Feykir - 20.12.1989, Síða 4
4 FEYKIR 46/1989
„Höfum eiginlega ekki tímt
að vera mikið inni við”
segir Steinunn húsfreyja á Hveravöllum
..Þetta verða öruegleea svo- Jónsson úr Revkiavík tóku að evða tímanum barna efra
„Þetta verða örugglega svo
lítið öðruvísi jól hjá okkur
núna. Það eru ýmsar hefðir í
sambandi við jólahaldið sem
maður getur ekki haldið rækt
við hér. Jú, það er þónokkuð
síðan við fórum að huga að
jólaundirbúningi, það þýðir
ekki annað en vera búinn að
vissum hlutum í tíma, t.d. að
skrifa á jólakortin”, sagði
Steinunn Hannesdóttir hús-
freyja á Hveravöllum. Von
var á jólapóstinum til Hvera-
valla upp úr síðustu helgi.
Steinunn, 27 ára Rangæ-
ingur, og sambýlismaður
hennar og jafnaldri Arnar
Jónsson úr Reykjavík tóku
við veðurathugunarstöðinni á
Hveravöllum í ágúst sl. Þau
voru valin úr hópi 28
umsækjenda. þannig að þeir
eru margir sem sækjast eftir
vist á Hveravöllum.
Steinunn og Arnar teljast
vart nýgræðingar þarna, því
þau hafa verið landverðir á
Hveravallasvæðinu tvö síð-
ustu sumur. Innifalið í starfi
þeirra er umsjón með skálum
ferðafélagsins á staðnum,
sem nú eru orðnir tveir.
,,Það er varla hægt að tala
um að þetta sé afskekkt
lengur. Hér er orðin svo
mikil umferð um helgar og
jafnvel gestakomur í miðri
viku. Hér hefurveriðfólk um
hverja einustu helgi í allt
haust, allt upp í 50 manns.
Enda er tíðin búin að vera
svo einstök og svo hefur
verið óvenju mikið af rjúpu
hérna á heiðinni", sagði
Steinunn.
Engin vandræði fyrirykkur
að eyða tímanum þarna efra?
„Nei ekki vitund og okkur
finnst þetta hafa hafa liðið
fljótt. Það fara drjúgar
stundir í að hitta og spjalla
við fólk sem hingað kemur.
Svo höfum við notað tímann
mikið til útiveru, ýmssa
útiverka og gönguferða. Við
höfum eiginlega ekki tímt að
vera mikið inni við, annars
höfum við nóg að lesa, getum
hlustað á útvarp og horft á
vídeo, en útsending sjón-
varps næst hér sjaldan og illa
ef hún næst, þannig að við
látum yfirleitt fréttir og
veðurspá duga þar”, sagði
Steinunn.
Að hennar sögn er aðstaða
fyrir ferðamenn orðin mjög
góð á Hveravöllum. Annar
skálinn er upphitaður og
hreinlætisaðstaða með renn-
andi vatni til staðar. Þá er
einnig eldsneytissala og við-
gerðaraðstaða í gámi, sem
Félag vélsleðamanna kom
upp.
á
I
Arnar og Steinunn á Hveravöllum.
Kuldarnir síðasta vor segja
skemmtilega til sín:
Barnsfæðingatörn
i januar
Svo virðist sem afleiðingar
kaldrar veðráttu síðasta vorsé
nú heldur betur að koma í Ijós
„Komum rétt áður en klukkurnar
hringdu inn jólin’ “ Hraknin9SaHeiðdals
Það getur reynst bagalegt
fyrir fólk að hafa ekki upp á
einhverja daga að hlaupa, til
að koma sér milli staða, hvað
þá landshluta fyrir jólin. Þau
Jóna Björg Heiðdal og
Baldvin Kristjánsson fengu að
reyna það fyrir jólin ’67. Þau
bjuggu þá á Blönduósi og
ætluðu að dvelja í Reykjavík
hjá foreldrum Jónu yfir jólin.
Ferðasaga Jónu er á þessa
leið:
Vi
ið gátum ekki lagt
af stað fyrr en á Þorláksmes-
su vegna þess að Baldi
starfrækti þá bakaríið á
Blönduósi og þurfti auðvitað
að veita viðskiptavinunum
þjónustu alveg fram á síðustu
stund. Við ætluðum að fljúga
suður með síðustu vél frá
Sauðárkróki fyrir jólin. Brott-
farartími hennar var klukkan
sex síðdegis á Þorláksmessu.
Við vorum frekar tíma-
naum þegar lagt var af stað á
Krókinn, en miðað við góða
færð áttum við að ná þangað
áður en flugvélin færi. En
þegar við komum í Bólstaðar-
hlíðarbrekkuna var allt ófært.
þannig að við komust ekki
neitt á Volkswagenbjöllunni
okkar. Viðbörðumaðdyrum
í Bólstaðarhlíð og bóndinn
þar var svo almennilegur að
bjóðast til að draga okkur
yfir Vatnsskarðið, sem hann
gerði og gekk það svona
sæmilega, svo við gátum
haldið ferð okkar áfram. En
við höfðum tafist mikið við
þetta og vorum alveg búin að
afskrifa að komast suður
með vélinni.
Jr að var svo lán í óláni
að þegar við komum á
Krókinn kom í Ijós að
fluginu hafði verið seinkað
vegna veðurs. Fram eftiröllu
kvöldi var verið að fresta
flugi eins og farþegar með
innanlandsflugi eru ekki
óvanir á þessum árstíma. Um
miðnættið vorum við kölluð í
síðasta skiptið út á flugvöll
og þá loksins kom vélin. Allt
virtist klappað og klárt. Það
voru allir komnir út í
flugvélina og hún í þann
veginn að hefja sig til flugs,
þegar bilunar var vart.
Þegar þetta kom upp
veltum við svolítið fyrir
okkur hvað við ættum að
gera og komumst að þeirri
niðurstöðu, að allt kapp yrði
lagt á að koma flugvélinni
suður, þar sem koma þyrfti
flugmanninum og flugfreyj-
unni heim fyrir jólin, svo að
þau þyrftu ekki að eyða
jólunum á Sauðárkróki.
wJíðan gistum við hjá
venslafólki um nóttina og
klukkan átta morguninn
eftir kom viðgerðarvél norður.
Henni var blindlent og ég
heyrði sagt að það hefði
enginn annar en þessi tiltekni
flugmaður getað leikið eftir
að lenda vélinni við svona
erfið skilyrði. Þetta var
einhver frægur flugkappi á
þessum tíma.
Síðdegis á aðfangadag var
búið að gera við vélina og um
hálfsexleytið gengum við inn
um dyrnar hjá foreldrum
mínum í Reykjavík. Við sem
sagt komum rétt áður en
klukkurnar hringdu jólin
inn. Þetta voru svo eftir allt
sem á undan var gengið
ákaflega yndisleg jól. Síðustu
jólin sem við dvöldum að
heiman.
og það á skemmtilegan hátt.
Þær ætla að skila sér í mikilli
fjölgun barneigna. A fæðingar-
deild Sjúkrabúss Skagfirð-
inga er skráðar 17 konur í
janúar næstkomandi.
„JÚ, þetta eróvenju mikið,
en reyndar man ég eftir þeim
11 hérna inni á sama tíma
árið 1980. Þá var einmitt
einstaklega kalt vor þarna á
undan og við vorum að
gantast með að þetta væri
afleiðing þess. En þó þær séu
skráðar þetta margar hjá
okkur núna, þá er ekkert víst
að fæðingarnar verði svona
margar hérna. Ef einhver
vaft er, keisaraskurður eða
annað slíkt þá eiga konurnar
á fæðingardeildum á Akur-
eyri eða í Reykjavík”, sagði
Fjóla Þorleifsdóttir ljósmóðir
á Sjúkrahúsi Skagfirðinga.
Að sögn Fjólu eru fæðingar
á sjúkrahúsinu orðnar tæpar
70 á þessu ári. I fyrra fæddust
á sjúkrahúsinu 65 börn og
það virðist því vera sama uppi
á teningnum í Skagafirði og
annars staðar á landinu, að
barneignum fjölgar. Enda
væri það annaðhvort að
Skagfirðingar væru eftirbátar
annarra á þessu sviði frekar
en öðru. Eru þeir ekki mestu
hestamennirnir, söngmennim-
ir sökum glaðsinnu og
heilnæms loftslags í héraðinu
langlífastir allra, og svo
mætti lengi telja.