Feykir - 07.03.1990, Síða 3
9/1990 FEYKIR 3
Óli Arnar Brynjarsson og Guðbjartur Haraldsson vinna að
frágangi skólablaðsins Molduxa, sem kom út nú fyrir opnu
dagana.
Opnir dagar í
Fjölbrautaskólanum
Bæjarfulltrúar Sauðárkróks ræða um
flutning opinberra stofnana út á land:
Vilja að Siglfirðingar endur-
heimti SR-skrifstofurnar
Bæjarstjóm Sauðárkróks hefur
lýst yfir stuðningi við óskir
bæjarstjórnar Siglufjarðar,
þess efnis að aðalskrifstofur
Síldarverksmiðja ríkisins verði
fluttar á ný til Siglufjarðar.
Það var Siglfirðingurinn í
bæjarstjórninni Björn Sigur-
björnsson sem var upphafs-
maðurinn að þessu innan
bæjarstjórnar Sauðárkróks.
I bókuninni segirennfremur
að bæjarstjórn Sauðárkróks
telji að ríkisvaldið eigi að
vinna mun markvissara að
flutningi ýmissa þjónustu-
stofnana sinna út á land.
Nokkar umræður spunnust
um þetta mál á bæjarstjómar-
fundi sl. þriðjudag. Bæjar-
fulltrúar töldu mjög óeðlilegt
að skrifstofur síldarverksmiðj-
anna skyldu fara frá Siglufirði á
Laugardaginn 24. febrúarsl. var
stofnað í V-Hún. fyrirtækið
Orðtak fjaninnslustofa hf. Stofn-
fundur var haldinn í Vertshúsinu á
Hvammstanga. Stofnendur eru
41, einstaklingar og fyrirtæki.
Hlutafé ákveðið kr. 1200 þúsund.
Þegar liggja fyrir hiutafjárlof-
orð að upphæð i milljón og 40
þúsund kr. Svo enn eru til sölu
hlutabréf.
A fundinn mættu 25 manns,
samþi'kktur var stofnskrársamn-
ingur svo og samþykktir
félagsins. I stjórn voru kosin sr.
Kristján Björnsson Brún Víðidal,
Björn Einarsson Bessastöðum,
Egill Gunnlaugsson, Páll Sigurðs-
son og Bjarney Valdimarsdóttir.
öll búsett á Hvammstanga. Til
vara voru kosnir Gunnar
Konráðsson og Lárus Ástvalds-
son Hvammstanga. Endurskoð-
endur Ingólfur Guðnason og
Haukur Friðriksson Hvamms-
tanga. Laugardaginn 17. febrúar
voru opnuð tilboð i búnað, en
engar ákvarðanir hafa verið
teknar um kaup. Var því máli
vísað til stjórnar.
Fundarmenn voru sammála
um að uppbygging fyrirtækisins
skildi miðuð við eigið fé og var
samþykkt tillaga þess efnis að
stjórn fyrirtækisins hefði ekki
heimild til iántöku nema að
undangengnum hluthafafundi.
Undirbúningur að stofnun þessa
fyrirtækis var á vegum Átaks-
verkefnis V.-Hún. og er þetta
fyrsta fyrirtækið sem stofnað er í
tengslum við það. Þess má að
lokum geta að nú eru réttir átta
mánuðir frá því leitarráðstefnan
sínum tíma og ekkert
sjálfsagðara en þeir fengju
stuðning nágranna sinna til
að endurheimta þær í bæinn.
Ekki veitti af að rétta
Siglfirðingum hjálparhönd,
þar sem trúlega mundi þeim
reynast erfitt að fá þjónustu-
stofnanir til sín, vegna legu
staðarins á jaðri kjördæmisins.
Eins og menn þekkja hafa
Siglfirðingar og Sauðkræk-
ingar eldað grátt silfur í
staðsetningarmálum. Síðast
var það gjaldheimtan er olli
síðan „naílaumræðunni” sem
fræg er orðin.
Á fundi bæjarstjórnar
veltu menn því einnig fyrir
sér hvort ekki væri rétt, á
grundvelli þeirrar vitneskju
að áhugi væri hjá ýmsum
opinberum stofnunum fyrir
var haldin á Hvammstanga, en
hún var undanfari Átaksverk-
efnisins.
staðsetningu þeirra á Sauðár-
króki, að bæjarstjómin þrýsti á
um slíkt. Flestir sem til máls
tóku töldu að það væri ekki
heilladrjúgt að sinni, gæti
m.a.s. haft þveröfug áhrif.
Réttara væri að vinna málin á
öðrum vettvangi.
Pollamir í úrslit
Sjöundi flokkur Tindastóls
tryggði sér um helgina
keppnisrétt í úrslitum íslands-
mótsins sem fram fara á
næstunni. Liðið sigraði á
fjölliðamóti í Breiðholtsskóla
í Reykjavík.
Keppnin var í b-riðli
Islandsmótsins. Tindastóll
vann báða leikisína: Keflvík-
inga með 40:30 og ÍR-inga
42:40. Það var Halldór
Halldórsson sem var lang
atkvæðamestur Tindastóls-
manna, skoraði hvorki meira
né minna en 38 stig í
leikjunum. Ómar Sigmars-
son gerði 15, Atli Þorbjörns-
son 10, Davíð Harðarson 9,
Guðjón Gunnarsson 8 og
Hilmar Hilmarsson 2. Þjálf-
ari drengjanna er Guðmundur
Jensson.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur,
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
kynlífsfræðingur og Magnús
Skarphéðinsson hvalavinur verða
meðal gesta á Opnum dögum
sem hefjast í Fjölbrautaskól-
anum í dag, miðvikudag.
Eins og fyrr eru Opnu
dagarnir haldnir í þeim
tilgangi að brjóta upp
hefðbundið starf í skólanum
og virkja frumkvæði og
hugarflug nemenda. Mjög
fjölbreytt dagskrá er alveg
fram á laugardagskvöld, en
þá verður endi bundinn á
Opnu dagana með árshátíð
skólans.
Nemendur munu gefa út
dagblað alla dagana og
starfrækja útvarpsstöð frá
morgni til kvölds. Efnt
verður til Ieiklistarnámskeiðs,
undir handleiðslu Jóns Orms
Ormssonar. Jón Egill Braga-
son danskennari kennir
eróbik. Þá verður snyrtinám-
skeið og tilraunaeldhús í
mötuneyti heimavistarinnar
í kvöldmatartímanum. Gesta-
kokkar verða öll kvöldin.
m.a. Hörður G. Ólafsson og
frú. Eru getgátur uppi um að
þar verði á ferðinni
„júróvisjon pottþéttur pott-
réttur”. Þá verða haldin
tónlistarkvöld, bókmennta-
kvöld, o.m.fl.
Dagskrá daganna verður
kynnt rækilega bæði í
dagblaðinu, útvarpinu og
dreifibréfi. Skorað er á
bæjarbúa og nágranna að
taka þátt í þeim liðum Opnu
daganna sem heimilir eru
öllum.
H.
SAMVINNUBÓKIN
Hjónin í Ytra-ValIholti treysta
Samvinnubókinni fyrir peningunum
sínum eins og margir fleiri.
Raunávöxtun
Samvinnubókar
árið 1989 var 5.01%
Nafnvextir Samvinnubókar
eru nú 16%
Ársávöxtun er því 16.64%
SAMVINNUBÓKIN
Hagstæð ávöxtun
í heimabyggð
Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga
Hvammstangi:
Orðtak stofnað