Feykir


Feykir - 07.02.1990, Síða 2

Feykir - 07.02.1990, Síða 2
2 FEYKIR 5/1990 ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMENN: Magnús Ólafsson A-Hún., Hólmfríður Bjamadóttir V-Hún. ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Sólmundur Friðriksson ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 90 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf.. Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Skagstrendingar fara út að borða „Á þessum tíma eru það aðallega tarnir í kringum útgerðina, en annars hefur þetta verið nokkuð líflegt miðað við árstíma”, segir Sturla Bragason veitingamaður frá Blönduósi sem tók við rekstri Hótels Dagsbrúnar á Skagaströnd unt áramótin. „Það er ekki að sjá annað en Skagstrendingar geri þónokkuð af því að fara út og borða og maður er að vona að þannig verði þetta áfram. Það hafa verið hér hópar í mat tvær síðustu helgar, og pantanir eru þegar farnar að berast fyrir næstu helgi. Að sjálfsögðu vonast maður svo til að geta laðað að utanbæjarfólk. Við stílum upp á fljóta en vandaða afgreiðslu, getum afgreitt stórsteikur með mjög skömm- um fyrirvara með því að undirbúa daginn vel, erum alltaf með hráefnið tilbúið”, sagði Sturla. Sturla sagðist ekkert hafa orðið var við draugagang í húsinu, né neinn gesta sinna. Getgátur væru uppi um að þau næturhljóð sem heyrðust á síðasta sumri stöfuðu frá lyftingu í loftklæðningu, sem lægi ófest í málmgrind. Til stæði að tylla þessari klæðn- ingu. Landsmót UMFÍ: Ekki á Króknum á þessari öld í framhaldi af fundi stjórnar Ungmennafélags íslands á dögunum, lítur út fyrir að landsmót U.M.F.Í. verði ekki haldið á Sauðárkróki á þessari öld. U.M.S.S. og bæjaryfirvöld Sauðárkróks sóttu um að landsmót Ungmenna- félaganna yrði haldið þar árið 1999. Á stjórnarfundinum var ákveðið að landsmótið 1996 yrði haldið af U.M.S.B. í Borgarnesi, en tvær umsóknir bárust. frá Borgfirðingunum og frá U.l.A. Stjórnin greindi frá eindregnum vilja sínunr að landsmótið 1999 yrði haldið á Egilsstöðum. (Unnið af Guðrúnu Jónsdóttur og Sigríði Gunnarsdóttur 8. bekk Varmahlíðarskóla í starfskynningu) Gömlu flugstöðinni komið fyrir í nýjum heimkynnum Gamla „flugstöðin” á Alex- andersflugvelli hefur öðlast nýtt hlutverk. Nefnilega það að verða afdrep skíðafólks í skíðaparadís Sauðárkrókshúa í landi Heiðar á Gönguskörðum. Hvað hann verður þar lengi er reyndar óvisst þar sem sífellt er í athugun hvar framtíðar- skíðasvæði Sauðkrækinga verður. Sl. föstudag vom félagar í skíðadeild Tindastóls ásamt starfsmönnum Sauðárkróks- bæjar og stórvirkum vinnu- vélum að koma skúrnum fyrir. Ætlunin er síðan að ganga vel frá honum á næsta sunrri, setja t.d. í hann rafmagnskyndingu. Veður var hið besta efra á föstudag og talsverð umferð, enda nýbúið að moka Skúrnum komið fyrir norðan skíðalyftu. Laxárdalsheiði. Var þetta komust í kaupstað, eftir fyrsti dagurinn í talsvert válynd veður dagana á langan tíma senr Skagamenn undan. Raðsmíðaskipið: „Bagalegt” segir Bjarki Þessar tvær stelpur úr 8. bekk Varmahlíðarskóla eru þessa vikuna í starfskynningu á ritstjórn blaðsins. Þær Guðrún Jónsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir skrifuðu frétt á 2. síðu blaðsins og væntanlega sjáum við meira frá þeim í næsta blaði. Samningar tókust við hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar við Heilsu- gæslustöðina á Sauðárkróki samþykktu sl. fimmtudag tilboð sem þeim barst viku áður frá sjúkrahússstjórninni og fulltrúa heilbrigðisráðu- neytisins. Ekkert verður því af uppsögnuni þeirra og hefur vfirvofandi ófremdarástandi því samfara verið afstýrt. Samningurinn felur í sér sömu laun og hjúkrunar- fræðingarnir höfðu áður. Oánægja þeirra var tilkomin vegna þess að við breytta verkskiptingu ríkis og sveitar- félaga um síðustu áramót, urðu þeir sjálfkrafa starfs- menn ríkisins, sem þýddi að þeir misstu þær aukagreiðslur sem jöfnuðust á við vakta- álag hjúkmnaifræðinga sjúkra- hússins. Hjúkrunarfæðingarnir sem sögðu upp 1. október sl. og áttu samkvæmt því að leggja niður störf um áramót, féllust á að fresta því til síðustu mánaðamóta. Ef samkomulag hefði ekki náðst, hefði heimahjúkrun, ung- barnaeftirlit og skólahjúkrun lagst niður í héraðinu. „Jú, vitaskuld er þetta mjög bagalegt fyrir okkur og alveg Ijóst að við getum ekki beðið endalaust eftir þessu. Það er töluvert aðkallandi að gera einhverjar ráðstafanir með bátinn scm við ætluðum að láta á móti raðsmíðaskipinu”. Annars sagði Bjarki Tryggva- son framkvæmdastjóri Mel- eyrar á Hvammstanga að það þýddi ekkert annað en láta hverjum degi nægja sínar þjáningar og vona það besta, allt væri þetta opið enn. Eins og kunnugt er samþykkti Byggðasjóður á dögunum að lána Meleyri 140 milljónir að því tilskildu að Landsbandinn eða ríkis- ábyrgðasjóður lánuðu jafn- mikið á móti. Meleyri ætlar síðan sjálft að fjámagna þær 70 milljónir sem vantar upp á kaupverð skipsins, sem er 350 milljónir. Hvorki stjómir Landsbankans né ríkisábyigða- sjóðs hafa fundað um málið enn sem komið er. Fasteign til sölu Óskum eftir tilboöum í húseignina að Skagfiröingabraut 7 Sauðárkróki. Upplýsingar í síma 35304 (Gunnar). Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða að hafna öllum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.