Feykir


Feykir - 31.05.1989, Side 4

Feykir - 31.05.1989, Side 4
4 FEYKIR 20/1989 Gústi á Geitaskarði hyggur á ræktun skoskra ánamaðka Sjúkrahúsinu gefin baðrúm SI. miðvikudag var afhent í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga sérhannað sjúkrabað að verð- mæti um 600 þúsund króna. Það var Kvenfélagasamband Vestur Hún ásamt sjö kvenfélögum i heilsugæslu- umdæmi Hvammstanga sem gaf. Sjúkrarúmið er með lyftu- búnaði og getur „baðarinn” stillt á þá hæð sem hentar honum. Þá átti sjúkrahúsið fyrir burðargrind, sem er þannig úr garði gerð að hægt er að láta hana síga ofan í baðið með sjúklingunum. Á myndinni sést hvar Matthías Halldórsson prófar tækin, sem sjúklingur. LRA Ágúst Sigurðsson bóndi á Geitaskarði í Langadal er í þann veginn að byrja tilraunir með nýstárlega búgrein, ána- maðkarækt. Hugmyndin kvikn- aði hjá honum þegar út kom fyrir nokkrum árum á vegum Stéttarsambands Islands bæk- lingur þar sem fitjað var upp á ýmsum aukabúgreinum sem bændur gætu nýtt sér til að svara samdrætti í hefðbundn- um búgreinum. Ymsar hug- myndir sem þar komu fram þóttu af mörgum fráleitar, m.a. ánamaðkaræktin, en Gústi á Geitaskarði var á öðru máli. Á síðasta vori gerði Ágúst sér ferð til Danmerkur til að kynna séránamaðkaræktþar í landi. M.a. hjá ánamaðka- ræktanda á Sjálandi, Egon Larsen að nafni, sem talinn er hafa náð hvað lengst í ræktuninni í Danmörku. Danir rækta maðkana í beðum, 60 cm djúpum, sem í er blanda af hálmi og húsdýraáburði, gildir einu frá hvaða húsdýrum. Beðin eru lagskipt, skítur og hálmur til skiptis í 10 - 12 cm lögum. I nýjasta hefti búnaðarblaðsins Freys er viðtal við bóndann á Geita- skarði, sem segist ætla að reyna fyrir sér í ánamaðka- ræktinni: ,,Eg er búinn að kaupa kassa sem ég ætla að nota í þessu augnamiði. Menn mega ekki gleyma því að hér á landi eru aðstæður allt aðrar en á meginlandinu. Þar eru kannski 100 metra löng beð úti, en hér yrðum við að hafa þau inni og tryggja að ekki frysi. Maðkurinn þolir lítið frost í stuttan tíma. Mín hugmynd er að rækta ánamaðk til sölu sem agn. Eg ætla að fá nokkur hundruð skoska maðka, ánamaðka sem eru mjög algengir hér, a.m.k. hjá veiðimönnum, og búa þeim æskilegt umhverfi eftir danskri forskrift og sjá hvað verður. Danir rækta ánamaðk í kössum, svipuðum litlum fiskikössum, en ég ætla að vera með þá í ódýrum kössum úr einangrunarplasti sem notaðir eru undir ferskan fisk. Ég hef þegar keypt 10 kassa og ætla aðláta það duga til að byrja með. I kassana set ég sauðatað, hrossatað, kúamykju og úr sér sprottið hey, en það er ekkert ósvipað hálmi. Ég ætla að lagskipta þessu og geyma inni í hlýju, við kjörhita maðkanna 14 - 19 stig”. Ágúst segir eftir á að hyggja að trúlega sé Skotland betri staður en Danmörk til að kynna sér ánamaðkarækt. Þess má og geta að ánamaðkarækt er stunduð mjög víða. T.d er þetta talsverð atvinnugrein í Suð- austur-Asíu. Þar er framleitt svo nefnt ánamaðkamjöl til manneldis, mjög próteinrík fæða, en Ágúst á Geitaskarði vill taka það fram að hann stefni ekki að þeirri fram- leiðslu. Hvammstangi: Fréttir frá Sambandi skagfirskra kvenna 46. aðalfundur Sambands skagfirskra kvenna var hald- inn í barnaskólanum að Hólum í Hjaltadal laugar- daginn 29. apríl 1989. Um 40 konur mættu á fundinn í fegursta veðri. Formaður SSK Sólveig Arnórsdóttir Utvík setti fundinn og bauð sérstaklega velkomnar Stefaníu Maríu Pétursdóttur formann K.I. og Pálu Pálsdóttur frá Hofsósi, Fjöldamörg námskeið hafa verið haldin á vegum sam- bandsins á sl. ári. svo sem leikfiminámskeið sem tvær konur frá Hofsósi sóttu hjá Eddu Baldursdóttur og \orii síðan með leikfimitíma i Holsós sem voru mjöe vinsælir. Þá var haldið garðyrkjunámskeið, námskeið í postulínsmálun, prjónahönn- un, gerbakstri og fleiru. Haustvaka var haldin á Sauðárkróki í nóvember, var hún létt og skemmtileg undir góðri stjóm Lovísu Símonar- dóttur. Okkar árvissa vinnuvaka var =vo haldin á Löngumýri nú í apríl og tókst hún nteð ágætum og var vel sótt. söfnuðust 140 þúsund krónur seni skiptust á milli Sambýlisins á Sauðárkróki og Egilsár- heimilisins. 11. júní mun svo öldrunurnelhdin vera með skemmtik\'öId i llöfðaborg llol'sósi og sjá kvenfélögin austan witua um kalfiveit- ingar á þeirri skemmtun. Sambandið mun nú eins og undanfarin ár gefa bókaverðlaun til þeirra nem- enda sem þykja skara framúr í hannyrðum og eða heimilis- fræðum í 9. bekk grunnskól- ans á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Sú nýjung var tekin upp á aðalfundinum að í stað þess að lesa upp skýrslur félag- anna þá talaði einn fulltrúi I rá hverju félagi í 5-7 mínútur um sjálfvalið efni. Mæltist þetta fyrirkomulag vel fyrir. Konunum var tíðrætt um stóöu kvenfélaganna í dagog hvernig mætti laða ungar konur til starfa i kxenfélög- untitn. Þá \ar l'arið í Hóladómkirkju og hlýtt á helgistund hjá séra Sigurði Guðmundssyni biskupi og minntist hann m.a. Sigurbjargar Halldórsdóttur frá Brekku- koti sem lést nýlega. Kjósa þurfti eina konu til að sitja þing KÍ í Vestmanna- eyjum 8.-11. júní og hlaut Sólveig Arnórsdóttir kosn- ingu sem fulltrúi sambands- ins. einnig voru kosnar tvær konur á þing SNK sem haldið verður i Hrafnagils- skóla í Eyjafirði 3. og4. júní. Þangað fara Ingibjörg Haf- stað í Vík og Steinunn Erla Friðþjófsdóttir Sauðárkróki. Þá þurfti að kjósa nýjan formann og varaformann þar sem Sólveig Arnórsdóttir og Ingibjörg Jóhannesdóttir gáfu ekki kost á sér til setu í stjórn áfram. Pálína Skarp- héðinsdóttir Gili var kosin formaður meðmiklum meiri- hluta og séra Dalla Þórðar- dóttir varaformaður einnig með miklum meirihluta. Ingibjörg Jóhannesdóttir var búin að vera í stjórn í níu ár og Sólveig í sex ár. Vil ég færa þeint miklar þakkir fyrir samstarfið frá okkur sam- stjórnarkonum þeirra og býð um leið nýjan formann og varaformann velkomnar til starfa. Elínborg Hilmarsdóttir ritári.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.