Feykir


Feykir - 05.10.1988, Síða 4

Feykir - 05.10.1988, Síða 4
4 FEYKIR 35/1988 Hin farsakennda atburðarrás stjómmálanna hér á landi undanfarið hefur skapað nokkra spennu og umræðu víða í þjóðfélaginu. Hugsandi menn hafa spáð í spilin og sumir kannski reynt að leysa þjóðarmeinin; s.s. verðbólgu og efnahagsvanda. A.m.k. þóttist Tryggvi frá Lónkoti vistmaður á Hjúkrunar- og dvarlarheimili aldraðra á Sauðárkróki höndla lausnina þegar hann sló á þráðinn til Feykis nýlega. Þessi upphringing Tryggva varð kveikjan að hugmyndinni að efna til umræðna meðal gamla fólksins um stjóm- málaástandið. Af henni varð þriðjudaginn í síðustu viku, daginn sem nýja stjómin var mynduð. Ólafur Lárusson í Skarði og Tryggvi Guðlaugsson frá Lónkoti „Þetta er kannski full mikil léttúð” Óli í Skarði og Tryggvi í Lónkoti reifa landsmálin Það sem háir nútíma Islendingnum einna mest er líklega tímaskorturinn og stressið, og kom það glöggt kom fram þegar núverandi stjórnarliðar féllu á tíma í fyrri tilrauninni til myndunar stjórnar á dögunum. En það er engin hætta á að gamla fólkið á elliheimilunum falli á tíma. Það hefur nægan tíma til að hugsa og kryfja málin til mergjar. Stressið nær ekki til þess, og kannski ættu stjórnmálamennirnir í tíma- hrakinu einmitt að sækja hollráð til gamla fólksins. Það var sjálfsagt mál að Tryggvi yrði einn af þátttak- endunum í umræðunum og þá sem fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, en þeim flokki hefur hann fylgt frá barnæsku. Vitað var að Olafur Lárusson fyrrverandi bóndi og hrepp- stjóri í Skarði er mikill fylgismaður kvennalistans, og var hann því líka sjálfsagður í hópinn. En með 3ja mann reyndist erfitt þegar til átti að taka. Enginn framsóknarmaður, sem þó þarna var nóg af, vildi gefa sig í umræðurnar, einkenni- legt nokk eins sterka stöðu og flokkurinn hefur um þessar mundir með Steingrím langvinsælasta stjórnmála- mann þjóðarinnar. Þar sem þátttakendur auk blaðamanns voru aðeins 2, datt pallborðs- umræðan um sjálft sig, en farið var inn á herbergi Tryggva og úr varð rúm- stokksumræða hans og Óla sem sátu á sitt hvorum rúmstokknum og reifuðu landsmálin. Margt skondið í bröltinu Óli: Eg hef verið svolítið spenntur hvar minn flokkur mundi lenda. Þetta er mikið atriði í þjóðfélaginu að kvenþjóðin hafi eitthvað um þessi mál aðsegja. Þess vegna kaus ég nú forsetann okkar á sínum tíma. Mér finnst það miður að þær hafi ekki fengist til að koma inn í stjómar- myndunarviðræðurnar núna. Ef þetta er eins stór flokkur og skoðanakannanir segja og fylgið á að haldast, verður hann að sýna ábyrgð. Annars er ekki hægt að segja annað en margt hafi verið skondið í þessu brölti. Eins og þegar Þorsteinn þóttist geta skaffað Albert ráðherrastól eftir að hafa rekið hann úr flokknum fyrir fáeinum mánuðum. Svona leika menn náttúrlega ekki sem einhverja sómatilfinn- ingu hafa. Ég sæi fyrir mér hvernig þetta hefði orðið í Skarðshreppi á sínum tíma ef menn hefðu sýnt svona brögð. Þó ég neita því ekki að mér finnst ég kannast við ýmislegt sem komið hefur upp á síðustu dögum. Það er eins og ýmislegt í þessu líkist því sem menn brölluðu í Skarðshrepp á sínum tíma,” sagði gamli hreppstjórinn í Skarði. Tryggvi sagðist strax hafa séð að þetta „stjórnarfyrir- brigði” gengi aldrei, og meinti þá ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar sálugu. „Við erum búin að vera í vandræðum undanfarin 2 ár og þjóðin er orðin hálfvillt. Sukkið og eyðslan hefur veriðsvo mikil. Svo fór stjórnin af stað með tóma vitleysu, ætlaði að safna í fjársjóð með þessum matarskatti, en svo fór allt á hausinn. Þjóðin hefur það allt of gott. Það er alltaf verið að fara í þessi ferðalög út um allan heim og alltaf verið að halda hátíðir og veislur. Þessi hátíð er varla búin þegar sú næsta byrjar. Þetta er algjörlega ofviða okkarþjóð- félagskerfi.” Er Brúnka undan Mósu eða Mósa undan Brúnku? Blm: Hvað hefur þér fundist um stjómarmyndunar- viðræðurnar, Tryggvi? „Eintóm hringavitleysa. Þær snérust eiginlega um það að Steingrímur sagði að þetta væri alltsaman klárt en svo þegar til átti að taka var þetta alh saman óklárt. Óli: Ég skil ekki hvernig þessi ósköp eru orðin til allt í einu. Það er sama í hvaða átt maður horfir, að alls staðar er sukkið og milljónirnar. Það er auðvitað búið að safna saman til margra ára þessum ófögnuði, öllum þessum gjaldþrotum sem maður heyrir um. Og að hugsa sér það sem maður heyrði núna á dögunum þegar allt fór um koll vestur á Dýrafirði. Kaupfélaginu og öllu dótinu sem ekki komst á flot var lokað með hengilás. Bara togararnir sluppu því þeir voru á sjó. Það er alveg óskiljanlegt að svona hlutir geti gerst. Ég held líka að Sambandinu hafi hrakað frá því Erlendur var með það. Þetta var bara eins og að strákar væru að versla með eitthvert glingur þegar Guðjón ætlaði að kaupa Utvegsbankann og Kópavogslandið. Svo var bara sagt aðj^etta væri ekkert að marka. Ég held þeir hafi spilað með Guðjón. Annars virðast viðskiptin vara orðin svona í þjóðfélaginu, það er ekkert að marka, ekki eitt heldur allt. Mér finnst Sambandið ekki hafa gegnt sínu hlutverki þegar kaupfélögin hafa farið um koll. Þá hefur hver túlkað eftir sínu höfði verðmætið, og það virðist alls ekki liggja fyrir hvort kaupfélögin eiga Sambandið eða Sambandið kaupfélögin. Þetta er svona svipað og, er Mósa undan Brúnku eða Brúnka undan Mósu?, þetta leikur allt lausum hala. — Nú var hlegið dátt inni í stofunni og ekki í eina skiptið. Tryggvi talaði um að þeir félagar sýndu kannski full mikla léttúð í umræðunum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.