Feykir


Feykir - 05.10.1988, Side 6

Feykir - 05.10.1988, Side 6
6 FF.YKIR 35/1988 „Hef fundið að fólk hefur fagnað þessu segir umsjónarmaður vísnaþátta Feykis Guðmundur Valtýsson l>að er lönsu orðið Ijóst að vísnaþættir I'evkis njóta geysi- legra vinsælda meðal lesenda hlaðsins. Þar ræður ríkjum eins og eflaust flestir hafa tekið eftir Guðmundur nokkur \ altýsson bóndi á Eiríksstöðum i Svartárdal. Það var fyrir nokkru sem útsendari Feykis renndi fram í Svartárdalinn i þeim tilgangi að taka Guðmund lali. Samræðurnar snérust eingöngu um vísnaáhuga lians. ástand landbúnaðarins eða þ\ í um líkt kom ekkert til lals, ólíkt því þegar rætt er við hændafólk í fjölmiðlum. ..Þetta byrjaði þannig að mér var boðið á árshátíð hjá hestamannafélaginu Stíganda í Miðgarði á góunni í lyrravetur (‘87). Það höfðu verið af og til áður vísnaþættir í blaðinu en legið niðri um skeið, og þegar ég hitti Ara þáverandi ritstjóra á ballinu, spurði ég hann hvort það væri nokkur lifandis leið að hressa þetta við og koma sæinilegum vísnaþáttum í blaðið. Hann tók því mjög vel sagðist hafa verið að leita eftir þessu, en það fáist enginn til að taka það að sér. ,,En fyrst að þú ert að tala um þetta er þá ekki best að þú sýnir fram á að þetta sé hægt?,” sagði hann þá. Þetta var náttúrlega ekki það sem ég hafði ætlað mér. Fór svo að hugleiða þetta fyrst mig langaði að hafa þessa þætti í blaðinu. Fyrsti þátturinn kom svo í Feyki stuttu síðar. eða 1. apríl. Ótrúlegasta fólk haft samband Þetta áttu nú ekki að verða nema nokkrir þættir, en ég hef fundið að fólk hefur fagnað þessu og verið ánægt með þættina og hefur það haldið mér við þetta. Það er alveg útrúlegasta fólk sem hefur haft samband við mig, fólk sem manni hefði aldrei dottið í hug að læsi vísur. Eg fór t.d. á skemmtun til Reykjavíkur í vetur og hitti þar bæði Húnvetninga og Skagfirðinga sem voru að tala um vísnaþættina við mig. Annars finnst mérviðbrögð- in ekki eins mikil frá fólki ntina og fyrst. Þannig að mér finnst ég ekki fá nógu mikið af vísum frá því. Þáttagerðin byggist a því að maður fái slatta af aðsendu efni og hafi nóg úrval. Eg hef líka reynt að haga efni þáttanna nokkuð eftir árstíðum. T.d. núna um gangna- og réttar- leytið er ég aðallega með vísur sem tengjast þeim viðburð- um. Þá reyni ég líka að hafa þetta blandað með nýjum og gömlum vísum.” Faðernismál viðkvæm Vilja ekki stundum koma upp vafamál t.d. í sambandi við feðrun á vísunum? „Jú það er stundum á reiki með höfunda og maður er í vanda hvað á að kveða fast að orði með höfund. Stundum eru margir nefndir til sögunnar, og um höfund einstaka vísu er aldrei hægt að vita fyrir víst. Fyrir nokkrum árum var deilt hart bæði í blöðum og útvarpi um höfund vísu. Eg hafði aldrei heyrt annað en hún væri húnversk eftir Jón á Þingeyrum. Það var vísan sem byrjar svona: Nú er hlátur nývakinn. Annars hef ég ekki orðið svo mikið fyrir þessu, sloppið ótrúlega vel, enda eins gott því þetta eru mjög viðkvæm mál.” Hvenær byrjaði þessi vísna- áhugi þinn? ,,Eg var krakki þegar þetta byrjaði. Þá var í blaðinu Tímanum alltaf ein ferskeytla. Ég fór að klippa þetta út og safna. Bað meira að segja fólk af næstu bæjum að halda til haga blöðum fyrir mig. Það tíndist fljótt saman þónokkuð mikið og ég var í vandræðum hvernig ég ætti að geyma þetta. Það endaði með því að ég límdi þetta inn í myndaalbúm sem ég átti. Ég hef safnað að mér vísum úr blöðum og m.a. var Skúli heitinn Ben með ágætis vísnaþætti í Dagblaðinu á sínum tíma. A seinni árum hef ég sett þetta alltsaman inn í plast og geymi í möppum, annars verður þetta ónýtt hjá manni.” Villu Gústi o.fl. Maður skyldi ætla að þú ættir einhverja uppáhalds hagyrðinga? „Ekki neita ég því. Það eru ákveðnir menn sem maður hefur hlustað meira eftir. T.d. Bjarna frá Gröf sem við Húnvetningar köllum svo og einnig er þekktur sem Bjarni Jónsson úrsmiður á Akureyri. Ég hef oft verið með vísur eftir hann í þættinum. Svo eru Skagfirðingarnir auðvitað margir snjallir, s.s. Halli Hjálmars frá Kambi, Stefán Vagnsson, Stefán Stefánsson frá Móskógum o.fl. Valadals- bræður voru ljómandi góðir hagyrðingar og Húnvetningur einn sem Agúst hét og Nýlega féll dómur í Borgar- dómi Reykjavíkur í máli Örnólfs Guðmundssonar verk- taka frá Bolungarvík á hendur Vegagerð ríkisins vegna eftir- mála útboðsverks á Vatnsskarði. Vegagerðin var dæmd til að greiða Örnólfi 300 þúsund krónur í bætur og 100 þúsund í málskostnað. Verktakinn gerði um 10 milljón króna kröfu á kallaður var Villu-Gústi er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann gat alveg talað upp úr sér vísur. Astæðan fyrir nafngiftinni var villa sem hann lenti í hér uppi á Eyvindarstaðaheiði. Hugsaðu þér flestar vísur sem ég hef heyrt eftir hann eru hringhendur! Ég hef heyrt að mikið sé til eftir hann uppskrifað. Krakkarnir hans hafi safnað því eitthvað saman og látið prenta í mjög litlu upplagi, því enginn mátti eignast þetta nema þau. Ég hef heyrt um einn mann sem komst yfir þetta með því skilyrði að það yrði ekki gert opinbert fyrr en að ákveðnum tíma liðnum. Þetta er auðvitað hagyrðingur- inn og safnarinn Andrés Valberg og þar er kominn einn snilldarhagyrðingurinn enn. Afskaplega afkastamikill vegagerðina. Að mati Jónasar Snæbjöms- son umdæmisstjóra hjá vega- gerðinni eru þessar bætur mjög eðlilegar. en eftir er að sjá hvort Örnólfur telur svo vera. Hann hefur enn frest til áfríunar. Forsaga þessa máls er sú að fyrir 2 árum fór verktakinn frá óloknu útboðs- hagyrðingur, sem ég hef spjallað við og fengið ágætis vísur frá. Hann virðist geta ort endalaust.” En hefur þú ekkert ort sjálfur? „JÚ, ég hef verið að bralla við það svolítið og er náttúrlega búinn að gera það nokkuð Iengi. Hef kannski ennþá meira gaman af vísum fyrir það. En ég setti mér þó þá reglu, sem ég hef að vísu brotið örsjaldan, að nota þáttinn ekki til að koma mínum kveðskap á framfæri. Hins vegar hefur komið fvrir að fólk hefur fundið að því við mig, að því finnist meira mætti koma frá mér í þáttunum. En ég hef þá sagt því frá þessari ákvörðun minni.” sagði Guðmundur á Eiríksstöðum að endingu. Og við kveðjum Svartárdalinn að sinni. verki á Vatnsskarði og fékk því aðeins greitt fyrir þann hluta verksins sem lokið var. að mati vegagerðarinnar. Það sætti hann sig ekki við og taldi þær upplýsingar sem fram komu í útboðsgögnum á sínum tíma ófullnægjandi og beinlínis rangar, og fór fram á skaðabætur. Útboð Snjómokstur á Norðurlandi vestra veturna 1988-1989 og 1989-1990 Vegagerðin og flugmálastjórn óska eftir tilboðum ísnjómokstur meðvöru- bílum á eftirtöldum köflum: 1. Sauðárkrókur - Sleitustaðir, ásamt Alexandersflugvelli. 2. Sauðárkrókur - Vatnsskarð - Norðurárdalur. 3. Blönduós - Skagaströnd - Húnaver. Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins á Sauðárkróki frá og með 3. október nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 17. október 1988. Vegamálastjóri Vatnsskarð: Dómur fallinn í máli verktakans

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.