Feykir


Feykir - 20.12.1989, Blaðsíða 8

Feykir - 20.12.1989, Blaðsíða 8
8 FEYKIR 46/1989 Stuttar fréttir „Ný reynsla að halda jól á íslandi” spjallað við Prósý og Tryggva á Hvammstanga Jennifer Ingibjörg, Prósý, Ólafur Pálmi og Tryggvi. • Eitt tilboð barst í Rússland, Kirkjutorg 3, sem auglýst var til sölu á dögunum. Það erfrá Björgvin Guðmundssyni raf- virkja. Hann býður 400 þúsund í húsið, hyggst endurbyggja það og innrétta þar íbúðir. Tilboð Björgvins átti að koma til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi í gær. • Lag Eiríks Hilmissonar, sem ber hiðfrumlega nafn Lagog ljóð, er eitt 10 laga sem valin hafa verið til úrslita í keppninni um Landslagið. Þetta er jafnframt eina lagið frá lagahöfundum á lands- byggðinni sem náði svona langt í keppninni, en alls bárust 320 lög. ,,Þetta er alveg dæmigert lag fyrir „gömlu dansa tröllið” Eirík. Lagið er rólegt, enskur vals og að sjálfsögðu er ég mjög ánægður með að hafa komist í úrslitin”, sagði Eiríkur Hilmisson í samtali við Feyki. Textinn við lagið er ef'tir Hilmi Jóhannesson föður Eiríks. • Tvö systkini frá Sauðárkróki senda frá sér bækur um þessi jól. Það eru þau Nanna og Eiríkur börn Rögnvalds Gíslasonar og Sigríðar Jóns- dóttur. Eiríkur hefurskrifað orðabók um rímorð, Rím- orðabók, en bók Nönnu heitir Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja, saga forsetasonarins og nasistans Björns Sv. Björnssonar. Báðar bákurnar eru gefnar út af Iðunni og eru fyrstu bækur höfunda sem koma á almennan markað. Eiríkur hefur áður fengist við að skrifa kennslu- bækur. • Pálmi Friðriksson hefur keypt meirihlutann í Steypu- stöð Skagafjarðar af kaup- félaginu. Pálmi á nú 79% í fyrirtækinu í stað 27% áður. Byggingarfélagið Hlynur á 20% og einstaklingar rúmlega 1%. Pálmi ætlar að sameina vélaleigu sína rekstri steypu- stöðvarinnar. Steypusala hefur dregist mjög saman í Skaga- firði á síðustu þrem árum og Pálmi segist sjá tvö erfið ár framundan. Samt sé hann bjartsýnn á að hægt verði að halda rekstri steypustöðvar- innar áfram. • Brotist var inn í útibú Kaupfélags Skagfirðinga á Hofsósi aðfaranótt laugar- dags og stolið talsverðu af peningum. Þjófnaðurinn upp- lýstist daginn eftir. Við yfirheyrslur játuðu tveir menn verknaðinn og komust fjármunirnir til skila. Enn einu sinni eru jólin í nánd, hin mikla trúar- hátíð kristinna manna. Þá reikar hugurinn gjarnan til baka og minningar genginna ára koma í hugann. Við hér á Fróni þekkjum jólin sem hina mildu hátíð ljóssins mitt í skamm- deginu. í litlu vinalegu húsi í útjaðri Hvamms- tanga búa hjón sem eiga jólaminningar frá ólíkum heimshlutum. Hann er Islendingur, hún frá Filippseyjum og hennar upprunalega nafn er Próserpina Tamayo. Nú heitir hún Anna María Jónsdóttir en er í daglegu tali kölluð Prósý. Það var á aðventu fyrir sjö árum að Tryggvi hélt austur til Filippseyja til fundar við Prósý. Þau höfðu þekkst í gegnum sendibréf í allnokk- urn tíma. Þegar þau eru spurð um eftirminnilegustu jólin, þá eru þau sammála um þeirra fyrstu jól saman á Filippseyjum, og að þau hafi bæði fengið stóra jólagjöf það árið. „Það var bara ekki til nógu stór kassi svo ég fékk hann eins og hann er”, segir Prósý og hlær. Jólahald á Filippseyjum „Mér fannst mjög gott að upplifa jól þarna austur frá. Kannski minna fyrir haft um jólin, en undirbúningurinn lengri, gjafirnar heldur minni og jólahaldið stutt. Ég fann jólastemmningu en þó á annan hátt en hér. Maturinn var framandi að ýmsu leyti og svo vantaði laufabrauðið”, sagði Tryggvi. „Það er snemma byrjað að huga að jólunum á Filipps- eyjum. Strax í september fara jólalögin að heyrast. Jólatréð er sett upp og skreytt í byrjun desember og ég held þeim sið að nokkru leyti. Jólabakstur þekkist ekki, því bakarar bjóða fjölda margar tegundir af girnilegum kökum sem kosta sára lítið. Jólaveinninn hjá okkur er stór og feitur með ístru. Góður karl og hann er hvítur, útlendingur sennilega frá Ameríku eða Englandi. Það er búin til stór jólastjarna úr pappír, ljós sett inn í og stjarnan látin út í glugga. Þetta er í okkar huga Betlehemsstjarnan. Fyrstu jólin sem foreldrar mínir bjuggu í Bandaríkjunum, fengu þau verðlaun frá sveitarstjórn- inni fyrir jólalegasta húsið. Þau höfðu gert jólastjörnu og sett í gluggann. Osturinn svipaður Hvammstangaosti Á aðfangadag borða allir létta einfalda máltíð um miðjan daginn og síðan sofna börnin. Þau eru svo vakin skömmu fyrir miðnætti, þá hefjast jólin. Skifst er á gjöfum og borðaður jóla- matur. Það er reykt svínakjöt, pottréttur úr einskonar rís- spaghetti, beikoni, rækjum, gulrótum og káli. Þessi réttur heitir Pansil og er algengur veisluréttur á Filippseyjum. Með er borin sojasósa og sítrónuávöxtur, Kalamansi. Ostur svipaður Hvamms- tangaosti er borðaður með brauði, hrísgrjónaköku með maramellu. Sérstakur jóla- réttur er hrísgrjón og kokos vafin inn í baunablöð og soðið, raspaður kokos og púðursykur yfir. Jólamessa er ekki fastur liður, en ef hún er, þá er hún á jóladag. Það var ný reynsla að halda jól á Islandi með snjó, en mér líkar það mjög vel. Á Islandi eru árstíðaskipti augljós ogþað finnst mérlíka ágætt. Á Filippseyingum er alltaf sumar og það getur verið svolítið Ieiðigjarnt”, sagði Prosý. Blandað jólahald „Jólasiðirnir hafa breyst á heimilinu síðan hún kom og þá til hins betra. Hún er ekki stressuð fyrir jólin, hugsar meira um sjálfa hátíðina”, segir Tryggvi. „Við höfum jólasiði frá báðum, t.d. jólatréð skreytt snemma, jólamaturinn er blanda frá báðum löndum. Við borðum íslenskt jóla- hangikjöt með hrísgrjónum og pottréttinn góða á aðfangadagskvöld. Jólin eru kannski ekki eins ólík í heimalöndum okkar og ætla mætti. Ilmur af eplum, appelsínum og hangikjöti minnir mig alltaf á jólin”, sagði Prósý. „Við héldum jólin vestur í Bandaríkjunum hjá hennar fólki fyrir tveim árum. Þar virðast margvíslegir jólasiðir blandast saman. Ólíkur uppruni Bæði löndin eru kristin, svo menningin byggir á sama grunni að stórum hluta. Samband okkar hjónanna er jafnvel enn ánægjulegra vegna ólíks uppruna. Sjón- deildarhringurinn er stærri. Við höfum aldrei orðið fyrir neinskonar óþægindum vegna þessa”, bætti Tryggvi við. „Það er gott að búa á íslandi. Hér er svo gott fólk og svo á ég svo góðan mann”, sagði Prósý að lokum. Héraðsnefitd Skagafiarðar óskar öttum Skagfirðingum gleðttegra jóla og farsældar á nýju ári

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.