Feykir


Feykir - 06.06.1990, Síða 5

Feykir - 06.06.1990, Síða 5
21/1990 FEYKIR 5 Þeir sem eru með stærstu búin eru oft staðsettir nálægt þétt- býli. Og margir þeirra hafa oft verstu afkom- una. Þetta er spurning um tekjuöflunina og það er einnig spurning um eyðslu. Menn eyða meiru eftir því sem þeir komast oftar í kaup- stað”. segir Rögnvaldur Olafsson bóndi í Flugu- mýrarhvammi í hressi- legu viðtali í aprílhefti Bændablaðsins sem út kom á dögunum. Þar kemur margt athyglis- vert fram. Hjónin Rögnvaldur Ólafsson og Sigrún Þorsteinsdóttir, bændur í Flugumýrarhvammi. „Menn eyða meiru eftir því sem þeir komast oftar í kaupstað” segir Rögnvaldur Ólafsson bóndi í Flugumýrarhvammi Ég tel að unnt sé að lifa á sauðfjárbúi. Mikiðstærri hluti af búrekstri í Skagafirði byggist á sauðfé en á ýmsuni öðrum svæðum. Það má nefna mjólkur- framleiðslusvæðin í Eyjafirði og á Suðurlandi i því sambandi. Húnvetningar byggja enn meira á sauðfé en við í Skagafirði”, segir Rögnvaldur ennfremurvið þessari spurningu Þórðar Ingi- marssonar blaðamanns. 80 - 100 þúsund lítrar til mannsæmandi lífs Sjálfur er Rögnvaldur kúa- bóndi: „Nei ég er ekki með sauðfé. Við mjólkurframleið- endur eigum ekki að framleiða sauðfjárafurðir og taka þannig framleiðsluréttinn af sauðfjár- bændum sem þurfa hans með. Við eigum heldur að kaupa afurðir af þeim. Kúabóndi þarf að framleiða um 80 til 100 þúsund lítra af rnjólk á ári til að geta lifað mannsæmandi lifi. Mér finnst það eigi að vera skilyrði að bændur með þau framleiðslu- réttindi séu ekki jafnframt með sauðfé. Samt eru mörg dæmi þess að slíkir bændur hafi umtalsvert fjárbú --. Hagkvæmnin, aöalatriðiö Aðalatriðið í búrekstri er að sjálfsögðu það sama og í öllum öðrum rekstri. Það er að ná sem mestri hagkvæmni og hún verður að sitja í fyrirrúmi. Við útreikning fullvirðisréttar þyrfti einmitt að taka tillit til þessa. Ég hef séð í skýrslum að bændur gefi mjólkurkúm allt að 1400 kíló af fóðurbæti á ári. Og margir þeirra hafa ekki meiri afurð eftir árskúna en aðrir sem gefa mun minna. Ég gef mjólkurkúnni um 400 kg. á ári. Það er hægt að láta nautgripi éta mikið af fóðurbæti á stuttum tíma, en spurningin hvort það skilar sér í aukinni framleiðslu”, segir Rögnvaldur. Þá víkur hann að gæðum heyjanna, ,,gæði fremur magni”, sem augu bænda hafi opnast fyrir í auknum mæli á seinni árum. Innlenda fóðrið í fyrirrúmi „Hversu lengi á að vernda kjötframleiðslu sem eingöngu verður til vegna notkunar á innfluttu hráefni. Þar á ég við framleiðslu á fugla- og svína- kjöti, sem kalla mætti iðnaðar- búrekstur, því hann nýtirekkert innlent hráefni til framleiðslu sinnar. Hvað myndi gerast ef kornskortur yrði á Vesturlönd- um og verð á erlendu fóðri ryki upp af þeim sökum. Ég held að staða íslensks nautgripa- og kindakjöts, sem unnt er að framleiða af innlendu hráefni, yrði verulega sterk við þannig aðstæður. Virðisaukaskatturinn og hrossin Og að sjálfsögðu barst hrossaeign Skagfirðinga í tal. „Ég hef stundum sagt að gamni mínu að virðisaukaskatturinn og hrossin geri bændur ríka. Við fáum hluta af virðisaukaskatt- inum til baka og vissulega hafa margir bændur nokkrar viðbótar- tekjuraf hrossarækt. Þaðerekki óalgengt að meðalbóndi hafi frá 300 til 600 þúsund króna árstekjur af hrossunum. í flestum tilfellum er það hliðar- búgrein og ef vel er á haldið er hægt að ná svona hálfum árstekjum meðallaunamanns, ef litlu er til kostað. Hitt er svo annað mál hvort þeir hefðu ekki jafnmikið upp þótt hross- unum fækkaði verulega. Ég held að sé nauðsyn að þeim fækki um að minnsta kosti 20%. Þetta ererfitt mál þarsemlítið fæst fyrir afsláttarhross, en við verðum einnig að horfast í augu við gróðurfar og landnýtingu. Ég tel að Skagafjörður sé fullnýttur hvað það varðar og sumsstaðar er land mjög viðkvæmt eins og í Austurdal. Allir hreppar hafa fengið sinn skerf og ofbeit er staðreynd”. Reiðnámskeið hjá hestamannafélaginu Svaða Sínion Gestsson formaður reiðnámskeiðinu. Svaða í broddi fylkingar á „Þó ntenn kunni ýmislegt, verða þeir aldrei það gamlir að þeirgeti ekki lært eitthvað. Svona námskeið skerpir á mönnum að sinna grunn- atriðunum í tamningu- og reiðmennsku”, sagði Símon Gestsson formaður Hesta- mannafélagsins Svaða, að loknu reiðnámskeiði sem félagið liélt á Ilofsósi á dögunum. Námskeiðið stóð í viku og var leiðbeinandi á því kunnur hestamaður, Erlingur Sigurðsson. Þátttakendur. margir hverjir vanir reið- menn, voru 13 af félagssvæði Svaða. frá Hofsósi og nágrenni og úr Fljótum. Svaði var stofnaður fyrir nokkrum árum upp úr öðru félagi og eru félagar í dag um 100. Nk. laugardag fer einmitt fram í Hofsgerði hestamót Svaða. Hofsgerði er við hesthúsahverfið, rétt við Hofsá. Þar hafa Svaða- lélagar gert sér skeiðvöll sem tekinn var í notkun síðasta sumar. Að sögn Símonareru framkvæmdir við völlinn komnar á aðra milljón, en félagar vonast til að vinna a.m.k. upp í þá upphæð með gæslu á landsmótinu á Vindheimamelum, en Svaði er cinn af framkvæmdaaðilum mótins. Margt smátt gerir eitt STÓRT. Þessi máls- háttur er í fullu gildi. Öllum er nauðsyn að ávaxta sparifé vel. BÚNAÐARBANKINN vill kynna viðskipta- vinum sínum innláns- form, sem standa fyrir sínu. 1. METBÓK. Hver innborgun er bundin í 18 mánuði. Eftir það er hún laus til útborgunar, að öllu leyti eða hluta - hvenær sem er. Vextir færast á höfuð- stól 30/6. og 31/12. ár hvert. Hálfsárslega er gerður samanburður við ávöxtun verð- tryggðra reikninga með 5% vöxtum. Reynist það betri kjör, reiknast sérstök vaxta- uppbót á innstæðuna. Þetta innlánsform gaf 26.36% heildarávöxtun árið 1989. 2. GULLBÓK. Innstæða Gullbókar er alltaf laus til útborg- unar. Vextir færast á höfuðstól 30/6. og 31/12. ár hvert. Hálfs- árslega er gerður samanburður við ávöxtun verðtryggðra reikninga með 3% vöxtum. Reynist það betri kjör, reiknast sérstök vaxta- uppbót á innstæðuna. Vaxtaleiðrétting reiknast o.7% af úttekt. Þetta innlánsform gaf 25.05% heildarávöxtun árið 1989. ÞETTA ERU STAÐ- REYNDIR, SEM TALA SÍNU MÁLI. GRÆÐUM LANDIÐ GEYMUM FÉ. Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð TRAUSTUR BANKI

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.