Feykir - 03.02.1988, Side 6
6 FEYKIR 4/1988
Knattspyrna 2. deild:
K.S. og TindastóO keppa
Þann 21. maí n.k. ferfram
fyrsta umferðin í Islandsmóti
2. deildar í knattspyrnu. Tvö
lið af Norðurlandi vestra eru
í 2. deild, KS og Tindastóll,
og það eru einmitt þessi lið
sem eigast við í fyrstu
umferð. Leikurinn fer fram á
Siglufirði og verður án efa
mikill baráttuleikur því þegar
þessi lið hafa keppt hefur
ekkert verið gefið eftir. Fyrsti
heimaleikur Tindastóls er
gegn Víði 28. maí.
Siglfirðingar hafa fengið
Englending til að þjálfa liðið
og heitir sá kappi Eddie May.
Eddie er fyrrum atvinnu-
maður í ensku knattspyrn-
unni en hin síðustu ár hefur
hann þjálfað á ýmsum
stöðum. Eddie kemur til
landsins í mars til að þjálfa
liðið. Því er ekki að efa að
Siglfirðingar koma sterkir til
leiks í sumar.
Bjarni Jóhannsson hefur
verið endurráðinn þjálfari
hjá Tindastóli, en eins og
öllum ætti að vera kunnugt,
komst Tindastóll upp úr 3.
deild síðasta sumar og leikur
í annað sinn í 2. deild. Arið
1984 varð Tindastóll í næst
neðsta sæti og féll því aftur í
3. deild. Ekki er að efa að
strákarnir hafa sett sér það
markmið að gera betur nú og
halda 2. deildarsætinu.
Knattspyrna:
Bjami frá í 8 vikur
Bjarni Jóhannsson þjálfari
Tindastóls í knattspyrnu
varð fyrir því óhappi á
Islandsmótinu innanhúss, sem
fór fram í Laugardalshöll
fyrir skömmu, að slíta
liðbönd í innanverðu hnénu.
Honum til happs sluppu
krossbönd og liðþófí í hné frá
meiðslum, en algengt er að
þau slitni með. Bjarni verður
frá æfingum og keppni
sökum þess í 7-8 vikur.
Feykir hafði samband við
Bjarna á Landakotsspítala,
þar sem hann liggur, ogsagði
hann að skipt yrði um gifs á
sér annað hvort í dag eða á
morgun og hann myndi
koma norður um næstu
helgi. „Eg verð a.m.k. 6 vikur
í því gifsi og eftir það tekur
það þónokkurn tíma aðjafna
sig og ná upp formi. Þetta
kemur sér óneitanlega mjög
illa fyrir mig sjálfan en ætti
ekki að hafa áhrif á þjálfun
liðsins, ég tek til við hana um
leið og ég kem heim” sagði
Bjarni. Aðspurður um hvort
hann ætlaði sér að leika með
liði Tindastóls í sumar sagði
Bjarni að hann hefði ekki
stefnt að því. ,,Ef svo yrði þá
verður maður ekki leikhæfur
fyrr en í júní, en ég á ekki von
á að það komi til” sagði
Bjarni að lokum.
K.K. á
Þann 1. janúar frumsýndi
Hótel ísland eina glæsilegustu
sýningu sem sett hefur verið
upp hér á landi „Gullárin
með KK”.
Rakin er saga eins vinsæl-
asta hljómsveitarstjóra allra
tíma Kristjáns Kristjánssonar
og hljómsveitar hans KK
sextettsins í tali og tónum.
Ein ástsælasta söngkona
íslendinga Ellý Vilhjálms
kemur nú fram í fyrsta sinn
opinberlega í 26 ár og syngur
flest af sínum vinsælustu
lögum eins og „Vegir liggja
til allra átta”, „Heyr mina
Sýslunefndarsaga
Skagfirðinga
Fyrra bindi af tveim er komið út. Höfundur er
Kristmundur Bjarnason, rithöfundur á Sjávarborg.
Hér er um að ræða héraðssögu Skagfirðinga á starfstíma
sýslunefndar frá 1874 til 1988.
í bókinni eru um 100 Ijósmyndir, nær allar teknar á
tímabilinu 1874 til 1940.
Sögufélag Skagfirðinga býður félagsmönnum sínum
bókina á hagstæðum kjörum, en auk þess fæst hún
í bókaverslunum.
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
Hótel íslandi
bæn”, „Brúðkaupið” og „Ég
vil vera uppi í sveit” ásamt
fleiri vinsælum söngvum.
I sýningu þessari fer
Ragnar Bjarnason einnig á
kostum í lögum eins og
„Vertu ekki að horfa svona
alltaf á mig”, Just one of
those night”, „Hún var með
dimmblá augu dökka lokka”
ásamt gömlum góðum Presley
lögum.
Stórhlutverk eru í höndum
þeirra Bessa Bjarnasonar og
Júlíusar Brjánssonar en þeir
ásamt 50 leikurum, dönsurum
og hljóðfæraleikurum túlka á
frábæran hátt tímabil Gull-
áranna sem var dans og
músik frá morgni til kvölds.
14 manna stórhljómsveit
undir stjórn Ólafs Gauks
annast allan undirleik í
sýningunni en rúsínan í
pylsuendanum er sjálfur KK
sextettinn sem ásamt því að
spila stórt hlutverk í sýning-
unni leikur fyrir dansi og eru
söngvarar að sjálfsögðu Ellý
Vilhjálms og Ragnar Bjarna-
son.
Höfundar Gulláranna eru
þeir Gísli Rúnar Jónsson og
Ólafur Gaukur. Leikstjóri er
Sigríður Þorvaldsdóttir og
höfundur dansa er Nanna
Ólafsdóttir og búninga gerði
Gerla.
Ekkert hefur verið sparað
til að gera söngleik þennan
sem glæsilegastan og býður
Hótel Island alla landsmenn
velkomna. Miðasala og borða-
pantanir eru alla virka daga í
síma 68711 1 frá 9 - 19, allar
nánari upplýsingar gefur
Birgir Hrafnsson markaðs-
stjóri í síma 621520.
Flugleiðir:
Helgarferðir
vinsæll ferðamáti
í vetur gerir innanlands-
áætlun Flugleiða ráð fyrir
nokkuð á annað hundrað
flugferðum á viku frá
Reykjavík til tíu staða á
landinu. Frá þessum viðkomu-
stöðum Flugleiða eru svo
greiðar götur til yfir 30
annarra staða með samstarfs-
flugfélögum og langferðabif-
reiðum. I sambandi við þetta
víðtæka samgöngunet hafa
Flugleiðir í nokkur ár sett
upp helgarferðir til Reykjavíkur
og frá Reykjavík til margra
staða á landinu. Helgarferð-
irnar innifela flug báðar
leiðir, gistingu í tvær nætur
með morgunverði ásamt
möguleikum á tveim gisti-
nóttum til viðbótar. Fyrsti
ferðadagur er fimmtudagur
og síðasti ferðadagur mánu-
dagur. Þessi ferðamáti á
miklum vinsældum að fagna
og sérstaklega hefur janúar-
tilboð, sem er í gildi frá 7.
janúar til 9. febrúar ár hvert,
auðveldað ferðalög á þessum
árstíma.
Helgarferðir eru kjörinn
ferðamáti til þess að lyfta sér
upp í skammdeginu, heim-
sækja vini og kunningja og
njóta skemmtana og menn-
ingarviðburða.
Samstarfshótel Flugleiða í
helgarferðum til Reykjavíkur
eru: Hótel Borg, Hótel Esja,
Holiday Inn, Hótel Lind,
Hótel Loftleiðir, Hótel Óðinsvé,
Hótel Saga.