Feykir


Feykir - 03.02.1988, Qupperneq 8

Feykir - 03.02.1988, Qupperneq 8
ÆEYKIW 3. febrúar 1988 4. tölublað, 8. árgangur Feykir kemur út á miðvikudögum Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum TAXI Sauðárkróki Sími FARSÍMI 5821 985 20076 Steindir gluggar í Reynistaðarkirkju Fyrir tveim árum kom sú hugmynd fram að láta gera steinda glugga í Reynistaðar- kirkju. Var fyrrverandi og núverandi sóknarbömum henn- ar gert viðvart til að kanna hvort áhugi væri fyrir þessu og jafnframt hvort einhverjir vildu láta eitthvað af hendi rakna í þessu skyni. Margir hafa brugðist vel við og hafa kirkjunni borist gjafir, áheit og minningargjafir. Eru gefendum færðar hjartanlegar þakkir hér með. I október s.l. var svo fyrsti steindi glugginn settur í kirkjuna. Er hann gerður af hinum kunna listamanni Leifi Breiðfjörð. A þessu ári verða liðin 120 ár síðan Reynistaðarkirkja var reist. Er fyrirhugað að minnast afmælisins á sumri komanda við messugjörð og einnig er ætlunin að láta gera tvo steinda glugga í viðbót. Þeim sem vildu ljá þessu máli lið er bent á að kirkjan hefur spb. nr. 261062 í Búnaðarbankanum á Sauðár- króki. Athygli skal vakin á að minningarkort Reynistaðar- kirkju fást hjá frú Guðrúnu Steinsdóttur á Reynistað og frú Önnu Hjartardóttur Víðigrund 6 Sauðárkróki. I sóknarnefnd Reynistaðar- kirkju eru: form. Hróðmar Margeirsson Ögmundarstöðum, ritari Ingibjörg Sigurðardóttir Varmalandi, gjaldkeri Sólberg Steindórsson Birkihlíð. Skagafjörður: Leíkskólí í Fyrir um einu og hálfu ári var stofnað foreldrafélag í Hjaltadal. Helsta ástæðan fyrir stofnun félagsins var mikil þörf fyrir að koma upp gæslu og leikaðstöðu fyrir börn í sveitinni, en all margt fólk vinnur ávallt að marg- þættri starfsemi Bændaskól- ans og voru dæmi þess að vel menntað fólk einkum konur gátu ekki sinnt þeirri vinnu sem bauðst vegna þess að þær voru bundnar heima yfir börnum. Nú í vetur gengst foreldrafélagið fyrir rekstri leikskóla á Hólum sem í eru 8 börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Leikskólinn er þannig rekinn að Bændaskólinn leggur til endurgjaldslaust 40 fermetra húsnæði ásamt hita og rafmagni. Hólahreppur greiðir hluta af rekstrar- kostnaði skólans en leik- skólagjöld standa einnig undir hluta af rekstrarkostnaði. Auk þess veitti ríkið nokkurn stofnstyrk til kaupa á húsbúnaði, leikföngum og ýmsum nauðsynlegum búnaði sem tilheyrir starfsemi sem þessari. Þeir Hjaltdælingar voru svo lánsamir að fóstru- menntuð kona Guðbjörg Vésteinsdóttir var búsett í sveitinni og hefur hún veitt leikskólanum forstöðu, með henni vinnur ein stúlka í Hjaltadal hlutastarfi Að sögn Guðbjargar er þetta annar veturinn sem leikskólinn er starfræktur og hefur starfsemin gengið ágæt- lega. Þó sé því ekki að neita að full þörf sé fyrir rekstri barnaheimilis í sveitinni sem tæki börn allt niður í 6 mánaða gömul í pössun. Aðstæður leyfi hinsvegar ekki slíkt enn sem komið er. Nokkuð er misjafnt hvað bömin eru lengi í leikskólanum á dag, en þau fara þó öll heim í hádeginu þar sem ekki er aðstaða til eldamennsku og borðhalds í núverandi hús- næði. A-Hún: Þorrablót Um síðustu helgi var þorrablót haldið á Blönduósi, um næstu helgi verður blótað á Skagaströnd og síðan verður svokallað hreppablót um miðjan mánuðinn. Mann- fjöldi er jafnan á öllum þessum blótum og mikil vinna lögð í aðundirbúa þau. M.a. semja menn oft annála og setja atburði liðins árs á svið á þann hátt sem hæfir á þorrablótum. Blönduós: Hjálparsveit skáta kaupir snjóbíl Hjálparsveit skáta á Blöndu- ósi hefur nýlega fest kaup á mjög öflugum snjóbíl. Bíllinn er með húsi fyrir einn farþega auk ökumanns og þannig búinn tilbúinn til notkunar. Oddvitínn: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hins vegar ætla félagar í hjálparsveitinni að smíða hús fyrir 10 manns á bílinn og munu þeir gera það að mestu sjálfir á næstu 6-9 mánuðum. Þá verður auðvelt að færa sætin til þannig að pláss verði fyrir tvennar sjúkrabörur. Hjálparsveit skáta hefur um árabil unnið öflugt starf og lagt mikla áherslu á að auka búnað sinn til björgunar- og hjálparstarfa. Sveitin á nú auk snjóbílsins öflugan bíl og tvo snjósleða. Þá á hún mikið af tækjum eins og t.d. búnað til klifurs í klettum o.fl. Peninga til þess að kaupa tæki og búnað aflar sveitin m.a. með sölu flugelda og sölu grenis og jólatrjáa. Þá eru félagarnir oft með brauðsölu fyrir utan Félags- heimilið á Blönduósi þegar þar eru dansleikir. Þykir mörgum gott að fá sér heitar samlokur þá haldið er heim á leið að loknum dansleik. Þá hefur sveitin stundað fisksölu o.fl. Að sögn Jakobs Jónssonar formanns Hjálparsveitarinnar gat sveitin þegar greitt tvo þriðju af kaupverði snjóbifreiðar- innar. Þriðjungur kaupverðs fékk sveitin að láni, en síðan er eftir að kaupa efni í yfirbygginguna og ýmsan nauðsynlegan búnað í bílinn, eins og t.d. fjarskiptatæki o.fl. Bíllinn er af gerðinni LMC 1500. í honum er 6 strokka 120 ha AMC vél, hann er sjálfskiptur og gengur á 35-40 km hraða á klst. Hann er 2,4 m á breidd og 3,5 m á lengd. A honum er snjótönn, 2,4 m á breidd sem hægt er að skekkja á 6 vegu. Innflytjandi er Gísli Jónsson og co í Reykjavík. Þetta er annar bíllinn, sem fluttur er til landsins af þessari gerð. Jakob Jónsson form. Hjálpar- sveitarinnar vildi koma á framfæri þakklæti til allra sem stutt hafa sveitina til þessarra kaupa, bæði með vinnu og gjöfum. Þá vildi hann þakka innflytjandanum fyrir góða þjónustu og lét þess getið að náðst hefðu mjög hagstæðir samningar um verð þessa bíls. á Siglufírði Hvernig líkar þér í skólanum? Dagur Gunnarsson: „Mjög vel. Kennararnir eru ágætir”. Már Örlygsson: „Bara vel”. Steindór Örvar Guðmunds son: „Svona sæmilega”. Mikael Bjömsson: „Það er allt í lagi að vera í skólanum”.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.