Feykir - 20.12.1989, Page 16
16 FEYKIR 46/1989
Kveðja frá séra
Finnboga í Hvammi
Séra Finnbogi Kristjánsson óskaði eftir því á
síðasta sumri að fá þennan litla sálm birtan í
Feyki. Honum var lofuð birting hans í
jólablaðinu, en séra Finnboga entust ekki
lífdagar til að sjá hann á prenti. Þessvegna má
segja að sálmurinn sé kveðja frá gamla
prestinum frá Hvammi. Blessuð sé minning
séra Finnboga.
Guð þín máttug rnildi
meinin læknar hörð,
hæstum hlífiskildi
haltu yfir jörð.
Skíni lífs frá landi
ljúfust náðarsól,
andi guð þinn andi
yfir jarðarból.
Körfuboltaliðið stendur sig vel
Tindastóll hefur nú að nýju hífað
sig upp töfluna þrátt fyrir tap í
Njarðvík á sunnudag. Aður höfðu
þeir unnið tvo leiki í röð, gegn
Haukum og Þór.
Þórsarar héngu lengi vel í
Tindastóli þegar þeir komu á
Krókinn fyrir viku. Stólarnir
höfðu fjögur stig í leikhléi, en
fljótlega í seinni hálfleiknum
náðu þeir að stinga af og þegar
skammt var til leiksloka var
staðan orðið 103:70. Þórsarar
náðu siðan aðeins að klóra í
bakkann undir lokin og úrslitin
urðu 108:80.
Njarðvíkingamir reyndust
Tindastólsmönnum ofjarlar í
ljónagryfjunni suður frá. Jafnt
var í hálfleik, en í síðari
hálfleiknum héldu Suðurnesja-
mönnum engin bönd og þeir
sigruðu 96:80.
Bo og Valur hafa sem fyrr
verið aðalkanónur liðsins og
Sturla verið manna grimmastur í
vöminni. Ungu strákaranir hafa
líka staðið fyrir sínu og vaxa nú
með hverjum leik.
Þó að staða Tindastóls í
Húmor í
unglingunum
Feykir gerði sig seka um
mistök varðandi myndbirtingu
af skemmtun Hallbjamar Hjartar-
sonar á forsíðu síðasta blaðs.
Algjörlega láðist að geta þess
hverjir stóðu fyrir þessari
skemmtun, en það voru hinir
eldhressu piltar í unglingaflokki
Tindastóls. Söngur og glens
Hallbjarnar var í tengslum við
leik liðsins gegn Val í Islands-
mótinu og hafa piltarnireinmitt
staðið fyrir ýmsum uppákomum
til að laða áhorfendur að
heimaleikjum sínum í mótinu.
Þá hefur unglingaflokkurinn
staðið að útgáfu leikskrár fyrir
hvern heimaleik. Bera þœr
ótvírætt með sér að þar fara
húmoristar með mikla sköpunar-
gáfu.
Sögufélag
Skagfirðinga
Saga sýslunefndar I. og II. bindi er
atvinnu- og framkvæmdasaga
Skagafjarðar
Þær eru góðar saman
Saga sýslunefndar og
Saga Sauðárkróks
Sögufélag Skagfirðinga
Safnahúsinu Sauðárkróki,
sími 95-35424
Frá Innheimtu
Sauðárkróksbæjar
Hér með er skorað á þá gjaldendur sem eiga ógreitt
útsvar utan staðgreiðslu 1989 svo og aðstöðugjald,
fasteignagjöld hafnargjald og önnur gjöld til
Bæjarsjóðs Sauðárkróks að gera skil nú þegar og í
allra síðasta lagi 29. des. nk.
Afgreiðslan verður opin föstudaginn 29. des. frá
kl. 9.00 til kl. 15.00.
Verið skuldlaus við Bæjarsjóð um áramót
Gleðileg jól
Innheimta Sauðárkróksbæjar
deildinni sé ekki eins góð og
menn gerðu sér vonir um í
haust, er ekki hægt að segja
annað en liðið hafi staðið fyrir
sínu, þegar þess er gætt hve
sterkur riðillinn er. Njarðvík og
KR standa nú á þröskuldi þess
að tryggja sér sæti i úrslita-
keppninni, en Tindastóll er í
þriðja sæti. Keppnin hefst aftur
að fullu eftir áramót.
Tónlistarkvöld
Rökkurkórsins
Simm kom til kennslustarfa
hjá Tónlistarskóla Skaga-
fjarðar í haust.
Blómlegt
leiklistariíf
Blómleg leikstarfsemi hefur
verið í Húnaþingi það sem af
er vetri. Leikrit hafa verið
sett á svið bæði á Blönduósi
og Skagaströnd og haldið
hefur verið leiklistarnámskeið.
Leikklúbbur Skagastrandar
frumsýndi „Láttu ekki deigann
síga Guðmundur”, í byrjun
desember og hefur síðan sýnt
verkið á Hvammstanga.
Næsta sýning verksins verður
á Skagaströnd 28. des.
Leikfélag Blönduóss frum-
sýndi Sveitasinfoníu Ragnars
Arnalds á laugardaginn var.
Leikstjóri var Þórhallur
Sigurðsson. Næsta sýning
verksins verður annan dag
jóla.
MÓ.
Kökkurkórinn stendur fyrir
tónlistarkvöldi í Miðgarði á
öðru kvöldi jóla klukkan 21.
Dagskráin er fjölbrey tt í
sniðuni, auk þess scm kórinn
syngur nokkur lög, ntunu
ungir Skagfirðingar koma
fram og syngja, og undirleikari
kórsins Kichard John Simm
og kona hans Jackueline flytja
tónverk fyrir píanó og klarinett.
,,Við ætlum að skapa
þarna þægilega jólastemmn-
ingu með kertaljósum og
kaffi á borðum. Við erum
mjög spennt að fylgjast með
hvernig ungu tónlistarfólki
héðan úr firðinum hefur
gengið í sínu námi, en um
fimm ungmenni koma fram á
skemmtuninni. Síðan er
meiningin að dansa við
sveiflu Geirmundar fram
eftir nóttu”, sagði Ragnheiður
Kolbeins formaður Rökkur-
kósins.
Kórinn hóf æfingar í
nóvemberbyrjun undir stjóm
Sveins Arnasonar á Víðimel.
Undirleikarinn Richard Jóhn
''/'V
Snjómokstur
VEGAGERÐIN um jól og
áramót 1989-1990
Reykjavík - Akureyri og
Hofsós - Siglufjörður
Desember: 20., 22., 23., 26., 27., 29. og 30.
Janúar: 2., 3. og 5.
Laugarbakki - Hvammstangi -
Blönduós - Skagaströnd og
Varmahlíð - Sauðárkrókur - Hofsós
Desember: 20., 21., 22., 23., 26., 27., 29. og
30.
Janúar: 2., 3., 4. og 5.
Varmahlíð - Steinsstaðaskóli
Desember: 26. og 29.
Janúar: 2.
Siglufjarðarvegur - Hólar
Desember: 22., 23., 26. og 29.
Janúar: 2., 3. og 5.
Upplýsingabækling um snjómokstur má
fá á bensínstöðvum og hótelum.
Vegagerð rikisins, Sauðárkróki