráðinn til kennslu
í hrossarækt Þórir Magnús
Lárusson frá Þórukoti í
Víðidal.
Þær áherslubreytingar sem
verða á næsta skólaári eru
helstar að nýir áhersluþættir
verða teknir inn í nám á
fiskeldisbraut í samræmi við
þróun þeirrar atvinnugreinar. í
verklega þætti hrossaræktar-
innar er stefnt að því að
nemendur verði meira með
hross sem hægt er að vinna
meira úr en áður í gangsetn-
ingu og reiðfærni. Auk þess
verða nemendur við frum-
tamningu hrossa búsins.
Námskeiðahald hefur verið
mikið að undanförnu við
skólann og er nú í undir-
búningi að halda endurmennt-
unarnámskeið fyrir bændur í
samráði við Stéttarsamband
bænda. Það kom glöggt fram
í ræðu skólastjóra að Hóla-
skóli er í öruggri sókn og
staðurinn allur á uppleið.
Sögufélag Skagfirðinga 50 ára
Síðastliðið laugardagskvöld,
á fyrsta vetrardag, var haldið
i Safnahúsinu á Sauðárkróki
veglegt afmælishóf í tilefni 50
ára afmælis Sögufélags Skag-
firðinga. Hafði stjórn félags-
ins boðið félagsmönnum
sínum til þessa samsætis. 200
manns voru á samkomunni
og suðursalur Safnahússins
þéttsetinn svo sem framast
var unnt.
Veislan hófst með því að
formaður félagsins, Hjalti
Pálsson, bauð gesti velkomna
og flutti stutta tölu um
upphaf Sögufélagsins og
útgáfustarfsemi þess, síðan
kallaði hann til séra Hjálmar
Jónsson og fól honum að
stjórna veislunni. Hjálmar
fór á kostum og skapaði
strax létta og skemmtilega
stemmningu í salnum, mælti
Odd\1tinn:
Er allt að verða
dýr(t)vitlaust á Króknum.
Hluti veislugesta á afmæli Sögufélagsins.
fram vísur og gamanyrði.
Síðan hófst hin eiginlega
dagskrá. Fyrst tróðu upp
leikarar úr Leikfélagi Sauðár-
króks og fluttu efni úr
útgáfubókum Sögufélagsins.
Lásu þeir upp hluta af þætti
úr Skagfirðingabók um landa-
bruggsmál Tryggva Guðlaugs-
sonar í Lónkoti á bannárunum
svonefndu. Var flutningur
þeirra hinn áheyrilegasti og
gerðu menn góðan róm að.
Var Tryggvi sjálfur þarna
viðstaddur og skemmti sér
ekki síður en aðrir.
Eftir þetta atriði var gert
hlé og gestum boðið að ganga
til hlaðborðs, sem búið hafði
verið í norðursal hússins.
Voru þar margar sællegar
ijómatertur og annað bakkelsi,
eins og hver gat í sig látið.
Þegar menn höfðu nært sig
nokkuð, var enn á ný gengið
til dagskrár og kom nú fram
ræðumaður kvöldsins, Siguijón
Bjömsson pnófessor og spjallaði
við gesti af sinni alkunnu
snilld. Talaði hann m.a. um
gamalgróna söguhneigð Skag-
firðinga og hvernig þeir
hefðu bundist samtökum um
stofnun Sögufélags á árunum
fyrir stríð. Hann flutti kveðju
og las bréf frá Jóhannesi
Geir listmálara, þar sem
Jóhannes tilkynnti, að hann
vildi færa Sögufélaginu í
afmælisgjöf útgáfu- og höfundar-
rétt að tveim olíumálverkum,
sem hann gerði um Örlygs-
staðabardaga. Einnig sendi
hann innrömmuð tíu ljósrit
af teikningum, er hann hafði
gert um sama atburð. Voru
þessar teikningar festar upp
á vegg í salnum. Þegar
Sigurjón hafði lokið máli
sínu steig fram á sviðið hinn
landskunni hagyrðingur Andrés
Valberg og flutti mönnum
bragamál. Að síðustu varlýst
kjöri nýs heiðursfélaga. Var
það Páll Sigurðsson frá
Lundi, sem hlaut þá útnefningu
fyrir langt starf í þágu
félagsins við ritstörf og
heimildasöfnun til Skagfirzkra
æviskráa.
Var nú tekið hlé, þar sem
mönnum gafst færi á að rétta
úr sér og sinna þörfum
sínum, bæta í kaffibollann
eða gera bókakaup, því
Sögufélagið bauð félagsmönnum
allar útgáfubækur sínar með
50% afslætti í tilefni afmælis-
ins.
Eftir hlé komu leikfélagar
aftur og fluttu efni úr
Skagfirðingabók og Djúp-
dæla sögu við mikla kátínu.
Friðrik Margeirsson flutti
vísnamál og loks var orðið
gefið laust. Var klukkan
orðin eitt eftir miðnætti,
þegar hófinu var slitið og
hafði það þá staðið í fjóra og
hálfan tíma. Var mál manna,
að þetta hefði verið hin
besta skemmtun og samkoman
orðið Sögufélaginu til sóma.
Þú ferð
varla
annað
Verslunin Tindastóll
Feykir spyr
á Sauðárkróki:
Hvernig líst þér á það að fá
Stöð 2 hingað?
Steinar Skarphéðinsson:
„Mér líst bara vel á það. Þá
fáum við að sjá meira af golfi
og góðum þáttum”.
Hrólfur Jóhannesson:
„Illa, mér finnst nógu rnikið
af rusli hjá RÚV, þó að það sé
ekki verið að bæta því við”.
Valbjörg Pálmadóttir:
„Bara vel, því það er mikið af
góðum þáttum hjá þeim”.
Svanborg Guðjónsdóttir:
„Ekki nógu vel, mér fínnst
nóg að hafa Ríkissjónvarpið
og þurfa ekki að velja á milli
stöðva”.