Feykir - 31.05.1989, Page 1
31. maí 1989, 20. tölublað, 9. árgangur
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra
@ rafsja hf
jdcttajL
Sérverslanir með
raftæki
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
Frumvarp til Alþingis:
Varaflugvöllurinn:
Höfundar skýrslunnar mæta Áshildarholt og
á bæjarráðsfund á morgun Sjávarborg inn í
lögsögu Sauðárkróks
Fundur bæjarráðs Sauðár-
króks á morgun (fímmtudag)
verður trúlega með nokkru
öðru sniði en vant er, þar sem
á fundinn mæta flugmálastjóri
ásamt nokkrum höfundum
varaflugvaHarskýrshnnar síðustu,
til skrafs og skoðanaskipta, en
bæjarstjórn Sauðárkróks hefur
eins og kunnugt er gagnrýnt
nokkuð vinnubrögð við gerð
skýrslunnar.
Samgöngumálaráðherra
Steingrímur Sigfússon ætlar
sem sagt að standa við þau
fyrirheit sem hann gaf á
fundi með bæjarstjóm Sauðár-
króks í vor, þegar hann
lofaði að beita sér fyrir því að
höfundar skýrslunnar kæmu
norður til viðræðna við
heimamenn.
Fastlega má búast við
snörpum rökræðum á fund-
inum og trúlega koma
bæjarráðsmenn vel undir-
búnir til hans, m.a. er vitað
að bæjarstjóri hefur beitt sér
fyrir verkfræðilegri úttekt á
magntölum o.fl. sem skýrslan
hafði að geyma.
Þá má einnig nefna að
fyrirliggjandi eru gögn um
kostnað vegna byggingar
Sauðárkróksflugvallar á sín-
um tíma, sem framreiknaður
er um 94 milljónir. Að því
gefnu hafa menn gefið sér að
lenging vallarins í 2700 metra
muni ekki hleypa heildar-
kostnaðinum yfir 200 mill-
jónir. I nýjustu skýrslu er
hann hins vegar talinn verða
um 700 milljónir og þá miðað
við sömu gerð Egilsstaða-
flugvallar. Sauðkrækingar
vilja hins vegar meina að
aðstæður á þessum tveim
stöðum séu alls ekki sam-
bærilegar.
Eins og kunnugt er var
Sauðárkrókur í tveim fyrri
skýrslum talinn vænlegastur
til staðsetningar varaflug-
vallar fyrir millilandaflug hér
á landi.
Á síðustu dögum Alþingis nú í
vor var lagt fram frumvarp til
laga um breytingu á lögsögu-
málum Sauðárkróks og Skarðs-
hrepps. Felur það í sér að
mörk lögsagnarumdæmis sveitar-
félaganna breytist þannig að
jarðirnar Sjávarborg og
Áshildarholt í Skarðshreppi
skuli vera innan lögsögu
Sauðárkrókskaupstaðar.
Flutningsmenn fmmvarpsins
eru alþingismennirnir Páll
Pétursson, Pálmi Jónsson og
Jón Sæmundur Sigurjóns-
son. Samkvæmt því er gert
ráð fyrir að Sauðárkrókur
greiði Skarðshreppi bætur
vegna rýrnandi tekna og
skertra möguleika til atvinnu-
rekstrar. Hafi ekki tekist
samkomulag innan sex mán-
aða frá gildistöku laganna
skal skipa gerðardóm til
ákvörðunar bóta. Tilnefni þá
aðilar sinn manninn hvor og
Hæstiréttur oddamann sem
verði formaður dómsins.
Lögin öðlist gildi 1. janúar
1991.
I greinargerð með frum-
varpinu segir að það sé flutt
að beiðni Sauðárkrókskaup-
staðar. Undanfarin ár hafí
farið fram viðræður milli
sveitarfélaganna um breyt-
ingu á lögsögumörkum, sem
enn hafí ekki leitt til
niðurstöðu.
Þrír nýir prestar í Húnaþingi
Sauðárkrókur:
Bærinn kaupir af
kaupfélaginu í
Gamla bænum
Þrír nýir prestar munu ráðast
til starfa í Húnaþingi í sumar.
Þegar hefur prestur verið
kallaður til starfa i eitt
prestakallanna, Prestbakka
við Hrútafjörð. Það er séra
Ágúst Sigurðsson, er láta mun
af störfum sem prestur
Islendinga í Kaupmannahöfn
15. júlí nk.
Breiðabólstaður í Vestur-
Hópi virðist eftirsótt presta-
kall, því þangað sóttu þrír:
Séra Bjarni Th. Rögnvalds-
son, er þjónað hefur á
Prestbakkka undanfarið, Krist-
ján Björnsson guðfræðingur
og blaðamaður og séra
Hörður Þ. Ásbjörnsson. Séra
Róbert Jack hefur þjónað
Breiðabólstað um langa tíð,
með aðsetri á Tjörn, en séra
Róbert er nú að láta af
störfum fyrir aldurs sakir
eftir langa og dygga þjónustu
á Vatnsnesinu og nágrenni.
Stína Gísladóttir, sem
þjónað hefur á Siglufirði
síðasta árið í leyfi séra
yigfúsar Þórs og leysti séra
Árna á Blöndusósi af áður, er
einn umsækjanda um Ból-
staðahlíðarprestakall. Prest-
laust hefur verið í Bólstaðahlíð
síðustu árin, alveg síðan séra
Baldur Sigurðsson fór þaðan
og gerðist prestur á Hólmavík.
Trúlega fagna Húnvetningar
komu Stínu, en hún átti
vinsældum að fagna þann
tíma sem hún þjónaði í leyfí
séra Árna.
Samningar hafa tekist um
kaup Sauðárkróksbæjar á
nokkrum húseignum og lóðum
Kaupfélags Skagfirðinga í
norðurbænum. En þessi hús
verða að hopa vegna nýs
skipulags að Gamla bænum
sem gerir ráð fyrir byggingu
íbúðarhúsnæðis á lóðunum.
Kaupverð er rúmlega 32
milljónir sem greiðist með
jöfnum greiðslum á 6 - 10
árum á Iánskjörum sambæri-
legum verðtryggðum útlán-
um Búnaðarbanka. Forráða-
menn beggja aðila hafa lýst
yfir ánægju sinni með
samninginn og telja hann
báðum aðilum til hagsbóta.
Um er að ræða húseignina
Freyjugötu 9, þar sem bíla-
og vélaverkstæðið er til húsa.
Verð 8 milljónir og afhendist
1. maí 1994. Vörugeymsla
neðan Freyjugötu, verð 8,4
milljónir, afhendist l.maí
1994. Vörugeymsla neðan
Aðalgötu, afbendist 1. maí
1992. Komi til þess að
kaupandi þurfi á eigninni að
halda fyrir þann tíma vegna
byggingarframkvæmda, skal
hún afhent með sex mánaða
fyrirvara. Verð 8 milljónir.
Loks eru það lóðir að
Freyjugötu 28, Skagfiiðinga-
braut 5b og lóð kolageymslu
við Aðalgötu er komi til
afhendingar strax við undir-
skrift samnings. Verð 8
milljónir. Seljandi hefur
eignirnar leigulaust til af-
hendingardags, en greiðir
reksturskostnað, annan en
fasteignagjöld.
Það var Matthildur Hjálmarsdóttir Bergsstöðum V-Hún. sem
hlaut hæstu einkunn frá Bændaskólanum á Hólum að þessu
sinni. Hér sést hún 'veita viðtöku bókaverðlaunum úr hendi
Hjartar Þórarinssonar formanns Búnaðarfélags íslands.
Nánar um skólaslitin á bls. 3