Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 9
9Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2014 Dagana 29. til 31. janúar verða haldin námskeið þar sem farið verður yfir helstu þætti er lúta að grunn hönnun fjósa, frágangi og notkun þeirra. Námskeiðin verða á Suðurlandi, Skagafirði og í Eyjafirði. Fjallað verður um nýjungar á sviði mjaltatækni og hönnunar á mjaltaaðstöðu sem og kynntar mikilvægustu breytingar á hönnunar forsendum síðustu 10 ár. Á námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á hönnun á sk. velferðarstíum eða velferðarrými og kynntar nútíma lausnir við hönnun mjaltaþjónafjósa. Rætt verður um í máli og myndum um tækifæri og vandamál sem skapast þegar bú eru stækkuð og þeim breytt auk fleiri atriða. Fyrirlesari á námskeiðunum verður Snorri Sigurðsson, ráðgjafi við Þekkingarsetur landbúnaðarins í Danmörku. Snorra Sigurðsson þekkja flestir bændur hér á landi, en hann hefur unnið við bæði kennslu og rannsóknir í tengslum við nautgripa- rækt í mörg ár og hefur verið ötull við að miðla fræðslu til bænda með tíðum greina skrifum í Bændablaðið og á heimasíðu Landssambands kúabænda. Snorri starfar sem ráð gjafi hjá Þekkingar setri land- búnaðarins í Danmörku og er aðalstarf hans að leiðbeina dönskum kúabændum um atriði sem lúta að mjólkurgæðamálum, tækni í fjósum og aðbúnaði gripa og hönnunar á nærumhverfi þeirra. Greiða þarf kr. 12.500 fyrir þátt- töku en námskeiðin uppfylla kröfur Starfsmenntasjóðs Bænda samtaka Íslands um tímalengd og faglegt innihald og því geta þátttakendur sótt um styrk frá sjóðnum eftir að þátttöku er lokið. Staðfesta þarf skráningu á námskeiðið í síma 480-5600 eða með tölvupósti til: landstolpi@landstolpi. is Námskeiðin hefjast kl. 9 og lýkur kl. 17 Pósturinn vinnur nú að sam- ræmingu á staðsetningu bréfa kassa í d re i f bý l i . Pósturinn þ j ó n a r um 6.000 h e i m i l u m í sveitum l a n d s i n s og skiptir stað setning bréfakassa miklu máli varðandi hagkvæmni í dreifingu því bréfum hefur fækkað mikið á síðustu árum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Póstinum er markmið fyrirtækisins að afhenda póst til móttakenda á réttum stað og á réttum tíma og er því mikilvægt að tryggt sé að móttökuskilyrði séu skv. lögum og reglum, en þau er meðal annars, rétt utanáskrift, rétt hæð bréfalúga, gott aðgengi að lúgu og rétt staðsetning á bréfakössum í sveitum. Þessi vinna hefur gengið vel og yfir 90% bréfakassa eru rétt staðsett í dag samkvæmt reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu, en þar segir m.a.: „Í dreifbýli skal bréfakassi vera staðsettur við eða í húsi ef lengd heimreiðar er ekki lengri en 50 metrar. Ef heimreið er lengri en 50 metrar skal bréfakassi staðsettur við vegamót. Bréfakassi skal ekki vera staðsettur fjær en 500 metra frá húsi að jafnaði, undantekning er ef heimreið er yfir 2.000 metrar að stöku heimili.“ Pósturinn: Samræmir bréfakassa Frá hugmynd að fjósi – námskeið um tæknilegar lausnir í fjósum Snorri Sigurðsson Vegagerðin hefur kynnt fram- kvæmdir við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmd á Hringvegi 1. Framkvæmdin er í Skútustaða hreppi í Suður- Þingeyjarsýslu og Norðurþingi í Norður-Þingeyjarsýslu. Byggð verður um 230 m löng ný brú yfir Jökulsá á Fjöllum. Fyrir hugað er að nýtt brúarstæði verði um 500 m sunnan og ofan við núverandi brú. Í tengslum við brúarbygginguna verður vegagerð á um 2,6 km löngum kafla. Núverandi vegur á þessum kafla er 3,7 km langur. Við framkvæmdina styttist Hringvegurinn því um 1,1 km. Framkvæmdin er ekki mats- skyld. Kanna þarf matsskyldu fram- kvæmdar innar skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 því framkvæmda svæðið verður í minna en 100 m fjar lægð frá fornleifum. Þá liggur Hring vegur vestan Jökulsár um náttúruverndar- svæði samkvæmt Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 og efnistaka úr námu B sem er vestan Jökulsár verður meiri en 50 þús. m3. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að eftirtaldir aðilar veiti umsögn um málið: Norður þing, Skútustaðahreppur, Heilbrigðis- eftirlit Norðurlands eystra, Minja- stofnun Íslands, Orkustofnun og Umhverfisstofnun. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar er að vænta 3. janúar 2014. Ný brú verður byggð yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.