Feykir - 31.05.1989, Side 2
2 FEYKIR 20/1989
Staðsetning varaflugvallar
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI:
Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2,
Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4,
550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 95-
6703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F.
Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur
Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og
Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMAÐUR:
Magnús Ólafsson ■ AUGLÝSINGASTJÓRI:
Haukur Hafstað sími 95-5959 ■ ÁSKRIFTAR-
VERÐ: 80 krónur hvert tölublað; í lausasölu
80 krónur ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur
■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN:
SÁST sf., Sauðárkróki.
Auglýsing í Feyki
borgar sig
Þá er komið að því, að höfundar skýrslunnar
frægu um staðsetningu varaflugvallar komi
norður til viðræðna við bæjaryfirvöld á
Sauðárkróki, eins og samgönguráðherra lofaði
á fundi í Miðgarði í vor.
Alls hafa verið gerðar þrjár skýrslur um
staðsetningu varaflugvallar fyrir millilandaflug
hér á landi. Eins og margir þekkja er þessi
nýjasta frábrugðin hinum fyrri að því leyti, að
þar er Sauðárkrókur ekki talinn vænlegastur
fyrir völlinn, heldur Egilsstaðir. Aðaldalur
kemur svo næstur í röðinni, ogefum herflugvöll
yrði að ræða, er sá völlur þar efstur á blaði.
Sauðkrækingar hafa gagnrýnt margt sem
fram kemur í þessari síðustu skýrslu og
vinnubrögð við gerð hennar, t.d. varðandi
veðurfarsþáttinn og útreikninga á kostnaði við
lengingu vallarins, en þar er stuðst við gerð
Egilsstaðaflugvallar. Og lái þeim hver sem er,
því vitanlega er fáránlegt af höfundum
skýrslunnar að bera þessa tvo staði saman, þar
sem aðstæður eru svo gjörólíkar.
Þá má einnig segja, að bæjarstjórn
Sauðárkróks hafi gert mistök. Hún hefði átt að
láta liggja fyrir nefndinni, er vann skýrsluna,
gögn um gerð Sauðárkróksflugvallar á sínum
tíma, með framreiknuðum kostnaði, en ekki
láta framkvæma þessa útreikninga eftir á eins
og gert var.
Þessar sérstöku aðstæður við Sauðárkróks-
flugvöll, eða Alexandersflugvöll eins og hann
heitir nú, byggjast á því, að efnið er alveg við
völlinn, sandur úr framburði Héraðsvatna sem
á sínum tíma var dælt inn á vallarstæðið, með
litlum tilkostnaði. Einnig er tiltölulega stutt í
annað efni í völlinn.
Framreiknaður kostnaður við gerð vallarins á
sínum tíma er um 94 milljónir, og á grundvelli
þess er talið alveg af ogfrá.aðheildarkostnaður
við gerð 2700 metra flugbrautar fari yfir tvö
hundruð milljónir. I skýrslunni er gert ráð fyrir,
að þessi braut kostaði 700 milljónir og þar
miðað við gerð Egilsstaðaflugvallar. Reiknings-
skekkjan er því ansi stór.
Samt sem áður mun kostnaðurinn við gerð
vallanna trúlega ekki ráða endanlegri
staðestingu varaflugvallarins. Ætla má, að það
verði fyrst og fremst öryggi farþegaflugsins sem
ræður ferðinni. Þá hlýtur einnig að verða tekið
mið að því, hvernig eigi að hýsa farþega úr
stórum farþegaþotum. Segjum svo, að
veðurútlit sé þannig að gera megi ráð fyrir, að
þotan verði að hafa talsverða viðdvöl á
vellinum. Vitað er, að hótelrými er hvorki til
staðar fyrir austan né norðan, því yrðu
farþegarnir ekki öfundsverðir að sitja í tíu tíma í
áætlunarbíl frá Egilstöðum til Reykjavíkur og
yfir marga snjóþunga fjallvegi að fara á þessari
leið, en þaðan er rúmlega helmingi lengra en
leiðin Sauðárkrókur-Reykjavík.
Hvammstangi:
Grunnskólanum slitið
Sl. fimmtudag var Grunn-
skóla Hvammstanga slitið í
79. sinn. I ræðu sinni gat
Flemming Jessen skólastjóri
þess að þetta skólaár hafi ekki
gengið áfallalaust fyrir sig og
stórviðri og verkföll sett mark
sitt á skólastarfið, eins og
viðar á landinu.
Auk einkunnabóka og
viðurkenninga fyrir námsár-
angur voru veittar viður-
kenningar fyrir afrek á
íþróttasviðinu. Guðjónsbikar-
inn fyrir bestan árangur í
minningarhlaupi Guðjóns
Páls Arnarsonar hlaut Guð-
mundur Valur Guðmunds-
son og Guðmundur hlaut
einnig bikar fyrir að vera
skákmeistari skólans. Þá
hlaut skólinn sjálfur tvo
bikara, annan fyrir sigur í
víðavangshlaupi grunnskóla
í V-Hún og hinn, sem
sparisjóðurinn gaf, fyrir
sigur í skákkeppni við
Laugabakkaskóla.
LRÁ
Borgarverk með lægsta
tilboð í klæðningar
Borgarverk hf. frá Borgarnesi
var með lægsta tilboð í
klæðningar á Norðurlandi
Skagfiröingar
Húnvetningar
Styrkjum
norðlenska
byggð
Verslið á
heimaslóð
Feykir
vestra, en tilboð voru opnuð í
fyrradag. Leggja á bundið
slitlag á alls 29 km á
"ýbyggðum vegum í kjördæm-
inu í sumar og einnig leggja
yfir alls sex kílómetra af
gömlu slitlagi.
Tilboð Borgarverks hljóða
upp á 29,9 milljónir. Klæðning
hf. frá Reykjavík kom næst
með 31,8 og Hagvirki þar á
eftir með 31,9 milljónir.
Kostnaðaráætlun vegagerðar-
innar var 36,8 milljónir. Eftir
er að yfirfara tilboðin. Þess
má geta að lægstbjóðandi,
Bt)rgarverk, hefur unnið
talsvert að klæðingaverkefn-
um l'vrir vegagerðina.
Hver er maðurinn?
Ábending kom frá Héraðs- við kærlega veittar upplýs-
skjalasafninu á Blönduósi ingar.
um myndir nr. 169. og 170. Að þessu sinni eru allar
Nr. 169 er trúlega af Jóni myndirnar frá fyrsta áratug
Pálmasyni á Þingeyrum, en þessarar aldar, teknar af
óvissara er með mynd nr. Daníel Daviðssyni ljósmyndara
170. Er verið að leita nánari á Sauðárkróki. Og við leitum
staðfestingar, en allar ábend- enn lausna frá lesendum.
ingar eru vel þegnar. Þökkum Síminn er 95-5424 í Safna-
húsinu á Sauðárkróki.
Nr. 173 Nr. 174
Landsmót
UMFÍ ’93 á
Laugarvatni
Á stjórnarfundi í UMFÍ
nýlega var afráðið að næsta
Landsmót UMFÍ fari fram á
Laugarvatni sumarið 1993 og
Héraðssambandinu Skarphéðni
falið að sjá um framkvæmd
mótsins. HSK hafði sent
stjórn UMFÍ bréf þar sem
þessari hugmynd var komið á
framfæri, en svo virtist sem
mótshald 1993 væri komið í
óefni þegar Austfirðingar
hættu við og Skagfirðingar
afþökkuðu.
Stjórn UMFÍ fagnaði
þessari hugmynd og sam-
þykkti eftirfarandi ályktun:
„Stjórn UMFÍ fagnar um-
sókn HSK um landsmót
1993. Sömuleiðis fagnar
stjórn UMFI þeirri hugmynd
að Laugarvatn verði móts-
staður og telur að með því
yrði nauðsynlegri uppbygg-
ingu á Laugarvatni flýtt í
þágu íþróttakennaraskólans
og íþróttamiðstöðvar íslands”.
Landsmót UMFí var haldið
á Laugarvatni árið 1965 af
HSK í mikilli hitabylgju og
glampandi sól. Mótið er
ógleymanlegt þeim um það
bil 25.000 áhorfendum sem
það sóttu og tókst mjög vel.