Feykir


Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 6

Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 44/1988 Hagyrðingaþáttur 41 Heilir og sælir lesendur góðir. í síðasta þætti gerði ég nokkra grein fyrir höfundi vísunnar: Út af halla mér ég má. Taldi ég hana eftir Sigvalda Jónsson Skagfirð- ing og voru heimildir mínar fyrir því þær að í Skagfirð- ingabók Sögufélags Skag- flrðinga frá árinu 1966 er vísan birt og þar sögð eftir Sigvalda. Nú hefur Salómon Einars- son í Kópavogi sent þættin- um ágætt bréf þar sem hann segir meðal annars: í Feyki í 40. tbl. spyrð þú um höfund að vísunni: Út af halla mérég má. Vísa þessi er eftir Snæbjörn Kristjánsson sem kenndur var við Hergilsey á Breiðafirði, en er nú löngu látinn. Hér kemurönnur vísa eftir Snæbjörn. Fingra mjalla foldirnar færast valla úr hreysi. Þær eru allar ófærar út af kallmannsleysi. Minnir mig að þessar vísur séu báðar í ævisögu Snæbjamar. í 38. tbl. er vísa eftir Asgrím Kristinsson: Upp á kvisti ungmey hlý. Minnir hún mig á vísu eftir Pétur Jónsson frá Stökkum á Rauðasandi. Einn á kvisti Ari gisti, ekki tristur var. Hrund ei missti heldur kyssti hana lystugt þar. Eg þakka bréfið og tel rétt að þær upplýsingar sem Salómon gefur komi hér fram þrátt fyrir að ég telji Skagfirðingabókina nokkuð örugga heimild. Þá er að geta þess að í 39. þættinum birti ég vísuna: Kuldinn beygja firða fer, og taldi hana eftir Björn Sveinsson frá Gili í Borgar- sveit. Í síðasta þætti kom svo fram athugasemd við það, en þá hafði kona á Sauðárkróki haft samband við þáttinn og talið vísuna eftir Jóhannes Jóhannesson frá Heiði í Sléttuhlíð. Ekki hefur það hliðarspor orðið undirrituðum til framdráttar, því nú hafa þrír aðilar haft samband við þáttinn og ber þeim saman um að vísan sé eftir Björn. Einn af þeim er kona í Reykjavík og er hún sonar- dóttir Björns. Segist hún hafa átt þessa vísu og margar fleiri uppskrifaðar eftir afa sinn, og vita um marga sem kynnu vísuna og vissu að hún væri eftir Björn. Þá hefur bóndi í Skagafírði gefið mér þær upplýsingar að Björn hafi búið í Þverárdal í A-Hún. fyrir og um 1920. Hafi hann einhverju sinni verið á ferð í fjallgarðinum milli Skagafjarðar og Húna- vatnssýslu ásamt fleiri mönn- um og þeir hreppt mikið illviðri. Orti hann þá vísuna. Eins og komið hefur fram áður er óvíst að nokkur leið sé að vita hvað er 100% rétt í svona tilfellum og ekki hægt jólaróli Helmingi stærra gjafahom í Hátúni Frábært úrval af teppum á einstaklings- og hjónarúm Verð fyrir alla Baðmottusettin einstaklega falleg Baðmullarmotturnar 140x70 og 120x60 Verð kr. 1.170.- og 1.230.- Amerísku handklæðin standa fyrir sínu Jólastjörnurnar prýða hvert heimili - Sérstaklega ódýrar Verð kr. 788.- kr. 963,- kr. 1.190,- og kr. 1.383.- Kirkjurnar vinsælu m/spilverki ,,Heims um ból” Aðeins kr. 1.760.- Mikið úrval af styttum - Dæmi um verð: Kr. 736,- kr. 825,- kr. 1.275.- kr. 2.250 kr. 2.625- kr. 2.750,- kr. 3.625,- Fatahengi kr. 2.200.- kr. 3.250.- og kr. 3.400.- Borðstofusett kr. 92.312.- ^ Hornsófi kr. 79.800.- Leðurlook sófasett kr. 92.000.- Hjónarúm m/náttborðum og dýnum á tilboði Verð aðeins kr. 28.000.- Verslið á heimaslóð - Það borgar sig HAIUN Sæmundargötu 7 - Sími 5420 Sauðárkróki að alhæfa um slíkt. Þó er ég þess fullviss að ég á þessa vísu á prenti einhvers staðar í dóti mínu og er hún þar talin eftir Björn og sögð ort í stórhríðarverðri á áðumefnd- um fjallgarði. Læt ég svo útrætt um þetta mál að sinni. Þá koma hér vísur eftir Eyjólf R. Eyjólfsson frá Hvammstanga. Þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkis- stjórn sína í ársbyrjun 1980, orti Eyjólfur. Gunnar æði gerist ýtinn á gróðurlöndunum. Puntar sig með pínulítinn Pálma í höndunum. Veturinn 1966 hlustaði Eyjólfur á ýmsa hagyrðinga spreyta sig við að botna vísuhelming eftir Pálma Jónsson á Bergsstöðum. Pálmi ljóðar landann á, létt svo þjóðin syngi. Braga glóðin geislar frá gömlum óðsnillingi. Eitt sinn á vordegi var Eyjólfur á ferð á opinni dráttarvél í mikilli rigningu. Kom hann við hjá séra Róbert Jack á Tjörn. Varla var hann kominn inn úr dyrunum, þegar prestur rétti að gestinum fullt viskíglas. Þá kom vísan. Nú guð oss færir góðan dropa, úr gróðri jarðar ilmur finnst, og hjá hans þjóni þigg ég sopa, þörfin er bæði yst sem innst. Eitt sinn fór Eyjólfur í róður á rækjubáti í forföllum land fór ung stúlka að stríða honum á því að hann þyldi ekki að fara á sjó án þess að verða sjóveikur. Fannst henni það skítt að svo gamalreyndur sjómaður þyldi ekki að fara út fyrir landsteinana. Stúlkan sem hét Dröfn fékk þessa vísu. Eg feginn var er hafðist höfn og hélt á slóðir kunnar, en sæll ég mundi sigla um Dröfn á seglum náttúrunnar. Njáll Markússon Vestri- Leirárgörðum í Leirársveit á næstu vísu. Tíðum hnakkinn ber við Brún, bungar jakkavasi, læt svo flakka hófa hún, hýr ég smakka á glasi. Margir verða að ganga í gegnum ýmiss þáttaskil á lífsleiðinni. Jón Ólafsson, Katanesi, kveður svo. Eg heyri í hjartanu brestinn, hamingju lággengiskvak. Selt hef ég síðasta hestinn og sest ekki oftar á bak. Þetta verður jokavísan að þessu sinni. Eg vil biðja ykkur lesendur góðir að vera duglegir að senda mér efni, sérstaklega væri gaman að fá fljótlega eitthvað af vísum sem tengjast jólunum, er ég gæti þá birt í síðasta þættinum fyrir jólin. Verið þið sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduós Sími: 95-7154 Atvinna í boði Póstur og sími Sauðárkróki auglýsir til umsóknar starf póstafgreiðslumanns, (gjaldkera). Umsóknarfrestur er til 30. desember. Umsóknum skal skila til stöðvarstjóra sem veitir nánari upplýsingar. Póstur og sími

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.