Feykir


Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 3

Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 3
44/1988 FEYKIR 3 Sauðárkrókur: Bærinn skuldbreytir hjá 3 fyrirtækjum Allt útlit er fyrir að erfið staða fyrirtækja eigi eftir að leggjast með auknum þunga á bæjar- og sveitarsjóðí á næstunni, sökum þess að það lendi á þeim að standa undir miklum hluta þeirra skuid- breytinga sem stjórnvöld áætla að framkvæma í gegnum atvinnutryggingasjóðinn. Á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks í síðustu viku var samþykkt að veita 3 fyrir- tækjum skuldbreytingu við bæjarsjóð í gegnum atvinnu- tryggingasjóð ríkisins. Þau eru Fiskiðjan, Skjöldur og Hraðfrvstihúsið á Hofsósi. Skuldabréfin sem út verða gefin eru til 6 ára og afborgunarlaus fyrstu 2 árin. Alls munu þessi þrjú fyrirtæki skulda bæjarsjóði tæplega 4 milljónir króna. í umræðum í bæjarstjórn kom fram að 8 fyrirtæki skulda bæjarsjóði rúmlega 13 milljónirogtöldu bæjarfulltrúar það ekki mikið miðað við það sem gerðist annars staðar. Við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn taldi Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri þetta miður æskilegt og bæjarsjóður ætti ekki að vera lánastofnun. En það væri vitað mál að fyrirtækin gætu ekki greitt þessar skuldir sínar og þetta hafi því þótt vænlegri lausn en sú að breyta skuldum fyrirtækjanna í hlutafé. Það hefði sýnt sig að ekki kæmi mikið út úr slíkum ráðstöfunum. Nokkrir bæjar- fulltrúar tóku til máls og höfðu þeir svipaðar skoðanir á málinu og bæjarstjóri. Einn bæjarfulltrúa var á móti samþykktinni og færði fram bókun. Var það Hörður Ingimarsson. Gagnrýndi Hörður skuldbreytingarnar með þessum hætti á þeim forsendum; aðbæjarfulltrúar hefðu ekkert í höndunum um rekstrarstöðu þessara fyrir- tækja, að sveitarfélög almennt hefðu ekkert efni á slíkum langtímalánum til fyrirtækja, að afföllin á bréfunum yrðu slík að þau þýddu í raun 20- 30% afskriftir skulda fyrir- tækjanna við bæjarsjóð, og það væri hlutverk ríkisins en ekki sveitarfélaganna að skapa rekstrargrundvöll út- flutningsatvinnuveganna. Verj- andi hefði verið að ganga til skuldbreytinganna, ef ríkið hefði tryggt nafnverð bréf- anna m.a. með kaupum Seðlabanka á þeim. Húnaþing: Kúasýningar I síðustu viku gekkst Búnaðarsamband A.-Hún. fyrir fundi til þess að kynna niðurstöður kúasýninga á síðastliðnu vori. Ágæt mæting bænda var á fundinum og þar kynnti Jón Viðar Jónmundsson niðurstöður sýninganna og fjallaði um nautgriparæktina. Alls voru skoðaðar 232 kýr sem eru helmingi fleiri kýren skoðaðar voru síðast þegar sýning var haldin fyrir fjórum árum. Nautsmæðra- dóm fengu 8 kýr og 125 aðrar kýr fengu fyrstu verðlaun. Stigahæsta kýrin var Hrefna á Syðra-Hóíi. Hún er Norðan Niður Bókaútgáfan Norðan Niður hefur nýlega sent frá sér Ijóðabókina Itrekað eftir Geirlaug Magnússon. Þetta er áttunda bók höfundar og inniheldur 35 ljóð, Sigur- laugur Elíasson gerði kápu. Norðan Niður gefur einkum út ljóðabækur og eru tvær bækur væntanlegar á næstu I Bókabúðinni færðu Jólabækurnar - Jólakortin Jólaskrautið Jólapappírínn frá kr. 50.- rúlluna Gjafavörur - Skartgrípir - Úr og margt fleira Fjölbreytt úrval af margskonar spilum T.d. 85 spil í kassa á kr. 1.280.- Skáktölvur frá kr. 2.275- p\ð \|EU BRYNdARS Suðurgötu 1 - Sími 5950 - Sauðárkróki Jólatilboðið okkar! Forksdóttir. Eigandi hennar, Björn Magnússon, hlaut til varðveislu farandbikar, sem Búnaðarsambandið gaf. Þá gaf SAH átta áletraða verðlaunaskildi fyrir bestu kýrnar. I vor var einnig kúasýning í Vestur-Húnavatnssýslu. Þar voru skoðaðar 80 kýr og hlutu sex þeirra nautsmæðra- dóm og 52 til viðbótar fengu fyrstu verðlaun. Hæstu heildar- einkunn hlaut Formósa Skútadóttir á Búrfelli, en Kotasæla Njarðardóttir á sama búi hlaut hæstan útlitsdóm eða 89 stig. MÓ. mánuðum: Einnar stjörnu nótt eftir Óskar Árna Óskarsson og Blýlýsi eftir Sigurlaug Elíasson. Bækurnar eru prentaðar hjá prentþjónustu SÁST á Sauðárkróki og fást í stærri bókabúðum sem og hjá Norðan Niður, pósthólf 57, 550 Sauðárkróki. 10% afsláttur fyrir alla af öllum staðgreiddum vörum Jólagjöfina - jólafötin og jólaskóna færð þú hjá okkur NÝTT VISATÍMABIL ER HAFIÐ OPIÐ FÖSTUDAGINN 9. DESEMBER FRÁ KL. 10-19 OPIÐ LAUGARDAG 10. DESEMBER FRÁ KL. 10-18 Verslið í sérverslun á heimaslóð SPARTA fataverslun - skóbúð Aðalgötu 20 - Símar 5802 og 5635

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.