Feykir - 03.02.1988, Síða 3
4/1988 FEYKIR 3
Sauðárkrókur:
r
Birgir Isleifur í heimsókn
í síðustu viku kom góður
gestur til Sauðárkróks. Það
var menntamálaráðherra Birgir
ísleifur Gunnarsson. Atti
hann meðal annars viðræður
við ráðamenn bæjarins og
skólamenn um skólamál og
uppbyggingu skólamannviikja í
bæjarfélaginu.
I lok heimsóknar sinnar
svaraði Birgir góðfúslega
nokkrum spumingum blaða-
manns Feykis.
Nú ert þú búinn að skoða
skólamannvirki og kynna
þér húsakost.
Hvað miklum fjármunum
veiður varið til uppbyggingar í
Fjölbrautaskólaum?
„Það er búið að samþykkja
að veita 20 millj. í heimavist
Fjölbrautarinnar. Það á að
nægja til að klára efri hluta
hennar. Við vonumst til að
hægt verði að taka þennan
part í notkun fyrir haustið”.
Hvað með fjárveitingu til
Bóknámshúss?
„Á þessu ári er ekki gert
ráð fyrir fjárveitingu til
Bóknámshúss. Ég hef nú
kynnt mér aðstæður hér og
mér sýnist að það sé
nauðsynlegt að Bóknámshús
fylgi fast á eftir heimavistinni.
Það hefur komið upp í
þessum viðræðum sem ég hef
haft við forráðamenn skóla-
mála og bæjaryfirvöld að
leitast eftir að gera sérstakan
samning við menntamála-
ráðuneytið og yfirvöld um
byggingu Bóknámshússins
og kostnaðarhlutdeild ríkisins
og sveitarfélaganna og ég
vona að þær viðræður geti
farið í gang mjög fljótlega.
Hinsvegar verður lögð
höfuðáhersla á að ljúka
byggingu heimavistarinnar
þannig að ég get ekki lofað
því að veitt verði fjármagn til
Bóknámshúss á næsta ári”.
Hvað með skólamál almennt
hér í kjördæminu?
„Ég hef í hyggju að
heimsækja fræðsluskrifstofuna
mjög fljótlega til þess að eiga
viðræður við fræðslustjóra og
heimsækja fleiri skóla hérum
slóðir en það má segja að
þetta sé mín fyrsta heimsókn
í þetta kjördæmi”.
Nú svo við víkjum að öðru.
Þeirri kröfu hefur verið
komið á framfæri að íbúar á
Norðurlandi vestra fái svæðis-
útvarp. Hvernig líst þér á þá
hugmynd og munt þú beita
þér fyrir því að þetta mál nái
fram að ganga?
„Mér líst vel á þessa
hugmynd. Ríkisútvarpið hefur
haft það á stefnuskrá að auka
þjónustuna við landsbyggð-
ina og fréttaflutning frá
landsbyggðinni. Svæðisútvarp
á Akureyri reið á vaðið og
þar er komin allþokkaleg
aðstaða bæði til útsendinga
og til vinnuaðstöðu fyrir
dagskrárfólk. Á Vestfjörðum
hefur verið sérstakur frétta-
ritari. Á Austfjörðum er
kominn vísir að svæðisútvarpi
en þar eru útsendingar að
TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 98
Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2
Efstaleiti 1
108 Reykjavík
Merkt Tónlistarkrossgátan
Á skrifstofu F.á S. Frá vinstri Jón F. Hjartarson, Birgir ísleifur
Gunnarsson, Björn Sigurbjörnsson og Snorri Björn
Sigurðsson.
vísu mjög takmarkaðar en
fréttaflutningur er þar mjög
til fyrirmyndar. Það sem
menn kvarta undan hér er að
fréttaflutningur héðan sé
slakur og frekar neikvæður.
Það sem ég sé fyrir mér er að
hér verði komið fyrir fréttarit-
ara sem hefði með þetta
svæði að gera og sem gæti
þróast smámsaman. En fjár-
hagur ríkisútvarpsins er ekki
mjög beisinn um þessar
mundir og það berst í
bökkum fjárhagslega. Ég
mun þó ræða þetta við
útvarpsstjóra þegar ég kem
suður hvort hægt væri að
lagfæra þjónustuna við þetta
svæði”.
Eitthvað að lokum?
„Ég hef haft mjög gaman
að þessari heimsókn og hafði
mikið gagn af því að ræða við
forsvarsmenn skólanna hér
og bæjarfélagsins til að Finna
hvar eldurinn brennur heitast
á mönnum. Eitt atriði kom
sérstaklega upp í viðræðum
okkar en það er að
menntamálaráðuneytið í sam-
vinnu við bæjaryfirvöld hefur
ákveðið að halda hér
menningarhátíð eða M hátíð
eins og það hefur verið kallað
nú á sumri komanda. Þessar
hátíðir hafa verið haldnar á
Akureyri og á Isafirði og við
ætlum að kanna hvort
grundvöllur er fyrir að halda
hana hér í sumar”.
Launareikningur
er kjarabót fyrir
launþega
Við bjóðum þeim fjölda
einstaklinga sem leggja
reglulega inn fé, tékka-
reikning sem sameinar
kosti veltureiknings og
sparireiknings.
Launareikningur er með 20% lág-
marksávöxtun og í stað þess að reikna
vexti af lægstu innstæðu á 10 daga
tímabili, eru reiknaðir vextir af inn-
stæðunni eins og hún er á hveijum
degi.
Handhafi tékkareiknings getur breytt honum í
launareikning án þess að skipta um reikningsnúmer.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í
afgreiðslunum
BÚNAÐARBANKIÍSLANDS
Útibúið á Sauðárkróki
Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð
TRAUSTUR BANKI