Feykir


Feykir - 07.03.1990, Page 5

Feykir - 07.03.1990, Page 5
9/1990 FEYKIR 5 Ný stóðhestastöð á Hólum: Ætlað að efla skipulagt ræktunarstarf og auka úrval Á llólum i Hjaltadal hóf í haust starl'semi stóðhestastöð, sem hrossaræktarsamhöndin í I lólastifti hinu forna standa að ásamt hændaskólanum. Tíu hross eru í stöðinni í einu og fæst Egill Þórarinsson tamn- ingamaður úr Fljótum við tamningu þeirra. Starfsstjórn þessara stöðvar mynda einn aðili frá hverju hrossaræktarsambandanna á Noðurlandi og aðalkennari við hrossarækt í Hólaskóla, Þórir Magnús Lárusson. Hafði hann þetta að segja um markmið stöðvarinnar: „Starfsstjórnin velur fola inn í stöðina í samráði við hrossaræktarráðunaut Búnaðar- félags Islands. I valinu er tekið tillit til ættar og útlits, en einnig er haft að leiðarljósi samstarf hrossaræktarsamband- anna. Hross eru því valin frá öllum samböndunum, að vísu mismunandi mörg frá hverju. Graðfolar valdir of snemma Tilgangurinn með þessu samstarfi er tvenns konar: Að efla og auka skipulagt ræktunarstarf og auka mögu- leikana til útvals. Það hefur nefnilega verið þannig að menn hafa freistast til þess að taka ákvarðanir um val graðfola of snemma, það er fyrir tamningu. Þetta teljum við rangt, það eigi ekki að velja graðhesta fyrr en eftir tamningu. Það eru nefnilega svo margir eiginleikar í hestinum sem ekki er hægt að meta fyrr en eftir tamningu. Hingað koma folarnir 4-5 vetra inn í stöðina og eru tamdir í þetta 2-4 mánuði. Þessi stöð er frábrugðin stöð Búnaðarfélags íslands í Gunnarsholti á Rangárvöll- um að því leyti, að þar alast ungfolarnir upp alveg frá æsku. Hér fyrir norðan sjá eigendurnir um uppeldið”. En er þetta samt ekki ansi fátt til að skapa mikið úrval? Mismunandi eins og mannskepnan „Jú auðvitað mættu þeir vera Beiri. Við sem teljum okkur hafa vit á þessu segjum að í hverjum árgangi þurfi að vera 120 hestfolöld sem hægt sé að velja úr um allt land. Og vitaskuld væntum við þess að stöðin stækki seinna meir. Eg tel að hér á Hólum vanti 50 hesta hús til viðbótar til að anna eftirspuminni við hrossaræktar- námi og reiðmennsku. Hér eru 70-75 hross á járnum en þyrftu að vera mun fleiri. Þessi tala, 10 hross, passar alveg handa einum manni, ef við bættum við 10. þyrfti við annan mann og svo vantar húsrýmið”. En er þetta ekki erfitt Tamningamaðurinn Egill að störfum. verkefni sem Egill tamninga- maður fæst við? Eru hrossin ekki mjög mismunandi þegar þau koma frá svona mörgum hrossaræktarsanrböndum? „Kannski ekki af þeirri ástæðu. Hinsvegar þarf góður tamningamaður að vera mörgum og góðum eigin- leikum búinn. Hestar eru eins og mannskepnan svo ákaflega mismunandi. Það þarf að meta geðslag, skapnað og hæfileika hestsins. Eg hef hvort tveggja fengist við að kenna hestum og mönnurn. Mér finnst það mjög svipað ”, sagði Þórir Magnús að endingu. Hann var kennari og skóla- stjóri í nokkra vetur á Borðeyri áður en hann kom til starfa á Hólum fyrir nokkrum árum. Þórir Magnús Lárusson og Egill Þórarinsson. Viðskiptavinir athugið! Frá og með mánudeginum 12. mars nk. verður einungis tekið við skilavörum gegn framvísun kassakvittunar. Geymið því vel ykkar kassakvittun Ef þú kaupir vöru hjá okkur sem ætluð er til gjafa, færðu sérstakan límmiða sem settur er á vöruna svo viðtakandi geti skilað henni ef honum sýnist svo Skagfirðingabúð verður lokuð laugardaginn 10. mars nk. J§~SkagfirÍ>ingdbúb

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.