Feykir


Feykir - 07.03.1990, Page 2

Feykir - 07.03.1990, Page 2
2 FEYKIR 9/1990 Enn um sameiningarmál ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalqötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMENN: Magnús Ólafsson A-Hún., Hólmfríður Bjamadóttir V-Hún. ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Sólmundur Friðriksson ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 90 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROTOG PRENTUN:SÁST sf.. Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. AUGLÝSIÐ í FEYKI Sameiningarmál sveitarfélaga liafa verið mikið í deiglunni síðustu árin og er skemmst að minnast sameiningu þriggja hreppa í austanverðum Skagafirði sem koma mun til framkvæmda við hrepps- nefndarkosningar í vor. Þá er stutt síðan Fljótahrepparnir tveir runnu í eina sæng. En menn spyrja sig gjarnan, er nóg að gert? Mætti ekki ganga lengra í sameiningarmálunum? Hefði t.d. ekki verið eðlilegra að færa bæði Hóla- og Viðvíkurhrepp inn í nýja hreppinn kringum Hofsós, jafnvel Fljótahreppinn líka? Þannig gæti framtíðarskipulagið austan Vatna orðið. Vestan þeirra virðist mjög eðlilegt að með tímanum sameinist Akrahreppur, Lýtingsstaðahreppur, Seylu- hreppur og Staðarhreppur. Og hrepparnir við Krókinn og út á Skaganum sameinist kaupstaðnum. Það er síður en svo að allir séu sáttir við þessar sameiningarhugmyndir. Hér er um viðkvæm mál að ræða. sem margir mega ekki heyra á minnst og finnst aldagömlu sjálfstæði síns samfélags ógnað. Hinsvegar virðist það liggja í augum uppi að sívaxandi erfiðleikar í landbúnaði og varnarstaða byggðar í sveitunum. gerir það að verkum að styrking samfélaganna með samruna er nauðsynleg. Þeir sem búa í sveitum eru margir hverjir búnir að gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki nýtt verðlausar fasteignir á jörðunum öðru vísi en vinna með búinu. Má t.d. benda á að sveitafólki sem þiggur atvinnu á þéttbýlisstöðunum s.s. Sauðárkróki, Blönduósi og Hvamms- tanga, hefur fjölgað ár frá ári. Samt sem áður eimir enn af gamla rígnum milli sveitanna og kaupstaðanna. Margur sveitamaðurinn virðist ekki vera yfir sig hrifinn að allt fari í kaupstaðinn og þá er sjaldnast hugsað til þeirra fjármuna sem bæjarfélagið kostar til að halda uppi atvinnulífi. En fólkið í sveitunum á líka til svar sem dugað gæti eitthvað móti þessari þróun. Sem dæmi má nefna að sameinaðir gætu hrepparnir fram í Skagafirði myndað sterkari þjónustukjarna í Varmahlíð. Þá er enginn vafi á því að sameiningin austan Vatna á eftir að styrkja Hofsós. Togara- fréttir Skagflrðingur landaði á mánu- dagsmorgun 105 tonnum. Von er á Hegranesi á fimmtu- dagsmorgun með allmikinn afla. Eru því líkur á að nægt hráefni verði í frystihúsunum þessa viku. I gærdag var von á dælu- pakkningum þeim sem stöðvað höfðu Skafta frá veiðum i 4-5 daga, en þær týndust í fragt fyrir helgina. Drangey gerði þokkalega sölu í Þýskalandi á dögunum, seldi um 150 tonn fyrir 117 milljónir. Nuddið fyrir- byggjandi aðgerð v Eiríkur Sverrisson nuddar af ákafa. Okkar góðu tilboð um átta jalnar og uaxtalausar gretðslur tr^gjast 20. ntars HATUkV Sæmundargötu 7 „Það virðist ríkja sá útbreiddi misskilningur hér á landi að engin þörf sé fyrir fólk að láta nudda sig, nema það sé hreinlega að drepast. Sann- leikurinn er hinsvegar sá að nudd er fyrirbyggjandi aðgerð, til að auka blóðstreymið og koma þannig í veg fyrir ýmsa kvilla”, segir nuddarinn Eiríkur Sverrisson. Eiríkur kom heim um síðustu áramót eftir ársnám við virtan nuddskóla í Colorado, sem útskrifaði hann sem nuddfræðing. Eirikur opnaði nýverið nudd- stofu á Aðalgötu 20b, á sama stað og Líkamsrækt Eddu er til húsa. Þar býður hann upp á margvíslegar tegundir nudds. „Það virðist taka talsverðan tíma fyrir fólk að átta sig á þessari þjónustu. Aðsóknin hefur verið fremur dræm til að byrjað með og það kom mér reyndar ekkert á óvart. Eg á samt von á því að jretta komi til með að aukast smásaman. Annars virðist það vera þannig með Islendinga, að þeir eru ekki eins mikið fyrir líkamlega snertingu ogaðrar þjóðir. Fólk hér, tjáir sig t.d. lítið með snertingu. Eg var var við það í náminu að Ameríkanarnir virtust leita rneira eftir sjálfri snerting- unni”, sagði Eiríkur í samtali við Feyki. Úrvalsdeildin: Stólarnir sliguðust undan pressunni Ekki tókst Tindastólsmönnum að klckkja á meistarakandi- dötum Njarðvíkinga í Urvals- deildinni sl. þriðjudagskvöld. Þrátt fyrir frábæran leik heimamanna í Síkinu í fyrri hálfleiknum, tókst þeim ekki að fylgja því eftir og hinir leikreyndu Suðurnesjamenn sigldu fram úr í lokin. Stólarnir voru hreint frá- bærir í fyrri hálfleiknum. Sóknirnar gengu fínt með svertingjann Lee eins og klett inni í „boxinu” og í vörninni malaði kvörnin stöðugt, þannig að á fjögurra mínútna kafla um miðjan hálfleikinn skorðu gestirnir varla stig. Uppskeran í leikhléinu var því ríkuleg, 15 stiga munur Tindastólsmanna, 53:38. I byrjun seinni hálfleiks tóku svo Njarðvíkingarnir upp á þeim óskunda að skella á pressu, en sú leikaðferð virtist verka eins og skæð- asta farsótt á Tindastólsliðið. Ekki bætti úr skák að Sverrir Sverrisson fékk snemma þrjár villur í leiknum og var lítið með eftir það. Ekki var að sökum að spyrja að sunnanmenn smásöxuðu á forskot norðanmanna og lauk leiknum með öruggum sigri þeirra fyrrnefndu, 98:88. Lee fór á kostum í fyrri hluta leiksins þar sem hann var virkilega notaður. Þá var Sturla mjög drjúgur eins og hann hefur reyndar verið í mörgum síðustu leikjum. Lee skoraði 30 stig, Sturla 22, Sverrir 7, Pétur Vopni 7, Björn 4 og Haraldur 4. Tindastóll á tvo leiki eftir í Úrvalsdeildinni, gegn KR í Síkinu á sunnudaginn og síðan á móti Haukum í Hafnarfirði fimmtudaginn 15. mars. Lee farínn Það er skarð fyrir skildi hjá Tindastólsmönnuni að svert- inginn James Lee er farinn af landi brott og verður ekki með í tveim síðustu leikjum liðsins í mótinu. Hann fingurbrotnaði í stjörnuleiknum á dögunum og í leiknum gegn Njarðvík brotnaði síðan annar fingur. Lee var farinn að falla mjög vel inn í leik liðsins. Hann hefur fullan hug á að leika með Tindastólsliðinu næsta vetur.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.