Feykir


Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 4

Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 44/1988 Útdráttur úr byggingar- sögu Hóladómkirkju ÚR OG KLUKKUR AÐ ÓGLEYMDUM HLJÓÐFÆRUNUM ALLT TILVALDAR JÓLAGJAFIR v\s^T' Rafsjárhúsinu SÆMUNDARGÖTU 1 Sauðárkróki - sími 95-5051 Sjúklingar og vistfólk á Sjúkrahúsi Skagfirðinga og Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðara geta nú horft á sjónvarp lengri hluta dagsins en áður. I síðustu viku voru þessum stofnunum færðir myndlyklar að gjöf. Það voru sjúkraliðar sem við þessar stofnanir vinna er gáfu annan myndlykilinn og hinn gaf Islenska sjónvarps- félagið, og einnig frítt afnotagjald af báðum lyklun- um um ókomna tíð. Sjúkraliðarnir vörðu af- rakstri kökubasars sem þeir héldu á dögunum til mynd- lykilskaupanna. Þettaerekki í fyrsta skipti sem sjúkralið- arnir gefa til sjúkrahússins. Tvívegis áður hafa þeir fært stofnuninni gjafir. Það var Stella Guðvinsdóttir sem afhenti Sæmundi Hermanns- syni sjúkrahúsráðsmanni mynd- lykilinn. Það var upp úr miðri átjándu öld sem menn fóru að velta því fyrir sér hvort endurbæta ætti þáverandi Hóladómkirkju eða byggja nýja. Menn komust fljótlega að raun um að hagkvæmast yrði að byggja nýja kirkju og voru aðalhvatamenn þeir Gísli Magnússon þáverandi biskup og Magnús Gíslason amtmaður. Amtmaðurinn sagði orðrétt í bréfi sínu til danska kirkjumálaráðuneytisins: „Nátt- úran hefur gætt Hólastað fegurra og endingarbetra byggingarefni en unnt er að panta frá öðrum löndum. Nefnilega hinum yfirmáta fagra rauða sandsteini sem þar finnst gnótt af í næsta nágrenni. Það virðist ósann- legt að formuna kirkjunni að verða uppbyggð á þann máta sem herrann sjálfur sýnist hafa ætlast til”. Hóladómkirkja er elsta steinkirkja landsins. Hún var byggðáárinum 1757-1763 úr rauðum sandsteini og blágrýti sem tekið var úr Hólabyrðu, fjallinu fyrir ofan staðinn. Það var danski arkitektinn Lauritz de Turah sem teiknaði kirkjuna en þýskur múrarameistari Sabinsky sá um framkvæmd verksins. Sabinsky hélt skýrslur meðan á byggingunni stóð, sem reynst hafa hinar merkustu og mikilvægustu heimildir við endurreisn kirkjunnar nú. Verulegar endurbætur voru gerðar á kirkjunni á árunum 1886-1889, nokkru eftir að bændaskóli var stofnsettur á Hólum. Var þá sett bárujáms- þak á kirkjuna, steypt í gólfið yfir rauða sandsteininn og gólfið hækkað. Breytingar voru og gerðar á innréttingum. Einnig voru settir í kirkjuna nýir gluggar með tólf rúðum hver og póstar úr járni. Um 1920 tók þjóðminjavörðurað hlúa að kirkjunni og gerði smám saman breytingar á henni, einkum tréverkinu sem hann reyndi að færa í meint upprunalegt form. Héraðsfundur Skagafjarðar- prófastsdæmis kaus nefnd árið 1938 sem hafði það hlutverk að reisa Jóni Arasyni minnisvarða á Hólum. Turninn var afhjúpaður á Hólum árið 1950. Hann er 27 metra hár og hefur varla verið reist hærra né fegurra minnismerki á landi hér. Stjórnvöld lýstu sig hlynnt endurgerð kirkjunnar og vorið 1987 skipaði Jón Helgason kirkjumálaráðherra Hólanefnd sem skyldi hafa umsjón með endurreisn kirkj- unnar. I henni eiga sæti Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup formaður, Hjálmar Jónsson prófastur, Jón Bjarna- son skólastjóri og Trausti Pálsson er tók sæti Jóns Friðbjörnssonar sem upphaf- lega átti sæti í nefndinni. Hólanefnd réð sér síðan framkvæmdastjóra Guðmund Guðmundsson. Samkvæmt áætlun sem gerð var skyídi endurgerð kirkjunnar lokið að innan á árinu 1988, en endurgerð að utan og fegrun umhverfis á árinu 1989. Verkið hófst 4. janúar og hefur verið unnið samfellt síðan. Kostnaður framkvæmda á þessu ári er um 38 milljónir króna og áætlaður kostnaður næsta árs til að ljúka verkinu er um 21 milljón króna. Þar með eru talin kaup á nýju orgeli og fullnaðarviðgerð Hólabríkurinnar, altaristöflu kirkjunnar, sem er hvað merki- legastur kirkjulegra fomgripa hér á landi. Jón Arason færði1 Hóladómkirkju hana að gjöf á sínum tíma. Endurreisn Hóladómkirkju hefur notið ótviræðs stuðnings stjórnvalda og öruggrar forsjár kirkjumálaráðuneytis- ins undir forystu ráðherranna Jóns Helgasonar, Jóns Sigurðs- spnar og nú síðast Halldórs Asgrímssonar. Eftirtaldir verktakar og hönnuðir hafa komið að verkinu: Hönnuðir: Þorsteinn Gunnars- son arkitekt, Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur, Egill Skúli Ingibergsson og Eyjólfur Jóhannsson, Raf- hönnun: Kristján Flygering, hita- og loftræstikerfi. Verktakar: Yfirsmiður, Björn Björnsson Sauðárkróki. Tré- verk: Trésmiðjan Borg Sauðár- króki. Múrverk: Hans Danry Danmörku. Múrverk og steinlögn: Baldur Haraldsson SauðárkrókL Málning: Sigurður Snorrason Gröf, Kristján Hansen og Jón Svavarsson Sauðárkróki. Raflögn: Rafsjá hf. Sauðárkróki. Hita- og Það var mannþröng við fordyri Hóladómkirkju sl. sunnudag. loftræstilagnir: Blikksmiðjan Höfði Reykjavík. Pípulagnir: Hörður Olafsson Sauðárkróki. Aðstoð við grjótnám í Hólabyrðu (rauðgrýtið sem notað var í gólf kirkjunnar, í kór, gang og forkirkju, ásamt því sem fannst undir gólfunum þegar þau voru tekin upp á síðasta vetri): Landhelgisgæslan og Björg- unarsveitin Skagfirðingasveit. Lagfæring muna: Morkin- skinna. Fomleifagröftur, lag- færing legsteina o.fl.: starfs- fólk Þjóðminjasafnsins. Hólanefnd flytur öllum þessum svo og öðrum sem að verkinu hafa komið alúðar þakkir fyrir vel unnin störf. Þá vill nefndin þakka eftirtöldum dyggan stuðning og velvild: Biskupi íslands og kirkju- ráði, Þjóðminjaverði, Búnaðar- bankanum Sauðárkróki og Framkvæmdasjóði íslands. Sérstakar þakkir eru færðar Bændaskólanum á Hólum og starfsliði hans og einnig Guðmundi Guðmundssyni framvæmdastjóra á Sauðár- króki. Hólanefnd fyrir hönd Hóladómkirkju metur þá hvatningu og velvild sem endurgerðin hefur hvarvetna notið. VASAÚTVÖRP - VASADISKÓ ÚTVARPSVEKJARAKLUKKUR Sjúkraliðar gefa myndlykil

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.