Feykir


Feykir - 07.02.1990, Síða 4

Feykir - 07.02.1990, Síða 4
4 FEYKIR 5/1990 „Kostur að sólin sést lengur hér” spjallað við alþjóðlegu fjölskylduna á Hólmagrund 11 Það sem einkennir kannski Sauðárkrók öðrum bæjum fremur er sá fjöldi aðkomufólks sem flutt hefur til bæjarins á síðustu árum og áratugum. Fyrir tveim tugum ára voru innfæddir íbúar bæjarins, í daglegu tali „orginalar” í meirihluta, þá vel innan við 1500. í dag eru þeir hinsvegar í miklum minnihluta, enda íbúar Sauðárkróks um 2500. Varla er samt stofn þeirra innfæddu talinn í hættu, þar sem hann þykir einstaklega harðger, að sögn þeirra er gerst þekkja. — Já, árlega flytja nokkrar fjölskyldur til Sauðárkróks. Flestar þeirra hverfa í fjöldann og bæjarbúar margir hverjir bera það ekki við lengur að fylgjast með því hverjir flytja í bæinn, enda ósvinna. Sumir „landnemanna” stinga þó örlítið í stúf, bera annað yfirbragð en meginþorri bæjarbúa, og verða því svolítið forvitnilegir fyrir bragðið. Meðal þessa fólks er útlensk fjölskylda sem flutti í bæinn fyrir tveim árum. Reyndar er hér um alþjóðlega fjölskyldu að ræða. Fjölskyldu- meðlimirnir þrír eru allir frá sitthvoru landinu. Hann heitir Arthur Wendover 42 ára Kanadamaður og hún Bríet 45 ára Bandaríkjamaður. Barn þeirra er 4 ára stúlka Dipe frá Shri Lanka. Dipe þýðirljós oger skýrð eftir bræðrum Bríetarsem heita þessu nafni. Feykir leit við hjá þessari viðkunnanlegu fjöl- skyldu á heimili hennar á Hólmagrund 11 í síðustu viku. I fyrstu var forvitnast um fyrri heimkynni hennar í Kanada, en þau eru á smáeyju sem heitir Cape Britton og er hún í norðurhluta Nova Skotchia. Vorum mállaus „Mestu viðbrigðin að koma hingað er vindurinn. Það er ekki svona stöðugur vindur þar nema á sléttunni. Síðan er náttúrlega heldur kaldara hérna, sérstaklega á sumrin”, sagði Arthur. ,,Já, við söknum stundum að hafa ekki aðeins betri sumarveðráttu”, bætti Bríet við. — En hver urðu tildrög þess að þið komuð hingað til landsins? „Við vorum beðin að fara hingað til að útbreiða trú Bahaia. Þetta er heimstrú, ekki mjög fjölmenn en næst útbreidd- asta trú í heiminum, landfræði- lega. Aðeins kristin trú er útbreiddari, samkvæmt alfræði- bók Brittanika. Við komum hingað til lands haustið 1976, til Hveragcrðis. Þekktum enga og vorum algjörlega mállaus. Það hjálpaði mikið að þarna bjó ein fjölskylda frá Kanada sem hafði flutt þangað nokkrum árum áður, í sama tilgangi og við”. Hvað fóruð þið að gera í Hveragerði, annað en útbreiða trúna? „Ég fór að vinna í ftskþurrkun en hún í ísverksmiðjunni, Kjörís. Okkur leist þokkalega á okkur i Hveragerði, en kynntumst fáum. Höfðum aðallega samskipti við þessa kanadísku fjölskyldu og svo tvær frændfjölskyldur frá Djúpavogi sem bjuggu í Hvera- gerði, það fólk var líka í söfnuðinum. Ótrúlega skemmtilegt fólk Við stönsuðum ekki lengi í Hveragerði, .vorum í sambandi við Bahaiasamfélag á Neskaup- stað og þar sem ég átti möguleika á að komast í betur launaða vinnu þar, ákváðum við að flytja þangað eftir níu mánaða búsetu i Hveragerði”. Þú hefur ekki orðið kommi á veru þinni í „rauða” bænum? „Nei, samt vann hann með Guðmundi Stalín og umgekkst mikið hörðustu vinstri mennina fyrir austan”, sagði Briet. „Það var ákaflega gaman að vera fyrir austan, ótrúlega skemmtilegt fólk þar. Þarna var fólk frá ýmsum löndum í vinnu”, sagði Arthur. Hvar vannstu á Norðfirði? „I frystihúsinu hjá síldarvinnsl- unni. Ég lenti bara í vandræðum með heilsuna þarna fyriraustan. Ég hafði fengið lömunarveiki í annan fótinn fyrir löngu og læknarnir sögðu að þetta væri of erfið vinna fyrir mig. Það var því ekki um annað að ræða fyrir mig en að svipast um eftirannarri vinnu. Ekki var um margt að velja á Norðfirði, en vestan frá ísafirði bárust mér fregnir af rafeindafyrirtæki í uppgangi og þá vantaði menn. Ég hafði samband við þá ogfékk vinnuút á það að ég hafði próf í rafeindafræði úr bréfaskóla í Bandaríkjunum. Eftir fimm ágæt ár á Norðfirði fluttum við síðan vestur á ísafjörð. Vildum ekki vera í snjónum Rafeindafyrirtækið Póllinn á Isafirði var í miklum vexti og þróun þegar við komum vestur ‘82. Það var mikil vinna og ákaflega spennandi að fást við verkefnin. Okkur leist vel á „Við vorum einhverra hluta vegna, lengi búin að hugsa um að flytja á Sauðárkrók. Þegar við keyrðum hringveginn 1979 og sáum ofan í Skagafjörð af Vatnsskarði, urðum við undrandi: „Vá, en hvað þetta er stór dalur”. Þegar svo seinna var ákveðið að flytja á Sauðárkrók, fannst okkur að það hlyti að vera gott að búa í þessum kaupstað sem hefði svo stóra sveit bak við sig”. Bríet og Arthur með Dipe, sem var orðin ansi syfjuð, á milli sín. Þvingum ekki trúnni upp á fólk okkur fyrir vestan og eftir að vera búin að vera þar í fjögur ár ákváðum við að kaupa okkur hús. Við vorum bjartsýn, höfðum verið bamlaus en vorum nýbúin að fá sex mánaða stúlkubam frá Shri Lanka. Það var bjart yftr hlutunum og við ákváðum aðskella okkur í að kaupa hús þó við ættum bara 30þúsund í peningum. Þetta var ákaflega fallegt hús á góðum stað í Hnífsdal. Útsýnið svo gott að það sást beint inn Djúpið, Æðey blasti við. — En ekki vildum við vera í snjónum þarna fyrir vestan núna. En þessi húsakaup reyndust okkur erfið og við bættist óöryggi i vinnunni hjá Pólnum. Það var búið að segja fólki upp, að vísu ekki mér. Mér fannst þetta samt ótryggt, maður vissi ekkert hvað kynni að gerast. Einn daginn hringdi ég svo hingað til Sauðárkróks og athugaði með vinnu. Asbjörn á rafmagnsverkstæði kaupfélags- ins sagði að éggæti fengið vinnu og hingað fluttum við haustið 1988”. Hvernig fannst ykkur að koma hingað til Sauðárkróks? „Það er alltaf erfitt að koma á nýja staði, sérstaklega af því að við erum ekki ungt fólk, það tekur töluvert langan tíma að kynnast fólki og festa rætur”. Duglegur að læra Finnst ykkur erfitt að kynnast fólki hérna? „Nei, mér finnst hcldur betra að kynnast fólki hér en á Isafirði. Annars fer þetta svo mikið eftir vinnustaðnum. Maður fór svo viða vegna vinnunnar hjá kaupfélaginu. Við vorum hingað og þangað um bæinn, sendir til að vinna í skipunum.út í sveit og ég var meira að segja að sendur alla leið út í Fljót, í Miklalax”, sagði Arthur. „Ég hef verið lítið út á við síðan við fluttum hingað. Barnið gerir það að vei kum að ég held mig meira heinia. Ég er líka svolítið lengi að kynnast fólki, þannig að það er ckki að rnarka þó ég kynnist fáum”, sagði Briet. Arthur nú ert þú í skóla? „Já, ég er nemi á iðnbraut í Fjölbrautaskólanum, á grunn- braut rafiðnar. Fer annaðhvort í refeindanám eða rafvirkjun, ég er að reyna að komast á samning, en það gengur erfið- lega eins og stendur”. Fannst þér ekki erfitt að setjast í skóla eftir öll þessi ár? „Hann er ákaflega duglegur að læra. Stundar námið af mikilli samviskusemi”, skýtur Bríet inn í samræðurnar. „Það var gaman að byrja aftur eftir 23ja ára hvíld. Mér finnst ákaflega gaman að vinna með krökkunum. Það var ekki fyrr en fyrst núna sem ég treysti mér í skóla út af tungumálinu, það tók mig 13 ár að ná þeirri festu í málinu, sem ég taldi nauðsyn- lega”. Hvað búist þið við að búa hérna lengi, ætlið þið kannski að setjast hérna að? „Við eigum kannski ekki von á því, þetta fer mikið efir því hvernig honum gengur með samninginn”. En hvemig líst ykkur á ykkur hérna og hvernig hefur svo útbreiðsla trúarinnar gengið? „Okkur líst ágætlega á okkur, svæðið hérna í kring er fallegt. Það er mikill kostur að sólin sést hér mun lengur en bæði fyrir vestan og austan, þar sem hún sést ekki í tvo og hálfan mánuð. Það hefur gengið upp og ofan að útbreiða trúna. Stundum mjög hægt, en stundum vel. Við tölum bara um trúmál við fólk sem vill hlusta, erum ekki að þvinga henni upp á fólk. Um útbreiðslu Bahaia hér á landi vitum við ekki nákvæmlega, þó eru talsvert margir staðir út um landið þar sem samfélögin em það stór, að þar eru starfandi svæðisráð sem níu manns skipa. Við höfum ákaflega mikinn áhuga fyrir skógrækt og það er kannski það sem vantar hér sem og víða annars staðar á landinu. Söfnuðurinn á land í Skógum í Þorskafirði og er búinn að planta þar þónokkrum skógi. Það er ákaflega fallegt þarna og skemmtilegt að Matthías Jockums- son skáld, langafi Baldurs Bragasonar tannlæknis, er fæddur þarna. Matthías á líklega fyrstu tengingu Islands við Bahaia- trúna. Árið 1992 fór hann á alþjóðlega trúarráðstefnu sem haldin var i Noregi. Þaðan kom hann með bók um Bahaiatrúna, sem maður nokkur sem dvalið hafði í nokkur ár í ísrael skrifaði. Bókin er í bókahillu í Sigurhæðum, húsi og safni „Matthíasar á Akureyri”.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.