Feykir


Feykir - 20.12.1989, Page 15

Feykir - 20.12.1989, Page 15
46/1989 FEYKIR 15 Tryggvi í þann veg að halda ájólafagnað aldraðra fyrir tveimur árum. fara niður í lúkar, því ekki fóru aðrir á dekk en vönustu sjómenn til að líta eftirog lagfæra, ef hægt var, og það voru alltaf tveir uppi. Ég man ég varð fárveikur af sjósótt. Við héldum þarna sjó með rifuð öll segl og skipið varði sig furðuvel, enda talið gott sjóskip. Rokið og stórhríðin geysaði óslitið alla föstudagsnóttina og fram á laugardag. Alltaf voru tveir uppi í einu, en oft varskipt og komu menn niður allir fannbarðir og sýldir, en þar sem ég var unglingur og sjóveikur var ég auðvitað aldrei sendur upp. Það mun hafa verið um eða eftir hádegi á laugardag, að sjó tekur heldur að lægja. Við erum komnir inn í ísröndina. Þá heyrum við, að eitthvað mikið gengur á uppi og allir verkfærir eru kallaðir upp á dekk. Það hafði gengið brotsjór yfir skipið og fyllt stýrishúsið. Á því voru rennihurðir sitt hvoru megin og sprungu þær upp. Skipstjóri og stýrimaður, höíðu sogast út, en náð taki á koparpípum, sem lágu upp með stýrishúsinu, og fengu haldið sér. Kjöttunna hafði verið bundin við fiskikassann og nú slitnaði hún upp og fór á krak eftir dekkinu. Hún lenti á glugga yfir lúkarnum og rústmölvaði hann svo sjórinn gekk niður á okkur og allt lék á reiðiskjálfi. brothljóð og brestir og við héldum að skipið væri að farast. Mitt í öllum þessum látum brast blökkin, sem hélt uppi stórsegl- inu svo það steyptist niður, enda orðið sýlað og þungt af ísingu. Við það lenti stórbóman þvert yfir skipsbátinn og hrökk í tvennt, en báturinn mölbrotnaði. Ég átti geymt koffort mitt undir segli í skipsbátnum, en það fór allt í rúst og varð mest ónýtt í því. Jtr á gerðist það, að kokkurinn missti kjarkinn og virtist hreint tapa sér, fór að hágráta, hann ætti konu og ellefu börn í landi og nú væri þetta allt búið. Einhvern veginn fór það svo, að ég reyndi að hughreysta hann og þótt ég væri ekki trúaður unglingur hugkvæmdist mér að við skyldum reyna að biðja. Einhvern veginn tókst mér að fá kallangann á hnén þarna I kojunni og við reyndum að biðjast þama fyrir. Mér er þó ekki ljóst beint hvað gerðist, en eftir á að hyggja finnst mér eins og við höfum fengið hjálp frá æðri máttarvöldum. Svo mikið er víst, að vélin hrökk í gang stuttu eftir þetta og þá tókst að snúa skipinu út úr ísnum. Gekk vélin eftir það sleitulaust allan síðari hluta laugardags og fram að hádegi á sunnudag, að við náðum höfn á Patreksfirði. Eftir þetta varð vinátta mín við kokkinn mun sterkari en áður. Við vorum eins og við ættum hvorn annan. Þegar við komum inn á Patreksfjörð, var lagzt þar og komu um borð karlar með vettlinga og prjónles, sem þeir vildu selja. Eitthvaðvarreittíþá af kringlum og kaffibrauði, en ég held enginn hafi látið þá fá peninga. Þetta virtust hálfgerðir furðufuglar og blessaðir ein- feldningar. Þama lágum við í rúma viku, meðan verið var að lagfæra skipið og þá fórum við að frétta um skipstapana, sem orðið höfðu í veðrinu. Éggat nú hringt heim og látið vita af mér. Urðu foreldrar mínir allfegnir að frétta okkur heila á húfi. Ég var oftast í landi að skoða mig um og fylgjast með mannlífinu í þorpinu. Það var vinna og þrældómur frá morgni til kvölds. Karlar voru á sjó, en konur vöskuðu fisk og unglingar báru á handbörum. Annars gerðist ekkert eftirminnilegt þessa daga á Patreksfirði. Elftir viðgerðina héldum við síðan til veiða á ný, en þær gengu treglega. Yfirleitt var fiskleysi fyrir vestan. Þegar líða tók á, héldum við austur með landinu. Ég man, að við lentum einu sinni í stórufsatorfu og þegar hver maður var búinn að draga nokkra fiska, var bamingurinn á dekkinu orðinn slíkur, að frívaktin kom öll upp. Síðan tók allt í einu undan og við urðum ekki meira varir á þeim stað. Á hvítasunnudag, að mig minnir, komum við inn á Trékyllisvík og þar voru keypt æðaregg hjá prestinum í Árnesi. Síðar komum við bæði til Grímseyjar og Flateyjar og þótti mér gaman að sjá þá staði. Um 12 vikur af sumri sigldum við svo inn Eyjafjörð til að ljúka Fullorðinsfræðsla á Norðurlandi-vestra Öldungadeild og kvöldskóli Kennsla á vorönn 1990 í fullorðinsfræðslu á Norðurlandi-veslra hefst á eftirtöldum stöðum um miðjan janúar, ef næg þátttaka fæst: Siglufirði Fljótum Hofsósi Hólum Varmahlíð Steinsstöðum Sauðárkróki Skagaströnd Blönduósi Húnavöllum Hvammstanga Laugarbakka Námsframboð og skráning verða auglýst nánar síðar. Allar ábendingar um námskeiðahald eru vel þegnar. Ábendingum verði komið til Þorkels Þorsteinssonar á skrifstofu Fjölbrauta- skólans á Sauðárkróki í síma 95-35488. vertíðinni, og þá fannst mér sem ég væri leystur úr prísund. Mér hafði liðið illa allt þetta vor á sjónum, sjóveikin hafði þjakað mig og ég hafði ekki góðan kojufélaga. Þótt maður vildi viðhafa hreinlæti, var engin aðstaða til þess og þetta olli manni óþægindum og leiðindum. Ég man eftir einu sinni, þegar við lágum undan Rauðasandi í sunnan hlákuveðri. Allir skip- verjar voru í svefni, en ég gat ekki softð. Þá fór ég upp, klæddi mig úr hverri flík og skóf nærfötin mín og barði úr þeim óværuna. J. egar til Akureyrar kom, var byrjað að landa aflanum og hreinsa skipið, og tók það ekki langan tíma. Ég var ákveðinn í að hætta, var búinn að fá mig fullsaddan af sjómennskunni. Sigtryggur skipstjóri kom samt að máli við mig og segir, að hann sé ráðinn á norskan línuveiðara, sem gerður verði út á síldveiðar í sumar og sig vanti menn, hvort ég vilji ekki vera hjá sér áfram. Ég segi honum, að mér hafi liðið svo illa á sjónum, að mér komi slíkt ekki til hugar og vilji nú komast heim að hugsa um búskapinn. Hann segist skilja þetta vel, kveðjumst við með virktum og ég þakka honum innilega hans nærgætni og viðurgjörning við mig. En rétt þegar hann er horfinn, kemur annar maður aðvífandi. Er það Sæmundur Sæmundsson skip- stjóri frá Stærra-Árskógi. Hann var þá að taka við Hjalteyrinni og ætlaði að vera með hana um sumarið. ,,Já þú ert einn af þeim, sem verður hér um borð”, segir hann. ,,Nei”, svara ég, „ég er að fara í land”. „Það kemur ekki til mála, þú verður kyrr”, svarar Sæmundur. Um þetta þrættum við tímakorn, en ég sat fastur við minn keip. Ég tók því pjönkur mínar, náði fari með síldarskipi til Siglufjarðar og komst þaðan heim. æt egar ég fór á Hjalteyrina átti ég túkall í reiðufé, en kom stórskuldugur heim, því ég þurfti að kaupa fatnað og úthald og ýmsan vaming, sem sendur var heim. Ég hafði tekið þetta út hjá félaginu og hluturinn hrökk ekki til. Ég borgaði þetta víst aldrei. Faðir minn var vanheill um þetta leyti og lítt vinnufær. Hann hafði verið skorinn upp haustið áður af Jónasi lækni á Sauðárkróki, eftir langvarandi veikindi, og reynist vera með sprunginn botnlanga. Ég var hálfan mánuð heima, en réðist þá á síldarplan til Siglufjarðar um tveggja mánaða skeið og hafði 500 krónur í kaup um sumarið. Þannig gat ég greitt sjúkrahússkostnað föður míns og komið fjölskyldu minni til hjálpar, því þá voru ekki almannatryggingar að leita til. Tamning Get bætt við mig nokkrum hrossum í tamningu eftir áramót. Upplýsingar í síma 95-37434 og 37310 Halldór Þorvaldsson Skagfirðingar Sauðárkróksbúar! Þorbjörn Magnússon (Línu Jóns kennara) og Unnur Jökulsdóttir árita bók sína Kjölfar kríunnar í bókabúðinni í dag miðvikudaginn 20. desember frá kl. 14.00-17.00 Komið og notið þetta einstaka tækifæri BRYNJARS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.