Feykir


Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 1

Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 1
rafsiá hf Sérverslanir meö raftæki Sæmundargötu 1 Sauöárkróki Hóladómkirkja tekin í notkun að lokinni endurgerð Það var gestkvæmt á Hólum í Hjaltadal á sunnudaginn þegar Hóladómkirkja var tekin í notkun að nýju eftir endurreisn kirkjunnar að innan, er hófst í ársbyrjun. Á fimmta hundrað manns voru viðstaddir athöfnina og komust ekki nærri því allir fyrir í kirkjunni. Margt fólk var í skólahúsinu og fylgdist þaðan með á sjónvarpsskermi, hátiðarmessunni og samkomu að henni lokinni. Það var biskup Islands séra Pétur Sigurgeirsson sem prédikaði og lýsti blessun kirkjunnar í messulok. Fyrir altari þjónuðu séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup á Hólum, séra Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðár- króki, séra Sigurpál! Óskars- son á Hofsósi og séra Dalla Þórðardóttir á Miklabæ. Kirkjukór Hóla- og Viðvíkur- sókna söng við orgelleik Rögnvalds Valbergssonar. I prédikun sinni lagði séra Pétur út frá mikilvægi Hóla og Hóladómkirkju í sögu kristninnar í landinu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Gat hann þess að við vígslu kirkjunnar árið 1763 hafi séra Gísli Magnússon þá- verandi Hólabiskup lagt í prédikun sinni út frá göngu Jesú með lærisveinum sínum upp á fjallið og sagði Pétur að líkja mætti henni við göngu Guðmundar biskups góða upp fjallið að altari sínu í Gvendarskál. „Hólar lýstu upp Norðurland vítt um sveitir,” sagði Pétur biskup. Sem dæmi um áhrif og helgi Hóladómkirkju vitnaði biskup í orð Björns Jónssonar frá Bæ sem sagði: „Enginn kemur inn í þetta hús ósnortinn af þeirri helgi er hér ríkir. Að koma hingað er sönn guðsþjónusta”. Að lokinni messu voru mörg ávörp flutt. Fyrstur talaði séra Siguiður Guðmunds- son vígslubiskup formaður Hólanefndar. Þá Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. Báðir röktu þeir hver á sinn hátt sögu Hóladómkirkju og viku að þeim endurbótum sem gerðar hafa verið á kirkjunni, nú seinast endurreisn hennar að innan. Þorsteinn sagðist telja Hóladómkirkju merki- legasta mannvirki sem reist hefur verið hér á landi í byggingasögulegu, listrænu, og sögulegu tilliti, auk þess sem hún væri elsta og merkilegasta barrokkhús lands- ins. En Hóladómkirkja er elsta steinkirkja landsins. Því næst tók til máls Halldór Asgrímsson kirkju- málaráðherra. Talaði hann um Hóla sem menningarstað og menningarsetur og hvernig hann tengdist svo mjög sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og varðveislu tungunnar. Þór Magnússon þjóðminja- vörður talaði næstur og lýsti yfir ánægju sinni með endurreisn kirkjunnar og hvernig til hefði tekist. Sagði hann Hóladómkirkju svo sannarlega verðskulda þetta Mánavör á Skagaströnd: Gjaldþrot blasir við Það stefnir allt í gjaldþrot hjá fyrirtækinu Mánavör hf. á Skagaströnd. Fyrirtækið fékk greiðslustöðvun fyrir nokkru og rennur hún út á næstunni. Þegar þetta er ritað er ekki endanlega ákveðið hvort farið verður fram á lengri greiðslustöðvun, eða gjaldþrotaskipta óskað. Engin starfsemi hefur verið í fyrirtækinu síðan um fyrri mánaðamót, en reynt hefur verið að semja við lána- drottna án mikils árangurs. Hjá Mánavör hf. hafa að jafnaði starfað 15-20 manns. Segja má að starfsemi fyrirtækisins haft verið fjór- þætt. Þar hefur verið unnið að nýsmíði skipa, skipavið- gerðum, almennri bygginga- starfsemi, og tilraunir hafa farið fram á framleiðslu bobbinga, flotholta og fleiri hluta úr plasti, (polyurethan). Ef til gjaldþrots kemur hefur það mikil áhrif því fyrirtækið skuldar verulegar fjárhæðir og bæði sveitarfélagið og einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir hluta af þeim skuldum. Að sögn Omars Haralds- sonar framkvæmdastjóra fyrir- tækisins er en ástæða þess að svo er komið sú að tilraunir með framleiðslu bobbinganna og annarra þarfahluta úr plasti hafa verið mjög kostnaðarsamar, en fram að þessu ekki skilað neinum tekjum. Nú standa þau mál þannig að menn eru komnir yfir byrjunarörðug- leikana, en vantar 1-2 millj. kr. til þess að geta hafið framleiðslu. Einnig nefndi Ómar að eigandi skipsins, sem síðast var í smíðum hjá fyrirtækinu sigldi því í burt án þess að gera upp sínar skuldir. Þau mál velkjast nú milli lögfræðinga en Ómar sagði það mjög bagalegt að hafa ekki peninga eða skuldabréf fyrir þá smíði til þess að liðka fyrir samning- um við lánadrottna. Að sögn Ómars eru þeir, sem unnu hjá fyrirtækinu, komnir í vinnu hjá öðrum aðilum, enda framtið fyrir- tækisins mjög óviss. Mánavör hf. hefur haft slippinn á Skagaströnd á leigu, en hann er í eigu hafnarsjóðs hreppsins. Undan- farin ár hefur verið mikið um viðgerðir á bátum og hefur sú vinna skilað miklum tekjum inn á staðinn. Þessi starfsemi liggur nú niðri meðan framtíð fyrirtækisins er í þessari óvissu. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup við prédikun í Hóladómkirkju sl. sunnudag. og vitnaði í inngang að Passíusálmum Hallgrims Péturs- sonar þar sem segir: Það er dýrst sem lengi hefur geymt verið. Lokaorð samkomunnar átti prófasturinn séra Hjálmar Jónsson. Hann sagði um endurgerð Hóladómkirkju: „Kirkjuleg og þjóðleg menn- ing á hér öruggt vígi, en bakhjarl í hefð og sögu er hverri þjóð mikilvægur. Nú hafa ríkisvald og þjóðkirkja tekið höndum saman um tákn- ræna endurreisn. Guð gefi að hún boði breytingar til meiri farsældar en ástand í þjóðlíf- inu ber nú vitni um. Það er hluti af sjálfstæðisbaráttu sem sífellt þarf að heyja”. Hjálmar gat þess að á næsta ári yrðu liðin 400 ár frá útgáfu sálmabókar þeirrar er Guðbrandur Þorláksson gaf út og nefnd hefur verið Hólabókin. Vék hann að þeirri hugmynd hvort ekki mætti færa marga af þeim sálmum sem þar væru og lítið hafi verið sungnir í nýjan búning til nota í guðsþjónust- um. Að lokinni athöfninni í kirkjunni var öllum boðið til kafTidrykkju í húsnteði bænda- skólans. Meira um Hóladómkirkju á bls. 4. Rækjuvinnslan Dögun: Leigir Hilmi II Rækjuvinnslan Dögun á Sauðár- króki hefur leyst skipamál sín á þann hátt að taka Hilmi II á leigu og inn í samningnum er einnig ákvæði um forkaupsrétt Dögunar á skipinu. Eins og áður hefur verið getið rann haffærniskírteini Rastarinnar út nú i haust og er skipið komið í úreldingu. Hilmir II er 305 lestir að stærð smíðaður árið 1976. Hann hefur verið gerður út frá Fáskrúðsfirði undanfarin ár og er í eigu söltunar- stöðvarinnar Hilmis sf. Skipið er ekki ókunnugt hér á norðurslóðum þar sem það lagði upp hjá Dögun í sumar, á þrem og hálfum mánuði 257 tonnum. Hilmir er nú á loðnunni og kemur til Sauðárkróks að lokinni vertíð í febrúar. „Við erum að búa okkur undir jólafríið. Það verður kannski vinna fram í miðja vikuna, en síðan vitum við ósköp lítið hvað næstu vikur bera í skauti sér. Við erum að kanna málin, en annars er bara að bíða og vona. Þetta er yfirleitt dauft í svartasta skammdeginu. Það er helst að lyftist á manni brúnin yfir því að jólalögin eru búin að ná yfirtökunum á þungarokk- inu í útvarpinu”, sagði Garðar Sveinn Arnason framkvæmdastjóri Dögunar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.