Feykir


Feykir - 05.10.1988, Side 5

Feykir - 05.10.1988, Side 5
35/1988 FEYKIR 5 byrjaði að ferðast, en var þá kominn á síðasta snúning, orðinn 75 ára, þegarégfórað fara í bændafarirnar. Þá var komið að lokum þessara rúmstokksumræðna. Báðir voru þeirgamlingjarnir, Óli 89 ára og Tryggvi 85 í næsta mánuði, sammála um að nægir peningar væru til í þjóðfélaginu, og Óla fannst það ansi einkennilegt að 3 Islendingar þar af einn Skagfirðingur ættu meira en hálfan milljarð, þegar aðrir sæju ekki út úr skuldunum. Það fór ekki svo að menn færu alveg þurrbrjósta frá Tryggva frekar en á bannár- unum þegar hann bruggaði sinn landa þrátt fyrir áhættu sem því fylgdi og hann fékk að kenna á, þegar hann varð þrívegis uppvís að bruggun landa eins og frægt erorðið. Hann teygði sig inn í fataskápinn og náði í fleyg af hvíta hestinum. Ekki er ólíklegt að gömlu bændun- um hafi þá fundist þeir standa undir réttarveggnum en ekki við fataskápinn. Altént sagði Óli: „Þetta er allt í lagi, ég er á hesti,” og hestaskálin var drukkin. „Þetta var bara eins og strákarnir væru að versla meðeitthvert glingur”. Gott að komast í veislu Blm: En hefur þú einhverjar lausnir á efnahagsvandanum? Óli: Talvan ræður nú sjálfsagt orðið mestu hérna í þjóðfélaginu. Eg býst nú varla við að ég kunni að mata hana frekar en þingmennimir. En mér hefur flogið í hug gömlu kreppulánin sem tíðkuðust í kreppunni. Það þýddi að skuldirnar voru strikaðar út með einu pennastriki. T: Jáhá, þeir eru komnir með þau núna. Það varverið að tala um það í fréttunum núna klukkan 4. Stefán Valgeirsson var að segja að þeir væru búnir að setja sig yfir kreppulánasjóðinn. Hann fékk víst ekkert annað og var bara ánægður með það. (Hér átti Tryggvi örugglega við nýjan sjóð sem stofnað var til við myndun nýju stjórnar- innar og ýmsir hafa viljað kalla „bjargráðasjóðinn”, innsk. -þá). Óli: En spáðu í það ef Steingrími tekst nú að fækka ráðherrunum, þá fækkar veislunum um leið, þeim ófögnuði sem Tryggvi er að vitna í. Annars fyndist manni örugglega gott að komast í veislu. Hún er ekki heil í roðinu Blm: Þegar þú hringdir í mig um daginn Tryggvi, talaðir þú um matarskattinn sem aðalmeinsemdina og nefndir eitthvað fleira? „Já, hann er meinið. Þeir eiga að fella hann niður og líka hætta við 25% virðis- aukaskattinn sem þeir hafa talað um að setja á um næstu áramót. Svo eiga þeir að hætta með svínin og draga alveg niður í refnum og minknum líka.” Blm: En nú hefur Flosa gengið svo vel að selja svínakjötið væri ekki verið að hegna honum með þessu? T: Flosa? Ég veit ekkert hvað hann hefur verið að gera. Ja, allavega ætti að setja kvóta á það. Það hefur verið framleitt svo mikið af svínakjöti og alifuglakjöti að það er engin hemja. Það á að draga úr þessari neyslu svo að fjallalambið nái sér á strik aftur. Svo vil ég endilega láta skattleggja gjaldeyri sem fer út úr landinu, þ.e.a.s. ferðalögin til útlanda. Blm: Hvernig lýst ykkur svo á nýju stjórnina? Haldiði t.d. að huldumennirnir skili sér? T: Ég held að hún ráði aldrei við þann vanda sem við þeim blasir. En það geta sjálfsagt verið huldumenn bæði í Alþýðubandalaginu og Borgaraflokknum. Það er yfirlýst að hún Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir er ekki alveg heil í roðinu, sé heldur á móti Albert. Ég er hræddur um að lítið sé treystandi á sumt af þessu fólki. Það séu fleiri en hún sem geta sagt; stopp ég ræð mér sjálfur. Það kæmi mér ekki á óvart þó kommarnir hlypu útundan sér. Og svo hugsa ég nú að vinátta Steingríms og Jóns Baldvins sé bara á yfirborðinu. Og svo er það hestaskálin. Óli: Það er nú ábyggilega kapp í þeim að rétta þetta af. Ég hef trú á þessari stjórn. Reynslan er búin að vera svo rík fyrir þá núna undanfarið. Ég hef trú á að hún sitji út tímabilið. En þetta verður erfitt. Það er ekki bara einn laus endi, heldur er þetta allt meira og minna trosnað, og það verður ekkert íhlaupa- verk að tjasla þessu saman. Á réttri leið á síðasta snúning En í sambandi við það sem Tryggvi var að tala áðan um skattinn á ferðalögin. Ætli þetta sé ekki bara öfund í honum af því hann er orðinn svo gamall. Ef ég væri ungur í dag vildi ég gjarnan ferðast. Ég var á réttri leið þegar ég Rynkeby GBAPe •tynkeby ANANAS Rynkeby - ávaxtasafi Hollur - nærandi - bragðgóður Tilboðsverð! 1 líter appelsínusafi kr. 69- 1 líter ananassafi kr. 63- 1 líter grapesafi kr. 77- íkdgfírðingabúd Þú þarft ekki annaö!

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.