Feykir


Feykir - 03.02.1988, Qupperneq 2

Feykir - 03.02.1988, Qupperneq 2
2 FEYKIR 4/1988 JFEYKIRF Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann Sigurösson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalgötu 2, Sauöárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauöárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 95-6703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarsonsson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann Björnsson sími 95-5253, Magnús Ólafsson sími 95-4495, Þorgrímur Danielsson sími 91-30538, örn Þórarinsson sími 96-73254, Júlíus Guðni Antonsson sími 95-1433 og 985-25194 Auglýsingarstjóri: Haukur Hafstað sími 95- 5959 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55 krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 kr ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 210 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. |— leiðari------------------------------------- Hvað er að gerast? Staða atvinnuveganna er frekar svört þessa dagana. Uppsagnir starfsfólks hraðfrystihússins á Hofsósi lýsa stöðu frystingarinnar mjög vel, en hún er nú rekin með tapi og er ekki að sjá að það muni breytast. Utgerðin er einnig rekin með tapi. Það er ljóst að einhverjar björgunaraðgerðir verða að koma til. Einna mest hefur verið rætt um gengisfellingu, en hún myndi bæta rekstrarskilyrði bæði útgerðar og vinnslu. En gengisfelling hefur þær verkanir einnig að rekstur annarra fyrirtækja gæti versnað. Til dæmis má búast við að Steinullarverksmiðjan verði rekin með hagnaði á þessu ári, ef til gengisfellingar kemur má búast við að sá hagnaður verði að engu og verksmiðjan verði rekin með tapi. En erfiðleikarnir er víðar. Fyrir liggur gjaldþrot hjá refabændum. Ef þeim verður ekki hjálpað út úr þeim erfiðleikum sem þeir eru í má búast við að þeir taki minkabændur með í fallinu. Hver saumastofan á fætur annari er nú að loka vegna verkefnaskorts. Ef ekki verður hugað að endurbótum í ullar- og skinnaiðnaði landsmanna verður ekki bjart framundan í þeim málum. Ríkisstjórnin hefur því nóg að gera á næstu vikum. Hún er nauðbeygð til að gera eitthvað í málunum. Ekki skal dæmt um hvað er heppilegast en eitt er víst að hjól atvinnulífsins verða að snúast. Við megum því ekki láta sem allt sé komið á vonarvöl heldur að reyna að líta björtum augum til framtíðarinnar. Öðruvísi tekst okkur ekki að komast út úr þeim erfiðleikum sem við erum í. Þrátt fyrir að í þessum leiðara sé minnst á þau mál sem eru í brennideplinum þessa stundina og ganga hvað verst má ekki gleyma að til eru fyrirtæki sem vel ganga. En það sem mestu máli skiptir er að þeim fyrirtækjum sem halda þjóðarskútunni á Éoti verði gert kleift að halda áfram rekstri. Hvað gerist ef það mistekst? Athugasemd vegna Guðrúnar á Reykjavöllum Hinn 24. október s.l. hélt Sögufélag Skagfirðinga upp á 50 ára afmæli með samkomu í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þar sátu 200 manns í góðum fagnaði við veitingar og skemmtidagskrá. Gildur þáttur í gleðskap þessa kvölds var flutningur félaga úr Leikfélagi Sauðár- króks á efni úr útgáfubókum Sögufélagsins. Voru þar fluttir fáeinir þættir, færðir í samtalsform, og sagðar smá- sögur og skrýtlur m.a. nokkur tilsvör höfð eftir Guðrúnu Jóhannesdóttur á Reykjavöllum. Nú hefur komið á daginn, að einhverjum afkomenda Guðrúnar á Reykjavöllum mislíkaði þessi flutningur og þótti vera kastað rýrð á minningu Guðrúnar svo menn gætu hafa álitið hana hálfgerðan fáráðling. Eg tek auðvitað á mig fulla ábyrgð á því hvaða efni var þarna flutt, því ég tiltók sjálfur efni úr bókum félagsins, m.a. ýmsar spé- legar sögur, sem birtust í 5. hefti Skagfirðingabókar af forföður mínum, séra Páli á Knappsstöðum. Því miður vannst ekki tími til að flytja þetta allt og voru sögur af séra Páli, ásamt fleiru, lagðar til hliðar. Allt var þetta efni aðgengi- legt á prenti hverjum sem hafa vildi. Mitt mat var, að það væri saklaust og ætti engan að særa, og í því tilfelli, sem sneri að Guðrúnu á Reykjavöllum, þá væri það henni ekki til hneisu á nokkurn hátt. Þar var beinlínis tekið fram orðrétt, að hún hefði verið „mesti forkur að dugnaði og sögð skynsöm, en leit stundum sérstæðum augum á suma hluti”. Eg hef þá skoðun, að þá vantaði meira en lítið krydd í mannlífið, ef enginn léti eftir sig minnileg tilsvör eða spaugileg, og einhvem veginn finnst mér, að þeir, sem með orðum og athöfnum skera sig frá fjöldanum, færi oft á tíðum merkilegri persónu en hinir, sem eru svo sléttir og felldir, að yfirleitt sé ekkert hægt um þá að segja. Mér þykir mjög miður að þessar, að mínu álit mein- lausu skrýtlur, skyldu vekja Dagana 24.-30. janúar var haldin svokölluð „krakkavika” á Siglufirði. Að henni stóðu starfsstúlkur á barnaheimilinu og tilgangurinn með þessu framtaki var að vekja athygli á barnaheimilinu og því starfi sem þar fer fram og jafnframt að afla fjár til kaupa á segulbandstækjum fyrir heimilið. Að sögn Kristlaugar Sigurðardóttur forstöðukonu barnaheimilisins sýndu bæjarbúar þessu fram- taki mikinn áhuga og kom fjöldi þeirra til að njóta þess sem vikan bauð uppá. Meðan „krakkavikan” stóð yfir var haldin sýning í Ráðhúsinu á Siglufirði þar nokkrum angur. Það var hreint ekki tilgangurinn, og hefðu þær þá að sjálfsögðu aldrei verið lesnar upp á samkomunni. Hún var til þess ætluð, að sögufélagar kæmu þar saman og allir gerðu sér glaða stund. Sauðárkróki 28. janúar 1988 Hjalti Pálsson sem myndir teiknaðar og litaðar af krökkum 2ja -5 ára voru til sýnis ogsölu. Um 360 manns komu á myndasýning- una og seldust allar myndimar upp. í tengslum við þetta framtak kom Hallveig Thorla- cius norður með brúðuleik- sýningu og sýndi í tvo daga og á laugardaginn hafði Leikfélag Siglufjarðar tvær sýningar á atriðum úr Dýrunum í Hálsaskógi í Nýja-bíói við húsfylli og góðar undirtektir. Allur aðgangur að „krakka- vikunni” var ókeypis og tókst hún í alla staði vel að sögn Kristlaugar Sigurðar- dóttur forstöðukonu. Kristlaug Sigurðardóttir ásamt krökkum á málverka- sýnmgunm. Krakkavika á Siglufirði Brother AX 15 Fislétt og meðfærileg Full af tækninýjungum m.a. 40 stafa leiðréttingarminni Stórlækkað verð STLILIL sf Skagfirðingabraut 6b - Simi: 95-6676 - 550 Sauöarkrokur

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.