Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 20142 Fréttir Garðyrkjubændur: Orðsending vegna beingreiðslna Bósi vinsælasti hrúturinn Heldur færri skammtar af sæði voru sendir út frá sauðfjár- sæðingastöðvunum í síðastliðnum desember en árið 2012, en það var metár frá því að sauðfjársæðingar hófust. Alls voru skammtarnir um 44.000 og sé nýting svipuð og undanfarin ár ættu um 31.000 ær að hafa verið sæddar. Það jafngildir um átta prósentum af fullorðnum ám í landinu. Sendir voru út yfir 1.000 skammtar úr 22 hrútum, sem er helmingur allra hrúta í notkun. Notkun hrútanna hefur jafnast mikið undanfarin ár. Vinsælasti hrúturinn var Bósi 08-901 frá Þóroddstöðum í Hrútafirði, en alls voru sendir út 2.475 skammtar af sæði úr honum. Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum kom næstur með 2.310 skammta og þriðji varð Garri 11-908 frá Stóra-Vatnshorni í Haukadal, en bændur pöntuðu 1.995 skammta af sæði úr honum. Af kollóttum hrútum stóð Roði 10-897 frá Melum 1 í Árneshreppi efstur, en úr honum voru pantaðir 1.530 skammtar. Næstur honum kom Baugur 10-889 frá Efstu- Grund undir Eyjafjöllum með 1.195 skammta og í þriðja sæti varð Kroppur 10-890 frá Bæ í Árneshreppi með 1.145 skammta. Mælir Veðurstofunnar á Múlakvíslarbrú sýndi stöðuga aukningu rafleiðni í ánni frá ~225 μS/cm til ~350 μS/cm á tímabilinu 31. desember til 7. janúar. Þá var vart við lítillega aukna skjálftavirkni í Kötlu í gær en ekki er ljóst hvort það er fyrirboði frekari tíðinda á svæðinu. Aukin leiðni bendir að mati Veðurstofunnar til að hlaupvatn hafi lekið undi reinum katlanna á vatnasviði Kötlujökuls. Svipaðir lekar hafa áður komið í Múlakvísl, t.d. mældist leiðnin >250 μS/cm í smáhlaupi í október 2013. Er náið fylgst með rennsli árinnar. Bændum á svæðinu eru enn í fersku minni vandræðin vegna gosanna í Eyjafjallajökli og Vatnajökli. Ný reglugerð nr. 1227/2013 um beingreiðslur í garðyrkju fyrir árið 2014 hefur tekið gildi. Þeir sem hafa hug á að þiggja beingreiðslur á árinu 2014 þurfa að skila inn umsókn og/eða áætlun til Bændasamtaka Íslands fyrir 20. janúar 2014 þar sem fram kemur flatarmál gróðurhúsa sem ætlað er til framleiðslu fyrir hverja tegund, svo og áætluð framleiðsla af hverri tegund á árinu 2014. Framleiðendur sem hlotið hafa beingreiðslur á árinu 2013 skulu senda heildaruppgjör fyrir árið staðfest af löggiltum endurskoðanda til Bændasamtaka Íslands fyrir 10. febrúar 2014. Umsóknarblöð og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Bændasamtaka Íslands (undir Félagsmál/Eyðublöð) eða hjá Ásdísi Kristinsdóttur (ak@bondi.is) eða í síma 563-0300. B. Jensen, sláturhús, kjötvinnsla og verslun er fyrsta fyrirtækið af því tagi sem tekur í notkun svonefndan ósonhreinsibúnað fyrir frárennsli, en slíkur búnaður var þróaður og smíðaður á vegum fyrirtækisins Raf ehf. á Akureyri. Óson er eitt öflugasta náttúrulega sótthreinsiefni sem völ er á og er bæði skil- og hraðvirkara en t.d. klór auk þess að vera umhverfisvænna. Mögulegt er með ósoni að drepa alla óæskilega gerla, og bakteríur og þar með að hreinsa allt frárennslisvatn. Með því að taka kerfið í notkun uppfyllir sláturhús B. Jensen þær kröfur sem gerðar eru í reglugerð um fráveitur og skolp. Pétur Bergmann Árnason, þróunarstjóri hjá Rafi ehf., segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi unnið að þróun ósonhreinsibúnaðarins undanfarin ár en fyrsta búnaði af því tagi hafi verið komið fyrir árið 2008. Síðan hafi miklar endurbætur verið gerðar og búnaðurinn þróaður áfram í takt við aukna þekkingu og tækniframfarir. Raf ehf. var stofnað árið 1983 og var í fyrstu almennt rafverktakafyrirtæki, en hin síðari ár hefur starfsemin einkum verið á sviði nýsköpunar og þróunar á eigin framleiðslu. Pétur segir að félagið hafi m.a. mikið unnið fyrir fyrirtæki á sviði landbúnaðar, sjávarútvegs og matvælaframleiðslu. Sjö starfsmenn eru hjá fyrirtækinu. Góður árangur af hreinsikerfinu Félagið fékk styrk úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar fyrir réttu ári til að vinna að frekari þróun á þessum búnaði. Pétur segir að reynslan sé góð, „og við teljum okkur nú geta boðið upp á mjög gott hreinsikerfi fyrir fráveitur sem gagnast getur víða, m.a. sveitarfélögum og fyrirtækjum í matvælaframleiðslu. Staðan er sú að víða um land eru fráveitumálin ekki í nægilega góðu horfi og við finnum fyrir því að áhugi fyrir ósonhreinsibúnaði er mikill, við fáum fjölda fyrirspurna um kerfið okkar og munum á næstu mánuðum kynna það þeim sem málið varðar,“ segir hann. „Fyrstu niðurstöður lofa mjög góðu, árangurinn af hreinsikerfinu er góður. Mælingar gefa til kynna að skolp fer svo gott sem fullhreinsað út í umhverfið. Það er líka ljóst að margir þurfa að takast á við þessi mál í nánustu framtíð. Fráveitumálin eru þau mál sem oft hafa setið á hakanum, en það er ekki hægt að bíða endalaust með úrbætur í þeim málaflokki.“ Búnaður af þessu tagi hefur verið settur upp fyrir íbúðabyggðina á Lónsbakka sem er lítið þéttbýli skammt norðan Akureyrar þar sem B.Jensen hf. er. Eins hefur ósonhreinsibúnaður verið settur upp við þéttbýliskjarnann á Laugum í Reykjadal. Pétur segir að með tilliti til kostnaðar þurfi að lágmarki að vera um 100 persónueiningar á bak við hverja hreinsistöð, eða um 20-25 íbúðarhús eða sambærilegur atvinnurekstur. Hann segir unnið að því að þróa lausnir fyrir minni einingar enda greinilegt að áhugi sé fyrir því og nefnir m.a. fyrirspurnir úr Mývatnssveit og frá Þingvöllum í því sambandi. Ósonhreinsibúnaður besti kosturinn „Markmið okkar er að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til þeirrar starfsemi sem við stundum eins vel og kostur er og því var það aldrei nein spurning í okkar huga að setja ósonhreinsibúnað upp við okkar fyrirtæki. Við teljum hann besta kostinn,“ segir Fannberg Jensen gæðastjóri hjá B. Jensen. Kerfið hreinsi allt sem frá húsinu komi frá A til Ö. Fyrirkomulagið er þannig að frárennsli mannvistarhluta er aðskilið frá vinnsluhlutanum, kerfið er því tvöfalt. Við slátrun er blóði safnað í ker og því fargað sérstaklega. Föst efni eru skafin upp af gólfi og fargað sérstaklega. Frárennsli mannvistarhluta fer í rotþró, en frárennsli vinnsluhluta í fastefnaskilju og þaðan í fitugildru. Afrennsli rotþróar og fitugildru er síðan sameinað og hreinsað með ósoni. Sýnatökubrunnar voru settir upp bæði framan og aftan við fituskilju og rotþró. Þá er einnig sýnatökubrunnur síðast í ferlinu, eftir að skolpið hefur farið í gegnum ósonhreinsun. Þannig er hægt að mæla ástand frárennslis á öllum stigum ferlisins. Alls eru sýnatökubrunnarnir sem komið hefur verið fyrir 21 talsins. Erik Jensen, eigandi fyrirtækisins, segir að vissulega hafi það kostað umtalsverða fjármuni að koma kerfinu upp. Að hluta til sé um að ræða samvinnu fyrirtækisins og sveitarfélagsins, Hörgársveitar að sögn Eriks en forsvarsmenn þess séu áhugasamir um að hafa fráveitumálin í góðu lagi. /MÞÞ B. Jensen fyrsta sláturhúsið sem tekur ósonhreinsibúnað í notkun – hægt að mæla ástand frárennslis á öllum stigum ferilsins Feðgarnir Fannberg Jensen gæðastjóri og Erik Jensen framkvæmdastjóri hjá B. Jensen ásamt Pétri Bergmann Árnasyni, þróunarstjóra hjá Raf ehf. Mynd / MÞÞ Framkvæmdir við að setja upp hreinsibúnaðinn hófust á liðnu hausti, en m.a. voru settir upp fjölmargir sýnatökubrunnar, svo unnt væri að mæla ástand frárennslis á öllum stigum ferlisins. Ósonhreinsibúnaðurinn sem settur hefur verið upp við slátur hús B. Jensen að Lóni á Lónsbakka skiptist í tvo hluta. Tækjabúnaður er í húsi í námunda við hreinsiþró og framleiðir ósonloftið sem síðan er notað til að hreinsa frárennsli ofan í hreinsiþrónni. Hinn hlutinn er hreinsiþróin sem sérhönnuð er til hreinsunar á frárennsli með ósoni og komið er fyrir strax á eftir þeirri rotþró sem fyrir er. Ósonið er framleitt úr súrefni úr andrúmsloftinu með þar til gerðum tækjum. Ósonið er svo leitt í ósonhreinsiþróna og þar sem það er notað til að hreinsa frárennslisvatn frá rotþró. Frárennslisvatninu er síðan stýrt í gegnum hreinsiþróna og tryggt að allt vatn fari hreinsað þar í gegn. Pétur Bergmann Árnason, þróunarstjóri hjá Raf ehf sem unnið hefur að þróun búnaðarins undanfarin ár, segir að á þeim stöðum þar sem ósonhreinsibúnaður hafi verið í notkun hafi niðurstöður mælinga sýnt fram á að hann hafi ekki einungis hreinsað það frárennslisvatn sem frá rotþrónni kemur heldur einnig þann viðtakanda sem frárennslið rennur í. Náttúrulegt efni Óson er náttúrulegt efni, litlaust gas sem er myndað af þremur súrefnisatómum. Pétur segir að möguleikar til að nota óson séu margir, það eyði lykt, hreinsi vatn, auki geymsluþol matvæla og nýtist við að hreinsa sundlaugarvatn. Óson hefur verið notað í Evrópu í nær heila öld og Landbúnaðar- og matvælastofnun Bandaríkjanna (USDA & FDA) hafa vottað óson til hreinsunar á lífrænt vottuðum matvælum. Pétur segir að meðal helstu kosta ósons sé að meiri árangur náist með notkun þess en t.d. klórs, það sé mjög sótthreinsandi og umframóson brotni aftur niður í súrefni og eyðist því á umhverfisvænan hátt. Þróun og tækniframfarir „Þetta er mjög skilvirkt efni, hraðvirkt og umhverfisvænt. Óson getur myndast af náttúrunnar hendi við afhleðslu rafmagns, eins og til dæmis í eldingu eða vegna geislunar frá sólu,“ segir Pétur. Raf hefur yfir tíu ára reynslu af notkun ósons hér á landi, en fyrstu tilraunir til að vinna með efnið fóru fram árið 2003. Mikil þróun hefur orðið á um liðnum árum sem og tækniframfarir í tengslum við framleiðslu þess og meðhöndlun og það hefur aftur skilað sér í því að búnaður sem til þarf er ódýrari, skilvirkari og þarfnast minna viðhalds. /MÞÞ Raf ehf. hefur áratugareynslu af notkun ósons: Umhverfisvænt efni sem eyðist í náttúrunni Katla vöktuð

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.