Bændablaðið - 09.01.2014, Síða 29

Bændablaðið - 09.01.2014, Síða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2014 NIBE býður upp á eitt mesta úrval af loft í vatn varmadælum. NIBE býður upp á eitt mesta úrval af jarðvarmadælum. NIBE varmadælur eru hannaðar og þrautreyndar til að standast erfiðustu aðstæður og vetrarhörkur norðurslóða. NIBE varmadælur halda húsinu þínu heitu, hvernig sem viðrar. Þú færð loft í vatn og jarðvarmadælur fyrir hvaða kyndingarþörf sem er, þær eru mjög endingargóðar, notendavænar, hljóðlátar og auðveldar í uppsetningu. Stjórnborðið í lit, með USB tengi sem býður upp á afritun og uppfærslu á varmadælunni. NIBE er stærsta og þekktasta vörumerki evrópu í varmadælum og búnaði til húshitunar. FLESTIR EVRÓPUBÚAR TREYSTA NIBE BEST Fríorka - Sími 571 4774 - www.friorka.is FFriorka NEWÝTT AÐEINS ÞAÐ BESTA VAR MA DÆ LUR TIL FRA MTÍ ÐAR NÝ KYNSLÓÐ AF VARMADÆLUM FRÁ NIBE Í SVÍÞJÓÐ Fjósgerðirnar hafa breyst mikið á 10 árum Árin 1994-1995 var gert átak í því að skrá niður fjósgerðir hér á landi. Um þá vinnu sáu Bændasamtök Íslands ásamt ráðunautum búnaðarsambanda landsins og úr varð töluvert stórt gagnasafn sem var gert upp árið 1998. Eftir það varð hlé á samantekt um fjósgerðir en árið 2003 lagðist Landssamband kúabænda í þá vinnu að endur- gera gagnagrunninn og var hann víkkaður út og náði einnig yfir mjaltatækni fjósanna. Frá þeim tíma hefur LK staðið fyrir útgáfu á skýrslu annað hvert ár um fjósgerðir og mjaltatækni á Íslandi og nú um áramótin kom út sjötta skýrsla þessa efnis. Líkt og með fyrri skýrslur byggir úrvinnsla skýrslunnar á haustgögnum úr gagnagrunnum BÍ en einnig á eldri gögnum auk þess sem upplýsingar um fjósgerðir og mjaltatækni byggja á persónulegri þekkingu ótal margra sem leitað var til. 640 fjós í framleiðslu Í skýrslunni kemur fram að í árslok 2013 voru 640 fjós í mjólkur- framleiðslu á Íslandi en haustið 2011 voru þau 659 og hefur fjósum því fækkað um 19 á tveimur árum eða um 2,9%. Árin tvö þar á undan fækkaði fjósum í framleiðslu um 3,8% svo heldur hefur dregist úr fækkun fjósa. Frá árinu 2003 hefur hins vegar fjósum landsins fækkað um 27% en það ár voru þau 873. Básafjós enn ráðandi Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlega miklar breytingar í húsvist íslenskra mjólkurkúa frá því að flestar kýr hafi verið hýstar í básafjósum yfir í að nú er meirihluti kúnna í lausagöngufjósum. Þó eru básafjós enn ráðandi í fjölda eins og sjá má á mynd 1, en þau eru nú 393 eða 61,4% fjósanna. Hins vegar hefur þeim fækkað verulega sl. 10 ár en árið 2003 voru 86,5% fjósanna básafjós. Fram til ársins 2008 fækkað þessum fjósum nokkuð ört en heldur hefur hægt á þeirri þróun og er ljóst að hið erfiða efnahagsástand síðustu fimm ár hefur þar haft mikið að segja. Enn er handmjólkað í fjósi Í skýrslunni er fjósgerðum skipt í tvo yfirflokka, básafjós og lausagöngu- fjós, og samtals sex undir flokka sem taka mið af þeirri mjaltatækni sem er í notkun í fjósunum. Niðurstöðurnar má sjá í töflu 1, en þar kemur fram að frá árinu 2003 hefur fjósum fækkað í öllum undirflokkum básafjósa en l a u s a g ö n g u - fjósum hefur fjölgað á sama tíma úr 120 í 247, sem er rúmlega tvöföldun. Eins og fyrri ár er eitt fjós í flokkinum „annað“, en í því fjósi er enn handmjólkað! Ólíkar fjósgerðir eftir landsvæðum Undanfarin ár hefur sést að verulegur munur hefur verið á fjósgerðum eftir því hvar þau eru og er ljóst að bæði búskaparform, þ.e. hvort um blandaðan búrekstur er að ræða eða t.d. möguleikar á aukatekjum s.s. frá hlunnindum eða öðru, hefur mikil áhrif á uppbyggingu búanna. Þannig er t.d. áberandi lægst hlutfall básafjósa með rörmjaltakerfum á Suðurlandi eða 35,1% en yfir allt landið er þetta hlutfall 50,5%. Að sama skapi er hlutfall lausagöngufjósa án mjaltaþjóna hæst á Suðurlandi (33,3%) en áberandi lægst á Norðurlandi vestra (11,8%). Þá vekur nokkra athygli að hlutfall lausagöngufjósa með mjaltaþjónum er mjög svipað á Suðurlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi, eða um 21%. Hæst meðalnyt í mjaltaþjónafjósum Þegar skoðað er samhengi afurða, samkvæmt skýrsluhaldi BÍ, og fjósgerða kemur ekki á óvart að fjós með mjaltaþjónum eru langafurðahæst á landinu með 6.013 kg mjólkur að jafnaði á hverja árskú og er það í samræmi við niðurstöðurnar undanfarin ár. Hefðbundin básafjós eru með lægstu meðalnytina en annað væri óeðlilegt enda um helmingur allra fjósa. Næstafurðahæstu búin eru svo hefðbundin lausagöngufjós án mjaltaþjóna. Meta má áhrif tíðari mjalta (með notkun mjaltaþjóna) á framleiðsluna með því að skoða muninn á meðalafurðum fjósa með mjaltaþjóna annars vegar og allra annarra fjósgerða hins vegar. Fjós án mjaltaþjóna eru að jafnaði með 5.437 kg/árskú eða 9,6% minni framleiðslu á hverja árskú en fjós með mjaltaþjónum. Er þessi munur í samræmi við væntingar enda má gera ráð fyrir töluverðri afurðaaukningu við það eitt að mjólka kýr oftar en tvisvar á dag. Árið 2011 var þessi munur hins vegar minni eða 6,5% og bendir það til þess að bændur með mjaltaþjónabú eru að ná betri og betri tökum á bústjórn þessara búa. Mjaltaþjónafjós einnig stærst Ekki þarf að koma á óvart að lausagöngufjós með mjaltaþjónum eru stærst að meðaltali en árskúa- fjöldi þeirra er að meðaltali 64,7. Þrátt fyrir að þessi bú beri af í fjölda kúa, þá er bústærðin enn vafalítið nokkuð undir þeim mögulega árskúafjölda sem þessi fjós geta borið þar sem hönnun þeirra byggir á því að hver mjaltaþjónn geti þjónað 60–70 kúm og þetta meðaltal nær til fjósa sem eru með fleiri en einn mjaltaþjón. Næst stærsta fjósgerðin er svo lausagöngufjós án mjaltaþjóns og þar á eftir þá básafjós með mjaltabásum. Hin hefðbundnu básafjós eru svo innan við helmingi minni en mjaltaþjónafjósin eins og sjá má á töflu 2. 54,3% kúa í lausagöngu Eins og áður segir hafa orðið miklar breytingar á aðbúnaði íslenskra mjólkurkúa á undanförnum áratug og árið 2009 náðist sá merki áfangi að helmingur kúnna hér á landi var þá í lausagöngufjósum. Þessi fjöldi er nú kominn í 54,3% og eykst jafnt og þétt á hverju ári. Þar sem kýrnar sem eru í lausagöngu eru afurðameiri að meðaltali er hlutfall mjólkur frá þessum kúm enn hærra, eða 56,3%. Þá reiknast hlutfall mjólkur frá kúm sem eru mjólkaðar með mjaltaþjónum að vera 30,6% en hlutfall mjólkur frá kúm í básafjósum með rörmjaltakerfum er þó hærra eða 34,0%. Fjórðungur með aftakara Árið 2009 voru í fyrsta skipti teknar saman upplýsingar um vinnuléttandi tækni við mjaltir, þ.e. upplýsingar um brautakerfi í básafjósum, aftakarakerfi í básafjósum og tíðni aftakarakerfa í mjaltabásum. Var þetta gert til þess að varpa betur ljósi á þær vinnuaðstæður sem kúabændur landsins búa við, enda er einn mesti vinnusparnaður við mjaltir talinn felast í aftakaratækninni. Á þeim fjórum árum sem liðin eru hefur orðið nokkur hlutfallsleg aukning á notkun tækninnar í básafjósum, bæði vegna nýfjárfestinga í tækninni en einnig vegna úreldingar básafjósa sem ekki höfðu þessa tækni. Þannig var fimmta hvert fjós með þessa tækni árið 2009 en nú fjórða hvert fjós. Fjögur fjós með mjaltabása af hverjum fimm eru hins vegar með þessa tækni og hefur það hlutfall haldist síðustu fjögur ár. Breytingar fram undan Þó svo að töluverðar breytingar hafi orðið hér á landi undanfarin ár er fyrirséð að tiltölulega miklar breytingar eiga enn eftir að verða á allra næstu árum, enda rúmlega 40% mjólkurinnar enn frá kúm í básafjósum. Sjáanleg tækifæri til aukinnar tæknivæðingar á hluta kúabúa á Íslandi eru klárlega til staðar og má búast við töluverðum breytingum á næstu 4–6 árum á þessu sviði. Hægt er að lesa hina ítarlegu skýrslu í heild sinni á vef Landssambands kúabænda, www. naut.is. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktardeild Þekkingarseturs landbúnaðarins í Danmörku Tafla 1: Fjósgerðir og mjaltatækni, þróun í fjölda á landsvísu Básafjós m. fötukerfum 24 7 -71% Básafjós m. rörmjaltakerfum 614 323 -47% Básafjós m. mjaltabásum 114 62 -46% Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 109 139 28% Lausagöngufjós m. mjaltaþjónum 11 108 882% Annað 1 1 0% Tafla 2. Meðalfjöldi árskúa eftir fjósgerð og mjaltatækni Árið 2013 Árskýr, meðaltal Básafjós með fötukerfum 10 Básafjós með rörmjaltakerfum 27,2 Básafjós með mjaltabásum 37,9 Lausagöngufjós án mjaltaþjóna 45,5 Lausagöngufjós með mjaltaþjónum 64,7 Hlutfallsleg skipting fjósgerða 1994-2013 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Bifvélavirki óskast Óskum eftir vönum bifvélavirkja við almennar viðgerðir. Hæfniskröfur: Íslenkumælandi. Góða enskukunnátta. Hafa gott vald á bilanagreiningu á rafmagni. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar og umsóknir: betribilar@simnet.is Óskum eftir vönu i l i j i l e nar viðgerðir. H fniskröfur: Íslensku ælandi. Góð . Gott vald á bilanagreiningu á rafmagni. Reyklaus vinnustaður. Vinsamlegast hringið í Atla Vilhjálmsson í síma 568-1411 eða 897-1852

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.