Feykir - 07.03.1990, Side 6
6 FEYKIR 9/1990
Nokkur orð um Sýslunefndarsögu
flytti þangað cllefu árum síðar.
I.
Fyrir jólin síðustu barst mér í
hendur bókin Sýslunefndarsaga
Skagfirðinga, síðari hluti, eftir
Kristmund Bjarnason. Fyrri
hlutinn mun hafa komið út fyrir
rúmlega tveimur árum.
í heild er þetta mikið rit, um
600 blaðsiður auk sýslunefndar-
mannatals, manna- og staðar-
nafnaskrár og heimildaskrár
ýmsar. Fjöldi mynda er í
bókunum báðum. Mikill fengur
er að sögu þessari og má hiklaust
telja hana hluta af héraðssögu
þeirri, sem Skagfirðingar hafa
skapað sér síðustu 114 árin.
Nú er það ekki ætlun mín að
fjalla um sögulegt gildi heildar-
verksins — ekki heldur um
einstaka þætti þess. En við
fljótan vfirlestur siðara bindis
hnaut ég um nokkur atriði. sem
ég hripaði niður og telja verður
ónákvæm, jafnvel flausturslega
unnin. Skal nú að þeim vikið.
1. Á blaðsíðu 13 segir: „Þá var
aftur leitað í „Templarahúsið”,
og þar munu sýslufundir hafa
verið haldnir l'ram um 1950, eða
lengur". — Væntanlega mun þá
átt við að þar hafi fundahald
verið eitthvað fram á sjötta
áratuginn. Árið 1963sat égminn
fyrsta sýslufund og þá í
Templarahúsinu, og líklega hafa
þeir verið haldnir þar í eitt til tvö
ár í viðbót.
2. Á blaðsíðu 16 segir:
„Aðalmenn í sýsluráð voru
kosnir. Konráð Gíslason Varma-
hlíð og Jónas Flaraldsson
Völlum”. — Þetta var árið 1975.
Hæpið er að skrá heimilisfang
mitt i Varmahlíð þá. þótt ég
3. Á bls. 52 neðst og bls. 53segir:
.. Árið 1953 lagði sýslunefnd
fram til Skógræktarfélags Skag-
firðinga, 1250 kr. til skógræktar-
girðingar við Bólu í Blönduhlíð í
Silfrastaðalandi o.s.frv." - Bóluá
skiptir löndurn Bólu og Silfra-
staða. Skógarreiturinn er því
ekki í Bólunlandi, ekki i landi
Silfrastaða. Auk þess hafa
Silfrastaðir frá fornu fari tilheyrt
Norðurárdal. en ekki Blöndu-
í Bólulandi, ekki í landi
Blönduhlíðar og Norðurárdals.
4. Á bls. 81 segir: „í janúar 1950
barst sýslunefnd bréf frá
Víðivallahjónum, Helgu Sigtryggs-
dóttur og Gísla Sigurðssyni”. —
Þetta er auðvitað rétt. Gísli lést
árið 1948 og hefði e.t.v. mátt
geta þess hér, þótt dánarár
hans komi fram í ritinu siðar.
5. Á bls. 119segir: „Þess má geta
hér, að sýslumannhjónin, Sigurður
Sigurðsson og Stefanía Arnórs-
dóttir, buðu sýslunefndarmönnum
jafnan í matarveislu I heima-
húsum, meðan ásýslufundistóð,
eða í lok hans. Varsú risna mjög
rómuð og ríkti mikil gleði í þeim
hófum.” — Eg hygg nú að
nákvæmlega það sama hefði
mátt segja um þau sýslumanns-
hjón sem á eftir komu, Jóhann
Salberg Guðmundsson og Helgu
Jónsdóttur, og Halldór Þ.
Jónsson og Aðalheiði Orms-
dóttur — þótt þess sé ekki getið
hér.
6. Á bls 177 segir: „Hún flutti
veislukost suður, hangikjöt,
smjör, kæfu o.s.frv.”. Og síðar:
„Henni til aðstoðar viðflutninga
og annað voru Jón Jónsson frá
Höskuldsstöðum og Árni Jóns-
son í Miðhúsum”. — Þetta fær
varla staðist. Árni Jónsson bjó í
Miðhúsum 1876 - 1878. Síðan
hefur enginn Árni Jónsson átt
þar heima. Hér mun því
væntanlega vera átt við Árna
Jón Gíslason frá Miðhúsum,
síðar bifreiðarstjóra á Sauðár-
króki. (Sagt er frá Alþingishá-
tíðinni á Þingvöllum og þátt
Lilju á Víðvöllum.)
7. Á bls. 139 segir: „Sýslunefnd
og oddvitar mæltust til þess að
stjórn Búnaðarsambands Skag-
firðinga tæki að sér að fylgja
raforkumálinu eftir, fyrir hönd
héraðsbúa og varð hún, að vel
athuguðu máli, við þeim
tilmælum. Stjórnina skipuðu:
Kristján Karlsson Hólum, Jón
Jónsson Hofi, Jón Konráðsson
Bæ og Sigurður Sigurðsson
sýslumaður”. — Að jafnaði sitja
þrír, fimm eða sjö menn í
stjórnum félaga, hér eru nefndir
fjórir stjórnarmenn. Sá fimmti
var Jón Sigurðsson á Reynistað.
8. Á bls. 172 neðst og bls. 173
segir: „Mótið setti Árni Hafstað,
en sr. Tryggvi H. Kvaran
messaði og „söng Karlakór
Seyluhrepps” á undan og ávallt
á milli ræðuhalda o.s.frv.”. —
Karlakór Seyluhrepps hefur
aldrei verið til og mun hér um að
ræða karlakórinn „Heimi”.
II.
Margir sýslunefndarmenn hafa
gcgnt hinum ýmsu störfum, sem
til falla í hverju sveitar- og
sýslufélagi og þeirra er yfirleitt
getið. Mér sýnist þó að nokkurs
ósamræmis gæti, hvað þetta
varðar.
A, er sagður skólastjóri en B,
kennari, þó báðir hafi verið
skólastjórar í áraraðir. Starfs-
timabil sumra er nákvæmlega
tíundað, annarra ekki o.s.frv. I
allt eru tindar til einar tuttugu
og fjórar tegundir titla, sem
þessir menn eru látnir bera, allt
niður í það að vera talinn
kaupmaður í tvö ár.
Örfá atriði, tekin af handahófi,
vil ég nefna.
1. Hermann Jónsson á Ysta-
Mói, var t.d. kaupfélagsstjóri í
Haganesvík árin 1922 - 1937.
Hann var einnig póstafgreiðslu-
maður s.st. 1924-1947. Þessa er
ekki getið.
2. Bjarni Gíslason er sagður
bóndi. — Hann er einnig
kennari frá árinu 1956 til
þessa dags og meiri hluta tímans
skólastjóri.
3. Eiður Sigurjónsson er sagður
bóndi. — Hann var einnig
kennari árin 1919 -1954.
4. Gísli Gottskálksson ersagður
kennari, verkstjóri og bóndi. —
En meiri hluta kennsluferilsins,
1926- 1960varhannskólastjóri.
5. Stelan Gestsson er sagður
bóndi. — Hann er einnig kennari
árin 1954 -1973 og frá árinu
1985.
6. Valberg Hannesson, sagður
kennari og bóndi. — Hann hefur
verið skólastjóri frá árinu 1959.
7. Þorsteinn Hjálmarsson var
oddviti Hofsóshrepps, árin 1955
- 1974. Þess er ekki getið.
8. Jón Guðmundur Gunnlaugs-
son er sagður bóndi á Hofi 1981
-1988. — Hið rétta erað hann bjó
á Hofi árin 1951 -1988.
9. Guðmundur Vilhelmsson er
sagðurfæddur árið 1914. — Efsvo
væri, þá ber Guðmundur
aldurinn vel. Samkvæmt íbúa-
skrá Skagafjarðarsýslu er hann
fæddur árið 1943.
Sýslumaður réði jafnan ritara
fyrir hvern fund, og voru þeir
ætíð seni einn úr hópnum. Vel
hefði mátt greina þá. Eins þeirra
er að vísu getið og þá í sambandi
við vísna- og Ijóðagerð. Mér er
tjáð, að lengst af þessari öld hafi
Konur í Skagafirði!
Vinnuvaka Sambands skag-
firskra kvenna verður að
Löngumýri dagana 16.-18.
mars. Maetum allar á staðinn
og vinnum fyrir minjasafnið i
Glaumbæ. Kaffisala og basar
nánar auglýst síðar.
Vinnuvökunefnd
þrír menn gegnt þessu starfi.
Guðmundur Davíðsson á Hraun-
um, Stefán Vagnsson og Rögn-
valdur Gíslason.
III.
Upphaf Sýslunefndarsögu —
fyrri hluti — hefst á tillögu þeirri,
sem flutt var og samþykkt á
sýslufundi árið 1975, og varð
þess valdandi að sagan var
skráð. Nafn fyrsta flutnings-
manns hverrar tillögu er jafnan
fyrst og síðan nöfn meðflutnings-
manna, þeirra er fyrsti flutnings-
maður fær til að flytja málið með
sér. Hér er brugðið frá venju,
sem alls staðar er viðhöfð. Hér
eru nöfn flutningsmanna tekin úr
sýslufundargjörð og raðað i
stafrófsröð. Ekki sýnist mér að
viðlíka vinnubrögð séu viðhöfð
annars staðar í ritinu. Og ekki
veit ég ástæðu þess, að slíkt er
gert hér. Mér er raunarþvert um
geð að geta þess, sem þó er rétt,
að undirritaður var fyrsti flutnings-
maður þessarar tillögu, eins og
greinir í sýslufundargerð, og
mælti fyrir henni í sýslunefnd.
(En hefði vel getað unnt vini
mínum, Birni frá Sveinsstöðum
þess.)
Hér skal numið staðar með
upptínsluna. Allt eru þetta
raunar smávægilegar athuga-
semdir og agnúar, og mætti þó
e.t.v. fleiri finna ef vandlega væri
lesið. En það er lítils um vert á
móts við hitt, sem vel er um
verkið og veltur þó á miklu að
reynt sé að sneiða hjá villum og
veilum í frásögn t þvíliku riti,
sem litlar líkur eru til að aftur
verði útgefið í bráð. Að
bókunum báðum er mikill
fengur, eiga þar myndirnarsinn
þátt og eigi lítinn.
Til sölu
Hillusamstæða, símabekkur
og barnarúm sem er 1.50 m á
lengd ertil sölu. Upplýsingar
í síma 35740 eftir kl. 19.
Bílskúr óskast
Óska eftir að taka á leigu bíl-
skúr. Upplýsingar í sima
35759.
Húsnæði óskast!
Óska eftir að taka á leigu 4-5 herbergja
íbúð á Sauðárkróki frá 15. júlí nk.
Upplýsingar í síma 35542.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu
Önnu Hjartardóttur
frá Geirmundarstöðum
Guð blessi ykkur öll
Gennlaugur Valtýsson
Jóhtnna Haraldsdóttir
Hjörtur Gunnlaugsson
Haraldur Gunnlaugsson
Va'týr Gunnlaugsson
Geirmundur Valtýsson
Mínerva Björnsdóttir
Hjörtur S. Geirmundsson
Valbjörn H. Geirmundsson
Siemens innbygg-
ingartæki í eldhús
Hjá okkur fáið þið öll tœki á sama stað: Eldavól-
ar, uppþvottavólar, kæliskápa, frystiskápa, ör-
bylgjuofna, kaffivóiar, hrærivólar, brauðristar og
þannig mætti lengi telja.
SIEMENS er trygging ykkar fyrir góðum tækjum
og samræmdu útliti.
íslenskir leiðarvísar fylgja með.
@ rafsjá hf
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
Sími 95-5481
Konráð Gíslason.
Ókeypis smáauglýsingar