Feykir - 31.05.1989, Síða 3
20/1989 FEYKIR 3
Bændaskólanum á
Hólum slitið
Bændaskólanum á Hólum var
slitið við hátíðlega athöfn í
Hóladómkirkju sl. laugardag.
I skólanum voru 49 nemendur
í vetur og luku 47 þeirra
prófum. Tveir urðu að fresta
prófum vegna verkfallsins.
Sautján búfræðingar út-
skrifuðust frá skólanum að
þessu sinni, fimm af almennri
búfræðibraut og 12 af
sporðbraut eins og náms-
braut fiskeldisnema er kölluð.
Hæstu burtfarareinkunn frá
skólanum hlaut Matthildur
Hjálmarsdóttir Bergsstöðum
í Vestur-Húnavatnssýslu, nem-
andi á almennri búfræði-
braut, 9,6 og er það með
hæstu einkunnum sem gefin
hefur verið við skólann.
Hlaut Matthildur verðlaun
frá Búnaðarfélagi íslands
fyrir bestan námsárangur og
einnig sópaði hún að sér
verðlaunum sem veitt voru
fyrir árangur í einstökum
greinum. Aðra hæstu einkunn
fékk Ólafur Guðmundsson
9.0, en hann stundaði nám á
sporðbraut. Hlaut hann
verðlaun frá Veiðimálastofnun
fyrir bestan árangur í
fiskiræktarnámi.
í máli Jóns Bjarnasonar
skólastjóra kom fram að í
skólastarfi í vetur var lögð
aukin áhersla á umhverfis-
fræðslu og einnig tölvunám
og hrossarækt. I sumar
verður áfram unnið að
endurbótum á húsnæði skól-
ans og lagfæringum á næsta
umhverfi. Sveinbjörn Eyjólfs-
Útskriftarnemar ásamt Jóni Bjarnasyni skólastjóra.
son fulltrúi í landbúnaðr-
ráðuneytinu flutti skólanum
kveðjur frá landbúnaðarráð-
herra og Hjörtur E. Þórarins-
son á Tjörn sömuleiðis frá
Búnaðarfélagi íslands.
Blönduós...
í lok starfsvikunnar var haldin grillveisla, sú fyrsta í bænum í sumar.
Starfsvika í Grunnskólanum
Mikið var um að vera hjá
nemendum 5. og 6. bekkjar
Gagnfræðaskólans á Sauðár-
króki í síðustu viku. Eftir að
6. bekkur kom heim úr
fjögurra daga skólaferðalagi
og nemendur úr 5. bekk luku
vorprófum voru haldnir
íþrótta- og útivistardagar.
Flestir kennarar skólans
komu við sögu sem leiðbein-
endur, mælingamenn og
verkstjórar, en skipulag
framkvæmda var á herðum
þriggja íþróttakennara skól-
ans. Það sem m.a. var boðið
upp á var kúluvarp, bolta-
leikir, ratleikir, flaggaleikur,
langstökk og einnig var farið
í siglingu á kappróðrabátum
sjómannadagsráðs. Alla dag-
ana var nemendum boðið að
fara ókeypis í sund og var
það nýtt óspart.
A þriðjudaginn komu
gestir frá Olafsfirði, nem-
endur úr 5. bekk og tóku þeir
þátt í ýmsum leikjum.
Síðasta daginn var farið í
gönguferð, hjólieiðaferð, reið-
túr og nokkrir nemendur fóru í
golf. Þegar heim að skólanum
var komið var boðið til
grillveislu þar sem nemendur
sáu um að matreiða. Allt það
sem boðið var upp á var gefið af
Kaupfélagi Skagfirðinga, pylsur,
drykkur o.fl. og Sauðárkróks-
bakarí gaf pylsubrauð.
Skólasq'óri Gagnfiæðaskólans
Björn Sigurbjömsson vill
koma á framfæri bestu
þökkum til þeirra er gáfu
veitingar og einnig færa
nemendum og kennurum
bestu þakkir fyrir þann
áhuga sem ríkti þessa daga.
Gleði og ánægja geislaði í fari
þeirra er nærri komu, sem
sýndi að vel tókst með þessa
nýbreytni í skólastarfinu.
Á fundi bæjarráðs var
rekstraryfirlit fyrstu fjóra
mánuði ársins skoðað. Ákveðið
var að athuga frekar um
sparnaðarleiðir, m.a. sam-
þykkt að stefna á að kennsla í
handavinnu hefjist næsta
haust í húsnæði bæjarins.
Var bæjarstjóra falið að
vinna að framgangi málsins
og segja upp húsnæði því í
Kvennaskóianum, sem leigt
hefur verið til þessa.
Lionessur hafa fengið
Sigurð Skúlason, skógarvörð
til að athuga heppilegt svæði
fyrir skógrækt. Álitlegasta
svæðið að hans dómi var
hægra megin við afleggjara
að brúnni út í Hrútey.
Samþykkt var að verða við
ósk Lionessuklúbbsins Liljur
að þær fái þetta svæði og var
bæjarstjóra falið að gangafrá
samkomulagi við þær um
svæðið, að höfðu samráði við
arkitekt og tæknifræðing
bæjarins.
I byggingarnefnd urðu
talsverðar umræður um lóða-
umsókn að Árbraut 23. Þar
kom fram að Ámi Ragnars-
son hefur verið ráðinn til að
annast skipulagsmál bæjar-
ins, þar á meðal endurskoð-
un aðalskipulags. Var því
tekið undir bókun bæjar-
stjórnar þess efnis að vísa
erindinu til endurskoðunar
aðalskipulags.
Á fundi hafnarnefndar
lýsti Kári Snorrason for-
maður nefndarinnar yfir
ánægju sinni með að nú skuli
vera í hafnaráætlun gerð
brimvarnargarðar á árunum
1990-1992. Ef þetta gengi
upp virtist unnt að keyra út í
garðinn 1991, að því til-
skyldu að eftirstöðvamar
yrðu greiddar 1992,, ef um
semdist við verktaka.
Þá var rætt lítilsháttar um
sjóvömina vestan Blöndu
sem ekki er beint á verksviði
hafnarnefndar. Leist mönn-
um vel á ef unnt væri að ljúka
þeim.
Auglýsing
um greiðslu fasteignagjalda í vanskilum árið 1989
og eldri til Sauðárkrókskaupstaðar
Með vísan til 1. gr. laga nr. 49 frá 1951 um sölu lögveða án
undangengins lögtaks, er hér með skorað á þá gjaldendur á
Sauðárkróki, sem enn eiga ógreidd fasteignagjöld árið 1989 og
eldri aðgreiðagjöldin ásamtáföllnum dráttarvöxtum og kostnaði,
nú þegar.
Verði gjöldin ekki greidd án tafar og í síðasta lagi 30 dögum eftir
birtingu þessarar auglýsingar, verður beðið um nauðungar-
uppboð á viðkomandi fasteignum til fullnustu á gjöldunum.
Sauðárkróki 31. maí 1989
Innheimta Sauðárkróksbæjar